Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1992, Qupperneq 10
10
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992.
Utlönd
Clintonbýðurtil
stórveislu
BUI Clinton, verðandí Banda-
ríkjaforseti, ætlar að bjóða til
fjögurra daga stórveislu í Was-
hington áður en hann tekur viö
embætti þann 20. janúar. Til-
gangurinn með uppákomunni er
að láta fólk vita svo að ekki fari
á miUi mála að nýr forseti er að
taka viö og endurreisn Banda-
ríkjanna að hefjast. Clinton kem-
ur til borgarinar 17. janúar.
Norðmenngera
jólainnkaupin
íDanmörku
Danskir slátrarar maka krók-
inn þessa dagana því að Norð-
menn flykkjast með ferjunum
sem ganga milli landanna og
kaupa það besta sem danskur
landbúnaöur hefur upp á að
bjóöa.
Norðmenn telja danskar svína-
steikur betri en þeirra eigin. Litiu
munaöi þó að öll viðskipti féliu
niður þvi sjómenn á feijunum
ætluðu í verkfail fyrir jólin en því
hefúr verið aflýst.
Ferjurnar eru nú þéttskipaðar
hvem dag og margt kjötiærið
slæðist með í farteski Norð-
mannaáheimleið. ntb
Harðlínumenn sækja að rússneska forsætisráðherranum:
Gajdar hef ur leitt
landið í ógöngur
Framtíð Jegors Gajdars, starfandi
forsætisráðherra Rússlands, er mjög
óviss eftir að áhrifamiklir íhalds-
menn á þinginu veittust harkalega
að róttækri efnahagsstefnu hans.
Þeir sögðu að hún hefði leitt landið
í miklar ógöngur.
Gajdar var ósveigjanlegur í ræðu
sinni á fundi rússneska fulltrúa-
þingsins í gær og varaði við óðaverð-
bólgu ef vikið væri af þeirri markaðs-
hyggjuleið sem hann hefði varðað.
Hann lét óánægjuhróp ihalds-
manna sem vind um eyru þjóta og
útlistaði sigra sína og ósigra frá því
hann hrinti úmbótastefnunni í fram-
kvæmd fyrir tíu mánuðum þegar
verðlag var gefið frjálst.
„Það var talað um kulda og hungur
og að landið mundi liðast í sundur
en ekkert slíkt hefur gerst,“ sagði
hann við þingheim. „Við höfum kom-
ist í gegnum þennan aðlögunartíma
án allrar félagslegrar ólgu.“
Alexander Rutskoj varaforseti vís-
aði rökum Gajdars á bug og hvatti
„GAT MER
HAFA MISSÝNST
UM SOVÉÍRÍKIN?“
Krislinn E. Andrésson, 1971
Almenna bókafélagið boðar til mikilvægs fundar í
tilefni af útgáfu bókarinnar „Liðsmenn Moskvu -
samskipti íslenskra sósíalista við kommúnistaríkin"
eftir sagnfræðingana Áma Snævarr og Val Ingimundar-
son. Fundurinn verður haldinn fímmtudaginn
3. desember í Átthagasal Hótel Sögu
kl. 17:00-19:00.
Fundurinn er öllum opinn.
Dagskrá:
I 1. Ámi Snævarr, annar höfundur bókarinnar, ræðir
um vandann við að finna skjöl í skjalasöfnum erlendis,
hann greinir frá frekari upplýsingum sem er að vænta
um þetta efni og segir frá samtölum sínum við
persónur bókarinnar.
2. Bjöm Bjamason alþingismaður og Eysteinn
Þorvaldsson dósent segja álit sitt á upplýsingum í
bókinni og hvaða lærdóm megi draga af þeim.
3. Pallborðsumræður um bókina. Þátttakendur verða
þeir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, Gísli
Gunnarsson dósent, ásamt frummælendum.
Fundarstjóri og stjómandi pallborðsumræðna er Jón
Hákon Magnússon.
Verið velkomin!
é>
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ HF
til meiri ríkisafskipta. Hann lýsti því
yfir að það væri rangt að hafna al-
gjörlega efnahagsarfi kommúnism-
ans og var greinilegt að hann var að
biðla til harðlínumanna fyrrum
kommúnista.
Hörð árás Rutskojs á Gajdar kemur
Borís Jeltsín forseta í nokkurn vanda
þar sem Jeltsín verður að velja milli
þess hvort hann biðurþingið um að
staðfesta Gajdar í embætti eöa velja
nýjanforsætisráðherra. Reuter
Jegor Gajdar, starfandi forsætisráðherra Rússlands, er sakaður um að
hafa leitt landið í miklar ógöngur með efnahagsstefnu sinni. Teikning Lurie
Kynóður björn
nauðgaði 18 kúm
Kynóður skógarbjöm, sem und-
anfariö hefur vafrað um skóga í
Selbæ í Þrændalögum í Noregi,
nauðgaði á síðasta sumri átján kúm
í hreppnum. Kýmar fundust dauðar
í sumar og hófst þá þegar rannsókn
á hvaö hefði valdið dauða þeirra.
