Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1993, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1993, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 2; FEBRÚAR 1993. Neytendur Mengun af hávaða og Stjómendur kvikmyndahúsa fengu nýlega í hendur bréf frá Heilbrigöis- eftirhti Reykjavíkur varðandi hljóö- styrk og hreinlæti. í bréfinu er sagt -’-mð mæhng hljóöstyrks hafi sýnt aö hann sé yfir leyfilegum mörkum eða yfir 85 desibil (dB) og bent á aö heröa þurfi eftirlit á meöan á sýningum stendur. í annan stað var bent á mik- inn sóðaskap af völdum sælgætis og sælgætisumbúða. Farið er fram á að stjórnendur hvetji gesti til betri um- gengni. Öll kvikmyndahús fengu þetta bréf en ekki voru tilgreindar niðurstöður á mælingum. „Þessi könnun okkar í kvikmynda- húsum kemur fyrst og fremst til vegna kvartana kvikmyndahúsa- gesta. Mælingar sýna í mörgum til- fellum, og reyndar ailtof mörgum, að hljóðstyrkur er hafður of hár,“ sagði Dagmar Vala Hjörleifsdóttir, —-heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseft- irhti Reykjavíkur. Mælt í tvær mínútur í senn Dagmar hefur farið á vegum Heil- brigðiseftirhtsins á milli kvikmynda- húsa og mælt hljóðstyrk og nú er verið að fara annan hring. „Við höfum reynt að mæla í sömu stærð af sölum og höfum farið á kvöldsýningar og á sjö-sýningar. Nemi mælitækisins er hafður í höf- uðhæð til þess að ná þeim hljóðum sem koma á mannseyrað. Ef styrkur **fer yfir 85 dB í lengri tíma er heym- in farin að bíða hnekki.“ Mælt er í tvær mínútur í senn og fundið út meðaltal hverrar mæhngar út aha sýninguna. Dæmi eru um aö tækið hafi aðeins þrisvar sýnt styrk undir 85 dB á mælingartímanum. „Þetta segir okkur að nánast öh sýningin er yfir æskilegum mörkum eða 85 dB. Nú eru flest kvikmynda- hús með svo góð tæki að hávaðann á að vera hægt að stíha. Bréf okkar var tUmæU tíl stjómenda um að taka vinsamlega í þessa ábendingu," segir Dagmar Vala. „Einnig eru mældir bíóin eins og við getum á milli sýn- inga. Við reynum að gera það sem við getum og höfum ruslakörfur um allt hús. Ef fólk getur ekki séð sóma sinn í því að nota þær körfur leiðum við það ekki að körfunum." Ekki vandamál hjá okkur „HeUbrigðiseftirhtið sendi öllum kvikmyndahúsum eitt svona dreifl- bréf og þar á meðal okkur. Þar er talað um athugun og hún mjög al- mennt orðuð. Við höfum beðið um skýringar og nánari upplýsingar en því erindi hefur enn ekki verið sinnt. Það væri öllum tíl hagsbóta að aðilar ynnu saman að þessu mikhvæga máh. Þetta vandamál á ekki að vera hjá okkur. Ég kannast við eitt tilfelli og það var á frumsýningu en þá var óskað eftir að myndin yrði keyrð hátt. Þetta var ekki opinber sýning og okkur því óviðkomandi," segir Friðbert Pálsson, forstjóri Háskóla- bíós. Einfalt stilliatriði Hann segir einfalt að stiUa hljóðið í salnum. Þar eru stilhtakkar og sér sýningarmaðurinn um að hafa hljóð- ið eins og það á að vera. „UpphaUega var salurinn mældur og myndimar eru svolftið breytileg- ar í hljóðsetningu. Bíómyndir eru mismunandi en í þessu húsi er sýn- ingarmönnum uppálagt að stiUa hljóðið í samræmi við þær kröfur sem em gerðar. Sé það gert á þetta ekki að vera vandamál. Staðreyndin er sú að bíógestir kvarta af og tU yfir hljóðinu og það er ýmist of hátt eða of lágt.“ Varðandi mshö sagði Friðbert að bíóið hefði í nokkra mánuði verið með auglýsingaherferð í gangi þar sem gestir eru hvattir tU að ganga vel um. „í þessari mynd bemm við saman kvikmyndahús og heimili. Við flnnum fyrir miklum mun og umgengnin er öll miklu betri nú en áður.“ -JJ - mælingar sýna sums staðar óþarfa hávaða Hávaði i sumum kvikmyndahúsum hefur reynst yfir leyfilegum mörkum. Ungt fólk vill hafa meiri kraft og hávaða en það eldra. hæstu topparnir og eru tU dæmi um 100 dB og meira. En svona toppar standa stutt." Hvetjum til betri umgengni Auk hávaðamæUnganna var gerð athugasemd við umgengni í sölum kvikmyndahúsanna. „Þetta eru salir upp á margar miUj- ónir og eigendur eru búnir að leggja mikið á sig tíl þess aö gera þá huggu- lega fyrir fólkið sem gengur alveg hrikalega Ula um. Þessi sóðaskapur er algerlega óþörf ruslmengun. Fólk lætur ekki allt drasl vaða á gólfið heima hjá sér. Við vUjum hvetja gesti kvikmyndahúsanna tU að ganga bet- ur um og stjórnendur tíl að ýta und- ir það. Það hlýtur að vera öllum í hag að bæta þessa þætti.