Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1992, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1992, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992. Fréttir Virðisaukaskattur á húshitunarkostnað sums staðar greiddur niður: Húshitun hækki ekki á köldu svæðunum - enn óvissa um úármögnunina segir Jón Sigurðsson iðnaðar- og orkumálaráðherra „Eg vil ekki á þessu stigi segja til um hvemig þetta verður fjármagnað en það verður leitað allra leiða til aö leysa þetta mál. Það er hins vegar afar erfitt úrlausnar. Reynt verður sem frekast er kostur að koma mál- unum þannig fyrir aö ákvörðunin um að skattleggja húshitim valdi ekki ójöfnuði í orkukostnaðinum. Það er eðli svona skatta að þeir leggj- ast þeim mun þyngra á sem kostnað- urinn er meiri. Og það sem ég er að reyna að gera, ásamt öðrum, er aö reyna að draga úr þessum áhrifum af skattlagningunni,“ sagði Jón Sig- urðsson, iðnaðar- og orkumálaráð- herra. Guxmlaugur Stefánsson alþingis- maður sagði í samtali við DV að hann hefði loforð þriggja ráðherra fyrir því að komið yrði í veg fyrir að húshitun- arkostnaður á hinum svokölluðu köldu svæðum landsins hækkaði frá því sem nú er við það að 14 prósenta virðisaukaskattur er lagður á húshit- unargjöld. „Húshitunarkostnaður á þessum stöðum mun ekki hækka," sagði Gunnlaugur. Jón Sigurðsson sagði að í þessu máh rækist tvennt á. Annars vegar það æskilega markmið að koma á samfelldu og sem undanþágu- minnstu virðisaukaskattskerfi og viðleitni til að jafna húshitunar- kostnað um landiö. Hann sagði að í bih yrði ríkisstjómin ef til vill að láta undan síga í því. Ef horft væri Þetta graf sýnír hinn mikla mun sem er á húshitunarkostnaði í landinu og þá hækkun sem verður á hverjum stað við þaö að 14 prósenta virðisaukaskattur verður lagður á húshitunarkostnað. lengraframáveginnværiþaöákveð- benti á að ríkisstjórnin hefði í mai svæðunum. Nú þyrfti að líta á mál ið að halda þeirri viöleitni áfram að 1991 aukiö mjög niðurgreiðslur hús- þeirra hitaveitna sem eru dýrastar. jafna húshitunarkostnaðinn. Hann hitunarkostnaöar á rafkyndingar- -S.dór Hafa veitt 200 þúsund tonn af loðnu Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyit Heildarloðnuaflinn á haustvertíð- inni er kominn yfir 200 þúsund tonn, var 204.840 þúsund tonn í fyrradag og síðan hafa átta skip komiö til Siglufiarðar meö afla. Samkvæmt heimildum DV er mikiö um loðnu á nær öllu svæðinu frá Kolbeinsey og austur fyrir Langanes en á ýmsu hefur gengið með aö ná henni, aðal- lega vegna veðurs. Mest hefur borist til Siglufjarðar af loðnu eða yfir 40 þúsund tonn, til Raufarhafnar tæplega 30 þúsund tonn, um 28 þúsund tonn tíl Nes- kaupstaðar, tæp 23 þúsund til Eski- fjarðar og fimmtí staðurinn, þar sem borist hafa yfir 20 þúsund tonn, er Seyðisfjörður með um 22 þúsund tonn. Heildaraflakvóti á loðnuvertíð- inni, sem kemur í hlut íslenskra skipa, er 639.600 þúsund tonn. Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjurtu Skyndibitastaðurinn Wendy’s á Keflavíkurflugvelli hefur verið opnaður aö nýju íslendingum sem starfa hjá varnarliöinu á vellinum. Þetta kom fram á fundi sem Charles T. Butler, yfirmaður flotastöðvarinnar, boöaði til með íslenskum starfsmönnum í fýrra- dag. MMll fjöldi mættl Varnarl- iöið fór fram á aö staðurinn yrði opnaður og náði samkomulagi um það við íslensk stjórnvöld. Á sínum tírna var staðurinn lokaður íslendingum vegna tíl- mæla vamarmálaskrifstofu ut- anríkisráöuneytísins og var það vegna kvartana veitingamanna í Keflavík. Friðrik Sophusson fjármála- ráöherra hefur hækkað bensín- gjald um 1,50 krónur lítrann. Reglugerð þessa efnis tók gildi í gærmorgun. i kjöifarið hækkaði útsöluverð bensíns um 2,6 til 2,7 prósent. Hækkunín er liður í efnahagsað- gerðum ríkisstjómarinnar. Sam- kvæmt þeim munu tvær krónur til viöbótar leggjast á hvern bens- ínlitraíársbyijunl993. -kaa Fríkirkjan: „Ég hef frétt af því að gengiö hafi verið í hús og safnað fé til þess aðhalda Fríkirkjunni opinni um nætur. Þaö hljóta að vera ein- hverjir óprúttnir náungar þar á ferð og þeir era ekki á vegum Fríkirkjunnar,” sagði Cecil Har- aldsson fríkirkjuprestur viö DV. „Við höfum haldiö Fríkirkjimni opinni aðfaranótt laugardags og sunnudags eftír klukkan'l en það er sjálfboðahðastarf og söfnuður- inn stendur straum af þeim kostnaði.” -ÍS í dag mælir Dagfari Hýrudráttarráðherrann Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra lét ekki á sig fá hróp og köll sjúkraliða á þingpöllunum í gær. „Þið fáið engar viðræður fyrr en þiö hættið þessum ólöglegu aðgerð- um, hættið að funda daginn út og daginn inn,“ sagði hann af mynd- ugleik hins stefnufasta manns við sjúkraliðana sem fylgdust með mnræðum utan dagskrár. „Og svo stefni ég ykkur bara fyrir Félags- dóm.