Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Side 18
26 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993. Fréttir Endurgreiddur Perluvaskur kostar ríkissjóð 230 miUjónir: Algjört svindl á kerf inu „Ég tel það mjög óeðlilegt að Hitaveita Reykjavíkur skuli hafa látið endurgreiða sér virðisauka- skatt vegna byggingar Perlunnar. Þetta er algjört svindi á kerfinu. Þó hitaveitur haíi veriö undan- skildar virðisaukaskatti þá gerðu menn ekki ráð fyrir að þær færu út í það að byggja veitingastaði, - segir Ólafur Ragnar Grímsson íbúðablokk, skip eða eitthvað í þá áttina. í raun var ríkið og þar með skattgreiðendur látið niðurgreiða kostnaðinn við þetta kaffihús um hundruð milljóna," segir Ólafur . Ragnar Grímsson, alþingismaður og fyrrum íjármálaráðherra. Samkvæmt upplýsingum, sem DV hefur aflað sér hjá Hitaveitu Reykjavíkur, fékk stofnunin alls endurgreiddar um 230 miiijónir af virðisaukaskatti vegna fram- kvæmda við Perluna. Þessar end- urgreiðslur fóru fram á árunum 1990, 1991 og 1992. Alls reyndist byggingarkostnað- ur Perlunnar um 1.700 milljónir. Ljóst er því að kostnaðurinn hefði orðið hátt í tveir milljarðar hefði Hitaveita Reykjavíkur ekki nýtt sér réttinn til endurgreiðslna. Að sögn Eysteins Jónssonar, skrifstofustjóra Hitaveitu Reykja- víkur, var endurgreiðsla virðis- aukaskattsins ekki til komin vegna sérstakrar undanþágu hitaveitna frá skattinum. Eins og önnur fyrir- tæki og hlutafélög hafi Hitaveitan rétt á endurgreiðslu enda skiii hún virðisaukasatti af rekstrinum, þar með tahð leigutekjum af Perlunni. „Það hefði verið sérkennilegt ef við hefðum ekki sótt þessa peninga,“ segir Eysteinn. -kaa Húsgagnaverslun i gömlu flugstöðinni. DV-myndir Ægir Már KeflavíkurfLugvöllur: Heilbrigðisráöuneytiö: Bráðavöktum út- deilt til sjúkrahúsa í Reykjavík Sighvatur Björgvinsson heilbrigð- isráðherra hefur ákveðið að stefna að jafnari skiptingu bráðavakta í Reykjavík. í bréfi, sem ráðherrann hefur ritað stjómendum Borgarspít- ala og Landspítala, kemur fram að um helgar skuli ósérhæfðar deildir spítalanna skipta þessum vöktum jafnt á milli sín. Á virkum dögum verður Landspítalinn með bráða- vaktir í tvo daga í viku en Borgarspít- alinn þijá daga. Slysamóttaka verður þó áfram á Borgarspítalanum. Þar sem bráðavöktum hefur nú verið hætt á Landakotsspítala munu Borgarspítalinn og Landspítalinn fá aukna fjármuni til að sinna þessum vöktum. Alls er um tilfærslu upp á 267 milljónir króna að ræða. í sam- ræmi við skiptingu vaktanna fær Borgarspítalinn 227 milljónir en Landspítalinn 40 milljónir. í frétt frá heilbrigðisráðuneytinu segir að með jafnari skiptingu bráða- vakta sé leitast við að styrkja starf- semi spítalanna, auka á verkaskipt- ingu þeirra og draga úr tvöfóldun á sérhæfðri þjónustu. Þá er stefnt að því að á árinu verði unnið að tillög- um um þróun og varanlega verka- skiptingu Landspítala og Borgaspít- aia. -kaa Verslanir í gömlu f lugstöðinni Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum: Það hafa margir spurt um hvaða hlutverki gamla flugstöðin á Kefla- víkurflugvelli, sem þjónaði íslend- ingum og öðrum ferðaglöðum í yfir tvo áratugi, gegni nú. Stöðin hefur verið endumýjuð að „ miklu leyti, veriö klædd að utan og allar raflagnir endumýjaðar. Þar em komnar m.a. verslanir og má nefna að þar sem brottfararsalurinn var og fólk lét innrita sig er komin mikil húsgagnaverslun og leikfangaversl- un. Við innganginn í brottför em gleraugna- og bílasala, svo að eitt- hvað sé nefnt. „Með tilkomu flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar á Keflavikurflugvelh tók vamarhðið aftur við rekstri gömlu flugstöðvarinnar og rekur hana áfram sem flugstöð en nú fyrir her- Gamla flugstöðin á Keflavíkurflugvelli hefur verið endurnýjuð að miklu leyti. flugvélar sem núllilenda á Keflavík- urflugvelh eða flytja vaming og fólk á vegum varnarhðsins. Einnig