Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1993, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993. Vanefndauppboð Vegna vanefnda fyrri uppboðskaupanda verður fasteignin Vagnhöfði 17, Reykjavík, þingl. eign Hellu- og steinsteypunnar, seld á vanefndauppboði sem haldið verður á eigninni sjálfri þriðjudaginn 19. janúar 1993 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendureru: Iðnþróunarsjóður, Verðbréfamarkaður Fjárfestingar- félags íslands hf., nú Fjárfestingafélagið Skandía hf., Steinunn Káradóttir og Eyjólfur Matthíasson. SÝSLUMAÐURINN I REYKJAVÍK Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 632700 TIL SÖLU Mercedes Benz 280 SE, árg. ’83, ek. 118.000 km. Topplúga. Glæsilegt eintak. Verð 1.200.000,- Til ábúenda og eigenda lögbýla Á síðastliðnu hausti var fullvirðisréttur til framleiðslu mjólkur og sauðfjárafurða færður niður til að laga hann að innanlandsmarkaði samkvæmt ákvæðum búvörusamnings frá 11. mars 1991 og samnings um mjólkurframleiðslu frá 16. ágúst 1992. í þeim samn- ingum og í lögum, sem samþykkt voru á Alþingi 22. desember sl. um breytingar á búvörulögum nr. 46/1985, er kveðið á um greiðslur fyrir niðurfærslu fullvirðisréttar. Greiðslur vegna niðurfærslu fullvirðis- réttar verða greiddar handhafa beinna greiðslna á lögbýlinu en greiðslur þessar á að greiða 31. janúar nk. vegna niðurfærslu fullvirðisréttar til framleiðslu sauðfjárafurða og 31. mars nk. vegna niðurfærslu fullvirðisréttar til framleiðslu mjólkur. Þær skulu þó ekki greiddar handhafa beinna greiðslna geri ábú- andi og eigandi lögbýlis samkomulag um að viðtak- andi verði annar aðili enda berist skrifleg tilkynning þess efnis til landbúnaðarráðuneytisins fyrir greiðslu- daga, þ.e. 31. janúar og 31. mars nk. Landbúnaðarráðuneytið, 11. janúar 1993. Ullönd Tíu ára stúlka geymd í dýflissu í 16 daga: Hírðist undir bfl- skúr hjá frænda - frændinn ætlaði að vernda hana fyrir foreldrunum „Halló, Nonni frændi," var það fyrsta sem tíu ára gömul stúlka á Long Island í Bandaríkjunum sagði þegar henni var bjargað úr dýflissu hjá þessum frænda sínum eftir 16 daga vist fjarri foreldrum sínum. Hún virtist ekki hafa áttað sig á hver olli raunum hennar og heilsaði frænda sínum glaðlega. Hann er truflaöur á geði og tók það í sig að foreldrar stúlkunnar færu illa með hana og ákvað því að ræna henni og geyma á öruggum stað. Katie Beers heitir stúlkan. Frændi hennar útbjó lítiö fangelsi undir bíl- skúrnum hjá sér og hlekkjaöi stúlk- una þar við vegg svo hún reyndi ekki Hulunni hefur verið svipt af mesta leyndarmálinu í Washington, höfuð- borg Bandaríkjanna. Nei, það kemur skipan nýrra ráðherra eða stefnu- mótun Clintons, væntanlegs forseta, ekkert viö. Það er bailkjóllinn henn- ar Hillary Clinton sem hún verður í þegar maður hennar verður svarinn inn í embætti forseta Bandaríkjanna. Kjóllinn verður víður, blár og á honum verða litlar perlur og hann var efni í forsíðufrétt blaðsins Wom- en’s Wear Daiiy, biblíu tískuiðnaðar- ins vestra. Blaðið birti teikningu af kjólnum, eins og það segir að hann verði, og var andlitsmynd af Hillary skeytt við. Hönnuður kjólsins heitir Sarah PhiIIips, 37 ára gömul kona sem hef- að flýja. Hann kom sjónvarpi fyrir í dýflissunni og sá til þess að sú stutta fengi reglulega að borða. Stúlkunnar var leitað í marga daga en án árangurs. Grunur beindist um síðir að frændanum og fann lögregl- an stúlkuna eftir