Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1992, Blaðsíða 32
40 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992. á næsta sölustað • Áskriftarsími 63-27-00 LJÓSAPERUR FYRIR RÍKISSTOFNANIR Tilboð óskast í ýmsar gerðir af Ijósaperum til notkunar í opinberum stofnunum. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Borgar- túni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11.30 f.h. 17. desember 1992 í viðurvist viðstaddra bjóðenda. IIMNKAUPASTOFIMUIM RÍKISINS BORGAHTUNI 7 105 REYKJAVIK Uppboð á lausafé Eftir kröfu Leifs Árnasonar hdl. v/ Sjóvár-Almennra hf fer fram uppboð fimmtudaginn 17. desember nk. kl. 11.00. Uppboðsandlagið, sem talið er eign Bergáss hf., er: Deutz dráttarvél nr. 7441 -0072 ásamt fylgihlutum, þ.m.t. Atlas krani serial nr. 3108, Knupp vökvaborvél serial nr. 54-411 og Ingersoll Rand loftpressa nr. 27137 E 76 202. Uppboðið fer fram þar sem uppboðsandlagið er staðsett að Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi (gamla ís- bjarnarplaninu). Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshald- SÝSLUMAÐURINN I REYKJAVÍK Uppboð á lausafjármunum Eftirtaldir lausafjármunir verða boðnir upp að Þjóðbraut 13, Akranesi, fimmtudaginn 17. desember 1992 kl. 14.00. Bifreiðamar: AM-174 BH-254 EE-291 EG-572 EJ-085 EÞ-209 FE-241 FE-690 FF-173 FI-894 FJ-668 FM-061 FR-991 GB-811 GD-156 GI-277 GP-045 HB-498 HD-196 HH-268 HI-626 HS-279 IF-240 IN-073 IU-465 JT-989 Orion sjónvarpstæki, Luxor sjónvarpstæki, myndlykill, sófasett, 2 sófar og stóll, 2 borð, borðstofuborð, 4 stólar og 4 leðurstólar, Finlux sjónvarps- tæki, Kenwood hljómtækjasamstæða með hátölurum, dökkur tvöfaldur stofuskápur og Arbau steypustöð. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI SVFR Opið hús Opið hús verður í félagsheimili SVFR föstudaginn 11. desember. Húsið opnað kl. 20.30. Dagskrá: * Jólahugvekja veiðimannsins flutt af séra Pálma Matthíassyni. * Framhald á litskyggnum Jóns Skelfis frá ýmsum veiðisvæðum á liðnu sumri. * Glæsilegt happdrætti. Merming Hundshjarta Hundshjarta Mikhaíl Búlgakofs (1891-1940) hirtist fyrst fyrir fimm árum í sovésku tímariti þó sagan væri skrifuð árið 1925. Ástæðan fyrir þessum tímamun er sú að í bókinni er skelegg gagnrýni á sovésku bylt- inguna. Hundurinn er tákn þýlyndis þjóðarinnar sem leyfði handbendum Marx og Engels að ráðskast með sig mestan hluta aldarinnar. Hundur í mannsmynd Sagan segir frá frægum prófessor sem hressir og yngir menn með því að gera aðgerð á kynkirtlum þeirra. Vitsmunaleg forvitni hans fær hann til að gera tegundaaðgerð á hundi. Hann græðir eistu og heilad- ingul úr manni í hann. Hundurinn lærir smám saman að tala og reynist húsbónda sínum illa, tekur afstöðu með byltingaröflunum og ákærir húsbóndann fyrir gagnbyltingarhneigð. Bólcmermtir Árni Blandon Sagan er vel sögð eins og Búlgakofs er von og vísa. Fyrsti hluti hennar er skemmtilegastur þegar hundur- inn, fyrir breytingu, lýsir lifinu sem hann sér í kring- um sig. í öðrum hluta sögunnar er skurðaðgerðinni lýst og er sá hluti sístur. Síðasti hlutinn, sem fjallar um vandræðin sem hljótast af mannhundinum, minnir að forminu til á meistaraverk Búlgakofs Meistarann og Margarítu. Þar eru tvö öfl að berjast, hið góða og göfuga, gegn hinu heimska og vonda. Þýðingin Meistarinn og Margaríta kom út í tímaritinu Moskva árið 1967 og fjórtán árum síðar í íslenskri þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur. Ingibjörg er einn af okkar albestu þýðendum og vinna hennar við Hundshjartað Mikhaíl Búlgakof. er nánast óaðfmnanleg. íslenskan er kliðmjúk og skýr. Aðeins á einum stað er kannski of hátíölegt oröalag þegar talað er um að „svipta hundinn kvöldmatnum“ (113). Reyndar er á sömu blaðsíðu annað vafaatriði, sem sé þegar hundurinn sker sig á rakvélinni. Það hlýtur að eiga að vera rakhnífur. Þessi smáspörð eru vart þess virði að minnast á. Aðalatriðið er að Ingi- björg er nánast óskeikull þýðandi. Hún er vandvirk og á sérlega auðvelt með að tjá sig á íslensku. Hunds- hjarta er svo vel þýdd bók að maður hefur það stund- um á tilfmningunni að verkið hafi verið samið á ís- lensku. Betur er vart hægt að vinna þýðingu. Hundshjarta, 143 bls. Mikhafl Búlgakof. Þýð.: Ingibjörg Haraldsdóttir. Mál og menning (Syrtla), 1992. Kímnisögur úr