Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Blaðsíða 2
2 FðSTÚDAGUR 8. JANÚÁR 1993. Fréttir________________________ Sjóyá-Almennar bauð tjónþola hálfa milljón 1 bætur vegna slyss: Dæmt til að greiða þrefalda upphæðina - héraðsdómur féllst ekki á rök tryggingafélaganna um nýjar verklagsreglur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp dóm þar sem skýrar línur eru lagðar að því að nýlegar verk- lagsreglur tryggingafélaganna standist ekki við uppgjör á slysabót- rnn vegna örorku sem taiin er minni en 15 prósent. í málinu bauð Sjóvá/Almennar bótaþeganum, 18 ára pilti, 500 þús- und krónur vegna 10 prósent varan- legrar örorku vegna slyss sem hann lenti í - að öðrum kosti yrði pilturinn að bíða í 2 ár með að varanleg örorka yrði metin. Þetta sætti pilturinn sig ekki við og stefndi tryggingafélaginu. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú dæmt honum 1,4 miUjónir króna í bætur, auk vaxta, nær þrefalda þá upphæð sem tryggingafélagið bauð fyrst. Allan Vagn Magnússon héraðs- dómari kvað upp dóminn. Hér er um að ræða eitt af hátt í eitt hundrað stefnum sem komnar eru fyrir dómstóla þar sem bótaþegar hafa ekki sætt sig við verklagsreglur tryggingafélaganna sem þær tóku einhliða upp í nóvember 1991. Máhnu hefur verið skotið til Hæstaréttar. Þar verður málið þingfest í dag og úrlausnar þaðan að vænta á næstu mánuðum. í nóvember var kveðinn upp hæstaréttardómur í öðru slysa- máh þar sem ýmsir lögmenn töldu að Hæstiréttur hefði gefið ábendingu um að verklagsreglumar giltu ekki. Frámangreindur héraðsdómur er hins vegar mun skýrari. Vildu bíða í 3 ár Pilturinn hlaut talsverðan hnykk á háls og efri hluta brjóstbaks þegar bíl var ekið aftan á hifreið hans í Hafnarfirði í febrúar 1991. í örorku- mati læknis, sem lá fyrir héraðs- dómi, kom fram að varanleg örorka frá og með október 1991 væri 10%. Þegar lögmaður piltsins krafði tryggingafélagið um bætur sagði m.a. í svarbréfi: „Nú nýlega hefur félagið tekið upp þaö verklag að bætur fyrir 15 prósent örorku eða lægri verða ekki greiddar samkvæmt örorku- tjónsútreikningi nemá raunverulegt varanlegt tekjutap sé sannað. Til þess að unnt sé að sannreyna raun- verulega skerðingu aflahæfis (mögu- leika á tekjuöflun) sem leiði til var- anlegs tekjutaps þurfa að mati félags- ins að hða a.m.k. 3 ár frá slysdegi." Phtinum voru boðnar 500 þúsund krónur í bætur en því hafnaði hann. Engin rök fyrir breytingu á dómvenju Niðurstaða héraðsdóms var á þá leið að ekkert hefði komið fram í málinu sem hnekkti mati læknisins eða sýndi að það hefði verið fram- kvæmt of snemma. í niðurstöðunni segir: „Ekki verður fahist á það með stefnda (Sjóvá-Almennar) að efni séu tíl að breyta sönnunarmati dómstóla aö þessu leyti. Er og th þess að taka að gagnstæð niðurstaða færi í bága við þá grundvaharreglu að gæta jafn- ræðis og samræmis í niðurstöðu dómsmála enda liggur hvorki fyrir ný lagasetning né breyting á öðrum réttarheimhdum á sviði skaðabóta- réttarins. Þá hafa ekki komið fram rök sem renna stoðum undir að breyta beri út af áratuga langri dóm- venju sem th skamms tíma hefur verið lögð th grundvahar við uppgjör