Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1993, Blaðsíða 3
ÞRIÐ JUDAGUR 2. FEBRÚAR1993
3
Fréttir
Efraim Zuroff afhenti ríkissaksóknara meira en 40 vitnisburði í Miksonmálinu í morgun:
Telur góða möguleika á
að Mikson verði ákærður
- mm tilfinning að stjomvöld vilji ekki taka á málinu, segir Zuroff
„Ég held aö möguleikamir á að
Mikson verði ákærður hér á landi séu
góðir, jafnvel mjög góðir. Mér finnst
þetta mál hafa mjög mikla þýðingu,
ekki bara hér á landi heldur 1 öðrum
löndum heimsins - það er þegar ís-
lendingar ákveða að ákæra Mikson,"
sagði Efraim Zuroff, frá Wiesenthal-
stofnuninni, við DV, en hann hefur
unnið að því í um eitt ár að fá Mikson
sakfelldan fyrir stríðsglæpi.
„Ég mun bíða eftir ákvörðun ís-
lenskra stjómvalda. Ég held að við
séum að tala vun allt annan málatil-
búnað núna. Við erum með sönnun-
argögn fyrir morðum. Stjómvöld
verða því að rannsaka máhð og að-
hafast strax. Sönnunargögnin em
miklu sterkari núna. Stjómvöld hafa
sagt að það verði ekkert mál höfðað
á meðan það em ekki nægileg sönn-
unargögn fyrir morðum - en þar sem
við höfum slík sönnunargögn núna
er hægt að ákæra. Ég er með meira
en fjörutíu vitnisburði fólks frá rétt-
arhöldunum í Eistlandi frá 1961.
Sumir sáu Mikson myrða, sumir
sáu hann beija fólk, sumir sáu hann
nauðga og aðrir heyrðu að hann
hefði myrt. Það era að minnsta kosti
6 sjónarvottar sem sáu hann myrða,“
sagði Zuroff.
Vongóðurum
að vitni komi
- Hvað getur þú sagt nákvæmlega
um hvort, hve mörg eða hver þeirra
vitna, sem era lifandi, séu tilbúin til
að bera vitni og staðfesta skýrslur
sínar frá 1961.
„Það sem ég get sagt er að sam-
kvæmt mínum heimildum í Eistlandi
eru alla vega nokkur vitnanna ennþá
á lifi. Ég hef talað við ættingja sumra
vitnanna sem búa í ísrael. Þar sem
sum þeirra era enn á lífi geri ég ráð
fyrir að þau vilji bera vitni. Ég veit
ekki hve mörg vitni era nauðsynleg.
Þaö er lagaleg spuming. Kannski era
þrjú eða fjögur, kannski tvö og jafn-
vel bara eitt vitni nægilegt í þessu
máh. Vonandi verður þetta fólk til-
búið til að koma fram. Ég held samt
að við finnum næghega marga til að
ná góðu máh út úr þessu.“
í morgun var fyrirhugaður fundur
Zuroffs og Hahvarðs Einvarðssonar
ríkissaksóknara. Þar hugðist Zuroff
leggja fram vitnisburöi á fimmta tugs
Eistlendinga sem hára vitni gegn
Mikson í réttarhöldum í heimalandi
sínu árið 1961. Afrit af sömu skjölum
vora lögð fram hjá embættismönn-
um í forsætis- og dómsmálaráðu-
neytinu í gær. Zuroff hafði í gær ekki
Edvald Mikson í viðtali við DV1 gær:
Zuroff er ekki
með neitt nýtt
- allterhægtfyrirpeninga
„Ég á ekki th orð. Ef þetta væri
svona, hvers vegna hafa þeir þá ekki
reynt að fá mig sakfehdan fyrr,“
sagði Edvald Mikson um ummæh
Efraims Zuroffs, forstöðumanns Wi-
esenthalstofnunarinnar, um að Mik-
son sé á hsta yfir þá fimm aðha sem
stofnunin reyni helst að fá sakfehda
fyrir stríðsglæpi í d^g.
DV ræddi við Mikson á heimili
hans í gær. Mikson segir að Zuroff
hafi ekki sýnt ffarn á neitt nýtt með
komu sinni th íslands, einungis þýð-
ingar úr vitnisburðum frá „sýndar-
réttarhöldum“ KGB árið 1961 sem
þegar hafi komið ffam.
