Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Side 15
FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993. 15 Ræðuskörungar Alþingis „Fyrir jólin höföu hinir 63 þingmenn Islendinga notað lengri tíma í ræðu- höld um EES en 1500 þingmenn EFTA- ríkjanna þurftu samtals til að afgreiða samninginn á sínum þingum!“ „Þetta er vitaskuld ekkert annað en ein tegund málþófs og þjónar því einu að drepa málinu á dreif,“ segir Össur m.a. í greininni. ísland er eina EFTA-ríkið sem exm á eftir að taka afstöðu til Evr- ópska efnahagssvæðisins. Á Al- þingi er eigi að síður mjög traustur meirihluti fyrir aðild að EES. Stjómarandstaðan hefur hins veg- ar dregið umræðumar á langinn, þannig aö þrátt fyrir skýran meiri- hluta hefur þinginu ekki tekist að afgreiða samninginn. Aðildin er geysilega mikilvæg fyrir íslenskt athafnalíf. Hún leiðir ekki aðeint til tollalækkana á sjáv- arfangi sem nema 1,5 til 2 milljörð- um á ári, heldur opnar hún mark- aði fyrir nýjar, fullunnar afurðir sem skila auknum gjaldeyri heim til íslands. Engan þarf því að undra þó öll mikilvægustu samtök at- vmnulífsins hvetji til þess að Al- þingi samþykki aðildina sem fyrst. Með hliðsjón af vaxandi atvinnu- leysi er það hreint glapræði af stjómarandstöðunni og í beinni andstöðp við hagsmuni íslendinga að beita málþófi til að tefja aðild okkar að Evrópska efnahagssvæð- inu. 96 ræður um þingsköp! Fyrir áramót var þó engu líkara en hluti þingmanna stjórnarand- stöðunnar hefði einsett sér að hindra lýðræðislega kjörinn meiri- hluta í að ná fram markmiðum sín- um. Það lýsir þessu háttalagi best að á þeim tíma sem fór undir aðra umræðu um EES fyrir áramótin vora einungis fluttar 17 efnislegar ræður um málið. Aftur á móti sá stjórnarandstaðan ástæðu til að halda hvorki meira né minna en 96 fullkomlega óþarfar ræður um þingsköp! Þetta er vitaskuld ekkert annað en ein tegund málþófs og þjónar því einu að drepa málinu á dreif. KjaUarinn Össur Skarphéðinsson formaður þingflokks jafnaðarmanna Það er býsna athyglisvert að skoða hve miklum tíma þjóðþing hinna EFTA-ríkjanna hafa verið til afgreiðslu á EES. Austurríska þjóð- þingið þurfti aðeins 8 tíma til að afgreiða samninginn, sænska þing- ið 13 tíma, norska stórþingið 2 daga og finnska þingið sömuleiðis 2 daga. Fyrir jólin höfðu hinir 63 þingmenn íslendinga notað lengri tíma í ræðuhöld um EES en 1500 þingmenn EFTA-ríkjanná þurftu samtals til að afgreiða samninginn á sínum þingum! Þó var afgreiðsla Alþingis tæpast hálfnuð. Er nema von að þjóðin setji spumingar- merki við ábyrgð og verklag stjórn- arandstöðunnar? Teflt á tvær hættur Með háttalagi sínu er stjórnar- andstaðan ekki aðeins að koma í veg fyrir að meirihlutinn nái fram vilja sínum sem var yfirlýstur af hálfu beggja stjórnarflokkanna fyrir síðustu kosningar. Hún er líka að tefla mikilvægum hagsmunum íslendinga í tvísýnu. Ástæðan er einfóld: Öll hin EFTA-ríkin, sem hafa samþykkt EES, hafa jafnframt sótt um aðild að Evrópubandalaginu. Danir, sem nú era í forsæti bandalagsins, hafa lýst yfir að þeir muni hraða eftir megni agfreiðslu á umsóknum þeirra. Nái stjórnarandstaðan á ís- landi að tefja máhð úr hömlu er líklegt að áhugi annarra þjóða á EES fjari út og í staðinn verði öll áherslan lögö á aö flýta inngöngu hinna EFTA-ríkjanna í Evrópu- bandalagið. íslendingar stæðu þá einir utan tollmúra sem girtu þá frá hinum mikilvægu mörkuðum Evrópu en til þessa hafa 75% af sjávarafurð- um okkar farið þangað. Keppinaut- ar okkar, Norðmenn, Danir, Bret- ar, Frakkar og Spánveijar, nytu hins vegar fullkomins tollfrelsis á þessum mörkuðum. