Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1992, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1992, Blaðsíða 34
42 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992. AfmæH Sigríður Sigursteinsdóttir Sigríöur Sigursteinsdóttir húsmóö- ir, Lönguhlíð lb, Akureyri, er átt- ræði í dag. Starfsferill Sigríður fæddist að Auðnum í Öxnadal en ólst upp í Hörgárdal til fullorðinsára. Hún gekk í Kvenna- skólann á Blönduósi 1933-34 en það ár flutti hún til Akureyrar og hefur búiðþarsíðan. Sigríður hefur gegnt ýmsum störf- um auk húsmóðurstarfa um ævina, m.a. unnið við ræstingu. Lengst starfaði hún þó hjá Skógerðinni Ið- unni, eða í tæpan aldarfjórðung, allt til ársins 1983. Fjölskylda Sigríður giftist Friðriki Jóhannes- syni, byggingaverkamanni frá Glerá í Kræklingahlíð. Þau skildu áriðl960. Sigríður og Friðrik eiga soninn Steinþór, f. 2.11.1947, vöruflutninga- bílstjóra, sem heldur heimili með móðursinni. Fósturdóttir Sigríöar og Friðriks er Sigríður Hanna, f. 30.1.1947, gift, Óla Sæmundssyni sjómanni og eiga þau þrjú börn. Hún er dóttir Sigurð- ar Stefánssonar, síðar ljósmyndara á Akureyri, og Sigurhönnu Krist- insdóttur. Systkini Sigríðar eru: Steingrímur Pálmi, f. 27.11.1914; og Þórbjörg, f. 12.10.1919, d. 9.6.1986, móðir Bern- harðs Haraldssonar, skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri. Foreldrar Sigríðar voru Sigur- steinn Steinþórsson, f. 21.1.1887, d. 9.2.1950, og Septína Kristín Frið- fmnsdóttir, f. 29.9.1876, d. 15.2.1956. Þau bjuggu í Öxnadal og Hörgárdal, en síðast á Neðri-Vindheimum. Ætt Meðal systkina Sigursteins voru Hansína, kona Lofts Guðmundsson- ar ættfræðings; Þorsteinn, b. á Efri- Vindheimum; Kristín, amma Sig- urðar J. Sigurðssonar, formanns bæjarráðs Akureyrar; Þórey, móðir Steinþórs, kaupmanns í Vörubæ á Akureyri; Stefán Marinó, landpóst- ur og hestamaður; Kristjana, og Al- freð, sem er einn þeirra á lífi, átta- tiu og níu ára. Sigursteinn var sonur Steinþórs, b. í Einhamri í Hörgárdal og síðar á Hömrum við Akureyri, Þorsteins- sonar, á Öxnhóli í Hörgárdal. Meðal systkina Steinþórs voru Kristján í Bláteigi, afi Bjöms Jónssonar, verkalýðsleiðtoga og ráðherra; Sig- ríður á Stóra-Eyrarlandi, amma Bjargar Baldvinsdóttur, leikkonu á Akureyri, og Rósa, í Nýjabæ á Dal- vík, langamma Jóns Hjaltsonar sagnfræöings og bræðranna Krist- jáns Þórs, bæjarstjóra á Dalvík, og Sigvalda Júlíussonar utvarpsþular. Móðir Sigursteins og fyrri kona Steinþórs var Sigríður Guðmunds- dóttir. Systkini Septínu voru Jónasína, amma rithöfundanna Ingimars Er- lends Sigurðssonar og Birgis Sig- urðssonar; Magnús, b. í Skriðu, afi séra Þórhalls Höskuldssonar, prests á Akureyri, og bræðranna Magnús- ar geðlæknis og Páls heimspekipró- fessors Skúlasona; Ágúst í Dagverð- artungu; Valgerður í Fornhaga og GísliíHátúni. Septina er dóttir Friðfmns Gísla- sonar, b. í Hátúni í Hörgárdal, bróð- ur Rósu, móður Gísla R. Magnús- sonar, leikara á Akureyri, föður Magnúsar, bankastjóra á Selfossi. Önnur systir Friðfinns var Lilja, móðir Friðfmns Guðjónssonar leik- Sigríður Sigursteinsdóttir. ara, afa Ragnars Aðalsteinssonar hrl. Móðir Septínu var Þórbjörg Magnúsdóttir. Sigríður er að heiman á afmælis- daginn. Til hamingju með afmælið 10. desember 85 ára Sigurður Loftsson, Hamratúni 6, Mosfellsbæ. Sigurður verður að heiman á af- mælisdaginn. Anna Stefánsdóttir, Ránargötu3, Akureyri. Guðmundur Jónsson, Lækjarási 2, Garðabæ. Jóhanna Sigurðardóttir, Boðagerði 2, Kópaskeri. Ragnhildur Kristjana Fjeldsted, Klapparstíg 6, Keflavík. 