Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1992, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992. Neytendur_______________________________________________________ dv Samanburdur á verði matvöru í flmm borgum: Reykjavík er næstdýrust 1 kg þorskflök Verð á matvöru í stórmarkaði í Reykjavík kemur vel út í samanburði við verð í verslunum i Ósló og Stokk- hólmi. Þetta kemur fram í verðkönn- un sem birtist í nýútkomnu Neyt- endablaði. Eins og segir í blaðinu standast þessar þijár norrænu borg- ir þó engan samanburð við stórborg- imar London og Hamborg og má sjá greinilegan mun á EFTA-löndunum og tveimur löndum Evrópubanda- lagsins. Tölumar fyrir Reykjavík em fengnar úr ótílgreindum stórmark- aði þar sem vöruverð er talsvert undir meðatíagi á íslandi. Verð í hin- um borgunum flórum birtist í norska dagblaðinu Dagens Næringsliv þann 10. nóvember. Norsku tölumar vom umreiknaðar miðað við gengi 21. nóvember. Því er haldið fram í blaðinu að verðlag í Noregi muni lækka um tíu af hundraði gangi Norðmenn í Evr- ópubandalagið. í viðtali við Axel Edhng, umboðsmann neytenda í Sví- þjóð, sem Neytendablaðið birtir einnig, kemur fram að Svíar hafi svipaðar væntíngar og Norðmenn. Taflan ber með sér að verð á sykri, þorskflökum og lauk er lægst á ís- landi en verð á léttmjólk, hrökk- brauði, ostí, svínakótelettum, gulrót- um, kartöflum og sveppum er hæst í Reykjavík. í viðtaU við Jóhannes Gunnarsson hér á síðunni er nánar fj aUað um þennan verðmun. -J J Reykjavík Ósló London Hamborg Stokk- hólmur Lóttmjólk, 2 litrar 136 129 89 87 121 Smjör, 250 g 138 150 63 73 106 Léttsmjörlíki,600g 94 87 83 81 139 Soyaolía, 0,5 lítrar 70 136 52 179 241 Hrökkbrauð, 250 g 128 106 44 78 81 Snittubrauð 86 25 28 67 97 Egg, 500 g 165 188 82 100 125 Ostur, 26%, 500 g 393 326 149 204 255 Nautahakk, 500 g 320 364 208 224 387 Svínakótel., 500 g 549 389 194 205 417 Kjúklingur, 1 kg 566 800 250 299 440 Þorskflök, 500 g 234 300 308 329 306 Hveiti, 1 kg 32 57 31 30 73 Sykur, 1 kg 43 87 61 67 165 Spagetti, 1 kg 107 127 93 178 185 Kartöflur,2 kg 149 66 68 67 91 Gulrætur, 1 kg 254 67 41 93 78 Frosið spínat, 500 g 110 155 67 93 138 Frosnar baunir,500g 110 84 45 112 116 Tómatar, 500 g 79 90 65 66 142 Agúrkur, 500 g 85 172 51 60 63 Laukur, 500 g 20 36 24 64 29 Sveppir, 250 g 142 126 78 87 126 Appelsínur, 1 kg 98 108 78 149 67 Bananar, 1 kg 98 63 82 74 133 Coca Cola, 2 lítrar 149 168 94 134 203 Samtals: 4.355 4.406 2.428 3.200 4.324 Munur á hæsta og lægsta verði: 81,47% Munur á verði í Reykjavík og lægsta verði: 79,37% í Reykjavík er um að ræða frosinn kjúkling en ferskan í hinum borgunum. vlfmfnntiiLt• verða með tónleika í Islensku óperunni í kvöld Frábær tónlist, góð staðsetning og óviðjafnanleg sviðsframkoma. Er hægt að biöja um meira? flrlegir tónleikar TODMOBILE í Óperunni, í kvöld fimmtudaginn 10. desember. EKKIMISSA AF ÞESSUM rÓNLISTAfíVIBBUm' Miðavetð 1000,-kr. Forsala aögöngumiða í öllum verslunum Steinar músik og mynúir Búvöruverð er of hátt hér - segir Jóhannes Gunnarsson hjá Neytendasamtökimum „Það vekur athygU að verð Bac- ardi-flöskunnar er þriöjungur af heUdarverði innkaupakörfunnar. Þaö er Uður í stefnu