Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1993, Blaðsíða 13
FÖSTÚDAGUR 15. MNÚAR 1993.
13
Neytendur
Merkingar á frosnu lambakjöti ekki alltaf fullnægjandi:
Lágmark að
upplýsa um
sláturdag
- segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna
„Sláturdagur á að vera eðlilegar
og sjálfsagðar lágmarksupplýsingar
sem ættu skilyrðislaust að vera á
öllum kjötumbúðum í frystiborðum
í verslunum. Ef þessar upplýsingar
er ekki að finna gerum við þá kröfu
að því verði kippt í lag. Ef menn eru
að reyna að selja fryst kjöt án þess
að geta um það á umbúðum hvenær
slátrað var er verið að viUa um fyrir
neytendum, sem er bannað í lögum.
Vanti þessar upplýsingar kunna
neytendur að telja að um kjöt frá í
haust sé að ræða án þess að hafa
nokkra tryggingu fyrir því,“ sagði
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna við DV.
Það færist í vöxt að frosið lamba-
kjöt í verslunum sé merkt á þann
hátt að neytendur sjái hvenær lamb-
inu var slátrað en nokkuð vantar þó
á að allt fryst eða unnið lambakjöt
sé merkt á þann hátt. Því er full
ástæða fyrir neytendur að hafa aug-
un opin.
Til að mynda er þess getið á öllum
loftæmdum frystipakkningum frá
Sláturfélagi Suðurlands og Goða
hvenær slátrað var. Þar stendur þá
annaðhvort: september 1992 eða
haustslátrun 1992. Fleiri kjötvinnslu-
og söluaðilar merkja kjöt með þess-
um hætti, einnig ófrosið kjöt. Hins
vegar eru brögð að því að fryst kjöt,
bæði í smærri neytendapakkningum
og stærri tilboðspokum, sé ekki
merkt á þennan hátt né heldur mar-
inerað kjöt eða hangikjöt.
Nákvæmir Frakkar
í einu lesendabréfa í DV fyrr í vet-
ur var birt mynd af ábyrgðarskír-
teini sem fylgdi lambalæri sem keypt
var í franskri verslun. Á því var get-
ið um númer skírteinisins, nafn
framleiðanda (ræktanda) og heimil-
isfang, auðkenni eða númer viðkom-
andi sláturdýrs, aldur dýrsins, slát-
urdag, nafn og heimilisfang slátur-
húss og seljanda og staðfesting á því
hvenær kjötið var sett í sölu.
DV fór í nokkrar matvöruverslanir
í Reykjavík af handahófi og skoðaði
kjöt í frystiborðum og kælum. Hvergi
var að sjá jafn nákvæmar upplýs-
ingar og á franska ábyrgðarskírtein-
inu en nokkrum lærum fylgdi þó
nafn sláturhúss, dagsetning slátrun-
ar og undirskrift dýralæknis á miða.
í nokkrum búðum virtist frystu kjöti
hafa verið pakkað í versluninni án
þess aö getið væri um sláturdag,
hvorki á kótelettum, lærissneiðum,
læri eða hrygg.
Að sögn Guðmundar Sigþórssonar,
skrifstofustjóra í landbúnaðarráðu-
neytinu, er það sjálfsagður réttur
neytandans að vita hvaða vöru hann
er að kaupa. Hann segir merkingam-
ar vera á hreinu við forgun og kaup-
maður fari ekki í grafgötur um hvað
hann sé aö kaupa.
„Almennar reglur eiga að tryggja
dagsetningar á neysluvöru. En það
getur verið að við þurfum að skoða
nánar ef reglurnar ná ekki yfir þessa
vöru, til að tryggja að neytandinn
kaupi það sem hann heldur að hann
sé að kaupa,“ sagði Guðmundur.
-hlh
Vafasamar upplýs-
ingar DV til neytenda
í neytendadálki DV þ. 13. janúar
sl. mátti lesa að „þægilegast" væri
að greiða fasteignagjöld í Kópavogi
og Vestmannaeyjum. Jafnframt stóð
þar í fyrirsögn að Reykvíkingar
væru „harðast keyrðir".
Eitthvað hefur greinarhöfundur
ruglast á aukaatriðum og aðalatrið-
um, að minnsta kosti ef hann ber hag
neytenda/skattgreiðenda fyrir
brjósti. Ef greinarhöfundur hefði
skoðað málið ofan í kjölinn hefði
hann eflaust komist að rökréttri nið-
urstöðu og aðalatriði fyrir umbjóð-
endur sína, þ.e. neytendur, að fast-
eignagjöld eru allt að 61% hærri í
Kópavogi en þau eru í Reykjavík.
(Sjá meðfylgjandi samanburðartöflu
sem gerð er skv. upplýsingum frá
Sambandi íslenskra sveitarfélaga.)
