Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Qupperneq 13
r FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993. 13 Sviðsljós Halldóra, sem hér stigur fram þegar úrslitin voru tilkynnt, hjólar og rennir sér á skíðum í frístundum sínum en hún segir einnig að ferðalög utanlands séu eitt af áhugamálum sínum. Nýárskvöld á Hótel íslandi: Halldóra krýnd for- síðustúlka Vikunnar Halldóra Halldórsdóttir, tvítugur nemandi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, var krýnd forsíðustúlka Vikunnar á Hótel íslandi á nýárs- kvöld. Auk krýningarinnar var boðið upp á fjölmörg skemmtiatriði þar sem Tango De Tempo, Heiðrún Anna Bjömsdóttir, Los Svaka Gæjos og söngtríóið Gibb-bræður komu við sögu. Páli Óskar Hjálmtýsson var kynnir en Sálin hans Jóns míns lék fyrir dansi. Átta stúlkur kepptu um útnefning- una en auk kjörs Halldóru var Ámý Hlín Hilmarsdóttir, 18 ára verslunar- skólamær, valin tíl að keppa fyrir íslands hönd í fegurðarsamkeppni sem haldin verður í Flórída. Forsíðu- stiilkan frá í fyrra, Laufey Bjama- dóttir, mun einnig taka þátt í sömu keppni. Stúlkurnar sýndu m.a. dansatriði á úrslitakvöldinu og Því miður, strákar! Forsiðustúlka Vikunnar er þegar hér má þekkja Brynju Valdísi Gísladóttur fremst á mynd- búin að finna mannsefnið og er trúlofuð. inni. DV-myndir ÞÖK Indverska prinsessan Leoncie: Kynnir tónlist sína í Ev- rópu og Bandaríkjunum Indverska prinsessan Leoncie, sem búsett hefur ver- ið á íslandi í mörg ár, er með mörg jám í eldihum þessa dagana. Innan skamms heldur Leoncie til Dan- merkur, Svíþjóðar, Hollands og fleiri Evrópulanda þar sem hún ætlar að kynna tónlist sína. í framhaldi af þeirri för hefur stefnan verið sett á Bandaríkin en menn þar í landi fá líka að heyra hvað prinsessan hefur fram að færa í tónlistinni. í ferðinni ætlar Leoncie að leika og syngja lög af plötunni Story from Brooklyn sem kom út á síðasta ári. Platan er merkileg fyrir margra hluta sakir en hún er gefin út í Tékkóslóvakíu. Upptökur fóra fram þar, í Soul Kitchen studíóinu í London og á íslandi. Sextán lög em á plötunni og má þar nefna Madonna Is Dead (That Is the Question), Safe Sex (Take Me Deeper), Saving My Body for You og Have Faith en það síðasttalda má jafnframt heyra í kvikmyndinni A Friend for Rainy Weather H. Þá má geta þess að sjónvarpsstöðin MTV, sem sýnir tónlistarmyndbönd, hefur sýnt mikinn áhuga á mynd- böndum prinsessunnar. Leoncie, sem hefur lýst tónlistinni á Story from Bro- oklyn sem danstónhst, ráðgerir að gefa út aðra plötu seinna á þessu ári en um útgáfu hennar sér fyrirtæki í Skandinavíu sem hefur gert samning við indversku prinsessuna á íslandi. Leoncie stefnir hátt í tónllstinni. DV-mynd Brynjar Gauti Vanefndauppboð Vegna vanefnda fyrri uppboðskaupanda verður fasteignin Lágahlíð, Mos- fellsbæ, þinglýst eign Sigurðar Ragnarssonar og Ragnheiðar Katrinar Hall, seld á vanefndauppboði sem haldið verður á eigninni sjálfri þriðjudaginn 12. janúar 1993 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru: Húsnaeðisstofnun ríkis- ins, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóðurstarfsmanna ríkisins, Gunn- ar Ingvarsson, Sparisjóður Hafnarfjarðar, Kesara A. Jónsson, Búnaðarbanki Islands, Sparisjóður vélstjóra og íslandsbanki hf. Sýslumaðurinn í Reykjavík fAuglýsing um fasteignagjöld Lokið er álagningu fasteignagjalda í Reykjavík árið 1993 og verða álagningarseðlar sendir út næstu daga ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjald- anna. Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar., 1. mars og 15. apríl. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi. Skráningardeild fasteigna, Skúlatúni 2, veitir upplýs- ingar um álagningu gjaldanna, sími 632520. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar, sem fengu iækkun á fasteignaskatti á liðnu ári, hafa fengið hlut- fallslega lækkun fyrir árið 1992. Framtalsnefnd mun yfirfara framtöl gjaldenda þegar þau liggja fyrir, vænt- anlega í mars- eða aprílmánuði, og úrskurða endan- lega um breytingar á fasteignaskattinum, m.a. hjá þeim sem ekki hafa þegar fengið lækkun en eiga rétt á henni samkvæmt þeim reglum sem borgarstjórn setur, sbr. 4. mgr. 5. gr. I. nr. 90/1990 um tekju- stofna sveitarfélaga. Verður viðkomandi tilkynnt um niðurstöðu, ef um breytingu verður að ræða. Borgarstjórinn í Reykjavík 5.janúar1993 OPIÐ HÚS Á MORGUN Frá kl. 9.00-16.00 Á morgun, laugardaginn 9. janúar, verður opið hús í forvarnarstöðinni MÆTTI og fá gestir að æfa sig ókeypis í tækjum og æfingarsölum. Leiðbeinendur veita ráðleggingar varðandi þjálfun og mataræði. Kynning verður á námskeiðum og stundatöflu MÁTTAR. Hverjir stunda MÁTT? • ÍÞRÓTTAFÓLK • BARNSHAFANDI KONUR • KONUR OG KARLAR í LEIKFIMI OG TÆKJAÞJÁLFUN • FÓLK I ENDURHÆFINGU • LANDSLIÐSMENN ( SKÁK • ÞROSKAHEFTIR • BAKVEIKIR • ELDRI BORGARAR • ALÞINGISMENN • KONUR MEÐ BÖRN Á BRJÓSTI • SLÖKKVILIÐSMENN • OG ALLIR HINIR Komdu líka og prófaðu! Vilji - vellíðan FAXAFENI 14 108 REYKJAVÍK SÍMI 689915

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.