75ára Benedikt Stefánsson, Hafharbraut 47, Höfn í Hornafirði. 70 ára BjarniJónasson, Ásgerði 4, Reyðarflrði. Hrólfur Sigurðsson, Fögrubrekku 13. Kópavogi. 60 ára Sigriður Sveinsdóttir, Kirkjuvegi31, Selfossi.:v ■V' Ingibjörg G. Jónsdóttir, Kjamholtum H, Biskupstungna- hreppi. Helgi Ásgeirsson, Bergi, Keflavík. Ólöf Jóna Þorgeirsdóttir, Grundartanga 31, Mosfellsbæ. Borghíldur Jósúadóttir, Vesturgötu 85, Akranesi. Sigurbjörn G. Þorkelsson, Hrygg I, Hraungerðishreppi. Páll Sigurgeirsson, v: Seljalilíö 9f, Akureyri. Hlyhur Þór Antonsson, Sólbakka, Reykhólahreppi. Oddný Sólveig Jónsdóttir, Hvanneyri, Hagatúni, Andakíls hreppi. Leifur Brj'njólfsson, Lögbergsgötu 3, Akureyrí. Jóhanna Stefánsdóttir, Reykjavegi 65, Mosfellsbæ. Bridge Bridgefélag Breiðfirðinga ingi og em veitt verðlaun fyrir efstu pör í n-s og a-v. Síðasta fimmtudagskvöld mættu 18 pör til þátttöku og úrslit urðu þessi í n-s: Hjá Bridgefélagi Breiðfirðinga er nú spiiaður eins kvölds jólatví- menningar með jólaglaðningi fyrir efstu pör. Spilaöur er Mitchell- tvímenningur með tölvuútreikn- 1. Sigurður Steingrímsson-Gísh Steingrímsson 252 2. Leifur K. Jóhannesson-Haraldur Sverrisson 250 3. Gróa Guðnadóttir-Guðrún Jóhannesdóttir 231 - og hæstu skor í a-v fengu: 1. Magnús Oddsson-Magnús Halldórsson 265 2. Dan Hansson-Guðmundur Kr. Sigurðsson 249 3. Ingibjörg Halldórsdóttir-Sigvaldi Þorsteinsson 248 Bridgefélag Reykjavíkur inni er þó hvergi nærri lokið enda getur hvert par skorað yfir 200 stig í plús á hveiju spilakvöldi. Staða efstu para að lokinni 31. umferð af 47 er þannig: Lokið er 4 kvöldum af 6 í aðaltví- menningskeppni Bridgefélags Reykjavíkur og hafa Hrólfur Hjaltason og Sigurður Vilhjálms- son enn afgerandi forystu. Keppn- 1. Hrólfur Hjaltason-Sigurður Vilhjálmsson 511 2. Hermann Lámsson-Olafur Lámsson 394 3. Helgi Jónsson-Helgi Sigurðsson 353 4. ísak Öm Sigurðsson-Sigurður B. Þorsteinsson 334 5. Sævar Þorbjömsson-Bjami Þorbjömsson 245 6. Gunnlaugur Kristjánsson-Hróðmar Sigurbjömsson 222 7. Jónas P. Erlingsson-Rúnar Magnússon 217 8. Sigurður Siguijónsson-Júlíus Snorrason 211 9. Símon Símonarson-Sverrir Kristinsson 210 10. Guölaugur R. Jóhannsson-Öm Amþórsson 205 Sigríður Ragnhildur Hermóósdóttir Sigríður Ragnhildur Hermóðsdóttir sjúkraliði, Straumnesi, Aðaldæla- hreppi, S-Þing., er fimmtug í dag. Starfsferill Sigríður fæddist í Nesi í Aðaldal og ólst upp í Ámesi á sama stað. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Reyk- holti 1960, var í Húsmæðraskólan- um á Laugum 1963 og lauk sjúkra- liðanámi á St. Joseps sjúkrahúsinu í Danmörku árið 1967. Sigríður gegndi fyrst stöðu sjúkra- liða í Kaupmannahöfn um þriggja ára skeið, var síðan þóndi um tíma í Straumnesi en frá árinu 1986 hefur hún verið sjúkraliði á Sjúkrahúsi Húsavíkur. Sigríður er trúnaðarmaður sjúkraliða á Húsavík, varaformaður deildar sjúkraliða á Norðurlandi eystra og formaður Kvenfélags Nes- sóknarí Aðaldal. Fjölskylda Sigríður giftist 6.7.1963 Stefáni Vigni Skaftasyni, f. 7.6.1940, héraðs- ráðunauti. Hann er sonur Skafta S. Stefánssonar, d. 1946, þjóns í Reykjavík, og Sigurveigar Halldórs- dóttur, húsmóður í Reykjavík. Stjúpfaðir Stefáns er Hallur Her- mannsson, skrifstofustjóri hjá Rík- isskipum. Sigríður og Stefán eiga þrjú börn. Þau em: Steingrímur Sigurgeir, f. 14.8.1968, verkamaður; Vigdís Álf- heiður, f. 23.10.1971, nemi í FB; og Skafti Sæmundur, f. 24.2.1978, grunnskólanemi í Hafralækjar- skóla. Systkini Sigríðar em: Völundur Þorsteinn, f. 8.11.1940, búfræöi- kandidat