En tökum eitt lítið dæmi um „þæg-
indin" sem íjallað er um í umræddri
neytendagrein. Til grundvallar er 3
herbergja íbúð, þar sem fasteigna-
matið er 6,7 millj. kr. ogfasteignamat
lóðar 300 þús. kr. Á þessa eign eru
lögð 39.805 króna fasteignagjöld í
Reykjavík, en 64.058 kr. í Kópavogi,
eða 61% hærri gjöld. í Reykjavík eru
3 gjalddagar sem koma til greiðslu á
fyrstu fimm mánuðum ársins, þ.e. í
maímánuði er búið að greiða 39.805
kr. í Kópavogi eru greiðsludagamir
10 og um mánaðamótin maí-júní er
búiö aö greiða u.þ.b. 32.030 kr. sem
er mismunur upp á 7.775 kr. En þá
eru þægindin eftir. Næstu 5 mánuði
þarf skattgreiðandinn í Kópavogi að
greiða aðrar 32.030 kr. á meðan skatt-
greiðandinn í Reykjavík er laus allra
mála.
Ólíklegt er að margir vildu skipta
á þessum kjörum, en aðalatriði máls-
ins hlýtur að vera hver greiðslubyrði
skattgreiðanda er. Borgaryfirvöld í
Reykjavík hafa, „eins og elstu menn
muna“ valiö að halda gjöldum lág-
Fasteignagjöld í nokkrum sveitarfélögum 1992
Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Akureyri Seifoss
[] Fjölbýlishús
|J Einbýlishús
um.
Forsendur: Fasteignamat á 3 herbergja íbúð 6,7 milljónir og fasteignamat
á lóð (200 fm) 300 þúsund krónur. Fasteignamat einbýlishúss 13,1 milljón
og lóðar (800 fm) 900.000 krónur.
Ólafur Jónsson
upplýsingafulltrúi
Athugasemd blaðauianiis
Vegna orða Ólafs Jónssonar um „Varöandigjalddaganaerþómikil- bera í þessum efhum. Eftir stend-
vafasamar upplýsingar DV til neyt- vægt að hafa í huga að fasteigna- ur, burtséð frá upphæðunum, að
enda er rétt að kon tali við Jón Tóm; d fram að í sam- skattar í Rf isson borgarrit- en víðast a ykjavík eru mun lægri ófáum þykja óþægindi af aðelns 3 nnars staðar." Aðalat- gjalddögum í Reykjavik og þægindi
ara, þar sem hann rökstuddi ítar- riðið, að ma ti Ólafs, var því til staö- felast í fjölgun þeirra.
lega af hverju gj ekki verið fjölgað alddögum hefði ar í fréttin Reykjavxk, var nákvæmar ni þó ekki sé tíundað Haukur Lárus Hauksson hvaða byrðar íbúar
eftiríarandihaftbeinteftirhonum: mismunandi bæjarfélaga hafi að
HRAÐNAMSTÆKNI
í TUNGUMÁLANÁMI
ENSKA -ÞÝSKA - DANSKA
- FRANSKA - ÍTALSKA -
SPÆNSKA OG ÍSLENSKA
FYRIR ÚTLENDINGA
SKRÁNING STENDUR YFIR
Opið um
helgina frá
kl. 12-16.
MALASKOLINN MIMIR
SÍMI
10004
Námskeiðin hefjast
18. janúar
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa í
1. flokki 1991
3. flokki 1991
Innlausnardagur 15. janúar 1993.
1. flokkur 1991
Nafnverð:
10.000
100.000
1.000.000
Innlausnarverð:
12.284
122.843
1.228.429
3. flokkur 1991
Nafnverð:
10.000
100.000
500.000
1.000.000
Innlausnarverð:
10.931
109.306
546.532
1.093.065
Innlausnarstaður:
Veðdeild Landsbanka íslands
Suðurlandsbraut 24.
[&] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
U HÚSBRÉFADEILD SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK SÍMI 696900
ERTU I
RUSLI?
Um miðjan janúar taka gildi nýjar reglur
sem takmarka aðgang fyrirtækja að
gámastöðvum SORPU. Þessi breyting hefur
það í för með sér að ekki er lengur
hagkvæmt fyrir fyrirtæki að sjá sjálf um
flutning á úrgangsefnum.
HIRÐIR veitir alhliða söfnunarþjónustu,
býður upp á flokkunarkerfi fyrir
endurvinnanleg efni og losar fyrirtæki við
sorp á ódýran og hagkvæman hátt.
Hafðu samband við okkur og við veitum þér
nánari upplýsingar um starfsemi HIRÐIS.
HIRÐIR
l UMHVERFISÞJÓNUSTA |
HÖFÐABAKKI 1,112 REYKJAVÍK
SÍMI 67 68 55