Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1993, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993.
13
dv Sviðsljós
Kynningardagur búfræðinema
Nemendur bændaskólans á Hólum í Hjaltadal gengust fyrir kynningu á
skólastarfinu fyrir skömmu. Boöið var upp á dagskrá i reiðskemmu þar
sem m.a. gafst kostur á aö kynnast árangri af tamningum en i haust fengu
nemarnir folöld til að frumtemja. Á eftir var síðan sýning á ýmsum búnaði
sem tengist hestamennsku og var myndin tekin við það tækifæri.
DV-mynd örn Þórarinsson, Fljótum
Höfðinglegar gjafir
Bókasafni Sigluf jarðar voru nýlega færðar höfðinglegar gjafir frá nemendum
úr árgangi 1933 sem ólust upp á Siglufirði. Gjöfin var tölva, prentari og
100 þúsund krónur sem ætlaðar eru til hugbúnaðarkaupa. Tækjununum
hefur þegar verið komið fyrir á skrifstofu bókasafnsins og hér er Óli J.
Blöndal bókavörður að vinna við þau. DV-mynd örn Þórarinsson, Fljótum
Menning
Klofin-
stefia
Bjöm Sigfússon, fyrrum háskólabókavöröur, dó frá
þessari bók fuUsaminni 10. maí í fyrra. Hann var þá
86 ára. Efni bókarinnar er dægurmál, reyndar nokkur
ár fram í tímann. Hér er fjallað um stöðu íslendinga
á alþjóðavettvangi, einkum EES-samninga og framtíð-
arhorfur tengdar þeim.
Bjöm var alkunnur fyrir feiknalegan fróðleik. Hann
var ákaflega víðlesinn og bókin sýnir að hann hafði
kynnt sér vel nýjustu rit um viðfangsefni sitt, auk
þess sem hann byggir mikið á hliðstæðum úr sögu
Islands og annarra þjóða. Einnig var hann sjálfstæður
í hugsun, svo sem sést t.d. á rökstuðningi hans fyrir
því að setja niður á íslandi iðnað sem eykur á gróður-
húsaáhrif, þau verði þó miklu minni hér við jarðhita
og vatnsaflsraforku en erlendis þar sem þyrftí kol eða
olíu til þessa nauösynlega iðnaðar. Hins vegar rekur
Bjöm stímdum hvað kenningum ýmissa manna sé
sameiginlegt án þess að rökræða þær að neinu gagni,
t.d. um Toynbee og Jón Ámason (bls. 80-81). Sömuleið-
Bókmenntir
Örn Ólafsson
is sakna ég raka fyrir því að herstöðin í Keflavík sé
nauðsynleg eftir hrun Varsjárbandalagsins, óljóst tal
um hryðjuverkahópa nægir ekki. Bjöm segir réttilega
að það leiddi bara til ófijós hverfarígs að skipta Reykja-
vík upp í (einmennings)kjördæmi. En augljóslega gild-
ir það einnig um núverandi skiptingu höfuöborgar-
svæðisins í kjördæmi, í Fossvogsdal og við Eiðis-
granda. Röksemdalaust boðar þó Bjöm viðhald henn-
ar. í stað rökræðna um svo nærtæk efni koma framtíð-
arspár miklar og sýna fijótt ímyndunarafl Bjöms sem
fylgdi mikilli þekkingu hans og gerði svo skemmtilegt
að hlusta á hann. Ég minnist alla ævi þriggja sumra
sem ég vann hjá honum fyrir aldarfjórðungi. En vissu-
lega ganga þessar framtíðarspár út í öfgar hér ef hugs-
að er um hagnýtt gagn. Bjöm skiptir landinu í þijú
fylki út frá miðju Reykjavíkur og lítur þá helsti núkið
á flatarmál. Nær væri að miða viö samgöngur og þá
er augljóst að Vestfjarðakjálkinn og Dalasýsla ætti
fremur heima með „Snælandi" (Norðausturlandi) en
með „Upplöndum" höfuðborgarsvæðisins, sem hann
kallar Esjuland. Síðan koma heilmiklar vangaveltur
um væntanleg átök þessara fylkja um auðnir miðhá-
lendisins og hvernig megi leysa þau átök í einstökum
greinum.
En þetta eru ystu mörk ritsins. Gagnlegra er það sem
lýtur að nánustu samtíð og rök Bjöms fyrir fylkja-
skiptingunni eru mikið umhugsunarefni, að þannig
geti íbúar hvers svæðis gætt sameiginlegra hagsmuna
gegn stórfyrirtækjum í eigu fjarstaddra, hvort sem er
útlendinga eða Reykvíkinga. Sérstaklega má og nefna
hve orðhagur Bjöm var. Vissulega skrifaði hann sam-
þjappaðan stíl og snúinn, svo sem Ólafur Halldórsson
Björn Sigfússon. Frjótt ímyndunarafl og mikil þekking.
nefnir í ágætum formála. En þeim mun betri var hann
að gera einstök orð, t.d. dreifræði fyrir „subsidiarity"
það sem alitaf er verið að ræða í sambandi við vax-
andi einingu EB. Þá hefði bara þurft að hafa erlenda
orðið í svigum aftan við það íslenska í nafnaskrá og
atriöisorða sem annars er einstaklega rækileg. Bjöm
hefur hvarvetna á hraðbergi ljóðlínur þjóðskálda og
þá þarf að tíltaka hverju sinni hvaðan það er, heildar-
skrá aftan við nægir ekki. Til mikillar fyrirmyndar
finnst mér að tiltekið er fæöingarár hvers manns sem
nefndur er, auk dánarárs, sé það komið. En það hefði
nægt að hafa í nafnaskrá.
Að ööru leyti er þessi útgáfa afar vel unnin og hefði
umsjónarmaður hennar gjaman mátt láta nafns síns
getiö. Ég skil betur hógværð kápuhönnuðar. Góður
fengur er t.d. að ritaskrá Bjöms aftast og má mikið
vera ef ekki mættí gera gott úrval greina hans, einkum
um íslensk fræði. Eg óttast bara að óhóflega stórt upp-
lag þessarar bókar (2500 eintök) tefji lengi útgáfu shks
greinasafns.
Björn Slgfússson:
Kloflnstefja.
Háskólaútgáfan 1992, 228 bls.
ÚTSALAN
HEFST í DAG
Meiri háttar verðlækkun
Rauðarárstíg 14, sími 13505 - 14303