Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1993, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993. 5 Fréttir Hjúknmarfólk tortryggið vegna upplýsingaöflunar heilbrigðisráðherra: Treystum ekki Sighvati fyrir upplýsingunum - segir Anna María Þórðardóttir, hjúkrunarfræðingur á Akureyri — hafa áhrif á fjárveitingar í heilbrigð- iskerfinu o.fl. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Fólk er hneykslað vegna þessa bréfs ráðherrans og finnst að honum komi þessir hlutir ekki við og það sé margt þarfara að gera viö peningana en þetta. Ef stofnunin, sem fólkið starfar hjá, ætti í hlut horfði máhð allt öðruvísi við,“ segir Anna María Þórðardóttir, hjúkrunarfræðingur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, vegna bréfs sem starfsfólk í heil- brigðisþjónustu hefur fengið frá Sig- hvati Björgvinssyni heilbrigðisráð- herra. í bréfi Sighvats segir m.a. að á erf- iðum tímum hafi orðið að skammta naumar til heilbrigðis- og trygginga- mála en á undanfórnum árum. Full ástæða sé tíi að kanna hug starfsfólks til þessara aðgerða, sérstaklega með það í huga hvað betur mætti fara. Með það í huga sé upplýsinga óskað og meira en líklegt sé að í svörum komi fram ábendingar sem treystí atvinnugrundvöllinn við minni til- kostnað. Leiðandi spurningar „Þama eru leiðandi spumingar og spumingin er hvort Sigtryggur ætlar ekki að nota svörin til að slá sig til riddara. Verði svörin jákvæð eignar hann sér heiðurinn en verði þau nei- kvæð hafi stofnunin, sem viðkom- andi starfar hjá, ekki staðið sig í spamaðinum. Viö treystum Sighvati ekki til að fara með þessar upplýs- ingar og höfum ekki áhuga á að af- henda honum rós í hnappagatið." Hvað kostar þetta? Er þá ætlunin að neita að svara? „Það er nú það, hann gæti eflaust notfært sér það líka. Það sem fyrst og fremst vakir fyrir okkur er að fá úr því skorið hvað þetta á að þýða, hvað vakir fyrir ráðherranum og hvað þetta kostar allt saman. Þetta er ekki hugsað til enda frekar en margt annað og hneykslar okkur,“ sagði Anna María. Hún starfaði á sjúkrahúsinu á Húsavík en er nýkomin til starfa á Akureyri. Anna María segir að á Húsavík hafi verið tekin ákvörðun um að svara ekki þessu erindi ráö- herrans til starfsfólks, og svo kunni að fara að það verði einnig niðurstað- an á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. „Fólk er hneykslað vegna þessa bréfs ráðherrans og finnst að honum komi þessir hlufir ekki við og það sé margt þarfara að gera við pen- ingana en þetta,“ segir Anna María Þórðardóttir, hjúkrunarfræðingur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. „I lögunum um stjórn fiskveiða segir að markmið þeirra sé að stuðla að verndun nyfjastofnanna á íslandsmiðum og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Við fullyrðum að það sé ekki í anda laganna að flytja atvinnuna úr landi í formi fiskjar og láta aörar þjóðir fullvinna hann,“ segir Sig- uröur T. Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Hlífar. At- hygh hefur vakið að félagið hefur sent frá sér auglýsingu þar sem segir að ólöglegt sé aö flytja út ísað- an fisk. „Þegar fiskvinnsluhús hér standa auð og tóm er ekki ástæða til að seUa fiskinn úr landinu óunninn. Þegar það er flutt það mikiö út aö verðfall verður erlendis, eins og gerðist fyrír jóUn, þá erum við að brjóta lög,“ fullyrðir Sigurður. -IBS Níu spurningar Bréfinu fylgdu 9 spumingar. M.a. er spurt hvort sparnaðarráðstafanir hafi átt sér stað á vinnustað viðkom- andi, ef svo er hvort hægt hafi verið að halda sama þjónustustigi og áöur, hvort vinnuálag hafi aukist, hvort viðkomandi myndi fara öðruvísi að ef hann ætti að stjóma hagræðingu á sínum vinnustað, spurt er hvort efnahagslegir örðugleikar eigi að Skar á háls skipsfélaga: Fékk 18 mánaða fangelsisdóm Þrítugur sjómaður hefur verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að bregða vasahnífi á háls skipstjóra síns. Atburðurinn átti sér stað í Norðurleiðarútunni skömmu fyrir jól þegar skipshöfnin var á leið til Reykjavíkur í jólafrí. Skipstjórinn var fluttur á sjúkra- húsið á Akranesi þar sem gert var að sárum hans og var hann útskrif- aður daginn eftir. Maðurinn, sem dæmdur var, bar við minnisleysi og ölvun en neitaði ekki sakargiftum. Hann hefur áður hlotið 13 refsidóma, flesta fyrir auðg- unarbrot. -ból Vegagerðin: Stofnar ekki skipafélag „Við ætlum okkur ekki að fara að stofna skipafélag. Hlutverk Vega- gerðarinnar er að sjá um styrkveit- ingar til ferja en það er ekki ætiunin að auka við mannskap eða koma á fót nýju batteríi hjá okkur. Rekstur ferjanna verður eftir sem áður í höndum annarra aðila. Við ætlum að bjóða þetta út eins og kostur er,“ segir Jón Rögnvaldsson, tæknifor- stjóri Vegagerðarinnar. Vegagerðin er nú að undirbúa út- boð á rekstri ferja og fljótlega verður fyrsta skrefið stigið varðandi Gríms- eyjarfeijuna. í kjölfarið verður hug- að að rekstri Herjólfs, Akraborgar- innar og feija annars staðar á land- inu. Á fjárlögum era alls 330 milljón- ir ætlaðar til að styrkja útgerð ferj- anna. -kaa FRABÆR TEIKNIMYND MEÐISLENSKU , TALIOG SÖNG Fremstu listamenn þjóðarinnar, eins og Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Edda Heiðrún Backman, Pálmi Gestsson, Árni Tryggvason, Þröstur Leó Gunnarsson, ásamt Lundúnasintóniuhljómsveitinni Ijá þessari einstöku mynd krafta sina. Nemó: Jón Börkur Jónsson. Prinsessa: Rós Þorbjarnardóttir. Ævintýrið um Nemo litla er fjölbreytilegt. Hann þarf að bjarga lífi konungs, sigra volduga ófreskju og vinna hjarta göfugrar prinsessu. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Miðaverð kr. 500. Sýnd laugardag og sunnudag kl. 3. Miðaverð kr. 500. FRUMSYNIR I DAG yfy ÆVINTYRI I DRAUMALANDI „EINSTÖK MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA." ☆☆☆☆ PARENT FILM-REV. „GÆÐAFRAMLEIÐSLA EINS OG HÚN BEST GERIST.“ VARIETY. SÝND Á RISATJALDI m. DOLBY STEREO |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.