Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 8. JANUAR 1993. 11 Meiuiing____________________________pv Þjóð- skáldin Hver eru þjóðskáld 19. aldar? Eru það Júlíana Jónsdóttir, Guðný Jóns- dóttir og Ólöf Sigurðardóttir? Ef svo er þá er bókin Þjóðskáldin, Úrval úr bókmenntum 19. aldar, vel heppnuöJ)ók því verk þessara kvenna koma þar fyrir. Hver er mesta skáld okkar íslendinga á 19. öld? Ef miðað er við það rými sem verkum skáldanna er gefið í þessari Stórbók, er það Jón Thor- oddsen, því verk hans fá nær helmingi meira rými en samanlögö verk Jónasar Hallgrímssonar, Matthíasar Jochumssonar, Stephans G. Step- hanssonar, Þorsteins Erlingssonar, Hannesar Hafstein og Einars Bene- diktssonar. Einar H. Kvaran og Þorgils gjallandi Einar H. Kvaran skammaðist út í Sigurð Nordal fyrir að koma í veg fyrir að Einar fengi nóhelsverðlaunin í bókmenntum. Nordal benti rétti- lega á að í síðari verkum sínum stýrði Einar persónunum allt of mikið og gerði þær að málpípum fyrir dulhyggjutrú sína. í Stórbókinni er smá- sagan Vonir eftir Einar H. Kvaran og er það langt frá því að vera hans besta verk. í bók þar sem lögð er áhersla á „úrval“ í bókmenntum verð- ur að gera kröfur til þess að bestu verk hvers höfundar séu með, en ekki þau verk sem henta veljaranum vegna þess að þau eru stutt, þegar veljar- inn hefur eytt þriðjungi bókarinnar undir verk eins skálds. Sá sem valið hefur verkin í Stórbókina er Guðmundur Andri Thorsson. Hann skrifar snubbótta kynningu á hverjum höfundi og nær hver kynn- ing ekki að fylla þá blaðsíðu sem henni er gefin. Smásagan Gamalt og nýtt er eina verkið sem er í bókinni eftir Þorgils gjallanda. Þetta verk er langt frá því að vera „löngu orðið sígilt" (10). Líklega er þetta versta Bókmerintir Árni Blandon verk bókarinnar svo að meira að segja setjaranum (OGÁ), sem stendur sig yfirleitt vel, hefur ofboðið og útbíað það með prentvillum: „mér varð að taka mér“ (555); „svaf sér Guðni" (560); „úflúð“ (593); „að kom Gleipni“ (598). Þankapunktar eru ýmist tveir eða fjórir (584), tveir eða þrír (585), tveir, þrír og fjórir (576) eða tveir, þrír og fnnm (582). Auk þess vantar stóra stafi á ýmsa staði (554, 563, 579, 583, 598 x 2). Rimsirams Það verður að virða Andra það til betri vegar þó að hann skyldi ekki gefa sér tíma til að vanda vinnu sína við þessa bók og útkoman sé hálf- gert rimsírams. Það er þó altént uppbót að þjóðleg reisn er yfir verkinu, ekki síst þar sem það er prentað í Hong Kong. „Ó, þér unglinga fjöld og íslands fullorðnu synir! Svona er feðranna frægð fallin í gleymsku og dá“! Þjóöskáldin: Úrval úr bókmenntum 19. aldar, 769 bls. Guðmundur Andri Thorsson valdi Mál og menning, 1992 (Stórbók) Sviðsljós Menn veltu fyrir sér gæðum ullarinnar. F.v. Þorsteinn Jónsson, Helgustöðum, Kristinn Arnþórsson ullarmats- maður, Jóhannes Ríkharðsson, ráðunautur hjá Búnað- arsambandi Skagafjarðar, Númi Jónsson, Reykjarhóli, og Gunnar Steingrímsson, Stóra-Holti. Svona ber Viðar Pétursson á Hraunum sig að við rún- inginn. DV-myndir Örn Þórarinsson Námskeið í rúningi og meðhöndlun á ull Öm Þórarmsson, DV, Fljótum: Búnaðarfélag Fljótahrepps gekkst nýlega fyrir námskeiði í rúningi og meðferð á ull. Leiðbeinendur voru Guðmundur Hallgrímsson, bústjóri á Hvanneyri, sem fjallaði um rúning fjárins og Kristinn Amþórsson ullar- matsmaður sem sýndi flokkun og meðferð á ull og gerði grein fyrir hvemig væri æskilegast að bændur skiluðu vörunni í hendur ullarmats- manna. Námskeiðið stóð í einn dag og það sóttu nær allir bændur í sveitinni sem búa með sauðfé en flestir bænd- ur í hreppnum taka nú orðið af sauðfé á veturna, ýmist í nóvember eða á útmánuðum. Hundrað- asta bemsku- brekið Þáttaröðin Bemskubrek, þar sem umfjöllunarefmð er ungdómsár Ke- vins Amold, hefur nú verið við lýði í sex ár en hundraðasti þátturinn var tekinn upp á dögunum. Af því tilefni var bökuð myndarleg afmælisterta sem aðalleikaramir hámuðu í sig áður en þeir fóm heim að lesa hand- ritið að þætti númer hundrað og eitt. ÍSLANDSBANKA Sparileiðir íslandsbanka fœra þérgóða ávöxtun á bundnum og óbundnum reikningum Sparileib 3 gaf Sf 3 % raunávöxtun á árinu 7 992 sem var hœsta raunávöxtun mebal óbundinna reikninga í bönkum og sparisjóöum. ÍSLANDSBANKl - / takt við nýja tíma! Sparíleib 4 er bundinn reikningur sem gaf 6,3% raunávöxtun áriö 1992. Ávaxtaðu sparifé þitt á árangursríkan hátt. íslandsbanki býður fjórar mismunandi Sparileiðir sem taka mið afþörfum hvers og eins. o o

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.