Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1993, Blaðsíða 28
36
Albert Guðmundsson.
Berti bolti
„Hver veit nema ég fari að
þjálfa drengi í knattspyrnu," seg-
ir Aibert Guðmundsson um hvað
hann taki sér fyrir hendur þegar
hann hættir sem sendiherra í
haust, sjötugur að aldri.
Ummæli dagsins
Reykingarasismi
„Tvískinnungurinn í tóbaks-
málum er mikill. Það er alltaf
reynt að koma við samviskuna á
fólki varðandi reykingar en því
fara þessir talsmenn hollustunn-
ar ekki af stað í byrjun desember
og vara menn við ofáti? Á þann
hátt mætti draga úr þeirri dembu
offituvandamála sem heilbrigðis-
kerfið stendur frammi fyrir í
byrjun hvers árs,“ segir Sölvi
Óskarsson tóbakskaupmaður um
hertar tóbaksvamir.
Droppaðu nojunni, vinur
„Droppaðu nojunni, vinur, og
vertu soldið meira pós,“ segir
Guðmundur Andri Thorsson um
gagnrýnandann Áma Blandon.
BLS.
Antik 26
Atvinnaíboði...................30
Atvinna óskast.................30
Atvinnuhúsnæði.................29
Bátar..........................27
Bilaleiga......................27
Bílaróskast....................27
Bilartil sölu..................28
Bllaþjónusta...................27
Dulspeki.......................30
Dýrahald.......................26
flug...........................27
Framtalsaðstoö.................30
Fyrir ungbörn..................26
Fyrirtæki......................27
Hár og snyrtíng................30
Heiísa.........................30
Heimílistæki...................26
Hestamennska...................26
Hjól.........................27
Hljóðfæri....................26
Hljómtæki....................26
Hreingerningar...............30
Húsgögn......................26
Húsnæðilboði.................29
Húsnæði óskast...............29
Innrömmun.................. 30
Jeppar.....................28,30
Kennsla - námskeið...........30
Llkamsrækt...................30
Lyftarar.....................27
Óskast keypt.................26
Ræstingar....................30
Sendibllar....................30
Sjónvörp................ .26
Skemmtanir....................30
Sumarbústaöir.................27
Teppaþjónusta.................26
Til bygginga..................30
Tilsölu....................26,30
Tölvur........................26
Varahlutir....................27
Veisluþjónusta................30
Verslun....................26,30
Vetrarvörur..................27
Vélar - verkfæri:.............30
Vinnuvólar...................27
Vörubílar....................27
Vldeó.........................26
Ýmislegt......................30
Þjónusta.....................30
Ókukennsla....................30
Stormur og smáél
Á höfuðborgarsvæðinu verður aust-
an kaldi í fyrstu en allhvöss norð-
austanátt og smáél í dag en lægir
Veðrið í dag
talsvert í nótt. Frost verður um 4 stig.
Búist er við stormi á suðvestur-
miðum, Vestfjarðamiðum, norðvest-
urmiðum, norðausturmiðum, aust-
urmiðum, suðausturmiðum, norður-
djúpi, austurdjúpi, Færeyjadjúpi,
suðausturdjúpi og suðurdjúpi. Vax-
andi austan- og síðar norðaustanátt,
hvassviðri eða stormur um norð-
austanvert landið í dag með snjó-
komu en heldur hægari um suðvest-
anvert og vestanvert landið og smáél
og skafrenningur víða um land. Fer
að lægja í nótt. Mildast 1 stigs hiti,
kaldast 9 stiga frost.
Um 550 kílómetra suður af landinu
er vaxandi lægð sem hreyfist norð-
austur. Skammt vestur af landinu er
968 mb. lægð sem þokast vestur. 1010
mb. hæð er yfir Norður-Grænlandi.
Veðrið kl. 6 í morgun:
Veðrið kl. 6 í morgun
Akureyri hálfskýjað -11
Egilsstaðir alskýjaö -7
Galtarviti léttskýjað -3
Hjarðames snjókoma 0
Keíla víkurflugvöUur léttskýjað -4
Kirkjubæjarklaustur alskýjað 0
Raufarhöfn snjókoma -7
Reykjavík léttskýjað -4
Vestmarmaeyjar alskýjaö 0
Bergen rigning 3
Helsinki léttskýjað 0
Kaupmannahöfn skýjað 3
Ósló léttskýjað 1
Stokkhólmur heiðskirt 1
Þórshöfn léttskýjað 1
Amsterdam skýjað 6
Berlín léttskýjað 1
Chicago þokumóða 5
Feneyjar heiðsklrt 4
Frankfurt léttskýjað 0
Glasgow rigning 11
Hamborg skýjað 2
London skýjað 12
Lúxemborg þokumóða 2
Montreal snjókoma -12
New York snjókoma -1
Nuuk snjókoma -20
Orlando alskýjað 13
París hálfskýjað 7
Róm þoka 3
Valencia þokumóða 10
Vín léttskýjað 3
Wirmipeg heiðskírt -2
„Ég þekkí þessi sveitarstjórnar-
störf mjög vel og þau eru fjölbreytt
og skemmtileg en um leið mjög
krefjandi," segir Hálfdán Kristj-
ánsson, nýskipaður bæjarstjóri á
Ólafsfirði, en hann tók til starfa í
ársbyijim.
