Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1993, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993. 15 Hvaðánúað greiða fyrir lyfin? Það hefur oft vafist fyrir fólki hvað eigi að greiða fyrir lyf. Ákveðnar reglur gilda um þátttöku almannatrygginga í lyfjakostnaði. Þessum reglum hefur verið breytt nokkrum sinnum og nú hefur þeim enn verið breytt. Þann 1. ágúst sl. var horfið frá fastagjaldi og teknar upp hlutfallsgreiðslur fyrir þau lyf sem Tryggingastofnun greiðir að hluta. Nú verða hlutfaUsgreiðslur fyrir þessi lyf umfram ákveðið fastagjald upp að ákveðnu hámarki og ganga þær reglur í gildi þann 18. janúar nk. Frílyf og lyf greidd að fullu Lyf skiptast í grófum dráttum í Qóra flokka eftir. greiðsluskiptingu mOli sjúkhngs og Tryggingastofn- unar. Fyrst er að nefna lyf sem al- mannatryggingarnar greiða að fullu, svokölluð frílyf. Það eru lyf sem sjúklingi er lífsnauðsynlegt að nota að staðaldri. Þetta eru t.d. syk- ursýki-, krabbameins-, flogaveiki-, Parkinson- og glákulyf. Ekki verða breytingar hvað varðar þennan flokk. Þessi lyf eru merkt með stjörnu eða tölunni 100 í lyfja- skrám. í öðrum flokknum eru lyf sem sjúklingar verða að greiða að fullu, þ.e. sjúkratryggingamar taka ekki þátt í að greiða þau. Þetta eru Kjallariiin Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir deildarstjóri félagsmála- og upplýsingadeildar Trygginga- stofnunar ríkisins svefnlyf, róandi lyf, hægðalyf, víta- mín og sýklalyf, svo að eitthvað sé nefnt. Þessi lyf eru 0 merkt í lyfja- skrám og lyfjahandbókum. Sú br eyting verður hvað varðar þenn- an flokk að í hann bætast nokkur lyf sem Tryggingastofnun greiddi áður að hluta, þetta em t.d. væg verkjalyf og lyf til lækkunar á blóð- fitu. Það þýðir að notandinn greiðir fullt verð fyrir þessi lyf eftir 18. janúar 1993. Lyf gegn hlutfallsgreiðslu I þriðja flokknum eru lyf sem sjúkratryggingarnar greiddu áður að fullu gegn framvísun lyfjaskír- teinis. Þessi lyf era merkt með B í lyfjaskrám. Breyting verður á greiðsluþátttöku sjúklinga á þess- um lyfjum. Þeir greiða nú fyrstu 500 krónumar af verði lyfsins, 12,5% af verðinu umfram 500 krón- urnar, þó aldrei meira en 1.500 krónur, hvort sem þeir era með lyfjaskírteini eða ekki. Elh- og ör- orkulífeyrisþegar greiða fyrstu 150 krónurnar af hverri lyfjaávísun og umfram það 5% af verði lyfsins, þó ekki meira en 400 krónur. Þetta era t.d. psoriasis-, skjaldkirtils-, astma- og ofnæmislyf, auk ákveð- inna blóðþrýstings- og hjartalyfja. Með þessari breytingu verða lyfja- kort að mestu leyti óþörf, sjá þó undanþágurnar. Fjórði og síðasti flokkurinn era önnur lyf sem sjúkratryggingar taka þátt í að greiða. Þetta eru al- gengustu lyfin eða meira en helm- ingur ahra lyfja, merkt E í lyfja- skrám. Fyrir þau greiða sjúkhngar nú fyrstu 500 krónumar, af verði umfram þær greiða þeir 25% af verðinu, þó aldrei meira en 3000 krónur. Ehi- og örorkuhfeyrisþeg- ar greiða 150 krónur og 10% af umframkostnaði, þó ekki meira en 800 krónur. Þetta era t.d. melting- arfæralyf, öndunarfæralyf, húðlyf, hormónalyf, þvagfæra-, augn- og eyrnalyf, hjarta- og æðasjúkdóma- lyf, tauga- og geðlyf. Undanþágur Fáar reglur era án undantekn- inga og í lyfjareglugerðinni er Tryggingastofnun heinúlt í alveg sérstökum tilfehum að greiða að fullu lyf, svo sem þegar um er að ræða veralega mikla lyfjanotkun að