Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1993, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993.
31
Planet Hollywood
Leikararnir Bruce Willis, Demi Moore og Steven Seagal og leikstjórinn
Keith Barish voru öll viðstödd þegar veitingastaðurinn Planet Hollywood
var opnaður í Cancun í Nýju-Mexikó. Willis og Barish eiga staðinn ásamt
Sylvester Stallone, Robert Earl og Arnold Schwarzenegger.
Michael Jackson var i Tokyo á dögunum og heilsaði þá upp á fígúruna
Hedgehog en þeir hafa verið góðir vinir síðan popparinn gerði Moon-
walker. Ekki er vitað hvað þeim fór á milli en vinimir ræddust við dá-
góða stund og þótti mörgum óviðeigandi að Jackson sýndi fígúrunni
meiri ahuga en gestgjöfum sinum.
John Cleese
kvænist á ný
Gamanleikarinn John Cleese gekk
nýlega í hjónaband í þriðja sinn. Sú
heppna heitir Alyce Faye Eichel-
berger og er bandarísk. Þau kynnt-
ust fyrir tveimur árum en þá var
Cleese nýskilinn við eiginkonu núm-
er tvö, Barböru Trentham. Fyrsta
eiginkona gamanleikarans var
Connie Booth en þau léku saman í
Hótel Tindastóli.
Eichelberger er heldur enginn ný-
græðingur í hjónabandsmálum því
að hún var áður gift golfaranum
David Eichelberger og saman eiga
þau tvo syni. í þeim efnum stendur
Cleese reyndar jafnfætis því að hann
á einnig tvö böm, eitt með Trentham
og annað með Booth. Getgátur eru
strax uppi um hversu lengi þetta
þriðja hjónaband gamanleikarans
muni standa en hjónavígslan fór að
þessi sinni fram í Karíbahafinu og
aðeins fáum útvöldum var boðið.
Sviðsljós
Edda B. Guðmundsdóttir, Auður B. Guðmundsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og Sara Lind Þorsteinsdóttir höfðu
veg og vanda af kynningunni.
íslandskynning
í Alabama
Fjórir íslenskir háskólanemar frá Uni-
versity of South Alabama í Bandaríkjunum
kynntu ísland á alþjóða landkynningu í
Mobile í Alabama fyrir skömmu. Umrædd
kynning hefur verið haldin árlega undan-
farin 10 ár en þetta var í fyrsta skipti sem
ísland tók þátt. í ár voru 55 þjóðir frá öllum
heimsálfum kynntar en u.þ.b. 15 þúsund
gestir sóttu sýninguna.
Áðurnefndir háskólanemar heita Edda B.
Guðmundsdóttir, Auður B. Guðmundsdótt-
ir, Helga Guðmundsdóttir og Sara Lind Þor-
steinsdóttir. Auður og Helga eru við nám í
almannatengslum, Edda í markaðsfræði og
Sara Lind í fjölmiðlafræði. Undirbúningur-
inn og sýningin var alfarið í þeirra höndum
en stöllumar fengu vini og vandamenn
heima á Fróni tii að senda sér bækUnga,
myndir, ullarvörur, bækur, blöð og margt
fleira sem snýr að íslenskri menningu.
Einnig útbjuggu þær upplýsingabækling
um land og þjóð sem var dreift til gesta og
vakti bækUngurinn mikla athygli. Einnig
gerði kynningarmyndband um Island mikla
lukku.
Við setninguna var íslenska fánanum að sjálfsögðu brugðið á lofj.
skapar
meistarann
Söngkonan Whitney Houston á
von á barni síðar á árinu og það
er greinilegt að hún tekur tilvon-
andl móðurhlutverk sitt alvar-
lega. í árlegu jólaboði sinu var
hún t.d. iðin við að æfa sig i
meðhöndlun bama eins og sjá
má og það er greinilegt að hún
verður i góðri æfingu þegar erf-
inginn kemur í heiminn.
Leikkonan Shannen Doherty:
Búin að finna
mannsefnið
- en gifting er ekki á dagskrá
Leikkonan Shannen Doherty,
sem leikur Brendu í þáttaröð-
inni Beverly HUls 90210, er búin
að finna mannsefnið. Hann
starfar sem ljósmyndari og er
með sína eigin stofu en meira
er Doherty ekki tilbúin að segja
um pUtinn. Þau eru búin að
vera saman í nokkra mánuði
en gifting er ekki á dagskrá,
a.m.k. ekki alveg á næstunni.
Þó Doherty hafi fyrst vakið
venUega athygU í Beverly HUls
90210 á hún langan feril að baki
í leikUstinni en eitt af fyrstu
skrefunum á þeirri braut tók
hún í Little House on The Prai-
rie (Húsið á Sléttunni). Leik-
konan ætlar ekki að láta sér
nægja að leika í sjónvarpsþátt-
um því hún stefnir á frekari
afrek í kvikmyndum og trúir Doherty hefur mikinn áhuga á að spreyta
að það takist með Guös hjálp. sig i kvikmyndum.