Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1993, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka dag'a 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Sneypuför til Malaví Utanríkisráðuneytið og ríkisstjórnin virðast ekki fylgjast með erlendum fréttum. Þótt vestræn ríki hafi í fyrra ákveðið að frysta alla þróunaraðstoð við smáríkið Malaví í Afríku, er utanríkisráðherra okkar kominn þangað af vangá til að afhenda því tvo báta að gjöf. Malaví hefur einangrast á alþjóðavettvangi vegna óvenjulega mikilla og grófra mannréttindabrota, sem elliær einræðisherra landsins, Hastings Banda, hefur látið fremja og lætur fremja enn þann dag í dag. Ástand mála í landinu er eitt hið versta í allri Afríku. Eftir lok kalda stríðsins hafa Vesturlönd í vaxandi mæh gert aukin mannréttindi og lýðræði að forsendu íjárhagslegs stuðnings við Afríkuríki. Reynslan hefur sýnt, að þetta er ákaflega áhrifamikil aðferð við að knýja harðstjóra Afríku til að draga úr grimmdarverkunum. Ef einhver þróunaraðstoð hefur lekið til Malaví á síð- ustu mánuðum, hefur hún farið afar leynt. Engu utan- ríkisráðuneyti og engri ríkisstjóm í heiminum hefur dottið í hug að gera út sendinefnd til að hitta ráðamenn þessa ríkis, hvað þá, að utanríkisráðherrar séu sendir. Verið getur, að íslenzk stjómvöld telji sig fremur en önnur vestræn stjórnvöld knúin til að standa við loforð við hina hrottalegu stjóm í Malaví. En sé svo, er brýnt að slík framkvæmd sé ekki auglýst með þeirri viðhöfn að senda þangað sjálfan utanríkisráðherra okkar. Lýsingar á stjómarfari í Malaví em því miður ekki prenthæfar. Hinn elliæri Hastings Banda sér óvini í hverju homi og lætur pynda og drepa alla, sem hann grunar um að vera sér ekki hliðholla. Opinberlega seg- ist ríkisstjómin fleygja andstæðingum fyrir krókódíla. Það er til marks um ógnaröldina í Malaví, að verð- andi mæður þora ekki annað en að afla ófæddra bama sinna skírteinis frá flokki forsetans til þess að koma í veg fyrir, að Hastings Banda láti vinna þeim mein. Nán- ar þarf ekki að lýsa stjómarfarinu í Malaví. Auðvitað þarf mikið að ganga á, til að stjómendur Alþjóðabankans finni sig knúna til að kalla saman fund vestrænna ríkja, þar sem samþykkt var samhljóða að hætta í heil tvö ár, 1992 og 1993, öHum stuðningi við það helvíti, sem Hastings Banda hefur búið tll í Malaví. Bæði er það, að enginn vestrænn stjómmálamaður, embættismaður eða bankamaður getur verið þekktur fyrir að hitta ráðamenn í Malaví, og að frysting aðstoð- ar hefur reynzt einhver allra bezta aðferðin við að fá slíka ráðamenn til að draga úr hermdarverkum sínum. MikHvægt er, að ekkert vestrænt ríki rjúfi þessa sam- stöðu. Þess vegna er fáránlegt, að utanríkisráðherra íslands skuH fara einmitt til þessa volaða lands til að taka 1 höndina á heimsþekktum morðingjum og verð- launa þá með gjöfurn frá Þróunarstofhun íslands. Komið hefur fram, að utanríkisráðuneytið fylgist afar Hla með utanríkismálum, einkum alþjóðamálum. MikH- vægt er, að ráðuneyti, sem er svona fáfrótt um ástand mála í heiminum, taki mark á leiðbeiningum og hætti við áform, sem munu skaða stöðu íslands í heiminum. Ámi Gunnarsson, stjómarmaður í Þróunarstofnun íslands, sendi utanríkisráðherra bæði skeyti og fax til að fá hann ofan af sneypuforinni tH Malaví. Því miður vHdi ráðherrann ekki taka mark á vinsamlegum ábend- ingum flokksbróður. Hann fór aUa leið til Malaví. Niðurstaðan er, að íslenzka þjóðin greiðir nokkrar mHljónir í ferðakostnað, svo að utanríkisráðherra geti orðið henni tH minnkunar á alþjóðlegum vettvangi. Jónas Kristjánsson „Vísitölur eru skásti mælikvarðinn sem við höfum á verðbreytingar en hafa sina galla,“ segir Guðmundur m.a. í grein sinni. Gildi mælikvarða og lögmála Tii þess að skilja tiltekiö fyrir- bæri nota menn oftast samanburð. Hið óskiljanlega er hlutað í þætti og einstakir þættir bomir saman við þekkt fyrirbæri og smám sam- an myndast skilningur. En lögmál og mælikvarðar hafa sínar tak- markanir. Lögmál hagfræðinnar byggja mjög á viðbrögðum almennings, fyrirtækja og stofnana. Þannig er hagfræðin öðrum þræði félagsvís- indi. En hagfræðin byggir ekki bara á viðbrögðum fólksins, heldur skynsamlegum viðbrögðum, hvað sem það nú er. Mælikvarðar Við mælum verðbólgu með vísi- tölum og teljum verðbólgu mæli- kvarða á heilbrigði efnahagslífsins. Alla