Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1993, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR1993. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðafritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Forsetinn gerði rétt Eftir aö Alþingi samþykkti endanlega aöild íslands aö Evrópska efnahagssvæðinu kom upp sá kvittur aö forseti íslands hygðist neita aö skrifa undir og staöfesta samninginn. Gekk sá orörómur svo langt aö ein útvarps- stööin fullyrti aö svo væri og send voru fréttaskeyti til annarra landa í nafni þekktrar fréttastofu sama efnis. Þetta voru óheppilegar getgátur og óviöeigandi, eins og raunar áskoranir þær sem forseta bárust um aö neita aö staðfesta lögin. Sagt er aö margir af nánustu vinum og stuðningsmönnum frú Vigdísar hafi veriö meö á þess- um undirskriftarlistum. Það eru ekki vinargreiðar. Slík- ar áskoranir setja forseta íslands í klípu og stilla henni raunar upp andspænis þeirri ákvöröun að taka tillit til vinskapar annars vegar og þjóðarhagsmuna hins vegar. Forseti íslands má ekki og á ekki aö vera undir þrýst- ingi frá sínum nánustu um veigamiklar athafnir í þjóö- málum. Vinir forsetans eiga inanna best að treysta frú Vigdísi til að taka sjálfstæðar ákvarðanir án þess aö vera beitt þrýstingi. Frú Vigdís hefur sýnt og sannað á löngum forsetaferh aö dómgreind hennar og skilningur á eöh forsetastarfsins er í góðu lagi og þess vegna á að láta hana í friði meö sínar ákvarðanir. Enginn vafi er á því af ef frú Vigdís væri þeirrar skoöunar að forseta íslands beri aö neita aö staöfesta lög frá Alþingi þá hef- ur hún th þess hugrekki og einurð aö taka þá ákvörðun á eigin spýtur. Aö því leyti voru áskorunarundirskriftir andstæöinga EES-málsins óheppilegar að ef frú Vigdís hefði neitaö aö staðfesta EES-samkomulagið hefði hún legiö undir því ámæli að beygja sig fyrir þeim áskorun- um. Sú skoðun skal sett hér fram að ekkert óeðlilegt hefði verið viö það að forseti íslands neitaði aö staöfesta samn- inginn. Með því heföi málinu veriö skotið th þjóðarinn- ar og þaö eru fullkomlega stjórnskipunarleg rök fyrir því aö íslenska þjóöin sjálf og öll taki afstööu í slíku stórmáh. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir aö forseti ís- lands staöfesti lög frá Alþingi eða staðfesti þau ekki og þann rétt getur forseti íslands nýtt sér á hvorn veginn sem er, án þess aö farið sé út fyrir ramma stjórnarskrár. Hins vegar er þaö rétt ákvöröun í stöðunni aö stað- festa lögin. Máhð hefur hlotið ítarlega meöferð á Al- þingi, meirihluti Alþingis hefur lýst vilja sínum í at- kvæðagreiðslu, ríkisstjóm íslands er einhuga í málinu. Neitun forseta hefði kostaö mikið umrót í þjóöfélaginu, pólitíska upplausn og harðar dehur um forsetaembætt- ið. Við núverandi aðstæður eru slíkar dehur ekki í takt við þjóðarhagsmuni fyrir tilsthh forseta íslands. Ef og þegar forseti íslands hefur afskipti af stjórnmál- um eða stjómskipun skal það gert th að setja deilur niður eða höggva á hnúta sem annars eru óleysanlegir. Ef forseti íslands hefði kosið að neita að staðfesta sam- þykktir Alþingis hefðu engar deilur verið settar niður heldur hefði það magnað þær. í yfirlýsingu frú Vigdísar segir: „Frá stofnun lýðveldis á íslandi hefur embætti for- seta íslands verið í mótun. Þar hefur jafnt og þétt styrkst sá meginþáttur embættisins að vera óháð og hafið yfir flokkapóhtík og flokkadrætti, en um leið samnefnari fyrir íslenska þjóðmenningu, mennta- og menningar- stefnu íslendinga, tákn sameiningar en ekki sundrung- ar,“ Undir þessi orð er tekið. Forseti íslands hefur tekið skynsamlega ákvörðun eins og jafnan áður. Ehert B. Schram „Það hlýtur að vera erfitt fyrir Bush að kyngja því að Saddam Hussein skuli lifa hann sjálfan í embætti... “ segir m.a. í grein Gunnars. Aðsættasig viðSaddam í ágúst síðastliðnum gerði Bush Bandaríkjaforseti örvæntingar- fulla tilraun til að endumýja stríðið við frak, sér til framdráttar í kosn- ingabaráttunni, með því að banna allt flug íraskra flugvéla yfir suður- hluta landsins. Tilgangurinn var að nafninu til að stöðva ofsóknir gegn shía múshmum á því svæði, en um þær ofsóknir eru Banda- ríkjamenn einir til frásagnar. Sá flugufótur sem fyrir þeim var, var sá, að í fenjunum syðst í írak búa svokallaðir fenjaarabar, sem hafa í áratugi varist öhum tilraun- um stjórnvalda í Bagdad til að þurrka upp fenin og nýta þau til landbúnaðar, en fenjaarabar lifa á fiskveiðum fyrst