Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992. Fréttir Rjúpnaskyttan frá Seyðisfírði sem rann um 200 metra niður hlíð: Fann fótinn fara í tvennt og rann niður - „Ég verð að skjóta mig til þín,“ sagði hjálparmaður á hjaminu 1 flallinu Egill Ragnarsson, 33 ára rjúpnaskytta, (jögurra barna faðir og lögreglumað- ur (rá Seyðisfirði slapp ótrúlega vel eftir að hafa runnið og fallið um 200 metra niður hlfð við Orrustubala í Hánefsstaðadal I Seyðisfirði. DV-mynd GVA „Eftir þetta get ég ekki annað en leik- ið á als oddi og verið mjög kátur yfir að vera á meðal manna,“ sagði Egill Ragnarsson, 33 ára ijúpnaskytta, íjögurra bama faðir og lögreglumað- ur frá Seyðisfirði sem slapp ótrúlega vel eftir að hafa runnið og fallið um 200 metra niður hlíð við Orrustubala í Hánefsstaðadal í Seyðisfirði í síð- ustu viku. Áður en Egill rann niður fjallið hlaut hann opið beinbrot eftir byltu en stöðvaðist í mosavöxnum árfarvegi tæpa 2 metra fyrir ofan stall þar sem 75-100 metra fall er nið- ur. DV heimsótti Egil á Borgarspítal- ann í gærkvöldi: „Það var dásamlegt veður, logn en frost, þegar ég gekk eftir hliðinni um klukkan ellefu um morguninn og var kominn í ansi mikla hæð. Þarna var hált því það hafði frosið eftir rign- ingu. Ég var með jöklabrodda undir skónum. Ég rak broddana í einhvers staðar, þeir stoppuðu í ísnum og ég fór kollhnís fram yfir mig. Broddam- ir gáfu ekki eftir og ég fann vinstri fótinn fara í tvennt. Þetta var opið beinbrot, báðar pípumar í fótleggn- um fóru í sundur. Það leyndi sér ekki. Ég missti vettlingana og rann af stað niður hlíðina og reyndi að stoppa mig með byssunni. Það gekk ekki. Ferðin á mér var orðin svo mikil að ég vildi ekki fórna hinum fætinum til að stöðva mig. „Ég taldi himininn þrisvar“ Ég rann fyrst niður um 60 metra kafla og fór þar fram af stalli í fjall- inu og síðan fram af annarri brún. Þá taldi ég himininn þrisvar. Fallið var tugir metrar í lausu lofti. Ég hef sennilega farið þijár veltur í fallinu. Ég kom svo niður á öxlinni, bar hendur fyrir höfuðið og greip að mér lappimar og stöðvaðist svo í mosa við lækjarfarveg. Ég var með bak- poka með rjúpum í sem tók höggiö af höfðinu og bakinu. Þetta var einn og hálfan metra fyrir ofan brún þar sem 75-100 metrar eru niður. Ég var mjög vel klæddur en blotn- aði strax á bakinu og niður eftir lík- amanum í köldum lækjarfarvegin- um. Ég þorði ekki að hreyfa mig vegna hættu á að renna fram af brún- inni en tróð ijúpunum undir mig til aö hlífa líkamanum við vatninu. Ég vissi af fjórum ijúpnaskyttum í fjallinu og byijaði að öskra af öllum kröftum. Efdr 7-10 mínútur fékk ég svörun. Einn mannanna skaut 2 skotum, ég öskraði og hann skaut aftur 2 skotum. Ég sá svo mann koma hlaupandi niður fjallið á móti. Kuld- inn var aö drepa mig.“ Egill segir að kall sitt hafi maður- inn heyrt í um 2 kílómetra fjarlægð - ástæðuna fyrir því að kallið heyrð- ist var kröftugt öskur hans í logni og mikilli kyrrð í ísilögðu íjallinu. „Beygðu þig, ég þarf að skjóta mig til þín“ „Hann vissi að eitthvað var að og fór að Hánefsstöðum til að kalla á hjálp. Annar maöur, Ellert Guðjóns- son, kom til mín og þurfti að fara yfir ána í dalnum. Hann var kominn til mín um 2 tímum síðar. Hann var ekki á broddum og þurfti aö fara útfyrir til að komast að mér. Þegar hann var í 30-40 metra fjar- lægð kallaði hann: „Beygðu þig frá, ég þarf að skjóta mig til þín.“ Hann þurfti að skjóta í hlíðina um 20 skot- um vegna íssins. Þegar hann komst til mín lét hann mig fá veiðijakkann og ullarvettlinga og byijaði að nudda mig. Hann var sjálfur orðinn mjög kaldur vegna bleytu, blotnaði þegar hann þurfti að fara yfir ána.“ Fékk 9 teppi en skalf samt „Brotni fóturinn skalf djöfullega en Ellert veitti mér mikinn stuöning til að halda mér vakandi. Mér fannst langur tími líða þar til björgunar- sveitin og læknirinn komu klukkan um hálfþrjú. Ég var þá orðinn mjög kaldur og skalf stanslaust. Læknir- inn ákvað aö kalla á þyrluna eins og skot og björgunarsveitarmennimir settu níu ullarteppi yfir og undir mig og klipptu utan af mér blautan gail- an. Samt skalf ég áfram. Þyrlan kom svo um klukkan hálf- sjö. Læknir seig niður, hann skoðaði mig, ég var spelkaður og hifður um borð og morfíni síðan dælt í mig.