líkamstjóns." „Dómvenja er fyrir því að örorku- tjón sé áætlað með hhðsjón af út- reikningi tryggingafræðinga á því hverjar þær vinnutekjur séu sem lík- legast er að tjónþoh hafi í framtíðinni án skerðingar starfsorku." Framangreindur piltur fór fram á mun hærri bótaupphæð en þær 1,4 mhljónir króna, auk vaxta frá 24. febrúar 1991, sem honum voru dæmdar. Þegar héraðsdómur ákvarðaði upphæðina var tekið mið af hundraðshluta metinnar örorku, skattfrelsis bótanna og þess hagræð- is sem stafar af eingreiðslu bótanna. Sjóvá-Almennum var jafnframt gert að greiða phtinum 320 þúsund krón- urímálskostnað. -ÓTT Natoerennþá þaðbestasem viðhöfum „Sameinuðu þjóðirnar eru í for- svari fyrir þvi aö leysa vandamál Júgóslavíu en við munum gera allt sem viö getum th að hjálpa. Ef leitað yrði eftir aðstoð okkar þá höfum við fulla getu th þess. ■ Þetta er ltins vegar fyrst og fremst póhtiskt vandamál en ekki hern- aðarlegt. Við biðum því eftir beiðni frá Sameinuöu þjóðun- um,“ segir John M.D. Shalikas- hvih, yfirmaður herafla Nato í Evrópu. Shalikashvih átti i gær viðræð- ur við Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra þar sem íjallað var um ýmis mál sem tcngjast bandalaginu, svo sem ástandið í Júgóslavíu, framtíðarhorfur í Austur-Evrópu og Mutverk ís- lands sem tengiliðar mihi Banda- ríkjanna og Evrópu. Aðspuröur hvort hlutverki Nato væri ekki lokið með enda- lokum kalda stríðsins svaraöi Shahkashvih að það væri ótíma- bært aðleysabandalagið uppnú. ; „Við erum að leita bestu leiða til að eiga viö þau nýju vandamál sem upp hafa komið og við sjáum í Júgóslavíu. Nato er ennþá besta öryggistækið sem við höfum til að leysa þessi mál. Það að við höfum ekki enn fundið lausnir þýðir ekki að við eigum að losa okkur við Nato og finna eitthvað annað,“ sagði Shalikashvili. -ból Þeir eru herramannslegir, lögregluþjónarnir á Laugaveginum, og telja ekki eftir sér að skipta um dekk fyrir fólk í vandræðum. Lögreglumennirnir á myndinni réttu þungaðri konu hjálparhönd fyrir skömmu. Hún var komin sjö mánuði á leiö og þá er betra að taka það rólega og reyna ekki of mikið á sig. DV-mynd Sveinn 4 hundar dauðir úr smáveiruveikinm: Hundasjúkdómar í endurskoðun „Bólusetningin hefur gengið mjög vel og við höfiim að öhum líkindum komist fyrir smáveiruveikina núna. Við höfum fengið staðfestingu á fjór- um tílfehiun þar sem hundar hafa veikst en höfum heyrt um fleiri th- felh án þess að fá það staðfest. Ég tel að með bólusetningunni og auglýs- ingum mn að fólk héldi hundum sín- um sem mest einangruðum frá öðr- um hafi útbreiðsla veUdnnar stöðv- ast,“ segh' Brynjólfur Sandholt yfir- dýralæknir. Smáveiruveikin í hundum er ekki eini hundasjúkdómurinn sem náð hefur að stinga sér rnöur hér á landi. Að sögn Brynjólfs hafa undanfarin ár komið upp nokkur lifrarveikitíl- felh í hundum. TU eru bólusetningar- efni sem hafa tvöfalda virkun og vinna bæði á smáveirusóttínm og lifrarveikinni. - Hvers vegna var slíkt bóluefni ekki pantað tíl landsins og tvær flugur slegnar í einu höggi? „Þessi UfrarbólgutilfeUi eru svo tíl- tölulega sjaldgæf hér á landi að hing- að til höfum við ekki tahð ástæðu tíl bólusetja við