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mögu- leika íslendinga í svo ójafnri sam- keppni. Málþóf stjómarandstööunnar er þess vegna í fuUkominni andstöðu við hagsmuni þjóðarinnar. össur Skarphéðinsson Evrópuhraðlest? Einhver mesta sneypufor stjóm- málamanns á Síðari tímum hiýtur að vera heimsókn Nevilles nokkurs Chamberlains til Hitlers fyrir rúm- um fimmtíu áram. Forsætisráð- herrann breski kom heim sigri hrósandi og spáði eins og mönnum í stétt hans er lagið „friði á okkar tímum“. Tveimur árum síðar geis- aði heimsstyrjöld. Að vísu þurfti Chamberlain á sín- um tíma að eiga við einhvem kver- úlant sem kallaðist Churchill og neitaði að trúa því sem Hitler hafði lofað upp á æra og trú. En Churc- hill var í minnihluta og hafði þess vegna auðvitaö rangt fyrir sér. Þessir spámennskuhæfileikar stjórnmálamanna koma greinar- höfundi stundum í hug þegar hann heyrir Mið-Evrópufréttir Ríkisút- varpsins, ef skarkalinn á stutt- bylgjunni yfirgnæfir ekki kunnug- legar raddir. Hver pólitíkusinn af öðrum kemur fram og lýsir yfir kostum eða göllum þess að gera hitt og þetta og ekki draga menn af sér þegar talað er um EEess- samninginn. Oftast heyrir maður þó raddir þeirra sem segja að við græðum heilmikið á þessu, hagvöxtur yrði minni ef hann yrði ekki samþykkt- ur og þar fram eftir götunum. Reyndar hefur mönnum mátt skilj- ast að allir muni græða á þessum Kjallariim Gauti Kristmannsson nemi í Þýskalandi samningi og þess vegna hafi hann verið gerður. (Sauðheimskur ís- lendingurinn spyr. þá bara, hver borgar ef allir græða? Japan- ir?) Endastöð í hagsæld Til samanburðar má til dæmis taka árstíðabundið fyrirbrigði, fjárlögin. Sömu póhtíkusar með sömu sérfræðinga sér við hhö setj- ast niður á hverju ári og reikna út svoköhuð fjárlög. Þetta er auðvitað þrælskynsamlegt, maður ætti að gera þetta sjálfur. Sá sem hefur, segjum hundrað þúsund á mánuði, ætti ekki að eiga í erfiðleikum með þetta, hann þarf bara að stjórna eyðslunni. En hvað gerist? Áður en hann veit af koma nýjar forsendur: vext- ir hækka, gengið fehur, verð á op- inberri þjónustu hækkar (kerfis- breytingar auðvitað, annað væri ótækt, vísitölunnar vegna), uppá- haldsviskítegundin hækkar og hann fær ekki meiri eftirvinnu. Og aumingja fiármálaráðherrann lendir í sömu ógöngum. Og nú eiga íslendingar aö taka sér sæti á öðru farrými með Evr- ópuhraðlestinni sem sfiórnmála- mennimir segja hafa endastöð í hagsæld og friði (á okkar tímum?) en úrtölumennimir óttast hins vegar stórveldisdrauma, smákónga og einangranarstefnu. (Hvernig var annars með þetta Gatt? Ó, já, það verður að bíða eftir kosningum í Frakklandi.) Valdið í stjórnklefann? Það verður spennandi að fylgjast með ferðalagi því, það verður áreið- anlega aht annað en spámennimir segja eins og dæmin sanna. Ma- astricht-eimreiðin