Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1993, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐ JUDAGUR 2. FEBRÚAR1993
Fréttir
Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins:
Formannaf undur í viku-
lokin mótar kröf urnar
- hef aldrei fyrr vitað jafn mikla eindrægni innan verkalýðshreyfmgarinnar
„Nú er verið að vinna að þeim
kröfum sem verkalýðshreyfmgin
mun leggja fram við gerð komandi
kjarasamninga. Ég á von á því að
þær verði svo endanlega ákveönar
á formánnafundi Alþýðusambands
íslands næstkomandi fóstudag,"
sagði Bjöm Grétar Sveinsson,
formaður Verkamannasambands
íslands.
Hann sagði að það lægi ljóst fyrir
að kröfurnar mundu snúast um
kaupmáttarstigið og atvinnumálin.
Aðgerðir ríkisstjómarinnar
mundu rýra kaupmátt um 7% á
þessu ári og við því yrði að snúast.
„Ég hef orðað þetta þannig að
kjarasamningamir muni snúast
um kaupmátt, atvinnu og réttlæti
og að fá leiðrétt það sem svikið
hefur verið af loforðum sem gefm
voru við gerð síðustu kjarasamn-
inga. Þar á ég við gengismálin,
vextina og atvinnumáhn og heil-
brigðispakkann. Þegar ég tala um
réttlæti á ég við réttlátari tekju-
skiptingu. Ég fæ ekki séð að mikið
réttlæti í tekjuskiptingu felist í
efnahagsaðgerðum ríkisstjómar-
innar,“ sagði Bjöm Grétar.
Hann sagði að ef ríkisstjórnin
væri ekki til viðtals um leiðréttingu
þá væri ekki annað að gera en snúa
sér beint til atvinnurekenda með
allar kröfumar. Bjöm benti á að
það hefðu verið viðræður í gangi
við ríkisstjómina í haust en hún
valið þann kost að fara sína leið,
daginn sem ASÍ-þingið hófst í nóv-
ember.
„Viö höfum haldið fjölmarga
fundi með forsvarsmönnum verka-
lýðsfélaganna um allt land að und-
anfömu. Ég hef aldrei orðið var við
jafn mikla eindrægni innan félag-
anna eins og að þessu sinni. Það
er alveg ljóst að menn fá ekki lang-
an tíma til að láta það koma í ljós
hvort aðilar eru tilbúnir í samn-
inga eða ekki. Enda er ljóst að það
sækja að okkur kjaraskerðingar úr
öllum áttum. Það er verið að segja
upp kjörum sem fólk hefur haft og
það ráðið á lægri launum. Það er
samdráttur í atvinnu og atvinnu-
rekendur eru famir að túlka ýmis-
legt í kjarasamningum okkur í
óhag. Við öllu þessu ætlum við að
bregðast af hörku,“ sagði Björn
GrétarSveinsson. -S.dór
Þessar konur urðu atvinnulausar í fyrsta skipti á ævinni síðastliðið sumar. Þær heimsóttu miðstöð fyrir atvinnu
lausa sem opnuð var í safnaðarheimili Dómkirkjunnar í gær. DV-mynd GV/
Miðstöð fyrir fólk í atviimuleit opnuð í gær:
Maður dof nar af atvinnuleysinu
Sigurjón Helgi Kristjánsson mæli-
fræðingur neyddist til að selja ofan
af sér á Þorláksmessu. Hann haíði
þá verið atvinnulaus frá því 1. sept-
ember. DV hitti hann í miðstöð fyrir
fólk í atvinnuleit, sem var opnuð í
gær í safnaðarheimili Dómkirkjunn-
ar, í gamla Iðnskólanum við Lækjar-
götu.
„Ég hef nú ekki tölu á hversu mörg
störf ég hef sótt um síðan í haust.
Erfiðast við atvinnuleitina er að at-
vinnurekendur hafa ekki manndóm
í sér til að svara atvinnuumsókn-
um,“ segir Siguijón.
Fleiri gestir miðstöðvarinnar tóku
undir þessi orð Siguijóns. „Maður
sendir inn atvinnuumsókn til dag-
blaða og vinnumiðlana með öllum
mögulegum persónulegum upplýs-
ingum um sjálfan sig og veit ekki
einu sinni hver atvinnurekandinn er
sem er að auglýsa. Maður merkir
bara umsóknina með númeri. Og svo
fær maður næstum aldrei svör,“
sögðu nokkrar miðaldra konur sem
urðu atvinnulausar í fyrsta skipti á
ævinni í sumar.
„Það er hastarlegt að vera sagt upp
eftir aö hafa verið áratugi á vinnu-
markaðnum. Ég vissi þegar ég fór í
sumarfrí að ég væri að missa vinn-
una vegna samdráttar hjá fyrirtæk-
inu en ég hélt að eftir fríið myndi ég
bara ganga inn í aöra vinnú. Það vildi
mig hins vegar enginn og þá fyrst
kom kjaftshöggið," sagði ein kvenn-
anna.
Allar binda þær vonir við nýju
miðstöðina. „Maður dofnar af at-
vinnuleysinu og verður langt niðri.
Við höldum aö margir geti fengið
andlega hjálp hér.“
Aö miðstöðinni fyrir fólk í atvinnu-
leit standa Þjóðkirkjan, aðilar vinnu-
markaðarins, opinberir aðilar og
flöldi félaga og hagsmunasamtaka.
Framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar
er Halldór Kr. Júlíusson sálfræðing-
ur.