staðaldri. I þessum tilvikum eru útbúin tímabundin lyfjaskírteini. Einnig er heimilt að færa lyf mhli greiðsluflokka gegn framvísun lyfjaskírteinis. Ef einhver þyrfti t.d. að nota lyf í fjóröa flokknum (E merkt) að staðaldri gæti hann með framvísun lyfjaskírteinis feng- ið að greiða það eins og um lyf í þriðja flokknum (B merkt) væri að ræða. Ásta R. Jóhannesdóttir „Nú verða hlutfallsgreiðslur fyrir þessi lyf umfram ákveðið fastagjald upp að ákveðnu hámarki og ganga þær reglur í gildi þann 18. janúar nk.“ Nýtt atvinnulánakerf i Atvinnurekanda, sem vhl fara út í nýjar, og að hans mati arðbær- ar, framkvæmdir, getur vantað fjármagn. Hvað gerir hann þá? - Hann leitar auðvitað th peninga- stofnana. Hann leitar eftir láni eða því að selja hlut í framkvæmdum sínum. - Hann vih fá inn hlutafé. Þetta er eðhlegur gangur mála. Galhnn er bara sá að hér á landi er ekki sama í hvaða grein atvinnu- rekstrar viðkomandi er. Fyrirgre- iðslan sem hann fær, þ.e. lán eða hlutafjárkaup, er mismunandi eftir greinum. Gæti hentað hér Dæmi: Maður, sem vih setja upp sögusafnahús á Þingvöllum, fær enga fyrirgreiðslu í kerfinu, nema þá helst hjá Byggðastofnun. Sá sem vhd hanna, smiða og selja nýja geivihnattaneyðarbauju fyrir ferðamenn gæti heldur ekki fengið aðstoð því það fengist enginn th að trúa á svo háleitt markmið og eng- inn teldi sig geta metið faglega hvort svoleiðis dmi gengi upp. Ef atvinnurekandi vhdi hins veg- ar búa th nýja fiskrétti í neytenda- mbúðum og selja á markaði EES eða búa til nýjan ruggustól úr stáh og leðri þá væra ahar dyr opnar. Svoleiðis verkefni skhja menn vel. Th þess að við getum tekið þátt í leik þjóðanna að framleiða, selja og neyta verðum við að beita svip- uðum aöferðum og þær við stuðn- ing við okkar atvinnulíf. KjaHarinn Reynir Hugason formaður Landssambands atvinnulausra í Bandaríkjunum er th sérstakt fjármögnunar- og lánaform fyrir smáfyrirtæki sem ætti að geta hentað hér. Þar veitir ríkið einkaaðhum, sem uppfyha ákveðin skilyrði, leyfi th að reka peningastofnun sem lánar fé eða kaupir hlutafé í ákveðnum tegundum fyrirtækja, t.d. fyrir- tækjum í rafeindaiðnaði eða ferða- þjónustu. Peningastofnun þessi hefur innanborðs sérþekkingu á stjórnun og á viðkomandi fagsviði. í landi sjálfs kapítahsmans er peningastofnun þessari ekki heim- ht lögum samkvæmt að eignast meirihluta í þeim fyrirtækjum sem hún kaupir hiut í. Menn beri það saman við framferði fjárfesta hér á landi sem kaupa sig inn í htil og fjárvana en kannski mjög arðvæn- leg fyrirtæki. Helstu gallarnir Þegar fyrirtæki leitar eftir láni eða hlutafjárkaupum hjá ofan- nefndum einkabönkum er það skoðað mjög vandlega. Lagt er bæði mat á rekstrarárangur fram th þessa og svo faglega hæfni fyrir- tækisins og einnig mat á hæfni stjórnenda fyrirtækisins. Einka- bankinn gefur sig út fyrir að geta lagt faglegt mat á alla þætti rekstr- ar fyrirtækisins og er jafnhæft stjómendum þess th að meta áhættu og ágóðavon. Ákveði peningastofnun að kaupa hlut'í viðkomandi fyrirtæki er það skoðað sem mikih virðingarvottur við fyrirtækið. Það getur í kjölfarið búist við að selja 2 krónur á al- mennum markaði fyrir hverja eina sem einkabankinn leggur fram. Þannig vex fyrirtækið í áhti við að hafa komist í gegnum þetta nálar- auga. Einkabankinn krefst þess oft að fá mann í stjórn th þess að fylgjast með rekstrinum. Þetta