er þegar farin að hökta, og einn af helstu höfundum sáttmálans með sama nafni, John Major (hann er þó ekki skyldur Chamberlain?), hefur orðið að fresta staðfestingu hans heima fyrir af því að danskir sfiómmálamenn trúa því ekki að þjóðin meini nei þegar hún segir nei. íslendingar era hins vegar aUt of heimskir til aö gera upp við sig hvort EEess sé hagstætt (peninga- lega) eður ei og láta sína forvitru póUtíkusa um þetta. Þeir gera kannski minna af sér á meðan. - Eða hvað? Gauti Kristmannsson „Og nú eiga Islendingar að taka sér sæti á öðru farrými með Evrópuhrað- lestinni sem stjórnmálamennirnir segja hafa endastöð í hagsæld og friði (á okkar tímum?)... “ „Við fiár- stóðum við framini fyrir því aðjöfnun- argjald, sem lagt var á fiestar iðnaö- ur út en það SleingiimurAri Ara- gaf á síðSa ári 500 núUj- <Íármálaráðherra. ónir í tekjur. Þá þurfti að finna einhvetjar tekjur í staðinn. Enn var bætt við í tengslum við efna- hagsráöstafanir ríkisstjómarinn- ar og ákvoðið að ná 280 mifijónum til viðbótar þessum 500. Það sem réttlætir þetta að okkar viti er að við stöndum frammi fyrir því að lækka fiárlagahaUann á sama tíraa og skatttekjur era aö dragast saman vegna efiiahagssamdrátt-' arins og útgjöldin að aukast. Það er stefnt að því að halda heUdar- skatttekjum ríkisins óbreyttum miUi ára og færa skattheimtuna á neyslu einstaklinganna. Þetta er hækkun á neysluskatti sem leggst á innflutta vora og er tíl þess faU- in að draga úr erlendu skulda- söfhuninni og ætti ekki að vera of íþyngjandi fyrir atvinnurekst- uxinn. Þótt það sé forgangsverkefhi að ná fiárlagahallanum er Uka verið að draga úr viðskiptahalla og er- lendri skuldasöfhun með þessari ákvörðun. Minni notkun bifreiða kemur fram í minni innflutningi á bensíni og nýjum bifreiðum. Að því leyti kemur það þjóðarbú- inu tU góða." Lýsir hug- myndafátækt stjórnmáia- „Meginrök- in gegn þess- ari bensín- íiækkun er að nú er of iangt gengiö í skatt- heimtu á bif- reiðaeigend- ur. Eför þess- „ 4U. A1 . ar síðustu að- "unó'fc*' ^abson, gerðir ríkis- ^kv^sttóri stjórnarinnar F,B' áætlar ríkið sér hátt í 3 milljarða i umfraratekjur af bifreiðaeigend- um. Bensínhækkunin lýsir hug- myndaleysi sfióramálamann- anna sem nota það sem þrauta- lendingu að hækka benstn 1 stað þess að jaftia álögurnar. Bensín hefiir hækkað um 15% frá 23. nóveinber en á sama tíma vorum viö að horfa upp á lækkun á heimsmarkaði. Að meðaltali er bensín um það bU */3 af heUdarrekstrarkostnaði bifreiðarinnar og er þá tekinn stofnkostnaður og fiármagns- kostnaður í útreikningana. Ég get ekki ímyndað mér að það sé hægt að seílast frekar í vasa bifreiða- eigenda. Bensinverð hérlendis er með þvf albæsta sem gerist og þar sem bifreið er aðalsamgöngutæki fólksins vegna dreifðrar byggðar væri eðlUegra að horfið yrði frá því að gera það að svona gífur- legri tekjuiind fyrir ríkissjóð. Um þaö bU 70% af verði bensínlítra renna í ríkissjóð. Þessar áiögur leggjast mjög ójafnt á þegnana þvi þeir sem mest þurfa á einkabífreið að halda era einstæðir foreldrar, sem þurfa að koma bömum í pössun, og íbúar í dreifbýU sem eiga engan kost á almennings- samgöngum." -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.