og fremst. Þessi landbótastefna íraka er nú kölluð ofsóknir og þeim bannað að fljúga yfir sitt eigið land, meðal annars til Basra, næststærstu borgar landsins. Þetta bann var ekki sett af Sameinuðu þjóðunum, heldur vesturveldunum þremur, Banda- ríkjunum, Bretlandi og Frakk- landi. Stríöið út af Kúveit var alla tíð persónulegt stríð Bush forseta við Saddam. Bush gat heldur ekki til þess hugsað að landamæmm eða ríkjandi ástandi væri breytt, hvorki í Miðausturlöndum, Sovét- ríkjunum né Júgóslavíu. Það hlýt- ur aö vera erfitt fyrir Bush að kyngja því aö Saddam Hussein skuli lifa hann sjálfan í embætti, að því er virðist traustur í sessi og með mikinn hluta almennings í ír- ak að baki sér, meðan hann sjálfur hrökklast frá. Refsiaðgerðir Móðursýkin út af írak er eitthvað að dvína, eftir því sem fleiri gera sér grein fyrir hinni raunverulegu stöðu mála og samhengi hlutanna í Miðausturlöndum. Saddam Hus- sein er samt í huga Bandaríkja- manna skrattinn sjálfur og refsiað- Kjállarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður gerðirnar gegn írak eru persónu- gerðar. Aht sem gerist þar, er verk „Saddams", þ.e.a.s. skrattans. Refsiaðgerðum stórveldanna er beint gegn honum persónulega, nærri 19 mihjónir manna verða að líða fyrir einn mann. Aðflutningsbann er enn nær al- gert og írökum er bannað að flytja út olíu, auk þess sem eignir þeirra í erlendum bönkum hafa verið gerðar upptækar sem er einsdæmi í samskiptum ríkja. Samt er engan bilbug að finna á írökum. Þreng- ingar þjóðarinnar hafa þjappað henni saman um leiðtoga sinn, andstætt óskhyggju vesturveld- anna. Borin von Nú síðast vonuðust Bandaríkja- menn til að geta hafiö stríð að nýju vegna loftvamaeldflauga sem írak- ar höfðu sett upp í suðurhlutanum. Þeir segja nú að írakar hafi gengið að þeim afarkostum sem þeim voru settir enda þótt stjórnin í Bagdad neiti því. Enginn veit hvað rétt er í því máh. Enn er von fyrir Banda- ríkjamenn. írakar eru nú að tæma vöru- geymslur sínar við Umm Qasr, sem lenti innan landamæra Kúveits eft- ir stríðið. Þeir eru þar óvopnaöir að sækja eigur sínar en Banda- ríkjamenn vonast enn eftir átyllu til að Bush geti kvatt forsetaemb- ættið með loftárásum á sjálfan „Saddam", sem brjóti með þessu vopnahlésskilmálana. Þessi framkoma gegn írak er þeg- ar gengin út í öfgar og í saman- burði við það sem Bandaríkjamenn láta Serba komast upp með er hún út í hött. Að því hlýtur að koma fyrr en síðar að hinar raunveru- legu Sameinuðu þjóöir - ekki ný- lenduveldin tvö og Bandaríkin - taki refsiaðgerðirnar til endur- skoðunar. Þær þjóna engum til- gangi lengur. - Þær eru aðeins vitni um hefnigirni og sært stolt Bush forseta. Gunnar Eyþórsson „Stríðið út af Kúveit var alla tíð per- sónulegt stríð Bush forseta við Saddam. Bush gat heldur ekki til þess hugsað að landamærum eða ríkjandi ástandi væri breytt, hvorki í Miðausturlönd- um, Sovétríkjunum né Júgóslavíu.“ Skoðanir annarra Forsetaembætti of ar f lokkadráttum „Frá stofnun lýðveldis á íslandi hefur embætti forseta íslands verið í mótun. Þar hefur jafnt og þétt styrkst sá meginþáttur embættisins að vera óháð og hafið yfir flokkapóhtík og flokkadrætti, en um leið samnefnari fyrir íslenska þjóðmenningu, mennta- og menningarstefnu íslendinga, tákn sameiningar en ekki sundrungar. Glöggt vitni um það eðh emb- ættisins er að enginn forseti hefur gripið fram fyrir hendur á lýðræðislega kjömu Alþingi sem tekið hef- ur ákvarðanir sínar með lögmætum hætti.“ Úr yfirlýsingu forseta fslands fyrir undirskrift laga um EES-samninginn. Tvíhliða viðræður við EB „Fyrir hggur tihaga til þingsályktunar frá for- manni og varaformanni Framsóknarflokksins um tvíhhða viðræður. í ljósi þessa ahs er það undarlegt að stjómvöld skuli ekki nú þegar taka af skarið í þessu máh. Þannig væri hægt að draga úr ótta þjóð- arinnar við að skrefiö, sem stigið hefur verið með samþykkt EES-samningsins, leiði okkur að endingu inn í Evrópubandalagið.“ Niðurlag forystugreinar Tímans 14. jan. Tvöfalt siðgæði í skattamálum „Tvöfalt siðgæði í skattamálum hefur veriö nokk- uð ríkjandi hér á landi. ... Þannig telja ýmsir sig hafa himin höndum tekið þegar þeim er boðið að sleppa við 24,5% virðisaukaskatt með nótulausum viðskiptum.... Þann kostnað fá hinir almennu skatt- borgarar í hausinn aftur í formi hærri skatta og/eða minni þjónustu frá hinu opinbera." Úr forystugr. Alþbl. 14. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.