Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftan/erð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Hremmingar stjórnarliða Frétt DV í gær þess efnis, aö enn þyrfti aö skera nið- ur 1,8 milljarða af fjárlagatölum, kom flestum þing- mönnum á óvart. Þingmenn höföu ekki gert sér grein fyrir, hversu mikið klúðrið var orðið við afgreiðslu fjár- laga. Hremmingar stjórnarliða hafa verið miklar og hvert áfallið fylgt öðru. Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir sínar í efnahags- og atvinnumálum undir lok síðasta mánaðar. Látið vár í veðri vaka, að þær aðgerðir mundu skipta sköpum um framvindu málanna. Nú er mönnum ljóst, að svo er ekki. Strax kom fram, að þessar ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar mundu ekki reynast veigamiklar. Síðan hefur enn dregið úr mætti aðgerðanna. Vissulega verður hart vegið að sumum þjóðfélagshópum, einkum barnafólki. En þær fórnir verða til lítils, og þær munu lítið sem ekkert koma fram í aukinni atvinnu. Einn meginþátturinn í stefnu ríkisstjórnarinnar átti að verða talsverður niðurskurður útgjalda hins opin- bera. Að vísu yrði mikill halli á ljárlögum á næsta ári, en hann skyldi ekki verða umfram um sex milljarða króna. Eftir því sem staðan er á þessari stundu stefnir í, að hallinn á næsta ári verði um átta milljarðar króna. Eins og sagði í DV í gær vantar nærri tvo milljarða upp á, að fyrri áætlanir ríkisstjómarinnar standist í þessu efni. Alþýðuflokksþingmaðurinn Karl Steinar Guðnason, formaður flárlaganefndar, viðurkenndi þetta í DV í gær. Hann sagði, að það væri alveg ljóst, að gera þyrfti miklu betur en hingað til varðandi niðurskurð ríkisQár- mála, ætti að nást sú niðurstaða, sem stefnt er að í fjár- lögum. „Þetta gengur ekki svona,“ sagði Karl Steinar. Fjárlaganefnd ætti í miklum vanda við að koma saman fj árlagafmmvarpi með þeirri niðurstöðu, sem verða átti. Til stóð, að ráðherrar skæra niður um 1240 milljónir króna í sínum málaflokkum samtals. En þá kom í ljós sundurlyndið í ríkisstjóminni. Lítið stoðaði, að forsvars- menn ríkisstjómarinnar boðuðu slíkan niðurskurð. Sumir ráðherramir voru alls ekki með í leiknum. Þann- ig hindraði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra niðurskurð sinna málaflokka að miklum hluta. Hið sama gerði Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra. Jó- hanna hafði talsverðan stuðning meðal flokksmanna sinna og stuðningsyfirlýsingu frá Alþýðusambandinu. Halldór naut fylgis nokkurra þingmanna Sjálfstæðis- flokksins í sinni andstöðu við stóran hluta þess niður- skurðar, sem lenda átti á landbúnaðarráðuneytinu. Þannig kæfðu ráðherrar þessa tilraun til verulegs niður- skurðar í fæðingu. Eftir það var sætzt á um 800 milljóna króna niður- skurð. En jafnvel það ætlar ekki að ganga. Upplýst var á Alþingi í gær, að enn hefðu af þessu einungis komið fram tillögur um sem næst 250 milljóna króna niður- skurð hjá ráðherrunum. í DV í gær er sagt frá, að ráð- herraniðurskurðurinn nemi aðeins um eða innan við 500 milljónir. Ríkisstjómin getur ekki hamið sitt hð. Jafnvel ráð- herrar hlaupast undan merkjum. Þjóðin á við óvenju- mikinn efnahagsvanda að etja, en aðgerðir ríkisstjóm- arinnar