Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1993, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993. Fréttir Hjálparsveitarmaður slasaðist við leitina að vélsleðamönnunum: Kastaðist af sleðanum og tognaði mjög illa að minnsta kosti þrír vélsleðar eyðilögðust í leitinni „Vélsleðinn hentist upp í loftið og ég kastaöist aftur af honum. í byltunni rak ég fótinn niður og fór svo harkalega í splitt aö ég tognaði mjög illa í nára og læri,“ segir Alex- ander Ingimarsson, félagi í Hjálp- arsveit skáta í Reykjavík, sem slas- aðist við leitina að vélsleðamönn- unum tveimur á BláfjaUasvæðinu. „Við vorum sjö saman á leiðinni á leitarsvæðið á vélsleðum. Á ein- um stað misreiknaði ég snjóalagið. Ég taldi mig vera að keyra á lausa- mjallarskafli en þaö reyndist vera klakadröngull. Við að keyra upp á dröngulinn flaug sleðinn á loft og sló mig af sér. Eg lenti með bakið á kassanum aftan á sleðanum og höfuöið skall á klakann. Hjálmur- inn er skemmdur en hann hefur sennilega bjargað hausnum,“ segir Alexander. Hann fór á slysadeild Borgarspít- alans og hefur nú verið frá vinnu í íjóra daga vegna slyssins. „Þetta er bara eins og hvert ann- að óhapp sem verður. Það var kol- vitlaust veður en það er liður í okkar starfi að taka áhættu. Markmið þjálfunarinnar er að tak- ast á við svona aðstæður og þetta óhapp skrifast að öllu leyti á minn reikning." Að sögn Bjöms Hermannssonar, framkvæmdastjóra Landsbjargar, er algengt að björgunarmenn slas- ist í leitum. „Það er regla fremur en undan- tekning að menn slasist eitthvað í svona erfiðum og umfangsmiklum leitum. Það er einnig algengt að eitthvert hnjask verði á tækjum og tólum sveitanna. Það er aÚtaf að shtna belti undan snjóbíium eða sleðum og bílar bræða úr sér eða keyra á. Ég veit um að minnsta kosti þijá vélsleða sem eyðilögðust í þessari leit og einhveijar fleiri skemmdir urðu. Þetta er eðlilegt miðað við þann fjölda tækja sem þama vom,“ segir Bjöm. -ból „Það er regla fremur en undantekning að menn slasist eitthvað i svona erfiðum og umfangsmiklum leitum,“ seg- ir Björn Hermannsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar. DV-mynd BG Björgunarsveitarmenn óánægðir með þungaskattinn: Ríkið græðir á leitar- aðgerðum hjálparsveita - segir Gunnar Stefánsson, Hjálparsveit skáta, Njarðvík „Björgunar- og bjálparsveitir borga þúsundir króna beint til ríkis- ins í formi þungaskatts þegar þær taka þátt í leitaraðgerðum. Þessi kostnaður sveitanna er beinn gróði ríkisins og þetta finnast okkur vera blóðpeningar,“ segir Gunnar Stef- ánsson, fyrrverandi formaður Hjálp- arsveitar skáta í Njarðvík. „Eftir svona leit em menn stund- um að velta fyrir sér hvort það eigi að rukka eða sekta þá einstaklinga sem era að týnast. Við erum ósam- mála því en það er aftur á móti mjög óréttlátt að ríkið skuli hegna sveitun- um á þennan hátt fyrir að taka þátt í leitum. í raun þurfa þær að borga ríkinu fyrir að fá að hjálpa fólki. Hjálparsveitir vora undanþegnar greiðslum á þungaskattinum þar til fyrir um fimm árum en svo var þessu breytt af einhveijum orsökum." Hjálparsveit skáta í Njarðvíkum á tvo stóra dísiljeppa og að sögn Gunn- ars borgar sveitin um 150 þúsund krónur á ári í þungaskatt. „Þetta era háar upphæðir fyrir svona björgunarsveitir. Þessir bílar era keyrðir um 10-15 þúsund kíló- metra á ári og eru notaðir í æfingar, útköll og leitir en auk þess eru þeir til dæmis notaðir til að aðstoða lög- reglu og almenning í ófærð. Við borg- um auðvitað