Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993. Smáauglýsingar - Sími 632700 •Ath. Páll Andrésson. Simi 79506. Ökukennsla/bifhjólakennsla. Ný Primera/Ný bifhjól. Engin bið, kenni allan daginn. Aðstoð við endumýjun. Visa/Euro. Símar 79506 og 985-31560. Reyki ekki. Ath. Eggert Þorkelsson, nýr BMW 518i. Kenni á nýjan BMW 518i, lána náms- bækur. Kenni allan daginn og haga kennslunni í samræmi við vinnutíma nemenda. Greiðslukjör. Visa/Euro. Símar 985-34744, 653808 og 654250. Ath. Magnús Helgason, ökukennsla, bifhjólapró kenni á nýjan BMW 518i ’93. Ókuskóh og öll prófgögn ef óskað er. Visa/Euro. Bílas. 985-20006,687666. Jón Haukur Edwald. Kenni allan daginn á Mazda 323f GLXi ’92, ökuskóli, öll kennslugögn. Visa/Euro. Sími 985-34606 og 91-31710. Sverrir Björnsson. Kenni á Galant 2000 GLSi ’92 hlaðbak, hjálpa til við end- umýjunarpróf, útvega öll prófgögn. Engin bið. S. 91-72940 og 985-24449. Ökukennsla Ævars Friðrikssonar. Kenni allan daginn á Mazda 626 GLX. Útvega prófgögn. Hjálpa við endur- tökupr. Engin bið. S. 72493/985-20929. ■ Til bygginga Vantar vinnuskúr meö rafmagnstöflu og gám undir verkfæri. Upplýsingar í síma 91-676058 á daginn og í síma 91-675413 á kvöldin, Ami. Ódýrt þakjárn. Framleiðum þakjám eftir máli, galvaniserað, hvítt og rautt. Timbur og stál hf., Smiðjuvegi 11, sími 91-45544. ■ Nudd Þarft þú aö grenna þig og styrkja? Eru axlimar stífar? Við björgum því. Frír kynningartími. Trimformst. GYM 80, Suðurlandsbraut 6, sími 678835. ■ Hár og snyrting Salon a Paris hárgreiðslustofa. Er tekin til starfa aftur. 10% stgrafsl. af perma- enti og litunum næstu daga. Verið velkomin. Sveinbjörg Haraldsdóttir, hárgreiðslumeistari, s. 617840. ■ TQsölu Kays sumarlistinn kominn. Yfir 1000 síður. Sumartíska fyrir alla. Búsáhöld, íþrótta- og gjafavömr, leikföng o.fl. Verð kr. 400 án bgj. Pöntunarsími 91-52866. ■ Verslun dráttarbeislin á flestar gerðir bíla. Samþykkt af Bifreiðaskoðun íslands. Ásetning á staðnum. Póstsendum. Opið alla laugardaga. Víkurvagnar, Laufbrekku 24, s. 43911 og 45270. MAMMAN Borgarkringlunni Útsalan er hafin. Mamman, sérverslun fyrir verðandi mæður, Borgarkringlunni, 2 hæð, sími 680818. TILBOÐSVERÐ! Þungaskattsmælar. Er ekki rétti tíminn núna að skipta yfir af fasta- gjaldinu á mæli? Eigum nokkra barkadrifna þungaskattsmæla frá VDO. Tilboð 22.500 staðgr. kominn í bílinn. VDO mælaverkstæði, s. 679747. Gjöfin sem kemur þægilega á óvart. Stórkostlegt úrval af stökum titrurum, settum, kremum, olíum o.m.fl. f. dömur og herra. Sjón er sögu ríkari. Ath. allar póstkr. dulnefndar. Emm á Grundarstíg 2, s. 14448. Opið 14-22 virka daga, laugard. 10-14. ■ Hestamennska Söðlasmíðaverkstæði, Stangarhyl 6, sími 684655. Nýsmíði - viðgerðir - verslun. Pétur Þórarinsson söðlasmiður. ■ Jeppar Ford Bronco II, XLT, V6, árg. '84, til sölu, innfluttur notaður ’87, upphækk- aður um 3" á gormum og íjöðrum (Rancho), 31" dekk á álfelgum og margt fl. Upplýsingar í síma 96-81143 á kvöldin og 985-38305 á daginn. Toyota double cab dísil, árg. ’91, ný dekk, white spoke felgur, Brahma- hús, brettakantar, driflæsing aftan. Toppbíll. Upplýsingar á Bílasölu Keflavíkur, sími 92-14444 og e.kl. 19 í s. 92-12247. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRADA A VALDA ÞÉR SKAÐA! hixeroar Meiming Þorvaldur Þorsteinsson. Vel heppnað orðlistarverk. Landbrot orð - listarinnar Þeir sem hefja nám í skáldskaparfræðum læra í fyrsta tímanum að tíl séu þijár höfuðgreinar skáld- skapar: epík, drama og lýrík. Aður en kemur að fyrsta prófi hafa flestir skihð að þessar greinar birtast nær aldrei ómengaðar heldur er þeim blandað saman í ein- stökum orðlistarverkum, hvort sem við köllum þau sögur, leikrit eða ljóð. Samt sem áður verða margir steinhissa þegar þeir sjá ný skáldverk og þau raðast ekki greiðlega i mót þessara greina, verk eins og bók Þorvalds Þorsteinssonar, Engill meðal áhorfenda. Engfil meðal áhorfenda er lítil bók að blaðsíðutali en geymir þó rúmlega 40 ljóðrænar sögur í leikrits- formi: sumar er hægt að leggja í munn lifandi leikara en fleiri eru hugleikrit sem komast ekki á svið nema í kolli lesenda. Þá er lýst sviðsmynd og sagt frá atburð- um með slíku móti að þeim hentar enginn annar mið- ill en orðin tóm. Dregnar eru upp raunsæjar og hlut- bundnar myndir og teflt saman Iiinu ómögulega og mögulega, Úfendum og dauðum, fortíð og nútíð, og allt látíð gerast í einu örleikriti eins og þegar Þorvald- ur spennir saman íslenska bókmenntasögu í „Hey“: Jónas sjálfur kemur ríðandi fótbrotinn útúr þokunni í Skjaldbreiðarhrauni (sem er á Bláskógaheiði og gamli maðurinn sem þama er gæti því verið úr fyrsta kafla íslandsklukkunnar), og reynir að senda strák í sjoppu eftír pilla með því að gefa honum bláar bækur í öskju („þeir gáfu þetta út í hittiðfyrra"). Hesturiim fer að róta í heysátu og skömmu síðar er kviknað í henni (likt og arfasátunni á Bergþórshvoli) og við emm skyndilega komin til Kaupmannahafnar þar sem menn Áma Magnússonar bera bækur um strætí. Allt gerist þetta á sviði þar sem leikhúsið er lesandinn sjálfur. Togstreita orða og aðstæðna Þau leikverk, sem byggja eingöngu á samtölum, era mun auðveldari í uppfærslu. Þar er ekki leikið með sama hætti á orðlist hins mögulega og í sviðsmyndar- lýsingunum heldur er töluðum orðum teflt fram gegn þeim aðstæðum sem persónumar era í hverju sinni. Slökkviliðsmaður kemur inn í brennandi hús og á mjög upphafið samtal við konu sem hann þarf að bjarga. Slíkar samræður á ögurstund tíðkast í óperum en þegar þær eru settar fram sem töluð orð í óbundnu máli nást fram andstæður sem afhjúpa afkáraskap þess sem fólk lætur útúr sér: oft fyllilega frambærileg- ar setningar sem koma víða fyrir og lesandinn kann- ast við en geta ómögulega gengið við þessar aðstæður. Einnig má taka dæmi af „presti sem ræðir við fanga fyrir aftöku". Þar hefst samtahð svona: „Prestur: Sæl- inú. Ég er presturinn og ég ætla að spjalla svolítíð við Bókmenntir Gísli Sigurðsson þig af því að það á að taka þig af lífi. Fangi: Já, það er bara að koma að þessu skilst manni. Þetta er rosa- lega skrýtið. Prestur: Já, er það ekki? Þetta hlýtur að vera alveg furðuleg tilfinning, ekki síst fyrir svona ungan mann eins og þig“ o.s.frv. Engill meðal áhorfenda er ákaflega vel heppnað orð- listarverk sem nýtir sér á frumlegan hátt möguleika og merkingu orðanna. Það fer út fyrir þau mörk sem hafa áður legið um skáldskapinn og býr til nýja ver- öld með þeim efhiviði sem skáldin hafa: orðunum. Merkingjn, sem þannig verður tíl, er þess eðlis að hún mótast illa í orð og minnir kannski á myndlist og tónl- ist að því leyti. Við lesendur og leikendur höfum síðan úr nógu að moða hvort sem við viljum bara fara í hugleik eða setja upp stutt og skemmtileg samtals- stykki fyrir gesti okkar. Þorvaldur Þorsteinsson Engill meöal áhorfenda Bjartur 1992 Sviðsljós Kóngsdóttirin og kókoshnetan Cristina, dóttir Juan Carlos Spánarkoniuigs, var á ferðalagi í Argentínu og Kolombíu á dög- unum. Kóngsdóttírin fór víða og aðbúnaðurinn var ekki alltaf upp á það besta. Cristina lét það þó ekkert á sig fá og sýndi sam- ferðamönnum sínum að hún er engin pjattrófa. Hún lét sig meira að segja hafa það að svala þorsta sínum að hætti inn- fæddra með því að sötra mjólk úr kókoshnetu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.