vora haldlitlar í upphafi og era nú enn veiga- minni eftir upplausnina í stjómarliðinu. Stjómin setur skattamet með auknum álögum á alþýðu manna. En lítið sem ekkert kemur á móti. Ljóst virðist, að ríkis- stjómin ræður ekki við vandann. Haukur Helgason Ríkisstjórn Daviös Oddssonar. -.......lik þeim hægri stjórnum, sem lýðræöissinnar um allan heim keppast við að reka af höndum sér“, segir Guöni í greininni. Ranglát skattalög - vitlaus stefna Blessuð ríkisstjórnin hefur gefið þjóðinni jólagjöf. Tólf milljarðar voru færðir af herðum fyrirtækj- anna yfir á launafólkið í landinu. Verkalýðshreyfingin og aðilar vinnumarkaðarins áttu stærstan þátt í að móta tillögur um þjóðar- sátt sem ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar tók fagnandi og gerði mögulega. Davíð Oddsson hafði ekki þann manndóm að leggja tillögur ríkis- stjórnarinnar fyrir ASÍ-þingið á Akureyri, heldur voru tillögur rík- isstjómarinnar um mesta kjararán á öldinni settar fram sem staðreynd daginn áður en þingið hófst. Eng- inn dró í efa, og allra síst verkalýðs- hreyfingin, að þörf væri almennra aðgerða til styrktar atvinnulífinu. Menn voru klárir á því að þjóðar- sáttin var í hættu ef sjónarmið um tekjujöfnun væru ekki höfð að leið- arljósi. Ríkisstjórnin nýtti sér aðstæður stundarinnar til að færa byrðar atvinnulífsins yfir á launþegana og vom því milljarða jólagjafir gefnar stórgróðafyrirtækjum sem sam- kvæmt leikreglum flestra þjóða hefðu við núverandi aðstæður átt að taka á sig einhverja íþyngingu skatta. Hægri stjórn Davíðs Oddssonar er lík þeim hægri stjórnum sem lýðræðssinnar um allan heim keppast við að reka af höndum sér. Réttlát skattalög Skattalög á íslandi eru ekki rétt- lát og skattaeftirlit hlýtur að vera í molum. Skattalögin hafa lengi verið þannig gerð að sem flest fyrir- tæki geti reiknað sig tekjuskatts- laus eða gert gróðann að gróða fyr- irtækisins eða eigenda þess. Þetta gróna hugarfar við skatt- lagningu hér hefur aftur á móti knúið sfjómmálamenn til að taka upp í tekjuvanda ríkissjóðs veltu- skatta eins og aðstöðugjaldið er en brottfall þess í jólapakka ríkis- stjómarinnar er eitt af fáum atrið- um góðum. Hins vegar munu mörg fyrirtæki því miður ekki skila brottfalli að- stöðugjalds í lækkuðu vömverði heldur gera þessar auknu tekjur KjaUarinn Guðni Ágústsson alþingismaður að sínum. Samtímis og í stað þess að endur- skoða lög um skatta og gera þau þannig úr garði að fyrirtækin greiði sanngjarnt af hagnaði sínum til samfélagsins, ákveður ríkis- stjómin að hækka tekjuskatta á öllum launþegum um 1,5%. Prósentur fela ekki í sér jafn- ræði, 1,5% tekjuskattshækkun á aðila meö undir hundraö þúsund á mánuði í laun þýðir að klípa veröur af nauðsynjum en sá sem hefur háar tekjur getur mætt shku með niðurskurði á lúxus. Jafnframt því að hækka tekju- skatt ræðst ríkisstjórnin á og skerðir bamabætur, vaxtabætur og fer í flatan niðurskurð á ýmsum sviðum sem mun bitna mest á sjúk- um og öldruðum. Ennfremur skulu matvæli hækka í veröi. Viðmiðunarreglur í stað- greiðslu Viðmiðunarreglur í staðgreiðslu spegla kannske best það hugarfar að atvinnurekstur skili ekki háum tekjum. Lyfjafræðingum, læknum, lög- fræðingum, löggiltum