er mörgum atvinnurekandanum iha við. Þró- unarfélaginu var upphaflega ætlað að starfa eftir þessari fyrirmynd, en spurning er hvort það geri það í dag. Alla vega er ljóst að helstu gahamir á núverandi íjármögnun- arkerfi framkvæmda í atvinnu- rekstri hér á landi era mismunandi fyrirgreiðsla eftir atvinnugreinum og skortur á því að faglegt mat sé lagt á lánsumsóknir með þeim hætti sem hér að framan er lýst. Opni tilboðsmarkaðurinn fyrir hlutabréf myndi fá þá það spark sem hann þarf tíl þess að brjótast út úr skurninu ef við kæmum okk- ur upp svipuðu flármögnunarkerfi og Bandaríkjamenn. Reynir Hugason „Til þess að við getum tekið þátt í leik þjóðanna að framleiða, selja og neyta verðum við að beita svipuðum aðferð- um og þær við stuðning við okkar at- vinnulíf.“ AðíldarumsókníEB ar eiga að sækja nú þeg- arumaðhdað Evrópu bandalaginu. Aðhdarain- sókn er eina leiðin til að fá úr því skorið hvaða kostir okkur bjóðast Slgurður Pétursson, lorma&ur Sambands ungrs iatnaðarmanna. i sarabandi við EB. Einmitt núna er þaö okkur hagstæðast að sækja um aðhd þar sem hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa sótt um. EES-samningurinn hefur sýnt okkur fram á að það er hag- stæðara fyrir okkur að vera með í sameiginlegri umijöllun með hinum Norðurlöndunum heldur en einir og sér. Ef íslendingar ætla sér að vera fullghdir þátttakendur í framtíð- arþróun samvinnu þjóða í Evr- ópu þá hljótum viö að þurfa að gera það innan Evrópubanda- lagsins en ekki utan þess. innan EB höfum viö mun meiri mögu- leika á að hafa áhrif á ákvarðana- ferlið og þá þróun sem verður. Aht bygir þetta þó á því að EB endurskoði og breyti sjávarút- vegsstefnu shmi. Sæki íslending- ar um núna má vænta þess að um umsóknina yrði fjallað sam- hliða umsókn Norðmanna. Verði það raunin er ljóst að EB mun neyðast til að breyta sjávarút- vegsstefnunni. ; Aðhd íslands að EES tryggir að við verðum ekki viðskha við þró- unina innan Evrópu. En ef við sækjum ekki nú þegar um aðhd að EB gæti fariö svo að efnahags- leg neyð ræki okkur til umsókn- ar. Samningsstaðan yrði engin." Fráleit hug- „Það væri fráleitt af ís- lendingiun aö sækja um að- ild að Evr- ópubandalag- inu. Þá skoð- un byggi ég ekki bara á þessum Biarni Einareson, SSSMS gomlu rokum um að meö því tapaöi þjóðin full- veldi sínu og sjálfstæði. Horfi maður th eigin spádóma banda- lagsins þá blasir við stórfelld aukning atvinnuleysis innan að- ildarríkjanna. Nú er gert ráð fyr- ir að atvinnuleysiö aukist úr 15 í 23 miUjónir næstu tvö árin, Og Alþjóða vinnumálastofnunin ger- ir ráð fyrir að á áratugnum auk- ist atvinnuieysið í 34 mihjónir. Þetta mun þýöa bæði félagslega og efnahagslega upplausn í Evr- ópubandalaginu. Því er eins gott að halda sig eins fjarri EB og kostur er á, Helst vildi ég geta stjakað landinu örlítið í vestur. Ég sé enga kosti við aðild að Evrópubandalaginu. Þar ræður ríkjum vesælasta hagkerfl heimsins. í áramótablaði tíma- ritsins European er þróun næstu ára innan bandaiagsins líkt við hugursneyð og farsótt. Annars er sinnuleysi fjölmlðla varðandi fréttir af þessu stórfurðulegt. tr gerast vart verri. af umræöunni um EB-aðhd ís- lands. Fréttimar um efnahags- horfumai- fara að berast th lands- ins. Jafnvel Karl Steinar og Jón Baldvin hjóta að átta sig á þróun- inni-“ -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.