“ Þaö er langt síöan íslenskur ráö- herra hefur verið svona röggsam- ur. Þetta hefur Friðrik lært af Dav- íð Oddssyni forsætisráöherra sem segist hafa lagt til að Þorsteinn Pálsson, þáverandi forsætisráö- herra, ræki Steingrím Hermanns- son ög Jón Baldvin Hcmnibalsson og allt þeirra hö úr ríkisstjóm hér rnn árið. En það var jú löngu fyrir Viöeyjarástina miklu. Já, Friörik Sophusson stendur fast á prinsippunum ems og aUtaf. Hann var sem kunnugt er einn ákafasti talsmaður stórmerkrar stefnu sem sjálfstæðismenn kynntu fyrir nokkrum árum með miklu brambolti. Hún hét „Báknið burt“ og fólst í því aö skera ríki- skerfið rækilega við trog. Þannig átti hlutur ríkisins í þjóðUfinu að minnka verulega og .auðvitað átti líka að stórlækka skattana. Það er aö sjálfsögðu merki um stefnufestu að nú þegar Friðrik hefur komist yfir ríkiskassann hækkar hann skattana upp úr öUu valdi og sér til þess að hlutur ríkis- ins í efnahagslífinu verði meiri en nokkru sinni fyrr. Það er bara kompásinn sem er vitlaus! Þetta er nú hins vegar duhtið feimnismál. Þannig er Dagfara sagt að öU emtök, sem starfsmenn flokksins hafi komist yfir af stefnu- yfirlýsingunni „Bákniö burt“, séu fahn niðri í kjallara í ValhöU í eld- traustum skáp sem enginn hefur lykil að. Friðrik hefur sem sagt prinsippin í lagi. Við sjúkraUöa segir haim: engar viðræður fyrr en þið hættið þessu fundastandi. Og svo ætla ég auðvitað að hýradraga ykkur allar, elskumar mínar, eins og lög gera ráð fyrir. Eitt sinn þegar ungur, framgjam stjómmálamaður var aö kveðja sér hljóös með skeleggum blaðaskrif- um varð honum á að vísa ein- hverju fólki „frá Pontíusi til PUat- usar“. Þetta þótti gjörhugulum les- endum ekki svo einfalt í fram- kvæmd og vUdu fá Heródes með í spUið. En píslarganga sjúkraUöa í gær til foringja sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg, Markúsar Arnar borgarstjóra og Magnúsar L. (verkalýðsleiðtogans sem gárung- amir kalla Lenin), forseta borgar- stjómar, sem sjá mátti í sjónvarp- inu í gærkvöldi, bendir til þess aö þetta sé aUs ekki óframkvæman- legt. Þama stóðu þeir hUð við hUð sem einn maður og þvoðu hendur sínar í sameiningu. Annars báðu sjúkraUðar þá Markús og Magnús að hafa góð áhrif á Friðrik en þeir vísuöu öUu á hinn stefnufasta fjármálaráð- herra sem héldi um budduna. Hans væri valdið að semja, borga eða hýradraga. Á meðan þessu fer fram er aUt í hers höndum á spítulunum. Hjúkr- unarfóUc vinnur þar nær aUan sól- arhringinn og segist einungis geta sinnt bráðveiku fóUd. Aðstandend- ur sjúkUnga hafa reynt að koma sínum nánustu til nokkurrar hjálp- ar. Og sérhver yfirlýsing ráðherrans virtist virka sem oUa á eldinn í hjörtum sjúkraUðanna. í DV í gær var haft eftir reiðum konum að þær væru tUbúnar í aögerðir „þar til aUt logar í landinu". Hótunin um hýradráttinn varð til þess að „æsa leikinn", að sögn formanns Sjúkr- aliðafélagsins. Og yfirlýsingar Friöriks í þinginu síðdegis í gær köUuðu á ósjáUráð viðbrögð sem íslendingar sýna annars bara á landsleikjum í handbolta. Og Dagfari fékk vægt taugaáfall er hann var að lesa aUar fréttimar í DV í gær um ástandið á sjúkra- húsunum því að honum varö sem snöggvast Utið á eina stóra fyrir- sögn. Þar stóð: „Afklæddi, batt og baröi...“ En sem betur fer átti þessi fyrir- sögn aUs ekki við deUu fjármála- ráöherra og sjúkraUðanna. Og svo var fjármálaráöherrann í gærkvöldi kominn á fuUt í viðræð- ur við sjúkraUða - þrátt fyrir yfir- lýsingamar - viðræður sem gengu svo vel að sjúkraUðar hættu öUu fundastandi um sinn. Það er nú munur að vera stefnu- fastur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.