mælikvarða þarf að taka með nokkrum fyrirvara sem og gildi þeirra. Þeir gilda á ákveðnum sviö- um en alls ekki öðrum. Flestir þekkja spurningxma um hvort sé stærra sorg ungrar ástfanginnar stúlku sem hefur misst elskhuga sinn eða íjarlægðin til Afríku. Tvær stærðir sem enginn sameig- inlegur mælikvaröi nær yfir. Vísitölur eru skásti mælikvarð- inn sem við höfum á verðbreyting- ar en hafa sína galla. Nefna má að þær taka ekki tillit til gæöa eða breytinga á gæðum og tæpast nægt tillit til þess aö nýjar vörur koma á markaðinn og gildi þeirra eldri minnkar. Athyglisverð umræða hefur farið fram í Þýskalandi um það að verð- bólga og peningamagn í umferð séu slæmir mælikvarðar á stööu efna- hagslífs þar í landi viö núverandi aðstæður. Sú skoðun verður æ al- mennari meðal hagfræðinga að nafnvöxtur þjóðarframleiðslu, þ.e. raunvöxtur plús verðbólga sé mik- ilvægur mælikvarði. Sameining Þýskalands með öllum sínum KjaUariim Guðmundur G. Þórarinsson varaformaður Verkfræðingafélags íslands flækjum hefur skekkt hina mæli- kvarðana. Þegar lesið er af kvörð- unum má brjóstvitið ekki vanta. Lögmálin Líklega eru lögmál hagfræðinnar enn vandmeðfamari en mæh- kvarðamir. Eitt er aö skynja lög- málin, annað að verða þegn þeirra. Nú skrifa menn bækur um breska hagfræðinginn John Mayn- ard Keynes og draga í efa að hann hafi verið „Keynisti" eins og það orð er túlkaö nú, t.d. að beita áhrif- um ríkisins til sveiflujöfnunar. Sagt er að menn á andstæðustu skoðunum geti fundið rökstuðning skoðana sinna í ritum Keynes. Segja menn ekki að Shakespeare gæti ekki staðist próf í Shakespeareskýringum eins og þær eru kenndar í háskólum í dag. Við túlkun efnahagsstöðunnar í heiminum í dag hafa margir hag- fræðingar varpað fram þeirri „kenningu" að sömu lögmál gildi ekki í þenslu og í kreppu. Athyghs- verð er kenningin um að lækka vexti til þess að hleypa lífi í at- vinnulífið. Sú kenning hefur veriö áhtin traust, að henni liggja marg- vísleg rök og hana er að finna í rit- um margra nútímahagfræöinga. Bandaríkjamenn lækkuðu vexti 24 sinniun í röð áður en bata fór að gæta. Viðbrögð voru önnur en menn höfðu vænst. Hran á fast- eignamarkaði og almenn kreppa valda því að fyrirtæki og einstakl- ingar bregðast öðravísi viö. Nú hefur verið sett fram sú kenning að þegar hrun á fasteignamarkaði sé samfara almennri kreppu veröi bati mun hægari en ella. . Bandaríkjamenn kalla þetta „the wealth effect". Menn halda að sér höndum þó vextir lækki, greiða skuldir og styrkja eiginfjárstöðu. Enn á ný sannast að svörin eru tímabundin en spumingamar eru eilífar. Guðmundur G. Þórarinsson „Við túlkun efnahagsstöðunnar í heim- inum í dag hafa margir hagfræðingar varpað fram þeirri „kenningu" að sömu lögmál gildi ekki 1 þenslu og í kreppu.“ Skodanir annarra Tækifærin í fiskeldi „íslenskar sjávarafurðir hafa miög gott orð á sér og liðkar sú staðreynd fyrir sölu á afurðum á eldis- fiski... Fiskeldið gæti orðið að stóriðju ef marka má reynslu Norðmanna sem ekki hafa gefist upp eins og við höfum gert. Tækifærin heima fyrir virð- ast oft gleymast. Þaö er ábyrgöarhluti verði þessir möguleikar ekki nýttir eða þeim klúðrað á nýjan lpik “ , Úr forystugrein Mbl. 30. jan. Þannig hefst vítahringur „Heimihð, skólinn og íþróttahreyfingin era al- gengustu athvörf unglinga á mótunarskeiði. Það skiptir því miklu máh fyrir andlega velhðan þeirra að vel sé að þessu öhu búið... Kröfur umhverfisins era ekki hhöhohar farsælu heimilislífi og því öryggi sem það hefur í fór með sér. Unglingur eða bam, sem býr við öryggisleysi á heimili sínu, flytur sín vandkvæði með sér í skólann og þannig hefst vita- hringur sem leiðir til ófarnaðar." Ur forystugrein Tímans 30. jan. Starf shættir og markmið „AUir eru sammála um að það sé nauðsynlegt fyrir íslensk fyrirtæki að tUeinka sér sams konar starfshætti og keppinautar eða samstarfsaðfiar í öðr- um löndum ef þau ætla að halda veUi. Það dugar ekki heldur neinum einstaklingi tíl langframa að neita að laga sig að breyttum atvinnuháttum eða nýjum kröfum um vinnubrögð. Þær stofnanir, sem laga sig ekki að kröfum tímans, faUa í áhti, visna og hætta að skipta máh. Þessi hætta steðjar að Al- þingi ef þar verða ekki teknir upp nútímalegri starfs- hættir." Björn Bjarnason alþm. í Rabbi Lesbókar Mbl. 30. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.