olíu á tækin en okkur finnst ósanngjamt að þurfa aö borga ríkinu rúmlega 5 krónur af hveijum eknum kílómetra, bara til að koma tækjunum á staöinn," segir Gunnar. -ból um fækkar GyffiEristjánsson, DV, Aknreyri; Öllu starfsfólki dvalarheimilis- ins í Skjaldarvík 1 Eyjafirði verð- ur sagt upp um næstu mánaða- mót. Uppsagnimar eru liður í þeirri áætlun að draga úr starf- semi heimilisins en áætlun, sem gerð var, gerði ráð fyrir aö rekstr- inum í Skjaldarvík yröi aö fullu hætt í lok ársins 1994. Um 30 starfsmenn eru í Skjaldarvík. Karólína Guðmundsdóttir, for- stööumaöur dvalarheimilisins í Skjaldarvík, segir að með þessum uppsögnum sé verið að hagræða innanhúss. I nóvember voru upp- sagnir í Skjaidarvík en þá var aðallega um að ræða að starfsfólk minnkaði við sig vinnu. Karólína segir ekki liggja fyrir nú hversu mikill hluti uppsagna um næstu mánaðamót komi til fram- kvæmda. Rekstur dvalarheimilisins í Skjaldarvík er hluti öldrunar- þjónustu Akureyrarbæjar sem rekur einnig dagvist, sjúkradeild og íbúöir að Hlíð á Akureyri og sambýli við Bakkahlíð. Þegar reksturinn í Skjaldarvík leggst af er reiknað með að þörfinni hafi verið mætt með sambýlum á Akureyri, bærinn kaupir tvær hæðir í nýju fjöibýlishúsi á Akur- eyri og þá fer hluti vistfólks í Skjaldarvík í dvalarheimilið Hlíö. Tálknafjörður: Tölvuvætt vigtarhús á hafnar- svæðinu IAðvig Thoiberg, DV, TálknafirðL- Tekið hefur verið í notkun hér nýbyggt vigtarhús ásamt vand- aðri tölvuvog og lilheyrandi bún- aði. Húsiö er 20 m- að stærð og stendur við sjávarkambinn miös- vegar á athafnasvæði Tálkna- fjarðarhafnar. Gamla vigtarhúsiö var aðeins þrír fermetrar og hefur því vinnuaðstaöa vigtarmanns breyst umtalsvert til batnaöar með tilurö nýja hússins. Nýja vigfarhúsið er teiknað og smlðað af heimamönnum enda er hér hæfileika- og listafólk á þriðja hveiju strái. Sementsverksmiðjan: Ný stjóra kosin til fjögurra ára Alþingi kaus í gær menn í stjóm Sementsverksmiðju rikis- ins til fjögurra ára. Stjómarskipti munu fara fram 6. febrúar næst- komandi. í komandi stjóm eiga sæti þau Guðjón Guðmundsson alþingismaður, Guðjón Ingvi Stefánsson, framkvæmdastjóri í Borgamesi, Kristján Sveinsson deildarstjóri, Akranesi, Gissur Þór Ágústsson, bæjarfUIltrúi á Akranesi, og Inga Harðardóttir, iþróttakennari á Akranesi. > -kaa Alþingj: Nýirdómendur í Kjaradóm Alþingi kaus í gær tvo dómend- ur og tvo varadómendur í Kjara- dóm til fjögurra ára. Magnús Óskarsson borgarlögmaður og Jón Sveinsson hdl. vora kosnir dómendur. Varadómendur voru kosnir Óttar Ingvarsson hrl. og Þuríður Jónsdóttir hdl. -kaa Akureyri: Bandarisk hljómsveit á Norðuriandi GyffiKristjánsse»i,DV, Akurayri; 70 manna hljómsveit frá MIT háskólanum í Boston í Banda- rfldunum verður hér á Iandi í næstu viku og leikur á ýmsum stööum víða um land. Hflóra- sveitarmennimir eru flestir nem- endur í framhaldsnámi í vísinda- og verkfiæðigreinum við skólann og leika þeir ýmis þekkt verk eft- ir 20. aldar tónskáld. Stjóraandi hljómsveitarinnar, John D. Corley, hóf feril sinn sem hUómsveitarsfjórnandi fyrir 50 árum í Keflavík þar sem hann stjómaöi hljómsveit á vegum Bandaríkjahers. Fyrstu tórdeikar hljómsveitarinnar hér á landi verða á Akureyri nk. miöviku- dagskvöld kl. 20.30 í Glerárkirkju, næsta kvöld verða tónleikar á Sauðárkóki og á föstudagskvöld verða tónleikar á Blönduósi. Síð- an liggur leið hfjómsveitarinnar til Stykkishólms, Akraness og Reykjavíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.