Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1992, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992.
Fréttir
Allir starfsmenn Borgarspítalans skyldaöir á námskeið Time Manager:
Kurr á spítalanum vegna
augljósra hagsmunatengsla
- Ami Sigfússon, formaður spítalastjómar, er framkvæmdastjóri umboðsaðilans
Talsverður kurr hefur komið upp
á Borgarspítalanum vegna nám-
skeiðs sem ákveðiö hefur verið að á
annað þúsund starfsmenn spítalans
sæki á næstunni. Þeir sem eru
óánægðir með ákvörðunina segja
fyrirvarann stuttan, á slæmum árs-
tima, ekkert útboð hefði veriö gert
og málið lykti af augljósum hags-
munatengslum formanns spítala-
stjómar.
Umboðsaðili Time Manager er
Stjórnunarfélagið en framkvæmda-
stjóri þess er Ámi Sigfússon, formað-
ur spítalastjómar Borgarspítalans.
Það var stjóm spítalans sem ákvað
að námskeiðið skyldi haldið. Af þess-
um sökum er sterkur orðrómur uppi
á spítalanum um að augljós hags-
munatengsl séu þama á ferðinni.
Hér er um að ræða eins dags nám-
skeið á vegum Time Manager sem
öllum er gert skylt að mæta á -14.-18.
desember eða 4.-13. janúar. Fjallað
verður um fmmkvæöi, ábyrgð og
trúnað. Kostnaðinn, sem er áætlaður
á þriðju milljón greiðir spítalinn en
verið er að kanna möguleika á að
styrkur úr starfsmenntunarsjóði
borgarinnar renni upp í kostnað.
Þess er vænst að spítalinn muni að-
eins greiða 300-400 þúsund krónur.
Magnús Skúlason, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Borgarspítalans, sagði
við DV í gær að námskeiðið hefði
ekki verið boðið út af hálfu spítalans
- áhugi hefði verið á að taka tiltekið
námskeið hjá Time Manager.
„Námskeiðið er búið að vera í um-
ræðunni í talsverðan tíma en það
dróst að taka ákvörðun. Það er ekki
ljóst hvemig þetta verður greitt en
spítalinn fær þetta á mjög góðum
kjörum," sagði Magnús.
Magnús sagði aðspurður að það
gæti vel verið að starfsmannanám-
skeiðið fengist á góðum kjömm
vegna „góðs sambands" við umboðs-
aðila Time Manager - Stjórnunarfé-
lagið. Magnús sagði á hinn bóginn
að Stjórnunarfélagið væri ekki aðili
að námskeiðinu og fengi ekki greiðsl-
ur vegna þess, heldur Haukur Har-
aldsson hjá Time Manager, sem sér
um námskeiðið. Námskeiðin verða
haldin á Hótel Loftleiðum og Höfða
framangreinda daga. Rætt hefur ver-
ið um að (kostnaður á mann verði
1.500 krónur og 900 krónur fyrir mat.
Um óánægju úr röðum deildar-
stjóra spítalans, sagði Magnús:
„Það verða tiltölulega fáir af hverri
deild á hveiju námskeiði. Þaö þarf
því kannski ekki aö umturna öllu.
Ég hef heyrt fólk lýsa áhyggjum sín-
um en sumir era ánægðir og aðrir
óánægðir. En það er skammur fyrir-
vari á þessu, sérstaklega fyrstu nám-
skeiðunum, það auðvitað kallar á að
menn bregðist fljótt við.“ Gert er ráð
fyrir að 60-100 starfsmenn sæki nám-
skeiðin dag hvem.
-ÓTT
DV-myndir GVA
Fegurstu konur
landsins hittust
Fjöratíu fegurstu konur íslands
síðustu árin komu saman í Ingólfsc-
afé í gærkvöldi til þess að samfagna
Thelmu Ingvarsdóttur með nýút-
komna bók. Heiðar Jónsson kynnti
þær hveija af annarri og taldi þær
glæsilegri eftir því sem þær vora
eldri. Nýjasta fegurðardrottning
landsins, Þórunn Lárusdóttir, sem
varð ungfrú Skandinavía siöasta ár,
lék á trompet við undirleik systur
sinnar, Ingibjargar, María Baldurs-
dóttir, fegurðardrottning íslands ár-
ið 1969, söng lag eftir bróður sinn,
Þóri, og móðir Þórunnar, Sigríður
Þorvaldsdóttir, fegurðardrottning ís-
lands árið 1958, lék einleik á píanó.