er í húsinu ýmiss konar starfsemi á veg- um vamarliðsins, svo sem skrifstof- ur og verslanir vamarhðsins svo og útibú Landsbanka íslands og Pósts og síma, sem þjóna starfsmönnum og fyrirtækjum á vamarsvæðinu, varnarhðsmönnum, farþegum og flugáhöfnum sem leið eiga um flug- stöðina sem fyrr,“ sagði Friðþór Ey- dal, blaðafuhtrúi vamarhðsins, í samtali við DV. eiga afltof htið af smalahundum. Smala- hundamenningin er vægast sagt á mjög lágu plani hér á landi. Við ræktun hefur verið lögö meiri áhersla á útht en vinnueiginleika og það á við um íslenska hundinn jafht sem aðrar tegundlr. Úr þessu vlþum við meðal annars bæta sneð þessu nýstofhaöa félagi,“ segir Gunnar Einarssqn, formaður Smalahundafélags íslands, en þaö var stofnaö á dögunum í Bænda- höllinni. Að sögn Gunnars er markmið félagsins að stuðla að betri ræktun- armenningu meðal eígenda smala- hunda og beita sér fyrir sýningum og keppnum. Erlendis sé mjög vin- sælt að etja smalahundum í kapp og enginn vafl sé á að svipað geti orðið raunin hér á landi. Gunnar hefur ræktað landa- mærahunda af Colhe-kyni í mörg ár sem hann segir mjog smalahunda. Þá hefur hann flutt til landsins hunda frá Nýja-Sjá- landi sem hann segir að séu einkar vel fallnir til að reka fé. Nú sé haf- in skráning á þessum hundum eftir reglum sem Alþjóðasamband fjár- hunda hefur mótað. Þær reglur sem þar gilda séu að því leytinu frábrugðnar reglum Hundaræktar- félags íslands aö meiri áhersla sé lögðáeiginleikaenútht. -kaa Skipstjórafélag Norðlendinga: Undanþágunefnd fari varlega í sakirnar Gylfi Kristjáasson, DV, Akureyri' Skipstjórafélag Norðlendinga sam- þykkti á aðalfundi sínum að skora á undanþágunefnd að með tilhti til at- vinnuástands skipstjómarmanna verði undanþáguveitingar stórhert- ar. Það sé algjörlega óviðunandi að réttindamenn gangi um atvinnulaus- ir á meðan undanþágur til skip- stjórnar séu veittar í stónun sth. „Ástandið á vinnumarkaðnum er að þyngjast hjá okkar félögum og við eram með þessari samþykkt að ýta á undanþágunefndina að gæta hófs í undanþáguveitingum," segir Guð- mundur Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri Skipstjórafélags Norð- Nægur snjór í Hlíðarfjalli Gylfi Kristjáiissan, DV, Akureyri: Óvenjumikhl snjór er nú í Hhðar- fjalh við Akureyri miðað við árstíma og skíðabrekkumar þar opnar aha daga fyrir almenning. Þá eru æfmgar hafnar fyrir nokkru hjá keppnishð- um Akureyringa. í Hhðarfjalh eru 4 skíðalyftur sem flytja um 3000 manns á klukkustund og nær sú hæsta í 1000 metra hæð og er það hæsta lyfta á landinu. Ánægjuleg áramót á Selfossi Regína Tharaiensen, DV, Selfossi: „Ég veit ekki annað en að Selfyss- ingar hafi átt gleðheg jól og ahir ný- ársfagnaðir á Selfossi og nágrenni hafi farið vel fram,“ sagði Stefán Jó- hannsson, lögregluþjónn á Selfossi, þegar fréttaritari DV leitaði frétta hjá honum eftir áramótin. Brekkur eru troðnar daglega og flest- ar flóðlýstar þegar dimmt er. Þá er ágætt gönguland í Hlíðarfjalh og 3,5 km göngubraut „sporuð" daglega. Opiö er í Hlíðarfjalli frá kl. 13.00 til 18.45 mánudaga og föstudaga en th kl. 20.15 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Um helgar er opið kl. 10 th 17. Starfsemi skíðaskóla hefst nk. mánudag og er skráning í símum Skíðastaða. lendinga. Guðmundur segir að huga þurfi að þessu réttindamáh í tíma því oft séu undanþágur veittar til langs tíma, oftast 6 mánaða, og það sé erf- itt aö hrófla við mönnum sem hafi fengið undanþágu tíl skipstjómar- starfa þótt réttindamenn eigi að sitja fyrir um störf sem losni. Á fundinum var einnig samþykkt áskorun til sjávarútvegsráðherra að hann beiti sér fyrir því að allur fisk- ur, sem fer tíl vinnslu innanlands, verði boðinn upp á viðurkenndum fiskmörkuðum eða í tengslum við þá. Jafnframt verði ákveðið lágmarks- verð hinna ýmsu tegunda út af mörk- uðunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.