Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1993, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1993, Síða 11
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993. 11 Sviðsljós Kvikmyndaleikarinn Tom Cruise: Fær 650 milljónir fyrir hverja mynd - og ákveðna prósentu af hagnaðinum Kvikmyndaleikarinn Tom Cruise er í hópi hæst launuðu stjamanna í Hollywood. Þeir kvikmyndafram- leiðendur, sem vilja fá að njóta krafta hans, þurfa að reiða fram 650 milljón- ir íslenskra króna en Cruise fer jafn- framt fram á ákveðna prósentutölu af hagnaði myndarinnar. Þrátt fyrir ævintýralegan taxta er enginn hörgull á símhringingum til umboðsmanns leikarans enda virðist Cruise hafa mikið aðdráttarafl á kvikmyndahúsagesti. Ferill Craise hefur þó ekki verið samfelld sigur- ganga og sumar mynda hans hafa mislukkast og má þar t.d. nefna Cocktail og Days Of Thunder. Fleiri myndir hafa þó slegið í gegn og þá koma upp í hugann t.d. Rain Man, Bom on the Fourth of July og núna síðast A Few Good Men. Einnig má nefna Top Gun sem skilaði miklum aurum í kassann þó myndin væri kannski ekki verið ýkja merkileg. Tólf ár em síðan leikarinn fór að láta taka til sín á breiðtjaldinu en ein af fyrstu myndunum var Endless Love sem flestir em búnir að gleyma. í kjölfarið kom Taps en Cruise segir að hún hafi verið upphafið að vel- gengninni. Tom Cruise hefur ástæðu til að brosa. í þá gömlu, góöu daga Einu sinni voru tennisleikarinn John McEnroe og leikkonan Tatum O'Neal ung og hamingjusamlega gift. Nú, þremur börnum og nokkur þúsund rifrildum síðar, er í mesta lagi hægt að segja að þau séu ung. Hjónabandið er nefnilega farið i hundana og eftir lifir minningin ein. LYSTIGARÐUR ATLANTSHAFSINS - MADEIRA Ein vika frá 350 enskum pundum fyrir tvo. Hafið samband við Hörpu Hauksdóttur, sími 91-24595 eða faxnr. 91-17175. Heiðúrs- maöurinn Pollak Kevin Pollak leikur eitt hlutverk- anna í myndinni Heiðursmönnum sem nú er sýnd í einu bíóhúsa borg- arinnar. Myndinni er spáð nokkrum óskarsverðlaunum enda státar hún af mörgum frægum stjömum. Pollak segir að gerð myndarinnar hafi geng- ið mjög vel enda hafi Tom Cruise, Demi Moore og Jack Nicholson verið sérlega skemmtileg og raunar komið sér mikið á óvart. Hann átti nefnilega von á að þau væru með dæmigerða stjörnustæla en annað kom heldur betur á daginn. Essex í Úganda David Essex hefur undanfarin tvö og hálft ár dvalið í Úganda. Söngvar- inn er reyndar kominn heim til Englands en tími hans i Afriku fór i að kenna innfæddum bæði tónlist og leiklist. Essex ætlar að halda áfram starfi sínu í Úganda, sem er á vegum góðgerðarstofnunarinnar VSO, og á næsta ári, þegar söngvarinn heldur aftur til Afríku, vonast hann til að sonur hans, Danny, verði með i för til að aðstoða viö kennsluna. Fullkomin líkamsrækt Júdó Byrjendanámskeið Aðalþjálfarar: Michal Vachun 6. Dan Bjarni Friðriksson 5. Dan Líkamsrækt GYM 80 tækjasalur Dynavit þrektæki Lifestep þrekstigar Sjálfsvörn Jiu - Jitsu Þjálfari: Elín Þórðardóttir 1 Kyu Líkamsrœkt • 500 ferm. glæsilegt húsnæöi að Einholti 6 • Mánaöarkort kr. 4.500. • 3 mánaöa kort kr. 10.900. ® 3 mánaöa kort (dagtímar frá kl. 10-16) kr. 9.700. Upplýsingar oq innritun alla virka daga frá kl. 10-22 í síma 627295 eoa frá kl. 11-16 laugardaga og sunnudaga. ARMANN JÚdó GYM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.