Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Blaðsíða 12
12 Spumingin Ert þú sammála vali á . íþróttamanni ársins? Elías Snorrason pitsugerðarmaður: Nei, ég var það ekki, ég hefði viljað Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur. Ósk Sigurðardóttir nemi: Nei, það er ég ekki, Sigrún Huid átti tvímæla- laust að verða valin. Bryndís Berghreinsdóttir, atvinnu- laus: Nei, ég hefði valið Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur. Þröstur Sverrisson nemi: Sigrún Huld átti þennan titil skilinn. Grétar Grétarsson nemi: Já, ég var sammála valinu. Björn Guðbjömsson tæknifræðingur: Já, Sigurður Einarsson átti þetta skiiið. Lesendur Færeyingar: Traustir bandamenn í þorskastríðum Bréfritari fagnar því að Færeyingar fá úthlutun til veiða hér við land. Konráð Friðfinnsson skrifar: Talið er að þeir séu náskyldir þjóð vorri enda er færeyskan ekki ósvip- uð okkar tungu. Hérlendir útgerðar- aðilar nutu Færeyinga á árunum milli 1950 og 1965 - ef til vill lengur - meö því að senda hingað vana sjó- menn til starfa á skipum okkar þegar erfiðlega gekk að manna þau hér heima. Færeyingar voru einnig traustir þegar við stóðum í landhelg- isstríðum. Mörgum er það í fersku minni þegar færeyskar húsmæður blésu í herlúðra í Þórshöfn og gengu fylktu hði niður að höfn er spurðist að bresk freigáta af íslandsmiðum hefði lagst þar að bryggju. Herbragð húsmæðranna var reyndar býsna snjallt. Tóku þær ein- faldlega höndum saman og slógu hring um bryggjupollana. Hindruðu þær þannig að freigátumenn kæmu endum í land. Og þama stóðu þær blessaðar - eða uns „breska ljóniö“ lagði niður rófuna og hélt sneypt á brott. - Á svipuðum nótum var reyndar afstaða landstjórnar Fær- eyja í málinu í hnotskum. - Á þess- um ámm var blómlegt um að htast á eyjunum. Það er svo ekki fyrr en á allra síð- ustu árum sem haha tekur undan fæti hjá Færeyingum. Og ef marka má fréttir, blasir þjóðargjaldþrot við þeim í dag. Eins og alþjóð veit hafa þessir vinir okkar, er búa suðaustur af landinu, stundað hér veiðiskap ahlengi. 1976 var þeim t.a.m. heimilt að veiða hér 17000 tonn. Sautján árum síðar er talan komin niður í 6 þúsund tonn. íslenskir útgerðarmenn hafa ítrek- aö farið fram á það við stjórnvöld að þessar veiðiheimildir verði afnumd- ar hið fyrsta í skjóh minnkandi afla eigin skipa. Og vissulega eru þetta rök í máhnu. Eg er þó þeirrar skoð- unar að það sé siðferðhega rangt af okkur ef við réttum ekki fram hjálp- arhönd nú. Þaö segi ég af þeirri ein- foldu ástæðu að þjóð, er styður aðra þjóð, sem á í réttlætisbaráttu, og það gegn ofurefh, líkt og gerðist í okkar tilfelh á árum landhelgisbaráttunn- ar, á hiklaust að njóta þess sama þegar og ef að þrengir hjá henni. En það tel ég vera í dæmi Færeyinga. Það er vissulega gott að vera þakk- látur. En þakklætið sýna menn þó best með verkunum. Af verkunum er einnig meira gagn fyrir hinn aðh- ann. Ég styð því hæstvirtan sjávarút- vegsráðherra okkar í máhnu. - Og feginn verð ég ef Færeyingum hlotn- ast þau 3000 tonn af karfa sem EB- gleypunum er ætlað með EES-sam- þykktinni. Hef ur launafólk verið greiðslumetið? L.I.S. skrifar: Það nýjasta frá ríkisstjóminni er það að færa skattana af fyrirtækjun- um yfir á einstakhngana. Ég sem eig- andi fyrirtækis í sjávarútvegi sé enga ástæðu til þessara aðgerða - nema þá fyrir fyrirtæki sem vita ekki hvað þau eiga að gera við gróðann. Þau fyrirtæki sem eru í erfiðleikum og sýna tap hafa enga þörf fyrir þessa lækkun því það er ekki enn byijað að skattleggja taprekstur. Svo er það einnig spuming sem ég held að fjár- málaráðherra ætti að spyrja sig og hún er þessi: Hefur launafóík í þessu landi verið greiðslumetið? Getur það tekið á sig þessar byrðar vel stæðu fyrirtækjanna? - Ég svara neitandi og bendi á atvinnuástandið sem er hranið vegna löglegra okurlána pen- ingastofnana. Það er sem sé hægt að afskrifa mik- inn hluta af þessum skattahækkunum á launafólk og þar með að lækka skattatekjur ríkisins. Hvaða hags- muni er ríkið þá að vinna fyrir, aðra en vel stæðra fyrirtækja? Hefur verið tekið tilht til ungs fólks sem er búið að fara í greiðslumat vegna íbúðar- kaupa? - Þetta gerir það greiðslumat sem nú er búið að gera ómérkmeð öhu. Endirinn verður ahtaf sá sami hvemig sem þetta skattamál er hugs- að. - Almennt launafólk getur ekki borið þessar byrðar fyrirtækja sem vel við þær ráöa. En þetta er fólkiö búið að kjósa yfir sig. Ég bið fólk að minnast þess hvem- ig núverandi