og verktaki, kvæntur Höllu Lovisu Loftsdóttur kennara, f. 31.5.1943, búsett á Álftanesi í Að- aldal og eiga þijú böm; Hildur, f. 25.7.1950, kennari og bókmennta- fræðingur, deildarstjóri hjá Máli og menningu, gift Jafet Ólafssyni, f. 29.4.1951, viðskiptafræðingi og úti- bússtjóra íslandsbanka í Reykjavík, og eiga þau þijú þöm; og Hilmar, f. 30.8.1953, b. í Ámesi, kvæntur Áslaugu A. Jónsdóttur, f. 18.5.1953, b., eignuðust íjögur börn en elsta bamiðernúlátið. Faðir Sigríðar var Hermóður Guð- mundsson, f. 3.5.1915, d. 8.3.1977, b. í Ámesi í Aðaldal. Móðir hennar er Jóhanna Á. Steingrínisdóttir, f. 20.8. 1920, b. og rithöfundur. Ætt Foreldrar Hermóðs vom Guð- S ú •i£} M 'JSL"........ Sigríður Ragnhiidur Hermóðsdóttir. mundur Friðjónsson, f. 24.10.1869, d. 24.6.1944, skáld og b. á Sandi, og k. h., Guðrún, f. 14.1.1875, en hún lést á tíræðisaldri, Oddsdóttir, b. í Hrappsstaðaseli í Bárðdælahr., Sig- urðssonar. Friðjón var sonur Jóns, b. á Síla- læk og síðar á Sandi, og Sigurbjarg- ar Gúðmundsdóttur frá Sílalæk. Foreldrar Jóhönnu voru Stein- grímur Baldvinsson og Sigríður Pét- ursdóttiráNesi. Sigríður tekur á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 12. des- ember á milli kl. 19 og 23. Siguróli Magni Sigurðsson Siguróli Magni Sigurðsson verslun- armaður, Hlíðarlundi 2, Akureyri, ersextugurídag. Starfsferill Siguróli fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Gagnfræðaskóla Akureyrar. Sigur- óli hóf störf í Prentverki Odds Bjömssonar 1950 en eftir 1957 hóf hann bókbindaranám sem hann lauk 1959. Hann hóf störfhjá Herra- deild JM J á Akureyri 1961 og starf- aði þar í fjórtán ár. Þá gerðist hann bensínafgreiðslumaður hjá Skelj- ungi hf. við Mýrarveg á Akureyri ogstarfarþarenn. Siguróli er mikill áhugamaður um knattspymu og stuðningsmaður KA. Hann sat lengi í stjóm knatt- spymudeildar KA og situr í stjóm Félags verslunar- og skrifstofufólks áAkureyri. Fjölskylda Siguróli kvæntist 24.8.1957 Sigur- laugu Jónsdóttur, f. 3.6.1939, hús- móður. Hún er dóttir Jóns Guðjóns- sonar sem lést 1982 og Regínu Gunn- arsdóttur sem lést 1976. Börn Siguróla og Sigurlaugar em Bergþóra Sinclair, f. 26.11.1954, bú- sett í Bandaríkjunum og á hún eina dóttur; Regína Margrét, f. 21.1.1956, bankamær á Akureyri, og á hún eina dóttur; Klara Sólveig, f. 20.2. 1961, verslunarstjóri í Stavanger, og á hún eina dóttrn-; Magnús Sigurö- ur, f. 18.12.1964, kjötiðnaðarmaður hjá KEA, kvæntur Valgerði Davíðs- dóttur, f. 22.4.1957, húsmóður og eiga þau tvö böm, auk þess sem Valgerður á tvö böm frá fyrra hjónabandi. Systkini Siguróla: Sólveig Bjart- marz, f. 3.10.1927, kaupmaður í Reykjavík, gift Gunnari Bjartmarz kaupmanni og eiga þau sex dætur; Magnúsína Sigurðardóttir, f. 19.12. 1929, húsmóðir í Kópavogi, gift Vil- hjálmi Vilhjálmssyni vömbílstjóra og á hún fjórar dætur; Valgarður Jóhann, f. 29.7.1934, prentari á Ak- ureyri, í sambúð með Öldu Aradótt- ur smurbrauðsdömu og eiga þau eina dóttiu-, auk þess sem Valgarður á tvö böm frá fyrra hjónabandi; Steinþór, f. 24.12.1940, d. 24.2.1941; Siguróli Magni Sigurðsson. Inga Sigríður, f. 27.8.1946, verka- kona á Seyðisfirði, gift Finni Ósk- arssyni og eiga þau þijú böm. Foreldrar Siguróla vom Sigurður Pétur Eiríksson, f. 16.11.1907, d. 13.10.1989, verkamaður á Akureyri, og Klara Jóhanna Ingibjörg Níelsen, f. 5.6.1905, d. 9.2.1992, húsmóðir. Siguróli tekur á móti gestum í KA-heimiiinu laugardaginn 12.12. millikl. 18.00 og 21.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.