skólanum A hveiju ári reyna bókaútgefendur að fmna áhuga- vert efni til að setja á bækur. Miklu skiptir aö það sé fjölbreytt og höfði til áhuga sem flestra. Reynt er að höfða tíl fróðleiksfýsnar fólks og áhuga á lífi og tilveru samborgaranna. Ævisögur eru áberandi á jólabóka- markaöi í ár og vekur athygli að sífellt yngra fólk virð- ist sjá ástæðu til að líta yfir farinn veg og leyfa þjóð- inni að kynnast vegferðinni. Skopsögur af ýmsu tagi eru nauðsynlegur þáttur lífs- ins og gott krydd í tilveruna. Tveir ungir menn, Guð- jón Ingi Eiríksson og Jón Sigurjónsson, hafa á undan- fómum árum safnað saman skopsögum úr skólastarfi og gefið þær út á bók. Nýlega kom sú fimmta út, Enn meira skólaskop. Þar er að finna 150 skemmtisögur um nemendur og kennara. Ég held ég hafi lesið allar bækur þeirra félaga og víst er þessi nýja síst lakari en þær fyrri. Þó veröur að segjast eins og er að sögum- ar em misfyndnar. En það lýsir líkast til kannski fyrst og fremst kímnigáfu lesandans en er ekki skýr mæli- kvarði á skemmtanagildi sagnanna. En þær eru mis- góðar og í sumum tilvikum er erfitt að ná fram brosi við lesturinn. Oft er það þannig með brandara að verið er að gera grín aö einstaklingum, því sem þeir hafa sagt og hefur fengið aðra til að hlæja. Það er í sjálfu sér gott ef grín- ið er ekki meiðandi heldur fyrst og fremst hugsað sem skemmtun. Þetta einkennir allar sögurnar í þessari nýju bók. Það er hvergi verið að reyna að vera meið- andi og allir eiga að geta brosað dátt að þeim. Mér hafa löngum þótt skrýtlur og sögur af tilsvörum bama skemmtilegar. Þær lýsa því oft á tíðum hvemig börn hugsa og hvernig þau ímynda sér hlutina. Kannski hefði þessi bók orðið betri ef sérstök áhersla hefði verið lögð á að safna saman tilsvörum bama, frekar en að leita jafn mikið fanga í prófum og verkefn- um þar sem þeim hefur misvel gengið að finna rétt svör við spumingum. Þau hafa nefnilega mikla rök- hyggju og sjá veröldina með talsvert öðrum augum en fullorðið fólk. Enn meira skólaskop er ágætis bók. Þó verö ég að segja eins og er að það væri í lagi að þeir félagar leit- uðu næst fanga á öðram vettvangi. Enda þótt skólar Bókmenntir Sigurður Helgason séu í sjálfu sér ágætir þá er þjóðfélagið fullt af furðuleg- um og skemmtilegum uppákomum og ekki væri úr vegi að leita fanga þar. Hvernig væri að fara næst af stað og safna skemmtisögum úr stjómmálum. Þaö gæti áreiðanlega laðað fram bros hjá mörgum. Frágangur bókarinnar er ágætur en þó þykja mér teikningar Hjördísar Ólafsdóttur einhvern veginn svo- lítið ósamstæðar. Guðjón Ingi Eiriksson og Jón Sigurjónsson: Enn meira skólaskop. Reykjavik, Æskan, 1992. OTATUNG’I TÆKNIBÚNAÐUR kynnir TATUNG HÁGÆÐATÖLVUR OG PACE GERVIHNATTADISKAR MEÐ ÓTRÚLEGUM KYNNINGARAFSLÆTTI Vegna mikillar sölu hafa TATUNG verksmiðjumar gert okkur kleift að bjóða áfram sama góða verðið þrátt fyrir yfir 20% hækkun á USD síöan í sept. TCS-8960S 386SX/25MHZ 14" SVGA, lággeislaskjár. 80 Mb harður diskur, 2 Mb minni, 3'/j" drif, DOS 5.0, Windows 3.1 og mús. TILBOÐSVERD: Aðeins kr. 89.900 stgr. (listaveró kr. 160.417) TCS-9300S 486SX/25MHz 14" SVGA, lággeislaskjár. 80 Mb haróur diskur, 4 Mb minni, 3/2" drif, DOS 5.0, Windows 3.1 og mús. TILBODSVERÐ: Aðeins kr. 119.900 stgr. (listaverð kr. 204.476) gervihnattadiskar Hafa farið sigurför um alla Evrópu - Jólagjöfiti í ár Sértilhod 49.800 Dregið veröur um 1 stk. Tatung TCS-8960S og fær einn heppinn DV-lesandi þessa vél í jólagjöf Hvaó merkir TCS-9300T 486DX/33MHz 14" SVGA, lággeislaskjár. 80 Mb harður diskur, 4 Mb minni, 3/t" drif, DOS 5.0, Windows 3.1 og mús. TILBODSVERÐ: Setjið X fyrir framan rétt svar Svar: □ A: (INTEL* örgjörvi í tölvunni) □ B: (Framlciðandinn hefur aögang að allri framleiösluhönnun Intel “) □ C: (Tölvan er Intel* framleiósla) Nafn---------------------------------------------SímL Aöeins kr. 149.800 stgr. (listaverð kr. 280.748) Heimilisfang. Sendist til: Tæknibúnaður hf., Ármúla 23, 108 Rvk, fyrir 16/12. J Tilboðió gildir aðeins til 31. des. Teknar verða 2 safnpantanir, fyrir 11, 31. des. 75% greiðist við pöntun og 25% við afhendingu ca 10 dögum síóar._______________________________________________________ Tæknibúnaóur hf., Ármúla 23, sími 813033 fax 813035

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.