Hálfdán er 38 ára viðskiptafræð-
ingur sem útskrifaöist frá Háskóla
íslands á síðasta ári. Hann er Súð-
víkingur og hefur starfaö mikið að
sveitarsijórnarmálum, var sveitar-
stjóri í Súðavík og hefur setið þar
í hreppsnefnd um árabil. Um ieið
og hann ákvað að fara í nám í við-
Hálfdán Kristjánsson.
DV-mynd Helgi
skiptafræði, þá kominn á fertugs-
aldur, fór kona hans, Helga Guðrún
Guðjónsdóttir, í kennaranám og
hefur hún verið skólastjóri grunn-
skólans í Súðavík síðustu árin. Frá
árinu 1988 rak Hálfdán bókhalds-
þjónustu í Súðavík.
„Mér hefur verið tekið afskaplega
vel hér á Ólafsfirði. Margir halda
eflaust að það sé erfitt að koma
hingað og taka við þessu starfi eftir
það sem á undan var gengið hér
en ég tel að þau mál hafi öll verið
afgreidd og þau snerta mig ekki.
Ég á ekki von á öðru en samstarfið
við Ólafsfirðinga verði mjög gott
og skemmtilegt," sagði Hálfdán.
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri
Myndgátan
Lausn gátu nr. 524:
)5Z+
Hnefaréttur
Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993.
starfsfólk
Hafskips
Fyrrverandi starfsmenn Haf-
skips hafa Iiaft það fyrir fastan
sið að koma saman í upphafi
hvers árs til að fagna nýju ári og
Fundiríkvöld
rifja upp gamlar minningar.
Samkomurnai* hafa jafnan ver-
iö vel sóttar, enda haldast góð
tengsl á milli fyrrum samstarfs-
fólks. Flest árin hafa þátttakend-
ur verið á annað hundrað og
sumir hverjir komiö langt að.
í ár verður samkoman haldin í
8. sinn i dag klukkan 17.00 í
Kringlukránni. Allir fyrrverandi
starfsmenn Hafskips til sjós og
lands eru hvattir til að fjölmenna
á árshófiö.
Skák
Nigel Short náði að jafna í 3. einvígis-
skákinni vlð Jan Timman á Spáni á mið-
vikudag eftir mistök Hollendingsins. í
þessari stöðu lagði Short, sem haföi svart
og átti leik, grunn aö sigrinum:
26. - Hxf3! 27. gxf3 Dg6 -f 28. Bg2 Svartur
svarar 28. Kh2 á sama hátt og í skákinni
en 28. Khl með 28. - Rg3+ 29. fxg3 Dxc2
meö vinningsstöðu. 28. - Rg5! Hótar
hvoru tveggja í senn, hróknum á c2 og
29. - Rxf3 + . Eftir 29. Hcl Rxf3+ 30. Kfl
Rh2+ 31. Kgl Rf3+ 32. Kfl Rxd4 33.
Dxd4 Df5 hafði Short unnið peð og í 44.
leik gafst Timman upp.
Fjórða einvígisskákin verður tefld í dag
og þá stýrir Short hvítu mönnunum.
Jón L. Árnason
Bridge
Nú er lokið undankeppni Reykjavíkur-
mótsins í sveitakeppni og 8 efstu sveitirn-
ar unnu sér rétt til útsláttarkeppni um
titilinn. Átta efstu sveitimar, eins og þær
enduðu í undankeppninni, eru Glitnir,
VÍB, Tryggingamiðstöðin, Roche, Lands-
bréf, S. Armann Magnússon, Hrannar
Erlingsson og Nýherji. Sveitir 1 og 8, 2
og 7, 3 og 6, 4 og 5 spila innbyrðis í 8
sveita úrslitum. SpUaðir voru 23 leikir í
undankeppninni, allir við alla, 10 spUa
leikir. Sjaldgæft er aö upplifa það í 10
spUa leik að 3 alslemmur standi í leikn-
mn. Það gerðist þó í næstsíðustu umferð
mótsins. I spih 1 stóðu alslemmur í hjarta
og laufi 1 a-v á 29 punkta samlegu og um
helmingur paranna náði henni. í spUi 2
stóð alslemma í laufi og gröndum í a-v á
32 punkta og svipaður fjöldi náöi aö segja
sig upp í aðra hvora af þeim alslemmum.
í spili 8 stóö hins vegar alslemma í tígh
á ns-hendurnar, en það var á aðeins 25
punkta samlegu. Vestur gjafari og enginn
á hættu: ^ .
♦ AD1063
¥ 64
♦ K8
+ ÁK102
♦ 74
¥ ÁKG1095
♦ G
+ 7643
* KG95
V D8732
♦ 76
+ 85
* 82
V--
♦ ÁD1095432
* DG9
Vestur var gjafari og nánast allir vestur-
spUaramir opnuöu á einhvers konar
hindnmarsögn á höndina. Mjög erfitt er
aö komast í alslemmuna í tígU, því austur
tekur umsvifalaust undir hjartalit vest-
urs enda var þaö svo að það reyndist
flestum ofviða að segja sig aUa leið upp í
7 tígla. Fórnin í 7 hjörtu margborgar sig
því hún kostar ekki nema 800 (1440 fást
fyrir 7 tígla) en algengasti samningurinn
var 6 hjörtu dobluð og 500 niður.
Isak Örn Sigurðsson