stjómvalda aö halda áfengisverði háu þannig að Bacardnð eykur þennan verðmun miUi landa. En í raun staðfestir þessi könnun það sem við höfum lengi haldið fram að verðlag sé mjög hátt hér á landi,“ segir Jóhannes Gunn- arsson um verðkönnun sem birtíst í breska blaðinu Independent í fyrra- dag. „Þama em tvær landbúnaðarvör- ur mjög háar, egg og hamborgarar, þó svo að með sölu hamborgara sé líka verið að verðleggja þjónustu. Það vekur líka athygU hvað dýr kók- sopinn er. Ef við berum saman við verðkönnun Neytendablaðsins (sjá hér á síðunni) fer maður að velta fyrir sér hvort haldið sé uppi óeðh- lega háu verði á Utlum einingum til þess að borga stríðskostnaðinn í verðstríði um stóru einingamar. Inníluttar vörur koma í mörgum tU- feUum ágætlega út þó ég sé ekki efins um að það mætti gera enn betur. Þessi könnun er ekki algjört svart- nætti en staðfestir hins vegar að verðlag er í mögum tilfellum mjög hátt hér á landi. Miðað við það þjóð- félagskerfi sem er hér finnst mér ekki sanngjamt að bera okkur sam- an við Indveria og Mexíkana. Við vUjum gjaman bera okkur saman við lönd V-Evrópu. Við njótum hins veg- ar heimsmarkaðsverðs á sykri og í einstökum löndum er það Uður í heU- brigðisstefnu að hafa sykurverð hátt og þar er hann skattlagður. I Svíþjóð tíl dæmis er hann skattlagður mjög hátt.“ - í könnun Neytendablaðsins vek- ur athygU að léttmjólk, ostur, svína- kótelettur, sveppir, gulrætur og kart- öflur er dýrast í Reykjavík? „Þetta sýnir það sem við höfum lengi haldið fram að við búum við hvað hæst búvöruverð í öllum heimi. Þama þarf að gera gagngerar breyt- ingar á. Neytendasamtök í Svíþjóð og Noregi vænta mikUs af GATT- samningum vegna hás búvöruverðs sem er þó ekki eins hátt og hjá okk- ur. Þeir vænta líka mikils af EES vegna aukinnar samkeppni sem mun knýja niður verð á nauðsynjum." -JJ ísJand með dýrastu innkaupakörfuna - miðad við þrettán önnur lönd Samkvæmt alþjóðlegri verðkönn- un, sem breska fyrirtækið Intematí- onal Information Service gerði í sept- ember á 22 vörutegundum í þrettán löndum, er ísland dýrast. Könnunin birtíst í breska blaðinu Independent í fyrradag. Fyrir utan ísland eru í könnuninni Belgía, Frakkland, ítal- ía, Bretland, Holland, Þýskaland, Spánn, Bandaríkin, ÁstraUa, Tékkó- slóvakía, Indland og Mexíkó. Könn- unin er birt í breskum pundum og til einfóldunar var pundiö sett á 100 krónur íslenskar í meðfylgjandi töflu. Á íslandi er verð hæst á Bacardi- rommi, banönum, eggjum, hamborg- urum, kóki, sígarettum og Mars- súkkulaði. Einnig var dýrast að hrernsa jakkafót á íslandi þar sem þaö kostaði 1052 krónur en 95 krönur í Indlandi sem er ódýrast. Verðmun- ur á milU Bretlands og íslands er 82,86% og sá verðmunur er staðfest- ur í könnun Neytendasamtakanna hér á síðunni sem sýnir 79,37% verð- mun. Hins vegar er munur á Reykja- vík og Hamborg skv. könnun Neyt- endasamtakanna 36% en könnun Independent gefur til kynna 85,14% verðmun milU íslands ög Þýska- lands. í könnun Neytendablaösins er eingöngu matvara tekin í saman- burðinn en í könriun Independent er matur, áfengi, tóbak, bensín, bjór, sápa, hreinsun og fleira. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.