forsætisráðherra hegð- aði sér sem borgarstjóri. Ég á fyrst og fremst við ráðhúsið, sem kostaði yfir 6 þús. mihjónir, svo Perluna er var byggð fyrir yfirdráttarheimhd borgarinnar sem hún varð að skuld- breyta í erlent lán að upphæð 3 þús. mhljónir. - Nú sfjómar þessi maður hehu landi og kirkjan er byijuð að útdeila súpu og brauði til manna. Tveir styðja EES dyggast Lúðvíg Eggertsson skrifar: EES-simningurinn mætir mikilh andstöðu á Alþingi. Ekki aðeins hjá stjómarandstöðu heldur líka meðal stjómarsinna. Jafnvel þeir þing- menn sem styðja samninginn era hálfvolgir - að tveimur undanskhd- um - þeim Jóni Baldvin Hannibals- syni og Bimi Bjamasyni. Báðir krefj- | ast þess að samningurinn verði und- irritaöur sem fyrst og vísa öhum annmörkum hans á bug. Athygli vekur að feður þessara tveggja manna vom andvígir nánum tengslum okkar við EB á sínum tíma. Vitnað hefur verið í ummæh þessara látnu manna sem sýna það ljóslega. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og Bjöm Bjarnason, alþm. og - Getum er að því leitt að þeir Jón form. utanríkismálanefndar Alþingis. - Bréfritari telur þá ötulstu talsmenn EES-samningsins á þingi. DV áskilur til að stytta aðsend Baldvin og Bjöm æth sér stóran hlut í Bmssel í fyllingu tímans. Forveri Jóns Baldvins, Kjartan Jóhannsson, er þar þegar fyrir. Það er snjaht af þeim félögum, Jóni og Bimi, að tryggja sér sess í Brussel samhliða aðhd okkar að EES. Hætt er við að kaldir vindar kunni að blása um þá hér þegar EB-ríkin fara að fiska í landhelginni og íbúar þeirra flykkjast hingað í leit að atvinnu ef eitthvað raknar úr hjá okkur. FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993. E.A., P.S., A.B. og K.H. skrifa: Við eram yfir okkur hneykslað- ir á vah „íþróttamanns ársins". Þetta finnst okkur algjört virð- ingarleysi við íþróttafólk, ekki síst við Sigrúnu Huld sem vann th 9 guhverðlauna. Enginn íþróttamaður sló henni við. - Th- nefiidur og valinn „íþróttamaöur ársins" var í 5. sæti í spjótkasti á ólympíuleikunum. - Ætium við að sætta okkur við slíkan árang- ur í framtíöinni við val íþrótta- manns ársins? Sigurður Árnason hringdi: Með breyttum reglum um gjald- eyrísviöskipti sýnist mér aö menn gcti án nokkurra skhyrða tekiö út gjaldeyri með nokkurra daga millibhi og safnað sér ef þeim býður svo við að horfa. - Hingað th hefur þurft aö sýna farmiða gegn gjaldeyrisaf- greiðslu en þess þarf nú ekki lengur. - Vilji ég hins vegar kaupa gjaldeyri th að skipta á honum og vita gagnslausum ís- lenskum krónum er þaö ekki leyfhegt. - Ferðamenn virðast því í sérstöku uppáhaldi. Sigfús skrifar: A tímum spamaðar og sam- dráttar hlýtur að vera keppikefh fyrir þjóðina að hún hafa for- dæmi um sparnaö og aðhalds- semi. Þetta ætti að koma ofan frá hkt og gerist með öðrum þjóðum. Mér sýnist ráðherrarnir ekki gefa slíkt fordæmi, utan hvað sumir jæirra virðast síöur berast á en aðrir. - Ráðamenn mættu að skaðlausu að hafa í heiðri mál- tækið „Enginn er keimdur þar sem hann elcki kemur“ og eins mætti takmarka umsvif bhaflota þeirra - Þetta m.a. myndi auö- velda samskipti viö þjóðina sem finnur ekki þá leiðsögn og for- dæmi sem henni eru svo brýn nu. Enginkreppa, ekkert kvabb Páh ólafsson skrifar: Hvað sannar betur en sú stað- reynd að við íslendingar erum í 9. sæti hvað varðar mestu lífs- gæði aö hér er engin kreppa? Hvi ættu landsmenn þá að ganga um í volæöi ogverameð sífellt kvabb um betri kjör? - Er þetta okki bara landlægt hér að vera sífellt aðheimta eitthvað af ríkinu? Það sér ekki á neinum hér aö hann líði skort eða hafi ekki nóg til ahs. Viö hefðum, íslendingar, ef eitt- hvað er, bara gott af því að þola dáhtið mótlæti sem ekki þætti þó mótlæli neins staöar annars stað- ar. - Okkur er t.d. ekki nokkur vorkunn aö greiða þau erlendu lán sem við höfúm tekiö til að byggja upp þá velferð sem við búum við. Gróft pylsubrauð íAuðbrekku Sigurður hringdi: I tilefni lesendabréfe í DV 4. jan. þar sem kvartað er yfir því að ekki fáist gróft pylsubrauð hjá pylsusölunum, vh ég taka fram að hjá mér i Söluskáianum í Auð- brekku hef ég boðið viðskiptavin- um mínum gróft og hvítt pylsu- brauð jafnhhða um margra mán- aðaskeið. Ég hef einnig boðið viöskipta- vinum upp á svokallaöar léttpyls- ur frá SS síðan í nóvember á síð- asta ári. Þannig hef ég reynt að koma th móts viö alla viðskipta- vdni mína með þeim hætti sem ég hef heyrt óskir þeirra standi th og mun svo verða áfram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.