Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1993, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993. Spumingin Finnst þér réttlætanlegt að hækka verulega verð á tóbaki? Díana Hrafnsdóttir húsmóðir: Já, al- veg hiklaust. Guðmundur Hreiðarsson verslunar- maður: Já, er það ekki bara gott mál. Guðjón Þorkelsson iðnaðartækni- fræðingur: Mér fmnst verðið í lagi eins og það er í dag. Elsa Gunnarsdóttir, atvinnulaus: Nei. Brimar Gunnlaugsson nemi: Já, það finnst mér. Páll Amar Steinarsson verslunar- maður: Mér fyndist það mjög ósann- gjamt, verðið er nógu hátt þegar. Lesendur % Hvað getur ITC gert ffyrir bankamann? Gunnjóna Guðmundsdóttir, banka- maður og forseti ITC Korpu, skrifar: Góður bankamaður þarf að vera áreiðanlegur, háttvís og heiðarlegur. Hann þarf helst aö vera vel máli far- inn og fær um að tjá sig af öryggi. Góöur bankamaður þarf að geta stjómað öðrum og einnig að kunna að láta að stjóm. Hann þarf að geta tekið fullt tillit til annarra, jafnt vinnufélaga sem viöskiptavina. Það er t.d. nauðsynlegt fyrir deild- arstjóra að eiga góð samskipti við undirmenn sína, ekki síður en yfir- menn, til þess að góður starfsandi rtki á vinnustaðnum. Hæfni banka- manna skiptir miklu máli fyrir af- komu bankanna og ánægðir við- skiptavinir em sú langbesta auglýs- ing sem banki getur fengið. Hvort allir bankamenn uppfylla framangreind skilyrði skal ósagt lát- ið en þar sem segja má að helsta við- fangsefni ITC sé þjálfun í mannleg- um samskiptum getur ITC hjálpað bankamanninum til að ná betri ár- angri í starfi og öðlast meiri starfs- frama. ITC er félagsskapur fólks sem leggur áherslu á að efla og styrkja einstaklinginn þannig aö hann verði hæfari til að taka að sér ný og erfið- ari verkefni. Fólk fær þar þjálfun í að flytja mál sitt og fiá skoðanir sínar. Lögð er áhersla á verndun móðurmálsins. í ITC lærir fólk einnig fundarsköp og fær alhliða þjálfun í að stjórna fund- um en slík kunnátta er nauðsynleg fyrir stjómir starfsmannafélaga svo og trúnaðarmenn starfsfólks bank- anna. Bankamenn þurfa oft að flytja skilaboð sem varða hagsmuni við- skiptavina til yfirmanna bankanna og er þá mikilvægt að þeir taki vel eftir og geti síðan tjáð sig skýrt og skilmerkilega. Það má því fullyrða að ITC gerir góðan bankamann að betri bankamanni. : : „Ánægðir viðskiptavinir eru sú langbesta auglýsing sem banki getur fengið,“ segir bréfritari m.a. Ríkið þarf nast breytinga Ólöf M. Þorsteinsdóttir skrifar: Er ríkið orðið tæki gegn almúgan- um? Og enn er spáð að vont geti versnað. Öreigarnir eru orðnir margir víöa um heim. Öreigaríki leysir kannski aldrei af hólmi smá- borgaralegt kerfi eða borgaralegt. Það þarf hins vegar hugarfarsbylt- ingu og svolitla heimspeki inn á okk- ar íslenska, æruverðuga og fjöl- menna þing. Þar þarf byltingu. Sauð- svartur almúginn þarf að rísa upp og mótmæla. Mótmæla vaxtahækk- unum, allt of háum sköttum o.s.frv. Ég tel að í stað hins borgaralega skipulags megj koma á kerfi dipló- mata. Andstæður stéttanna eru of miklar. Enn hleðst upp gróði á heiid- ur færri og færri, og hálaunaskattur er því réttmætur. - Smáborgaralegir sósíalistar - lýðræðissinnar - eru kannski með draumóra um samein- ingu stéttanna í stað stéttabyltingar og vilja að minnihlutinn beygi sig skilyrðislaust undir meirihlutann. En ríkið á ekki að vera hafið yfir stéttimár, heldur á þaö að vinna með þeim. Lífsskilyrði þurfa að batna. Öreig- ar þurfa aðeins að skipuleggja sig betur og láta ekki undan þeirri kúg- un og oki sem þeir eru beittir. Þeir vinna því miður langan vinnudag og það kemur niður á heimilislífi og uppeldi hinna ungu. Ríkið, þetta stéttadrottnunartæki, þarfnast breytinga, díalektískrar efnishyggju og meiri heimspeki. Skilnings á þörfum lýðsins. Um langt skeið hefur verið lagður steinn í götu alls byltingarkennds framtaks, hverju sem það sætir. Nú er kominn tími til að mótmæla og berjast fyrir bættum lífskjörum. Sem betur fer er það hægt hér á landi án vopna. Enda með eindæmum hve skoðanafrelsi ríkir þó þrátt fyrir mikla kúgun. Er gift f ólk þriðja f lokks? Vilborg Jónsdóttir skrifar: Mig langar til að kasta fram þeirri spumingu hve gift fólk þurfi að ganga langt til þess að fá leikskóla- pláss. Ekki