Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1993, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993. Suðvestan kaldi og él Þögnin er best „Þetta er nú besta ræöan sem þingmaðurinn hefur flutt,“ sagöi Jóhannes Geir Sigurgeirsson eft- ir aö Hjörleifur Guttormsson haföi þagað í fimm mínútur í ræðustól Samskot. „Til þess aö Hannes Hólmsteinn gæti um fijálst höfuö strokið fjár- hagslega var honum fengin staöa í Háskólanum gegn vilja Félags- Ummæli dagsins vísindadeildar. En launakjörin hjá því opinbera geta hamlaö fijálsri hugsun. Því lögöu nokkur fyrirtæki, sem flest eru rekin í skjóh einokunar og einkaleyfa, saman i púkk og tryggja þessi samskot nú Hannesi næöi til aö hugsa og skrifa og taka þátt í „fijálsri" samkeppni á fjölmiðla- markaönum," segir rithöfundur- inn Örnólfur Árnason. Tryggur geltir „Þaö er því varla nema von aö manni detti í hug, þegar Hannes geltir, að honum hafi verið sigað. Og við slíku gjammi er svo sem ekkert hægt aö segja nema í hæsta lagi: Svei þér, Tryggur," segir Örnólfur jafnframt. Eldmóður bjartsýninnar „Eldmóðurinn, sem fylgir því að rætt sé um 97 prósenta at- vinnu, er mun líklegri til að skapa atvinnulausum vinnu,“ segir Jón G. Hauksson í forystugrein Fijálsrar verslunar en hann telur það vænlegra en tala um 3% at- vinnuleysi. Á höfuðborgarsvæðinu verður vest- an og suðvestan kaldi eða stinnings- kaldi en suðaustan kaldi í nótt. Élja- Veðrið í dag gangur. Frost 2-4 stig. Búast má við stormi á suðvestur- miðum, suðausturmiðum, norður- djúpi, austurdjúpi, Færeyjadjúpi og suðvesturdjúpi. Einnig má búast við mikifli ísingu á norðurdjúpi. Fram eftir morgni verður aflhvöss norðan- og norðvestanátt með éljum víða um landið norðan- og austan- vert en síðdegis léttir þar heldur til með fremur hægum suðvestanvind- um. Sunnan- og suðvestanlands er útflt fyrir suðvestan stinningskalda og síðar kalda. Allhvöss norðaustan- átt verður áfram á Vestfjörðum og sums staðar snjókoma þar. Veður fer fltið eitt kólnandi, einkum austan til. Um 600 kílómetra norðaustur af Langanesi var kröpp gSS^miflíbara lægð sem hreyfðist norðaustur en á Grænlandshafi var heldur vaxandi en nærri kyrrstæð 970 millíbara lægð. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyrí snjóél -2 Egilsstaðir skýjað -3 Galtarviti snjókoma -5 Keíla víkurflugvöllur haglél -3 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað -4 Raufarhöfn snjókoma -2 Reykjavík skafrenn- -3 Vestmannaeyjar ingur snjóél -1 Bergen skúr 3 Helsinki þokumóða -3 Kaupmannahöfh rigning 2 Ósló súld 4 Stokkhólmur skýjað 1 Þórshöfn haglél 1 Amsterdam heiðskírt 6 Barcelona heiðskírt 4 Berlín súld 2 Chicago snjókoma -6 Feneyjar þokumóða -2 Frankfurt alskýjað - 7 Glasgow úrkoma 2 Hamborg súld 7 London skýjað 4 LosAngeles rigning 14 Lúxemborg rigning 7 Madríd þokuruön. -2 Malaga heiðskírt 1 MaUorca þokuruðn. 1 Montreal alskýjað -2 New York alskýjað 6 Nuuk snjókoma -19 Orlando þokumóða 22 -1 Ð\ * V\V Veðrið kl. 6 í morgun „Mér finnst þetta mesti heiður sem hægt er að fá á íslandi. Þetta er ótrúlega mikill heiöur sem mér er sýndur og er afar þakklátur," segir Knut ödegárd skáld sem ný- verið var sæmdur stórriddara- krossi falkaorðunnar fyrir framlag siít til eflingar menningartengslum milli íslands og Noregs. Knut hefúr þýtt mikinn Qölda íslenskra skáld- verka, skrifað stóra bók um ísland Maður dagsins í Noregi og gefið út um 20 frum- : samdar bækur. Hann er kvæntur Þorgerði Jngólfsdóttur kórstjóra. fulltrúl í stjóm norska rithöfunda- sambandsins og eignaðist strax raarga vini, aðallega rithöfunda og Ustamenn. Siðan kom ég árlega.aö hitta vinina, byrjaöi að læra ís- lensku og strax 1973 gaf ég út Ijóöa- þýöingar eftir Einar Braga og hef haldiö áfram að þýða íslenskar bókmenntir. Svo kom ástin sterkt inn í mynd- ina 1980 þegar ég var staddur hér Knut 0degard. á íslandi. Ég var í heimsókn hjá Thor Vilhjálmssyni og sagði hon- um að ég ætti að sjá um dagskrá í Niðarósdómkirkiunni og þar átti líka íslensk söngkona að koma fram. Thor viidi kynna okkur en ég víldi ekkcrt liitta þessa konu. Thor hringdi strax í Þorgerði en hún vildi heldur ekki hitta mig. Thor gaf sig ekki og keyrði mig heim til hennar og skildi mig þar eftir. Smám saman uppgötvuðum við að þetta var ástin stóra og mikla og við giftumst árið eftir. Þá gerðist ég „tengdasonur íslands" eins og Vigdís Finnliogadóttir segir í for mála að bók minni um ísland sem kom út í Noregi í haust.