Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993. Fréttir Tiltekt í flármálastjóm Kópavogs eftir mikla skuldasöfnun: Skuldir lækkuðu um 233 milljónir á síðasta ári - hver íbúi skuldaði 147 þúsund krónur í árslok 1992 „Vilji menn finna illa statt sveitar- félag komast þeir ekki í feitt þegar þeir skoða fjárhagslega afkomu Kópavogs 1992 og fjárhagsáætlun þessa árs. Annars er það afstætt hve- nær staðan er slæm. Að okkar mati hefur hún aldrei verið slæm í Kópa- vogi. Við keyptum mikið land og það jók tímabundið á skuldir. Nú hafa skuldimar lækkað eins og ráð var fyrir gert og tekjumar aukist. Bætt afkoma hefur ekki fengist með aukn- um álögum heldur góðum rekstri," segir Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi. Fjárhagsstaða Kópavogsbæjar hef- ur verið mikið til umfjöllunar í fjöl- miðlum á undanfómum misserum. Árlegar tekjur bæjarins nægja alls ekki fyrir skuldum og telja margir að skuldastaðan sé komin aö hættu- mörkum. Af háifu minnihlutans, sem skipaður er alþýðuflokksmönn- um og alþýðubandalagsmönnum, hafa menn talað um að bærinn væri kominn fram á fjárhagslegt hengi- flug og jafnvel á leið í gjörgæslu. Þessu hat'a fuiltrúar meirihlutans, sem skipaður er sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum, vísað á bug. Auknar skuldir hafa þeir réttlætt með því að vísa til landakaupa, gatnagerðarframkvæmda og af- skrifta. Skuldir Kópavogs urðu hvað mest- ar á árinu 1991 eða rúmir 2,7 milljarð- ar að núvirði. Þegar núverandi meirihluti tók við sumarið 1990 voru skuldimar um 1,5 milljarðar en juk- ust um háifan milljarð til loka árs- ins. í fyrra lækkuöu skuldirnar hins vegar og voru um áramótin tæpir 2,5 milljaröar. Þetta jafngildir því að hver íbúi í Kópavogi hafi skuldað rúmar 147 þúsund krónur í árslok. Samkvæmt fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir að skuldimar lækki enn frekar, eöa niður í tæpa 2,4 milljarða. Athygli vekur að und- anfarin tvö ár hafa skammtíma- skuldir lækkað úr 850 miiljónum í 408 milljónir. í ár er stefnt að því að lækka skammtímaskuldir í 289 millj- ónir. Samhliða því að skuldimar hafa lækkað hafa skatttekjur bæjarins aukist. Frá árinu 1989 hafa tekjurnar aukisf úr 1,4 milljarði í rúma 1,5. milljarða. Á sama tíma hafa rekstr- argjöld bæjarins lækkað ’ um 100 milljónir. Samkvæmt fjárhagsáætl- un þessa árs er gert ráð fyrir að rekstrargjöld verði óbreytt miUi ára, eða rúmur milljarður, og að skatt- tekjm- aukist um 50 milljónir. „Sá árangur, sem við erum að ná með endurskipulagningu á stjóm- kerfi og rekstri bæjarins, er mjög góður. Við höfum náö rekstrarkostn- aðinum niður rnn 11,5 prósent á þremur ámm á sama tíma og tekj- urnar hafa aukist jafnt og þétt. Þetta hefur okkur tekist án þess að hækka útsvarið og þrátt fyrir að fasteigna- skattarhafilækkað.“ -kaa Unnið við aflann úr Hábergi í Garðinum í gær. DV-mynd Ægir Már Kraftur í síldarvinnslu í Garðinum Ægir Már Káraaon, DV, Suðumesjum: Hábergiö frá Grindavik kom með fyrstu síldina eftir áramót að landi í fyrrinótt, 113 tonn sem unnin em hjá Nesfiski í Garði. Síldin fer að mestu 1 beitu og tekur þrjá daga að vinna hana. Sunnubergið frá Grindavík kom svo í gærkvöldi með 120 tonn til vinnslu hjá Nesfiski. Sú síld var mun stærri en sú sem Hábergið kom með og fer í flökun. Báðir bátamir landa í sinni heimahöfn, Grindavík, og var síldinni ekið í Garðinn. Viö síldar- vinnslu hjá Nesfiski vinna um 40 manns. Fjárhagsafkoma Kópavogs — framreiknuð til verðlags í árslok 1992 í milljónum króna - 3 Skatttekjur jl Ftekstrargjöld H Heildarskuldir 3000 7 1989 r Fjárhagsáætlun 1990 1991 1992 1993* Valþór Hlöðversson um Qármál