Heiöar Jónsson sagði í samtah við
DV aö aldrei áður hefði tekist að ná
svo mörgum fegurðardrottningum
saman. í inngangserindi nefndi hann
um áttatiu nöfn og fjöratíu af þeim
vora mætt. Elst væri Elín Sæmunds-
dóttir, fegurðardrottning íslands ár-
ið 1951.
„Mér finnst þetta alveg stórkostlegt.
Eina konan sem ég þekkti ekki áður
var Thelma því hún var komin út í
heim svo snemma. Þetta er svo tísku-
bundið hveijar era fallegar á hveijum
tíma en þær bera hver af annarri og
ekki síður þessar eldri. Margar hafa
náð glæstum árangri og það gífurlega
góðum," sagði Heiðar.
Linda Pétursdóttir, ungfrú Heimur
1988, mætti í samkvæmið til að heilsa
Thelmu. Þær hafa lifaö svipuðu lífi
sem fegurðardrottningar og fyrir-
sætur. Nú er Linda komin með ann-
an fótinn heim því hún hefur stofnaö
módelsamtök hérlendis.
„Ég ætla að vera með fáa en góða
krafta sem ég get einnig sent utan.
Ég gæti alveg skrifað bók í dag miðað
við það sem ég hef upplifað sem
ungfrú heimur og í tískubransanum.
Eftir tuttugu og fimm ár hef ég sank-
að að mér enn meiri reynslu," segir
Linda Pétursdóttir brosandi.
-JJ
Lögmaöur Sophiu vongóður þrátt fyrir dóminn:
Öll lagaleg rök skortir gjörsamlega
„Eftir að hafa lesið skriflegan rök-
stuðning dómarans sést glöggt að
hann brýtur flestar reglur sem hægt
er að bijóta varðandi sönnunarmat
í dómsmáli. Til að mynda styöst hann
einhliða við framburð systranna sem
þeim var innrættur af hálfu foður-
ins,“ sagöi Gunnar Guðmundsson
lögmaður um niðurstöðu héraös-
dómarans í Istanbúl.
„Dómarinn dæmir sjálfur um lík-
amlegt og andlegt ástand systranna
í stað þess að byggja á mati sérfræð-
inga. Hann telur jafnframt fjárhags-
lega hagi fóðurins fullnægjandi þó
svo að engin gögn um slíkt lægju
fyrir í málinu. Öll lögfræðileg rök
skortir gjörsamlega um það hvers
vegna hann byggði málsmeðferö sína
ekki á íslenskum lögum, eins og við
kröfðumst. Ég tek undir orð lagapró-
fessorsins í Istanbúl um að sá sem
skilaði úrlausnum meö þessum hætti
yrði strax felldur á prófi. Þetta vekur
að sjálfsögðu miklar vonir um hag-
stæða niðurstöðu Hæstaréttarins í
Ankara." -ÓTT
Ami Sigfusson:
Tel mig vera að
gera Borgarspít-
alanum greiða
„Sem framkvæmdasljóri fyrir
stærsta fræðslufélag landsins í nám-
skeiðum hef ég notað tækifærið til
að ná fram þjónustu fyrir spítalann
sem er á verði langt undir því sem
öðram aðilum er boðið. Ég tel mig
vera að gera Borgarspítalanum
greiða. Það sem snýr að okkur er
ekki hagnaðarmál Stjómunarfélags-
ins,“ sagði Ámi Sigfússon um þann
kurr sem upp er kominn á Borgar-
spítalanum vegna fyrirhugaðs nám-
skeiöahalds fyrir starfsfólk þar.