“ Knut var forstj óri Norræna húss- ins 1984-1989 en þá fékk hann ævi- langt heiðurslaun frá norska stór- þinginu til að stunda skáldskap sinn og vera menningartengiliöur railii Noregs og íslands. Myndgátan Lausn gátu nr. 518: E* ÞOR-A- Málflytjandi sakbomings Ey*súR— Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði Handbolti í kvöld eru tveir hörkuspenn- andi leikir á dagskrá í 1. deild ís- landsmótsins í handknattleik. Á Akureyri verður nágranna- slagur þegar Þór tekur á móti erk- ifjendunum í KA klukkan 20.30. Má búast við að Akureyringar fjölmenni og styðji sína menn. Hinn leikurinn er ekki síður spennandi því að þá mætast Sel- foss og Valur á Selfossi og hefst íþróttir í kvöld sá leikur klukkan 20. Einar Þor- varðarson og Sigurður Sveinsson komu báðir frá Val og það ekki alveg hávaðalaust, auk þess sem þetta eru þau tvö lið sem mætast í úrslitum bikarkeppninnar. Tónninn verður því væntanlega gefinn í kvöld. I.deild karla: Þór-KA kl. 20.30. Selfoss-Valur kl. 20.00. Skák Biskup féll fyrir borð er við birtum lausnir á jólaskákþrautunum í DV á gamlársdag. Lesendur hafa þvi varla fengið botn í lausnarleikina. Þótt þrautin hefði verið rétt upp sett er hún birtist upphaflega er rétt að sýna hana aftur. Staðan er eftir Leonid Kubbel frá 1908. Hvítur leikur og heldur jafntefli: 1. Hc4+ Kf3 2. Hxh4 g2 3. Hh3+ Kf4 Ef 3. - Kf2 4. Hh2 og vinnur síðasta peðið en nú hyggst svartur leita skjóls á ffi. Honum verður ekki kápan úr því klæö- inu. 4. Hh4+ Kf5 5. Hh5+ Kffi 6. Hhl!! og eftir þennan óvænta leik kemur í ljós að hvort sem svartur drepur hrókinn og vekur upp hrók eða drottningu er hvítm- patt og skákin jafntefli. Bridge Þegar þessar linur eru ritaöar er lokið 6 umferðum af 23 í Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni. Þrjár sterkar sveitir hafa náð nokkurri forystu, sveit Glitnis er í fararbroddi með 128 stig, sveit VÍB er með 125 og sveit Landsbréfa 121 stig. Á öðru spilakvöldinu kom þetta spil fyrir en það er mjög forvitnilegt. Flestir spilar- anna í AV spiluðu 3 grönd og tilþrif buð- ust, bæði í sókn og vörn. Spil 6, austur gjafari og AV á hættu: ♦ Á1052 V ÁD8763 ♦ DG8 ♦ -- * D43 V K1094 ♦ ÁK + G986 * 9876 »5 ♦ 7643 + K1073 Þar sem Aðalsteinn Jörgensen var sagn- hafi fékk hann út tígulgosa. Hann spilaði laufníu strax í öðrum slag og setti drottn- inguna þegar norður sýndi eyðu. Suður drap á kóng og fann bestu vömina, spil- aði einspilinu í hjarta. Norður fékk á drottninguna og hefði nú getað hnekkt samningnum með þvi að spila lágum tígli. Hann spilaði þess í stað lágum spaða og Aðalsteinn tryggði samninginn með því að svína laufáttu og leggja niður hjartakóng. Hrólfur Hjaltason varð sagn- hafi í þremur gröndum eftir hjartaströgl hjá norðri. Útspilið var hjarta sem Hrólf- ur átti á tíuna heima. Hann sá nú að hættan í spilinu var sú að hjörtun lægju 5-2 og laufkóngur hjá suðri. Hrólfur fann snjallan millileik við því vandamáli með því að spila spaða. Norður hefur ekki efni á að setja ásinn og gosi blinds átti slaginn. í þeirri stöðu lagði Hrólfur niður laufás en 4-0 legan setti óvænt strik í reikninginn. Suður gat nú komið í veg fyrir að sagnhafi fengi 4 slagi á lauf en gaf samninginn með þvi að drepa á lauf- kóng þegar laufinu var spilað í annað sinn. Að vísu verður norður að hitta á réttu vömina, að henda aldrei spaða í laufm. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.