Kópavogs: Veruleg hagræðing hef ur átt sér stað - sémiðaðviðþaðdæmalausaruglárl991 „Við eram ekki búnir aö fá upp- gjör ársins 1992 í hendur. Það er hins vegar alveg ljóst að það hefur átt sér stað venúeg hagræðing í íjármálum Kópavogs á síðasta ári. Það var mög ánægjulegt enda lét minnihlutinn þá skoðun í ljós þeg- ar fjárhagsáætlun þessa árs var samþykkt. Þess ber hins vegar að geta að miðaö við útkomuna 1991 gat íjárhagsstaðan ekki versnað. Það var þvílikt mglár að dæmi em ekki um annað eins,“ segir Valþór Hlöðversson, fuiltrúi Alþýðu- bandalagsins í bæjarstjóm Kópa- vogs. Valþór segir ýmsar blikur á lofti varðandi þróun mála á árinu og bendir í því sambandi á að við gengisfeUinguna í haust hafi Kópa- vogur orðið fyrir allt að 50 milljóna króna útgjöldum. Erlend langtíma- lán séu hátt í milljaröur og því Ijóst að bæjarsjóður verði fyrir miklum skakkafóilum fari gengismál þjóð- arinnar úr böndunum. Valþór segir fjárhagsáætlun meirihlutans fyrir yfirstandandi ár vera eins raunhæfa og hægt sé að gera kröfu til. Lítið megi þó út af bera, til dæmis varðandi sölu lóða, ef fjárhagsramminn eigi að halda. „Það era miklu meiri óvissuþætt- ir í umhverfinu heldur en verið hefur undanfarin ár. Margt bendir til þess að verðlagsmál, gengismál og vaxtamál séu að fara inn í víta- hring sem enginn sér fyrir endann á. Fari allt í háaloft á vinnumark- aðnum er ljóst að ekki mun standa steinn yfir steini í þessari fjár- hagsáætlun. Verði það raunin er hins vegar ekki við meirihluta bæjarstjómar að sakast." -kaa Stokkseyringar ósáttir við að missa fiskvinnsluna til Þorlákshafnar: Fólkinu verður boðinn akstur í og úr vinnu - einungis 20 mínútna spölur, segir Pétur Reimarsson „Markmiðið er að búa til öflugt sjávarútvegsfyrirtæki á svæðinu. Til að það gangi eftir ætlum við að sam- eina alla vinnslu í Þorlákshöfn. Ég skil ekki hvað veldur Stokkseyring- inn áhyggjum í þessu sambandi enda ætlum við að aka þeim í og úr vinnu. Þetta er ekki nema 20 mínútna spöl- ur. Bæði Ölfushreppur og Stokkseyr- arhreppur njóta góðs af þessu og menn verða áfram í sínum verka- lýðsfélögum," segir Pétur Reimars- son, framkvæmdastjóri Ámess. Stjóm Byggðastofnunar hefur samþykkt að óska eftir hluthafafundi í Ámesi vegna þeirrar ákvöröunar stjómar félagsins að færa aUa fisk- vinnslu til Þorlákshafnar. Eining var um ákvöröunina í stjóm Ámess og var Þorsteinn Ásmundsson, fulltrúi Byggðastofnunar, samþykkur henni. Að áhti Stokkseyringa er þessi ákvörðun brot á samkomulagi miiU hluthafa sem felur í sér að bolfisk- vinnsla skuli vera áfram á Stokks- eyri. Hluthafafundur verður vænt- anlega haldinn um miðja næstu viku vegna þessa máls. „Ég átta mig því ekki á hvað Byggðastofnun gengur til. Stjóm fé- lagsins ákvað að flytja aUa vinnsluna á einn stað. Sú ákvörðun stendur. Þó að stjórn Byggðastofnunar leggist gegn þessu þá hefur hún ekki bent á hver eigi að borga fyrir það óhag- ræði að vera með vinnsluna á tveim- ur stöðurn," segir Pétur. Að sögn Jón Sigurðarsonar, stjórn- arformaims Árness, fer fjarri að stjómin hafi brotið samkomulag hluthafa með ákvörðun sinni. Þó hluthafar hafi gert með sér eitthvert samkomulag þá bindi það ekki hend- ur stjómar. Skylda stjómarinnar sé að huga að hag félagsins. Hann seg- ist sannfærður um að hluthafafund- ur mum staðfesta ákvörðun stjómar. Að jafnaði vinna 40 til 60 Stokks- eyringar hjá Ámesi. AUs eiga Stokkseyringar um 5 prósent hluta- íjár í fyrirtækinu. Byggðastofnun hefur yfir að ráða 21,8 prósentum hlutabréfa sem skráð em á Hluta- fiársjóð. AUs em hluthafar í fyrir- tækinu um 200 hundruð. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.