endurskoð- endum, tannlæknum og verkfræð- ingum við eigin atvinnurekstur er gefið til kynna að þeirra lágmark sé 222 þús. í mánaðarlaun. Stjórnendum við eigin atvinnu- rekstur í iðnaðar- og iðjurekstri í innflutnings- og útflutningsrekstri, verslun hvers konar og umboðs- sala, útgerð og verktakastarfsemi miða sínar viðmiðunarreglur við að hafa mánaðarlaun frá 137 þús- undum upp í 194 þúsund. Auðvitað vitum við öll að þetta er grín og langt frá raunverulegum tekjum þessara stétta. Skattsvikin Skattsvikin eru svo annar hand- leggur og ólíkur hinúm. Lögin gera fyrirtækjunum kleift að reikna sig án skatta og hafa inni í fyrirtækj- unum lúxuslifnað eigenda þeirra - bílinn, sumarhúsið, sólarlanda- ferðina, risnu einkalífsins o.s.frv. Skattsvikin eru talin nema tug- um milljarða og væru þau stöðvuð væri allur tekjuvandi ríkissjóðs úr sögunni, vextir myndu lækka, eng- inn kæmist upp með að rífa niður þau félagslegu jöfnunarréttindi sem ríkt hafa í áratugi í þessu landi. Það er slæmt þegar hræddir menn í tímaþröng setja á blað efna- hagstillögur. Enn skal því trúað að á Alþingi sitji það stór hópur rétt- látra þingmanna, að takist að end- urskoða jólagjöf ríkisstjómarinn- ar, hún er hneyksli. Guðni Ágústsson „Lögin gera fyrirtækjunum kleift að reikna sig án skatta og hafa inni í fyrir- tækjunum lúxuslifnað eigenda þeirra - bílinn, sumarhúsið, sólarlandaferðina, risnu einkalífsins, o.s.frv.“ Skoðanir annarra SÍF og einkasalan „Það voru synir Thors Jensen ásamt fleiri heið- ursmönnum sem stofhuðu SÍF. Þessir menn þekktu það manna best hvaða voði það var, að margir voru að selja sama fiskinn. Þess vegna fór SÍF fram á einkasölu á saltfiski sem þeir og fengu, og hafa haft að mestu leyti í 60 ár. Nú hafa nokkrir misvitrir menn ákveðið að leggja þetta gamla kerfi niður, sem flestir eru þó ánægðir með. Hvað er til ráða, hvað segja bankamir, em þeir tilbúnir að leyfa'alls konar ævhitýramönnum að flytja út veðsettan fisk? Ég held ekki. Hvar em Matthías Bjamason eða Eyjólfur Konráð Jónson? Getur ekki Eyjólfur Konráð talað við Davíð Oddsson og hann fengið Jón Baldvin til að hætta við þessi mistök? Ef Davíð frænda tækist að sansa Jón Baldvin þá myndi hann fá tvo silki- boröa í fallega hárið sitt frá Sigmund.“ Njáll Benediktsson framkvstj., Garði. í Mbl. 9. des. Skylduaðild að Stúdendaráði? „Nauðsynlegt er aö velta upp þeirri spurningu hvort SHÍ hafi gengið sér til húöar. - Ganga má lengra og spyija um tilgang þessarar baráttu og umboð forystumanna SHI til hennar, í ljósi mismun- andi skoðana stúdenta á því hvemig fara skuli með hagsmuni þeirra. - Loks má spyrja hversu siðlegt það sé að nemendafélag, sem telst nauðsynlegt að skylda stúdenta til að ganga í, greiði kjömum forvíg- ismönnum sínum full laun fyrir störf sín og veiti þeim fylkingum sem aðild eiga að stjóm félagsins fjárveitingu úr sjóðum sínum. - Einnig, aö gjald- heimta HI fyrir hönd SHÍ er ólögleg og að tilraunir til aö skylda stúdenta til aðildar að SHÍ eru í and- stöðu við mannréttindi sem íslendingar hafa skuld- bundið sig til að virða og vemda.“ Hörður H. Helgason laganemi. í Mbl. 5. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.