Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1993, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1993, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993. Vinningstölur 2. jan. 1993 Í9) fl7) '(35) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 2 1.294.724 2. 4af5'? € 9 49.944 í 3. 4af5 102 7.601 4. 3af5 4.370 414 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.623.426 kr. Æ 11 UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI91 -681511 LUKKUIINa991002 Meiming Sviðsljós Varnarliösmenn á Keflavíkurflugvelli. Forvitnilegasti kafli bókarinnar fjallar einmitt um samningaviðræður tengdar veru varnarliðsins. íslensk utan- ríkisþjónusta Pétur J. Thorsteinsson sendiherra hefur undanfarin ár unnið að ritun sögulegs yfirlits um utanríkisþjón- ustu íslands og utanríkismál. Á1436 blaðsíðum í þessu þriggja binda verki lýsir hann þróun utanríkisþjón- ustunnar, segir frá starfsmönnum og sendiráðum, al- þjóðlegum samningum íslenska ríkisins og þátttöku í fj ölþj óðasamtökum og stofnunum af margvíslegu tagi. Einnig fjallar hann um innri mál utanríkisráðuneytis- ins og þær breytingar sem þar hafa orðið í tímans rás. Þessi mál eru rakin í tímaröð. Fyrst segir frá tímabil- inu fyrir 1940, þá stríösárunum, síöan ánmum 1946- 1955, þá tímaskeiðinu 1956-1971 og loks árunum 1972- 1990. Verkið endar á kafla um þróun utanríkisþjón- ustunnar allt tímabihð frá 1940-1990. Bókmenntir Elías Snæland Jónsson Varnarmál og hermang Mikið er hér af almennum fróðleik um samskipti íslenskra stjómvalda og erlendra. Hins vegar er minna um að kafað sé ofan í einstök utanríkismál umfram það sem þegar hefur verið rakið annars staðar. Hefur höfundur þó haft greiðan aðgang að skjalasafni utan- ríkisráðuneytisins, en þar er vafalítið margt forvitni- legt að finna sem ekki hefur enn komið fyrir almenn- ingsjónir. Til slíkra heimilda er þó alltof lítið vitnað. Helsta undantekningin er í ítarlegri frásögn af vam- armálum frá stríðslokum langt fram eftir sjötta ára- tugnum enda er þar um að ræða áhugaverðustu um- fjöllun höfundar um einstök utanríkismál. Hún undir- strikar til dæmis hversu mjög íslenskir stjómmála- menn hafa allt frá upphafi tengt saman í viðræðum við Bandaríkjamenn efnahagslega fyrirgreiðslu og framkvæmdir, öðm nafni hermang, við veru banda- rísks hers í landinu. Eftir því sem höfundurinn kemur nær samtímanum er minna vitnað til áður óbirtra heimilda. Enda er textinn þá oft lítið annað en upplýsingar úr þegar birt- um greinargerðum, skýrslum, fréttatilkynningum, handbókum og öðrum slíkum gögnum. Opinber saga Þetta viðamikla rit ber þess nokkur merki að vera eins konar opinber saga utanríkisráðuneytisins skráð af innanbúðarmanni þar um langt árabil. Hér er til dæmis lítt vikið að málum sem telja má óþægileg fyr- ir stjórnvöld. Nefnt skal eitt dæmi af handahófi: Sagt er frá því með velþóknun þegar Hermann Jónsson forsætisráðherra hafnaði beiðni Lufthansa um aöstöðu á íslandi árið 1939. Hins vegar finnst hér ekkert um hina hliðina á samskiptum íslendinga við Þriðja ríkið, þ.e. skammarlega afstöðu til flóttamanna af gyðinga- ættum eða björgunaraðgerðir stjórnvalda vegna ís- lendinga sem gengið höfðu á mála hjá nasistum. Stundum líður verkið jafnvel fyrir að vera eins kon- ar vamarrit fyrir ríkjandi sjónarmið í ráðuneytinu, ekki síst þegar vikið er að gagnrýni á starfsemi utan- ríkisþjónustunnar, eða úttektir sem gerðar hafa verið um einstaka þætti hennar. En þrátt fyrir slíka ágalla hefur þetta mikla verk veriðégt gildi sem uppflettirit um einstaka þætti utan- ríkisþjónustunnar í gegnum tíðina, svo sem um sendi- ráð og sendimenn, einstaka samninga og fleira af slík- um toga. Utanrikisþjónusta islands og utanríkismál. sögulegt yfirlit. Höfundur: Pétur J. Thorsteinsson. Hið íslenska bókmenntafélag, 1992. Nýju ári fagnað í Tunglinu '68-kynslóðin á Hótel Sögu Þær Harpa Karlsdóttir, t.v., Þuríður Gunnarsdóttir og Edda Arndal voru mættar á nýársfagnaðinn í Tunglinu. DV-myndir S Ýmislegt höfðu þær um að ræða söngkonurnar Björk Guðmundsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir. Jakob Magnússon hlýddi á með stóiskri ró. Skátamir keyptn Pólstjömuhúsið Hjálparsveit Skáta á Dalvik keypti á dögunum svokallað Pólstjörnuhús af Byggðastofnun fyrir 4,5 milljónir króna. Húsið hentar vel skátunum sem voru ánægðir með verðið og greiðslukjörin. Á myndinni eru fulltrúar skát- anna að ganga frá samningnum við Valtý Sigurbjarnarson, sem er annar frá hægri, fulltrúa Byggðastofnunar. DV-mynd Heimir Kristinsson, Dalvík Það lét sér enginn leiðast á nýársfagnaðinum á Hótel SÖgu. Hér eru þau kampakát, f.v. Ásgerður Ólafsdóttir, Lilja M. Jónsdóttir, Sigurður Rúnar Jónsson og Karl Gunnarsson. Þær lyftu glösum í tilefni nýs árs, f.v. Halla Guðmundsdóttir, Guðrún Gísla- dóttir, Guðrún Þórarinsdóttir Jensen og Ásta Sigurgeirsdóttir. DV-myndir S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.