Allir helstu rándýrasérfræðingar
Noregs vora kallaðir til verksins og
nú hefur Ivar Mysterud frá háskó-
lanum í Ósló fundið svarið eftir að
fræðimenn höfðu deilt hart um mál-
ið.
Ivar sagði í niðurstöðu sinni að
ekki færi á milli mála að bjöminn
hefði nauðgað kúnum áður en hann
drap þær. Hann hefði alltaf farið eins
að og atferli hans minnti því á fræga
raðmoröingja og nauðgara í mann-
heimum.
Ivar hefur komist að því aö 13
kúnna vora yxna þegar þær lentu í
klóm bjamarins. Það bendir til að
þær hafi verið auðveld fómarlömb.
Bjöminn er enn á lífi að því er best
er vitaö. Ivar segir að hann sé trúlega
alvarlega truflaður á geði og geti því
reynst hættulegur fari hann á stjá á
ný með vorinu.
NTB
Sarajevo:
Sprengt í úthverf um
Haröar stórskotaliðs- og
sprengjuárásir vora gerðar í nótt á
þau úthverfi Sarajevo, höfuðborgar
Bosníu, sem era á valdi íslamstrúar-
manna.
Útvarpið í Sarajevo sagði að fót-
göngulið Serba hefði ráðist á úthverf-
in Otes, Azici og Bare, auk hverfa
nærri veginum aö flugvelli borgar-
innar. Að sögn bára árásir þessar
engan árangur. Fremur rólegt var
hins vegar í miðborg Sarajevo.
Danskur hermaöur á vegum Sam-
einuðu þjóðanna var látinn laus í
gær eflir að hafa verið í haldi mann-
ræningja í nokkrar klukkustundir.
Hann sakaöi ekki. Tveir menn
rændu Dananum þar sem hann var
að skokka í bænum Kiseljak, um 25
kílómetra fyrir norðan Sarajevo. Sá
bær er á valdi Króata.
Reuter
Eigandi hafna-
ántæiifyrirkyn-
þáttahatur
Gengur þaö að eigandi hafna-
boltaliðs kalli blökkumenn nigg-
ara og segi að Hitler hafl byrjað
vel en gengiö of langt? Miklar lík-
ur eru á að Marge Schott, stjórn-
arformaður og eigandi Cincinati
Reds, verði að víkja úr stöðu sinni
vegna ummæla af þessu tagá.
Stjómendur annarra liða í
bandaríska hafnaboltanum segja
að ófært sé að hafa kynþáttahat-
ara við stjórnvöhnn hjá virtu liöi.
Marge segist hafa látiö umrædd
orð falla í gamni.
MichaelJack-
sonvill milljarða
fráL.A.Gear
Poppgoðið Michael Jackson vill
að skóframleiðandinn L.A. Gear
greiðí honum jafnvirði 2,5 millj-
ai-ða íslenskra króna í skaðabæt-
ur fyrir samningssvik vegna
framleiðslu á skóm hönnuðum
af popparanum og seldum undir
naftii hans.
Samningurinn var gerður árið
1989 en var lítils virði vegna þess
aö skómir þóttu Ijótir og seldust
ekki. Fyrr á árinu vildi L.A. Gear
fá skaöabætur frá Jackson vegna
samningsins því hann fékk væna
fyrirframgreiðslu. Nú vill Jack-
son tryggja sinn hlut með gagn-
sókn.
Bjóða Farrow
fúlgurfyrir
sögurumAllen
Tímarit í Bandaríkjunum eiga
nú í harðri samkeppni um einka-
rétt á viðtali við leikkonuna Miu
Farrow þar sem hún reki í smá-
atriðum sambúð sina með Woody
Allen.
Að sögn býöur Star best en Mia
hefur ekki enn tekið boðinu. Hún
hefur þegar selt breska vikurit-
inu Hello Evrópurétt á sögu sinnl
Þar hefur hún birst í tvemur hlut-
um og einnig í blöðum á Spáni og
í Frákklandi. Sagan hjá Hello
þykir hins vegar fremur bragð-
dauf.
Madonna kaupir
300 milljóna
húsíHollywood
Klámdrottningin Madonna hef-
ur leyst úr brýnustu húsnæðis-
vandræðum sínum með því að
kaupa hús íyrir 300 milljónir ís-
lenskra króna í Hóllywood. Fyrir
átti hún tveggja herbergja íbúð í
nágrenni við nýja heimiliö.
Undanfarin tvö ár hafði hún
leitaö sér að stærri vistarveru og
nú loksins fundið hana. Madonna
á einnig hús á Miami og íbúð í
New York.
Tatum O’Neal
ætlaraðskilja
UfCnrftn
vio mctnroe
Leikkonan Tatum O’Neal er
búin að fá nóg að eiginmanni sín-
um, John McEnroe tennisleikara,
og ætlar að skilja við hann hið
bráöasta. Skammt er þó liðið frá
því hún sagðist vera hæstánægð
með mann sinn.
Tatum hefúr helgað sig hús-
móðurstörfimum imdanfarin sjö
ár og ekkert leikiö á þeim tfina
en jafnan fylgt manni sínum
hvert á land sem er. Þau hjón
elga þijú höm, sex, fimm og eins
árs. Tatum hefur fengjð tilboð um
að leika í nýrri kvikmynd.