því. Núna þegar ljóst er að farið verður að bólusetja aUa hunda árlega kæmi vel til umræðu að fá bóluefni sem hefði tvöfalda virkni og bólusetja einmg við lifrar- veikinm. Þaö var ekki gert núna meöal annars vegna þess að þetta er ekki þaö algengur sjúkdómur sem um er að ræða. Það má Wns vegar segja að í kjölfar þessa faraldurs sem kom upp núna séu viðbrögð við hundasjúkdómum í endurskoðun hjá okkur,“ sagði Brynjólfur. -ból Jón Steinar Gunnlaugsson um dóm Héraðsdóms: Verklagsreglurnar haf a ekkert gildi - á ekki að koma tryggingamönnum á óvart „Afstaða dómstólsins um þessar svoköhuðu verklagsreglur trygg- ingafélaganna er að þær hafa ekkert ghdi. Það er alveg augljóst mál - reyndar hefur öllum verið það ljóst frá upphafi. Ahir hafa vitað að það var gersamlega út í bláinn hjá vá- tryggingafélögunum að taka sig sam- an og setja þessar reglur. Alhr hafa vitað frá upphafi að dómstólar myndu aldrei dæma eftír þessum reglum. Einstakhngsbundmr aðilar úti í bæ geta ekki einn góðan veður- dag staðið upp og gefið einhhða yfir- lýsingar um hvað sé gildandi réttur á ákveðnu sviði,“ sagði Jón Steinar GimWaugsson hæstaréttarlögmaður sem er éinn þeirra sem mjög hefur mótmælt svoköhuðum verklagsregl- um vátryggingafélaganna vegna slysabóta fyrir varaWega örorku minW en 15 %. „Það getur enginn starfandi lög- maður, sem vinnur fyrir fólk að svona málum, forsvarað það fyrir sjálfum sér að gera bótasamWnga við tryggingafélög á þessum grundvelh Þá er viðkomandi lögmaður að bregðast þeim trúnaði sem honum er sýndur," sagði Jón Steinar. „Menn ráða sér ekki lögmann til að selja tryggingafélögum eitthvert sjálf- dæmi um bætur. Lögmenn eru ráðn- ir vegna þess að þeir eru tWdir vita eitthvaö um hvaða lagareglur og réttarástand gildir í landinu. Þess vegna er það skylda okkar lögmanna aö semja ekki fyrir skjólstæðmga okkar við tryggingafélögin nema við teljum að bætumar séu í samræmi við það. Þess vegna er auðvitað ekki hægt að semj.a í einu einasta máli á gmndvehi verklagsreglnanna. Þessi dómur er bara dæmi um þetta pg kemur auðvitað ekkert á óvart. Ég held að hann komi tryggingamönn- um ekkert á óvart heldur," sagði Jón Steinar. -ÓTT Lögmaður Sjóvár-Almennra: Hæstiréttur þarf að kveða upp úr um þetta mál „Héraðsdómur Reykjavíkur telur að dómvenja Hæstaréttar hafi ekki breyst varðandi bætur fyrir líkams- Ijón þar sem örorka er hth. Það var auðvitað öhum ljóst að það var mjög ósennhegt að Héraðsdómur í þessu máh, eða öðrum hhðstæðum málum, myndi taka af skarið um þetta atr- iði. Þetta þarf Hæstiréttur að kveða upp úr um ef breyting á að verða á,“ sagði Jakob R. Möher hdl. sem með fór með mál Sjóvá-Almennra í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Það eru tveir kostir fyrir hendi til að breyta dómvenju í skaðabótamál- um. Annars vegar setning löggjafar, ems og gert hefur verið m.a. á öhum Norðurlöndunum nema íslandi, og hins vegar með því að Hæstiréttur breytí sínum fordæmum. Þess ber þó að gæta að mjög fá skaðabótamál hafa farið fyrir Hæstarétt á undan- fómum árum þar sem örorka er mjög lág,“ sagði Jakob R. Möher. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.