þótt væri nema hálfan daginn virðist vera nógu erfitt og það fyrir barn sem er komið á fimmta ár! Dóttir okkar er búin að bíða í tvö heil ár eftir að komast inn eftir há- degi í Hólaborg í Efra Breiðholti og ekki er nokkur von til þess aö hún fái pláss fyrr en næsta vor eða sum- ar, þegar öll 6 ára bömin hætta. Hún er greinilega þriðja flokks bam þar sem hún á gifta foreldra en ekki þessa dæmigerðu sem lifa á kerfinu, svo sem einstæða (sem oftast em þó í sambúð) eða námsfólk (sem ekki er bundið við venjulega vinnu). Ofan á þetta allt saman kemur svo hrein- lega klíkuskapur. DVáskilur sérrétt tilaðstyttaaðsend lesendabréf Það virðist ekki skorta "peninga þegar byggja á Ráðhús eða Perlu og það nýjasta er að nú á að fara aö eyða offjár til að útbúa skautasvell á Tjörninni á sama tíma og þetta fína skautasvell er að finna í Laugardaln- um. Væri ekki betra að nota pening- ana til að reisa fleiri leikskóla hér í borginni og bæta aðstöðu komandi kynslóða? Ekki aldeilis. Það virðist vera aðal- kappsmál fólks að láta reisa ein- hverja minnisvarða úr steini svo að komandi kynslóðir muni eftir sér á dauðan hátt en ekki á hinn mannlega og nýtanlega. Með þessu bréfi vona ég að augu a.m.k. einhverra opnist og sjái hvert stefnir í þessu samfélagi okkar. Með von um betri framtíð fyr- ir börnin okkar. Ég er undrandi á því að þeir menn sem týnast i óveðri eða á veiðiferðum og alfarið á eigin vegum og sér til skemmtunar skuli ekki látnír greiða þann kostnað sem hlýst af því að björg- unarþyrlur og leitarflokkar sem samanstanda af tugum jafhvel hundraðum manna eru bundnir viö svona leitarstörf. - Þetta era þó mest hjálpartæki sem skatt- borgararnir greiða fyrir. Það er ekki sama hvort menn týnast við skvldustörf eða skemmtun. ■■ ■ ■ ■»«! Arnþór hringdi: í ársbyrjun er oft rætt um greiðslufyrirkomulag fasteigna- gjalda í ýmsmn bæjarfélögum. Svo virðist við fyrstu sýn að Reykjavík gangi harðast fram í innheimtunni, með aðeins tvo gjalddaga. Víst eru greiðslurnar aöeins þrjár en í Reykavik eru lika mestu framkvæmdirnar sem nýtast einnig að miklu leyti fyrir landsbyggðarfólkið. í mörgum bæjarfélögum er hins vegar afar lítið um framkvæmdir og því hægt að leyfa fólki að greiða sín gjöld eftir dúk og disk. Heyrnarlausum ýttútíhom Magnús Sverrisson skrifar: Undánfarin ár hefur táknmáls- túlkun fylgt ávarpi forseta ís- lands samkvætnt beiðni hans sjálfs. Nú gerðist það hins vegar að táknmálstúikunin var klippt í miðju kafi. í miðri ræðu hvarf táknmálstúikunin án skýringa. Á skjánum birtist kona og sagði eitthvaö sem ég ekki skildi þvi mér tókst ekki að lesa af vörum hennar og ekki fylgdi neinn texti með. Hver er meiningin með því að nota þulu en ekki texta til að tilkynna að ávarpið yrði endur- sýnt næsta dag? Auðvitað fór það iram hjá mér og öðrum heymar- lausum því það kom ekki fram í dagskrá Sjónvarpsins. En það var eins og þetta væri ekki nóg. Ekki voru neinar táknmálsfréttir þennan daginn, þó svo að Ríkisút- varpið héldi sínum fréttatíma. - Ríkissjónvarpið er illa skipulagt og því vil ég ekki greíða afnota- gjald þess. Háu Ijósin Kristinn skrifar: Ég þarf oft að stöðva bíiinn þeg- ar ég mæti jeppa með allt of há ijós sem beinlinis blinda mann. Einnig er allt of mikiö um að aðr- ir bílar noti þessi háu ljós hér í borginni. Umferðarráð ætti að reka áróður gegn notkun háu ljósanna þar sem þau eru bönnuð í borginni. Lögreglan er ekki nógu virk í eftirliti gegn þessu en er í þess staö mjög virk að sekta menn, gleymi þeir sér við bið- skyldu eöa stöðvunarmerki, þar sem þó væri nóg aö veita áminn- ingu við fyrsta brot. Ég skora á Bifreiðaeftirlitið aðsjá svö um að jeppar séu ekki með itá Ijós sera blinda aðra í umferðinni. Lokaþeiraugunum? E.E. skrifar: Alltaf erum við jafn heppnir. - Nú stendur til að haJda hér læknaráöstefnu með dr. Robert Gallo sem telur sig hafa fyrstur fundið Aids-veiruna. Hins vegar segir í Newsweek 11. jan. sl. aö doktorinn hafi verið kærður fyrir vísindamisferli og hafi hann komist yfir veiruna hjá Pasteur- stofuninni i París. - Hann hefur ámálgað að hann muni ái'rýja ásökununum. En hvert? Geta is- lcnskir læknar lokaö augunum fyrir þessum ásökmium?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.