Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1993, Blaðsíða 24
88 32
.890' FÖSTOÐAGURiiSl/JANÖÁK 1993.
Merming
Goldie Hawn, Bruce Willis og Meryl Streep leika aðalhlutverkin í Eilífðardrykknum.
Laugarásbíó/Bíóborgin - Eilíföardrykkurinn: ★★ !4
Dauðinn fer þeim vel
Eilíföardrykkurinn er tilraun Hollywood til að búa
til milljóna dollara svarta kómedíu. Ekkert hefur ver-
ið til sparað í tæknideildinni og þijár stórstjörnur
fengnar til að leika. Það sem vantar er hins vegar
ferskt yfirbragð og meira af smellnum atriðum.
Myndin gerir gys að fjandskap tveggja prímadonna
sem hafa bitist vun allt síðan í skóla. Leikkonan Madel-
ine Ashton (Streep) hefur margoft stolið kærustum
vinkonu sinnar Helen Sharp (Hawn) en steininn tekur
úr þegar hún rænir frá henni færasta lýtalækni vestur-
strandarinnar, Emest Mellville (Willis). Nokkmm ára-
tugum seinna taka þær upp þráðinn aftur. Leikferill
Madeline er farinn í vaskinn, Emest er orðinn líksn-
yrtir vegna ofdrykkju og hjónabandið er orðið að
klakastykki. Madeline er vænsæl vegna hrörnandi
úthts og ekki batnar það þegar hún sér Helen á ný,
en hún lítur út fyrir að vera tvítug. í örvinglan leitar
Madeline til dularfullrar konu (Rosselini) sem býður
henni lífselexír til sölu. Þá fyrst byija vandræðin fyrir
alvöra.
Það vantar ekki fagmennskuna í myndina og öll
umgjöröin er eins og best verður á kosið. Sagan er
meinfyndin og inniheldur margar góðar hugmyndir.
Ég er þó ekki frá því að kvikmyndagerðarmennimir
hefðu átt að sleppa meira fram af sér beislinu, vera
geggjaðri. Flestir brandaramir em svo skipulagðir og
úthugsaðir að það er ekki pláss fyrir nema nokkra í
hveiju atriði. Þar að auki era þeir ekkert sérstaklega
góðir. Mun fyndnari er hvað brellumar fara illa með
persónumar. Líkamsmeiðingamar era með ólikindum
og jafhvel hrottalegar á köflum. Myndin kemst langt
á gráglettninni og ólíklegri atburðarásinni.
Af stórstjömunum er Goldie Hawn sú eina sem get-
ur flokkast sem gamanleikkona en hún nær ekki að
sýna neina snilldartakta. Meryl Streep famast betur
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
og er sérstaklega góð herfa.
Bruce Willis er utangátta á miUi valkyijanna. Hans
persóna er „eðlilegust" en leikari með lúmskari hú-
mor (t.d. Kevin Kline sem átti fyrst að leika) hefði
örugglega getað gert betur.
Death Becomes Her (Band. 1992) 103 min. Handrit: Martin
Donovan, David Koepp. Leikstjórn: Robert Zemekis. Leikar-
ar: Meryl Streep, Bruce Willis, Goldie Hawn, Isabella Rossel-
ini, lan Ogilvy (The Saint).
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
Regnboginn: Tommi og Jenni mála bæinn rauðan: ★★
Stríðsöxin graf in í bili
Hvemig nokkrum gat dottið í hug að það borgaði sig
að gera Tom og Jerry að vinum er mér ráðgáta. Senni-
lega hefur það verið tilraun til að snúast gegn þeirri
gagnrýni sem teiknimyndimar fengu á sig fyrir að
vera of ofbeldisfullar. Einhveijir hafa eflaust klappað
sjálfum sér á bakið því í leiðinni getur myndin verið
með boðskap um hve gott það sé að standa saman.
Tommi og Jenni grafa stríðsöxina eftir að þeir kom-
ast að því skyndilega að þeir geti bæði talað og skihð
hvor annan. Þeir koma htihi stúlku, sem er mihjóna-
erfingi, til hjálpar en vond frænka og eitthvert annað
illfygh er á höttunum eftir henni.
Sagan er eins ófrumleg og hugsast getur en hún
sleppur fyrir hom ef maður getur gleymt þvi hvað það
var ahtaf gaman að gömlu myndunum með þeim félög-
um. Myndin hefði eins getað verið um einhverja aðra
mishta félaga. Hún er vel gerð tæknhega og sæmhega
hröð en það besta er að íslensk talsetningin skhar
þeim húmor sem ýktar raddir teiknimynda eiga að
gera. Ég er á móti talsetningu á bíómyndum, hvort sem
er fyrir böm eða ekki, en fyrst þetta er orðið svona
algengt héma þá er gott að gæðin skuh vera komin á
það stig að skemma ekki fyrir.