Miöstöðin veröur opin alla virka
daga frá klukkan 14 til klukkan 17.
Boöið verður upp á félagslega að-
stöðu, ráðgjöf og persónuleg viðtöl
auk fræðslu.
-IBS
Bókmenntaverðlaun:
Þorsteinn frá
HamriogBók-
menntasaga I
Ljóðabókin Sæfarinn sofandi eftir
Þorstein frá Hamri og Bókmennta-
saga I eftir Véstein Olason, Sverri
Tómasson og Guðrúnu Nordal voru
í gær valdar athyglisverðustu bæk-
umar á síðasta ári, af þeim sem lagð-
ar voru fram vegna íslensku bók-
menntaverðlaunanna. Það var for-
seti íslands, Vigdís Finnbogadóttir,
sem aíhenti verðlaunin við hátíðlega
athöfn í Listasafni íslands.
A myndinni eru höfundarnir ásamt forsetanum, talið frá vinstri: Vigdís Finn-
bogadóttir, Þorsteinn frá Hamri, Sverrir Tómasson, Guðrún Nordal og Vé-
steinn Ólason. DV-mynd BG
Talsmaður hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum:
Leggjum allt
okkar traust á
fagnefndina
„Nefndin á að fara að vinna sem
fyrst og við treystum samninganefnd
okkar og viðsemjendum til að ganga
frá hlutunum þannig að við sættum
okkur við. Nefndin mun væntanlega
komast að niðurstöðu í samræmi við
ráðningarsamninga hjúkrunarfræð-
inga á Borgarspítalanum. Við leggj-
um allt okkar traust á þessa nefnd
og höfum ákveðið að draga uppsagn-
ir okkar til baka,“ sagði Gróa Mar-
grét Jónsdóttir, talsmaður hjúkrun-
arfræðinga og ljósmæðra á Land-
spítalanum, í samtali við DV.
Samningar tókust í deilu hjúkrun-
arfræðinga og ljósmæðra við stjórn-
endur Landspítalans um helgina.
Var ákveðið að setja á laggirnar fag-
nefnd til að bera saman kjör hjúkr-
unarfræðinga og ljósmæðra á
sjúkrahúsum í Reykjavík. Hættu um
400 hjúkrunarfræðingar og ljósmæð-
ur við að hætta störfum í gær, mánu-
dag, eins og boðað haíði verið með
uppsögnum þeirra. Fjöldi sjúklinga
hafði verið útskrifaður um helgina
og neyðaráætlun í startholunum. En
í gærmorgun var starfsemi spítalans
með eðilegum hætti og unnið að end-
urinnlögn margra útskrifaðra sjúkl-
inga.
- Má ekki einfaldlega skilja þessa
niðurstöðu svo að þið fáið kröfum
ykkar fullnægt? Þið hættið jú við að
hætta.
„Það er nefndarinnar að sjá um
það. Við treystum henni fullkomlega.
Hvað tímatakmörk varðar þá er full-
trúi frá okkur í nefndinni og hann
mun væntanlega sjá um að halda
henni við efnið. Meira er ekki að
segja,“ sgði Gróa Margrét.
Hjúkrunarfræðingar Landspítal-
ans höfðu farið fram á breytingar á
ráöningarsamingi sínum til sam-
ræmis við ráðningarsaminga hjúkr-
unarfræöinga á Borgarspítalanum.
Töldu hjúkrunarfræðingar þessar
leiðréttingar ekki hrófla við aðal-
kjarasamningi en skiptar skoðanir
voru um það álit þeirra. Taldi stjórn
spítalans í fyrstu að viðræðurnar
ættu að fara fram við samninganefnd
ríkisins. Tók nokkurn tíma að fá nið-
urstöðu um aö ágreininginn ætti að
leysa innanhúss. -hlh
Framkvæmdastj óri Landspítalans:
Ýtrustu kröf ur hefðu
kostað 200 milljónir
- samkomulaggertumaðnásamkomulagi
„Það sem gerðist um helgina var
að samkomulag náðist um að ná
samkomulagi. Það er því mjög erfitt
að segja til um hvað leiðréttingar til
handa hjúkrunarfræðingum og ljós-
mæðrum eiga eftir að kosta spítal-
ann. Nefndin, sem finna á leiðrétt-
inguna, á líka eftir að spara. Það er
mikil vinna eftir sem getur varað
langt fram á árið. Við höfum einsett
okkur að finna spamað á móti hverri
einustu krónu sem fer í kostnað
vegna launaleiðréttinga hjúkrunar-
fræðinga. Ef nefndinni tekst það ekki
getur farið svo að málið endi aftur á
upphafsreitnum," sagði Pétur Jóns-
son, framkvæmdastjóri hjá Ríkis-
spítölunum, við DV.
Hefðu stjórnendur Landspítalans
kyngt ýtrustu kröfum í upphafi deilu
hjúkrunarfræðinga hefði það þýtt
kostnaðarauka fyrir spítalann upp á
hátt í 200 milljónir króna. Hins vegar
var horfið frá þessum kröfum og
menn því ekki lengur að velta vöng-
um yfir þeirri upphæð.
Þegar DV talaöi við Pétur seinni-
partinn í gær höfðu ekki borist bréf
þar sem hjúkrunarfræðingar aftur-
kaUa uppsagnir sínar en von var á
bréfum frá þeim rúmlega 400 hjúkr-
unarfræöingum og ljósmæðrum sem
sagt höfðu upp.
-hlh