Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Blaðsíða 3
I FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993. Fréttir Fæðingabomba á fæðingardeildinni 1 Reykjavík: 19 börn á einum degi - sængurkonurliggjaíöllumhomum . 19 konur eignuöust böm á fæð- ingardeild Landspítalans þriðju- daginn 5. janúar en það er mesti fjöldi fæðinga sem orðið hefur á deildini á einum sólarhring. Var met frá 8. ágúst 1990 slegið þegar 19 börn fæddust í 18 fæðingum. Eldra met var frá júlí 1988 þegar 18 böm fæddust í 17 fæðingum. Á mánudag vom 13 fæðingar og í fyrradag vom þær 15, samtals 47 fæðingar á þremur dögum. Þessi fæðingabomba varð til þess að sængurkvennadeildimar yfirfyllt- ust og leggja varð nokkrar konur inn á setustofur deildanna. „Við höfum áður upplifað toppa í fæðingum en þetta verður erfitt þegar fæðingar era mjög margar marga daga í röð. Þá fyllist allt hér og við getum ekki veitt jafn góða þjónustu og ummönnun og venju- lega. Það er náttúrlega mjög slæmt að þurfa að leggja konur í rúm inni á setustofu en það er ekki annað að gera. En starfsfólkið gerir allt sem það getur til að hlutimir gangi sem best en þetta eykur álagið á það til muna. Það er síðan umhugs- unarefni að einungis ein fæðingar- deild skuli vera fyrir 100 þúsund manna borg,“ sagði Kristín Ingi- björg Tómasdóttir, yfirljósmóðir á fæðingardeild Landspítalans, þeg- ar DV leit þar inn í gærdag. Þá vora fæðingar enn í fullum gangi og biðu sex konur eftir því að kom- ast niður á sængurkvennadeildina. Á sængurkvennadeildunum tveimur eru samtals 43 rúm og eitt aukarúm en vegna örtraðarinnar nú hafa fleiri aukarúm verið sótt. Á smærri deildinni voru rúm frammi á gangi og þar sátu konur og spjölluðu þar sem setustofunni hafði verið breytt í sjúkrastofu. Á stórri setustofu beggja deildanna lágu síðan tvær konur, Kristín Magnúsdóttir og Halldóra Þórðar- dóttir. Þær fæddu í fyrrakvöld og sögöust ekki hafa fengið mikinn nætursvefn vegna erils og tölu- verðs ráps en bára sig vel. „Viö verðum aö taka því sem fæst undir kringumstæðum sem þessum. Ef þetta versnar bönkmn við bara upp á hjá honum Sighvati ráðherra,“ sögðu þær. Frá áramótum og þar til um miðj- an dag í gær höfðu 70 fæðingar verið á fæðingardeildinni. Kristín sagði spána fyrir janúar hljóða upp á 253 fæðingar en þær gætu orðið allt að 300.1 desember var gert ráð fyrir 173 fæðingum en þær urðu 245. Það sem meðal annars raskar spánni era þungaðar konur utan af landi og fyrirburafæðingar. í fyrra fæddust 2884 böm á deild- inni í 2813 fæöingum, þar af 63 tví- burafæöingum og 4 þríburafæðing- um. Að meðaltali fæðast 8-10 börn á sólarhring á fæðingardeild Landspítalans. -hlh Þær Kristín Magnúsdóttir, t.v., og Halldóra Þóröardóttir liggja á annarri setustofu deild- anna. Þær Jóhanna Hjartardóttir, t.v., Nína Björk, með nýfædda Ólafs- dóttur, og Gerða Gunnarsdóttir sátu og spjölluðu á gangi ann- arrar sængurkvennadeildar Landspítalans í gær. Fæð- ingabomba síðastliðna daga yfirfyllti sængurkvennadeildirnar svo raða þurfti rúmum á gangana og gera sjúkrastofur úr setu- stofunum. DV-myndir Brynjar Gauti ■ iðin r Laugavegi 97 25%-70% afslattur TSALA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.