Tom & Jerry: The Movie (Þýsk/band.1992)
Jenni er hér í hrókasamræðum við tvo félaga sína.
Kvæði Kristj-
áns Karlssonar
Þetta er sjöunda ljóðabók Kristjáns og ber ámóta yfirlætislausan tith
og hinar flestar, Kvæði með styttu ártah. Bókin tengist auðvitað á marg-
an hátt fyrri bókum hans. Hér er eitt kvæði í ljóðabálkinum New York
og tvö kvæði á ensku enda er höfundur hagvanur vestra.
Einfaldleiki
í þessari bók finnst mér bera sérlega mikið á ljóðum sem era fremur
stutt en umfram aht einfóld. Dregin er upp ein mynd eða hugleiðing, oft
sérstæð. Þetta virðist vinsælt um þessar mundir en ég verð að segja það
Bókmenntir
Örn Ólafsson
hreinskilnislega að ég get ekki fylgt skáldinu eftir í þessu, mér finnst
þetta of einfalt. Hér vh ég telja m.a. New Orleans í júní, Útgarðar, í Aust-
urstræti, í Breiðdal, Orrustan, 17. júni og lítum á eitt þessara ljóða:
Eftirvænting
Eftir vindhviðu
fellur
laufið
hik-
andi eins og
jámþynnur
gegnum
vatn
það
hafnar
nær trénu
en á
horfðist.
Þetta finnast mér engin tíðindi, myndin ekki neitt sérstök og ég sé ekki
að hún hafi neina víðari skírskotun. En það er aftur í öðram kvæðum í
þessari bók. Þar má taka dæmi af einu þeirra ljóða Kristjáns sem bera
algengt mannsnafn sem ekki verður séð að eigi við neinn thtekinn mann.
Eggert
Fariö vel vinir og bræður
þér sem minnist min
þegar þér sjáið
á náttborði nöturlegs hótels
gamlan reyfara enskan
hjá ódýrri útgáfu á Dante
ég söng í vUltum skógi
þar sem vorgalinn lék sér
vinir mínir og bræður
(andlit mitt hart
hjarta mitt viðkvæmt sem bams)
stillti söng minn við
ódælan pípuleik Pans
blaðka flautunnar úr eir
blá eins og myrkur
skir eins og geish
næmari nefi fugls
þér eydduð skóginn
og annarleg hljómaði
rödd min á ímynduðum
ökmm, farið vel.
í þessu Ijóði ríkja andstæður sem birtast þegar í fyrsta erindi. Þetta er
ævikveðja Eggerts, og þess vegna er ljóðið í upphöfnum sth. En einu
menjamar, sem hann lætur eftir sig, era slitið og verðlítið dót í nötur-
legu umhverfi. í þeim umbúðum er þó eitt mesta skáldverk veraldar,
Guðdómlegur gleðileikur Dantes. Það verk hefst svo að mælandi þess er
einn á ferð og vihtur í eyðilegum skógi. Og þar eru tengslin við 2. erindi
þar sem mælandi birtist einnig í andstöðu við nöturlegar umbúðirnar,
viðkvæmur undir harðri skel, en umfram allt þrunginn vihtum lífs-
mætti. Sama einkennir þá líka kjamann í pípu skógarguðsins Pans í 3.
erindi, hún rúmar hinar mestu andstæður og næmleika. Þessi þunga-
miðja ljóðsins er dregin fram með breyttu letri. Enn sjáum við þessar
andstæður í lokaerindi en nú kemur í ljós að þær eru í raun mihi mæl-
anda og þeirra viðmælenda sem hann kveður svo fjálglega. Þeir hafa
útrýmt skóginum og þar með mælanda sem ekki gat þrifist í taminni
náttúra - sem hann raunar kahar ímyndaða enda mótuð af misvitrum
mannshugum.
Þetta er vel byggt ljóð þar sem sama meginhugsun birtist aftur og aftur
í óvæntum myndum. Fleiri ljóð mætti telja af því tagi, og sum jafnvel enn
thkomumeiri, svo sem Eyvindur og dansmærin. Komum við þar enn að
algengu nafni, Eyvindur birtist í þremur kvæðum. Þessa bók þurfa allir
ljóðavinir að lesa en hér er nú ekki rúm th að rekja meira.
Kristján Karlsson:
Kvæði 92. AB 1992,
83 bls.
Kristján Karlsson.