„Ég myndi segja að allt mitt starf
á Borgarspítalanum mótaðist af
reynslu minni hjá Stjómunarfélag-
inu. Það er augljóslega hægt að rekja
ýmislegt sem gert hefur veriö á spít-
alanum til að ég er einmitt í þessu
hlutverki. Ég er að horfa á það sem
fyrirtæki gera best og er aö aðhæfa
þau verkefni að spítalanum. Starfs-
vitundarnámskeiðið er hluti af því.
En ég er undrandi ef menn eru að
reyna aö koma einhveiju á mig í
pólitík á meðan ég er búinn að liggja
yfir því að útvega spítalanum nám-
skeið á mjög hagstæðum kjöram.
Menn geta séð hvaða samningar
gilda við Time Manager, hvaða verð
þar er í viðmiðun og hve langt ég hef
náð kostnaöi fyrir Borgarspítalann
niöur. Ég get sýnt fram á með samn-
ingum að ég er ekki að nota hags-
munatengsl öðravísi en að það sé í
þágu Borgarspítalans."
Ami sagði að framangreint nám-
skeið væri hluti af undirbúningi fyr-
ir stefnumótun Borgarspítalans -
gæðaþróun og hagræöingu á öllum
deildum þar sem áhersla væri lögð á
aðvirkjastarfsmenn. -ÓTT
Efhislegt mat héraðsdóms í máli Sophiu:
Siúlkurnar þurf a ekki
á móðurinni að halda
Héraösdómarinn í hverfinu Ba-
kirkoy í Istanbúl, þar sem dómur
gekk í forræðismáli Sophiu Hansen
og Halims A1 í síöasta mánuði, hefur
loks skilað efnislegum dómi í málinu.
Hinn tyrkneski lögmaður Sophiu,
Hasip Kaplan, leggur í næstu viku
fram formlega áfrýjun í málinu til
Hæstaréttar Tyrklands í Ankara.
Innihald dómsins, sem fer hér á eft-
ir, er byggt á þýðingu sem DV barst
í gærkvöldi af aðalatriðum hans:
„Vamaraðilinn, Halim Al, hefur
gjfst tyrkneskri konu á síðari stigum
málsins. Sú staðreynd hefur ekkert
að gera með þetta mál. Þar sem mað-
urinn býr í Istanbúl og konan á Is-
landi og þau eiga ekki sameiginlegt
heimili veröur að styðjast við tyrk-
nesk lög í þessu máli. Þó að sóknar-
aöilinn (Sophia) æskti þess (til vara)
að stuðst yröi við tyrknesk lög er ijóst
aö málsaðilar eiga sér mismunandi
siðmenningu og þannig eiga þeir ekki
möguleika á aö ná vel saman. Báöir
aðilar eiga því jafna sök í málinu.
í forræðismáhnu er ljóst aö bömin
era vaxin úr grasi og þurfa ekki á
umhyggju móðurinnar að halda
lengur. Álit bamanna hefur komið
fram. Þau sögðu aö þegar þau vora
á íslandi heíði móðir þeirra lagt í
vana sinn að skilja þau alein eftir -
þau vilji vera hjá fóður sínum.
Fjárhagsleg staða Halims A1 þykir
vera nægilega góð til að annast börn-
in. Börnin ganga venjulega í bama-
skóla í Bakirkoy (hverfi Halims í Ist-
anbúl) og eiga hvorki við nein andleg
né líkamleg vandamál að stríða.
Bömin þykja hafa aðlagast umhverfi
sínu í Istanbúl. Dómurinn tekur mið
aflíkamlegum, andlegum og siðferði-
legum þroska bamanna, hamingju
þeirra og óskum í samræmi við það
umhverfi sem þau hafa aölagast og
breytingunni sem yröi af aðskilnaöi
þeirra frá því. Að þessu virtu þykir
rétt að ákvaröa fóðumum forsjána.
Með hliðsjón af fjarlægðinni á milli
Tyrklands og íslands og sumarfríi
stúlknanna telst viðeigandi fyrir
móðmina að fá að sjá bömin sín í
júlí í 30 daga. Þetta er nauðsynlegt
til að uppfylla móðurlegar tilfinning-
ar gagnvart bömum.“ -ÓTT