húsleit hjá honum. Sálfræðingar sögðu að stúlkan virtist hafna öllu því sem hafði gerst en svo gæti farið síðar að minningarnar um dvölina í svartholinu undir bílskúrn- um sæktu á hana. Ekki er vitað tii að frændinn hafi gert stúlkunni nokkurt mein. Hann verður ákæröur fyrir mannrán og á yfir höfði sér fangavist. Vera má að fleiri ákærur verði gefnar út á hend- ur starfrækt eigið fyrirtæki í aðeins tvö ár. Áður hafði hún unnið við helstu tískuhúsin, svo sem Ralph Lauren, Yvest St. Laurent og Christ- ian Dior. Blaöið segir að kjóllinn sé „eins og langt slíður með löngum ermum, aðskorinni treyjú úr fjólubláu blúnduefni og ísaumuðum lithverf- um kristölum". Hillary Clinton komst í kynni við fatahönnun Söruh Phillips í flnni búð heima í Little Rock í Arkansas og var í silkidragt eftir hana þegar Bill Clin- ton tók við útnefningu Demókrata- flokksins á flokksþinginu í fyrra. Ekki er vitað hvað kjóllinn kostar en yfirleitt kosta ballkjólar Söruh rúmar 80 þúsund krónur. Reuter ur honum. Einkum vill lögreglan vita vissu sína um hvort hann hafi áreitt stúlkuna kynferðislega. Reyn- ist svo vera má „frændi" búast við þungum dómi. Hann reyndi ekki að afsaka gerðir sínar við yfirheyrslur hjá lögregl- unni en hélt því statt og stöðugt fram að hann hefði orðið að vernda frænku sína. Hann hefur verið látinn laus gegn tryggingu. Einn sálfræðingurinn, sem ræddi viö Katie, sagðist aldrei hafa vitað til þess að fómarlamb mannræningja hefði ekki eitt einasta illt orö að segja um misgjörðarmanninn. Reuter DanQuaylevilS forsetaembættið eðaekkert Dan Quayle, varaforseti Banda- ríkjaxma, sagði í blaðaviðtali í vikunni að ef hann ætti eftir að bjóða sig fram tíl opinbers emb- ættis á nýjan leik yrði það tfl for- setaembættisins. Hann sagði að hann hefði engan áhuga á að verða fylkisstjóri í Indiana, heimasveit sinni. Quayle sagði viö blaðið Was- hington Post að hann ætlaði núna að setjast niður og skrifa pólitísk- ar endumúnningar sinar en hann ætlaði þó ekki aö kjafta frá öllu og öllum. Hann heföi hins vegar frá mörgu að segja um árin sín sextán í opinberri þjónustu. Suðurpóisfarimt ætiaraddrsfasig HeimtilÓslóar Norski landkönnuðurinn Erl- ing Kagge, sem á dögunum varð fyrstur allra til að ganga til suð- urpólsins án utanaðkomandi að- stoðar, segir að tilhugsunin um heita máltíð og stöku hugleiðing- ar um heillandi konur hafi knúið sig áfram. Hann segir að sér hafi dottið ýmislegt í hug á leiöinni en ekk- ert sé þó ákveðið um næstu ferð. „Fyrst ætla ég að koma mér heim tfl Óslóar þar sem ég þarf m.a. að innrétta íbúðina mína. Þar að auki ætla ég að skrifa bók til að reyna að fjármagna hluta ferðarinnar,'* sagöi Kagge. Hann dvelur nú í bandarísku rannsóknarstöðinni Patriot Hills. Áformaö er aö fljúga þaðan 17. janúar. Alzheimerpró- tíniðborargatá heilafrumurnar Bandarískir vísindamenn hafa náð mikilvægum áfanga í rann- sóknum á alzheimersjúkdómn- um því þeir hafa uppgötvaö hvernig prótín, sem lengi hefur verið talið eiga sök á sjúkdómn- um, fer að því að drepa heila- frumur. Þeir komust aö því að prótíniö borar pínulitlar holur í heila- frumurnar og verður það til þess að þær fyllast af kalki. Frumum- ar deyja síðan vegna of mikils kaiks. ReuterogNTB Svona lítur ballkjóllinn hennar Hillary Clinton út, að sögn biblíu tískuiðnaðar- ins í Ameríku. Simamynd Reuter Hulunni svipt af ballkjól Hillary

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.