“ Ekki hærra nú en áður Árni Samúelsson er eigandi Sam- bíóanna sem er stærsta kvikmynda- húsafyrirtækið með flesta sah. „Þetta hefur ekki verið neitt hærra en verið hefur síðustu tíu tU fimmtán ár. Ég held það sé ekki mikill hávaöi í kvikmyndahúsum. Ég tel að hávað- inn sé frekar á skemmtistöðunum. Það geta komið upp toppar en það er enginn jafnaðarhávaði yfir mörk- um. Hljóöið á filmunni er þannig að það kemur toppur inn og ekki getur sýningarmaðurinn rokið til og lækk- að þegar hann kemur, það er bara ekki hægt að ætlast til þess. Tæknin er orðin svo mikil í dag að hljóðsetn- ingin er allt öðruvísi en hún var fyr- ir tuttugu árum en hún er búin aö vera eins í rúm tíu ár,“ segir Ámi Samúelsson. „Við reynum að þrífa rusli í kvikmyndahúsum Tómstundaskólinn: Spennandi nómskeið Eigum enn laust á þessi námskeið: MÓDELTEIKNING VATNSLITAMÁLUN AKRÝLMÁLUN SILKIMÁLUN SLÆÐUHNÝTINGAR SÖNGNÁMSKEIÐ GLUGGAÚTSTILLINGAR INNANHÚSSKIPULAGNING STAFSETNING TALMÁLSHÓPAR í TUNGUMÁLUM AÐ HANNA 0G SAUMA EIGIN FÖT SKAPANDI SKRIF VÉLRITUN ALMENN SKRIFSTOFUSTÖRF AÐ GERA VIÐ BÍLINN SINN TRÉSMÍÐI FYRIR KONUR BÓKFÆRSLA HLÍFÐARGASSUÐA AÐ LESA ÚR TAROT GARÐASKIPULAGNING FLUGUHNÝTINGAR SJÁLFSNUDD TÓMSTUNDA SKOUNN Grensdsvegi 16a Sími 67 72 22 Útbod á flugfarseðlum fyrir ríkisstarfsmenn: IATA-reglur banna ekki afslátt á sölulaimum - segir talsmaóur IATA „Eg ætla ekki að dæma um það, það verður að spyrja fjármálaráð- herra um þetta atriði. Ákveðið var að ganga til samstarfs við Flugleið- ir og það tókst að ná góðum samn- ingi,“ segir Skarphéðinn Steinars- son, viðskiptafræðingur í fjármála- ráöuneytinu, aðspurður hvort ekki væri óeðlilegt að í útboð væri sett þaö skilyrði að einungis mætti beina viðskiptum til eins fyrirtækis eins og gert var í nýlegu tilboði á vegum ráðuneytisins. Fjármálaráðuneytið leitaði ný- lega tilboða frá ferðaskrifstofum í flugfarseðla fyrir ríkisstarfsmenn á grundvelli samnings við Flugleið- ir en ríkið hyggst spara 35 til 40 milljónir á farseðlakaupum á ári. Þær fjórar skrifst^fur, sem valdar voru, voru Úrval-Útsýn, Ferðskrif- stofa íslands, Ferðaskrifstofa stúd- enta og Söludeild Flugleiða. Mikil óánægja er meðal forráðamanna Samvinnuferða-Landsýnar og fleiri skrifstofa með máhð og því er hald- ið fram að þetta fyrirkomulag brjóti í bága við reglur bæði IATA og EES. í fyrra tilfelhnu halda menn því fram að það sé alveg útilokað að bjóða jafn mikinn afslátt og ríkiö æthst til öðruvísi en að taka hann af sölulaunum og að það sé alveg skýrt í samþykktum Alþjóðasam- taka flugfélaga, IATA, að óheimht sé að bjóða afslátt af sölulaunum. Einnig hefur verið bent á aö út- boðsskilmálar ríkisins stæöust ekki lög ef EES-samningurinn væri kominn í gildi, rökin eru þau að samningurinn banni að í útboð sé sett það skilyrði að einungis megi beina viðskiptum tíl eins fyrirtæk- is, í þessu tilfelh Flugleiða. Skarphéðinn segir þegar búið að beina þeirri spumingu th LATA hvort óheimilt sé að bjóða afslátt af sölulaunum og það svar fengist að svo væri ekki. í ljós hefði komið að reglumar hafi verið afnumdar fyrir tveimur ámm að kröfu EB enda um samkeppnisskerðandi ákvæði að ræða. Það væri tahð að ef einhver hópur seljenda byndist samtökum um það að gefa ekki af- slátt þá væri það samkeppnisskerð- ing. Talsmaður IATA í Genf segir eng- ar sérstakar IATA-reglur th um þetta atriði og leyfhegt sé að gefa afslátt af sölulaunum. Þegar flugfé- lög hafi selt umboðsaðhum sæti sé það algjörlega undir ferðaskrifstof- unum komið á hvaða verði þær selja sætin. -Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.