“ EgUl verður nokkra mánuði að jafna sig eftir slysið. Hann slapp þó alveg við meiðsl á höfði og bol. Hann hlaut tvö beinbrot á vinstri fótlegg, annað á vinstri hendi og er talsvert marinn á þeirri hægri. Mikil mildi er talin aö ekki fór mun verr. Egill ætlar aftur í ijúpu þegar hann getur - til aðhreyfasigogujótaútivistar. -ÓTT í dag mælir Dagfárí________________ Niðurskurður á niðurskurði Ekki er ríkistjómin fyrr búin að tilkynna niðurskurð á fjárlögum og ríkisútgjöldum en hún tilkynnir nýjan niðurskurð. Nú er sagt aö enn vanti tvo miUjarða króna upp á að ná réttum halla á fjáriög og var þó ríkissfjómin nýbúin að skera niður átta hundmð milljónir til að komast niður í þann halla sem hún telur réttan. Þetta með hallann er sérmál. Eins og allir vita hafa ríkisstjómir und- anfarinn áratug gert tilraun til að afgreiða hallalaus fjárlög. Það hef- ur ekki tekist betur en svo aö í hvert skipti, sem ríkisreikningar em birtir, kemur í ljós að hallinn er verulegur og þvi meira sem sparað er því meira fer í ríkisrekst- urinn. Á endanum gáfust ríkis- sfjómimar upp við að afgreiða hallalaus fjárlög og hafa nú afgreitt íjárlög með halla, sem eykst jafn- skjótt og búið er að skera niður í hann. Núverandi ríkisstjóm hefur sem sagt ákveðið að hallinn sé í lagi, svo framarlega sem hann er réttur og hefur markið verið sett á sex millj- arða króna halla á þeim fjárlögum sem gengið verður frá fyrir ára- mótin. Hvemig talan sex verður heilög í því sambandi er flestum hulin ráðgáta, enda víös fjarri því að hallinn verði neins staðar í nám- unda viö þá tölu. Samt hefur allt starf ríkissfjómarinnar gengið út á það aö halda sér við sex milljarða í hallarekstur, enda virðist í sjálfu sér aukaatriði hvort það stenst, vegna þess að spamaðurinn eykur sífellt á hallann þegar upp er staðið. Engu að síður hafa ráðherrar set- ið uppi með þennan halla og keppst við að koma sínum útgjöldum nið- ur á það stig að hallinn standist. Mikil vinna var lögð í það í sumar að skera niður hjá einstökum ráðu- neytum og þannig var frumvarpið kynnt í haust að mikiö afrek hefði verið unnið í niðurskurði. En svo komu efnahagsaðgerðir og aftur þurfti að skera og ákveðið að skera niöur um tólf hundrað og fjörutíu milljónir. Þann niðurskurð skám þingflokkamir niöur í átta hundmð milljónir sem reyndist svo fimm hundruö milljónir. Ekki var fyrr búið að skera niður niður- skurðinn en í ljós kemur að enn þarf að skera niður af þeim niöur- skurði sem búið var áður að skera niður. Nú þarf að skera niður um tvo milljarða í viðbót við þær átta hundmð milljónir sem búið var að ákveða eftir að búið var að ákveða að skera niður tólf hundmð og fjömtíu milljónir um fimm húndr- uð milijónir. Ef sömu hlutfóll em notuð má reikna með því að stjórnarflokk- amir fari í þennan niðurskurð og nái tólf hundraö milljónum og era þeir þá búnir að ná þeim tveim milljörðum sem síðustu kröfúr em uppi um, en þá er auðvitað eftir að skera niður þær tólf hundrað og fjömtiu milljónir sem áður höfðu verið skornar niður um átta hundr- uð milljónir niður í fimm hundmð milljónir. Með öðrum orðum, nið- urskurðurinn sem rétt nýbúið er aö gera hefur fariö í annan niður- skurð en þann niöurskurð sem upphaflega var búið að tilkynna og aftur verður að skera niöur þær átta hundmö miljónir sem áður var búið að skera niður um fimm hundmð milljónir. Þetta er .auðvitað þrælavinna þegar haft er í huga að þvi meir sem sparað er og skoriö niður því meir aukast ríkisútgjöldin og því meir þarf að skera niður. Stundum spyr maður sjálfan sig hvort nokkuð sé eftir af tekjum ríkisins og hvort nokkuð sé eftir til útgjalda eftir allan þennan niöurskurð. Hefur ríkisvaldið nokkur efni á því að verja peningum til eins eða neins þegar alltaf þarf að skera niður og hallinn er stööugt að aukast og ekkert er afgangs fyrir það sem rík- isstjómin vill gera við peningana, sem ekki hafa verið skomir niöur? Er eitthvað til að skera niður, þegar niðurskurður á niðurskurð ofan hefur ekki annað í fór með sér en aö aftur þarf að grípa til niður- skurðar? Veslings þingmennimir. Þeir em ekki öfundsverðir. Sitja greyin og skera niður og skera niður niður- skurðinn til þess eins að fá nýjan niðurskurö til að kljást við sem er algjörlega óháður gamla niður- skurðinum. Og alltaf stækkar hall- inn! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.