„Hér á íslandi er vöm gegn svona
mönnum. í öðrum löndum er það
ekki. Þessir menn láta mann ekki í
friöi og ég gæti stefnt Zuroff fyrir
mannréttindadómstól,“ sagði Mik-
son. Ath, sonur Eðvalds, sagði að
faðir sinn fengi stuðning frá fjöl-
skyldu og góðum vinum og íslensk
stjómvöld væra ekki ginnkeypt fyrir
fuhtrúum frá einkastofnunum eins
og stofnun Wiesenthals.
Þegar Mikson var spurður hvort
hann teldi að Wisenthal tækist að
leiða fram vitni gegn honum hér á
landi, sagði hann: „Það er aht hægt
að gera fyrir peninga. Peningar ráða
heiminum." Hann fuhyrti jafnframt
að gyðingar væra mjög valdamiklir,
en þó ekki hér á landi.
Mikson sagði að hann kannaðist
ekki við þau þijú nöfn sem Zuroff
nefndi á blaðamanafundi í gær sem
vitni að meintum stríðsglæpum
hans. Þegar það var boriö undir Mik-
son að Zuroff hefði ekki vitað fyrr
en fyrir einu ári aö Mikson væri á
lífi sagði hann:
„Þetta er ekki rétt. Þeir hafa vitað
af mér frá því að ég kom th íslands.
Ég hef barist gegn kommúnisma í öh
þessi ár. Menn hér frá Sovéska sendi-
ráðinu hafa vitað af mér. Þetta er
ekki rétt,“ sagði Edvald Mikson.
-ÓTT
Edvald Mikson á heimili sínu í gær. Hann segist ekki telja Efraim Zuroff
hafa neitt nýtt til að leggja fram varðandi sakamál á hendur sér. DV-mynd BG
Fiskistofa hótar veiðileyfasviptingu:
Sendi 150 skipstjórum
f iskiskipa aðvörun
- vegna trassaskapar þeirra að skila afladagbókum
„Ég sendi þann 28. desember út
bréf th skipstjóra 150 báta og skipa
vegna vanskha á afladagbókum fyrir
síðustu 4 mánuði ársins 1992. Það
má segja að þetta sé fyrsta viðvörun.
Menn hafa aðeins tekiö við sér því
að skýrslur era famar að berast inn.
Ef afladagbókum er ekki skhað verða
viðkomandi skip svipt veiðheyfinu
og það getur farið svo að einhveijir
verði sviptir veiðheyfinu en fjarri því
allir þessir 150. Þeir fá frest þar th
seint 1 þessum mánuði. Verði afla-
dagbækumar ekki komnar þá má
gera ráð fyrir að síðasta aðvörun fyr-
ir sviptingu verði send út,“ sagði
Sigfús Jóhannesson hjá aflaskýrslu-
dehd Fiskistofu.
Hann sagði að það hefði lengi verið
vandamál að fá aha th að skha þess-
um skýrslum. Enginn hefði þó verið
sviptur veiðheyfinu vegna þessa
ennþá. Skipstjórar eiga að skha afla-
dagbókunum inn með reglulegu
millibili.
Hér er um að ræða aflaskýrslur
sem skipstjórar eiga að halda um
borð í skipunum. Það era svo fiski-
fræðingamir hjá Hafrannsókna-
stofnun sem nota skýrslumar við
könnim á samsetningu afla og fjölda
fiska. Þær era ekkert tengdar afla-
kvótanum sjálfum. Aflaskýrsludehd-
in var áður undir Hafrannsókna-
stofnun en var flutt yfir th Fiskistofu
þegar hún var stofnuð.
„Það er æði stór hópur sem á að
skha þessum afladagbókum. Við er-
um með yfir 600 skipstjóra skipa og
báta sem era skyldugir að senda okk-
ur skýrslur. Það er nú eins og geng-
ur, menn era misjafnlega samvisku-
samir við þetta eins og annað. Fyrir
utan trassaskap hjá sumum era
nokkrir skipstjórar einfaldlega á
móti því að halda afladagbækur. Þess
era dæmi að menn hafi komið sér
hjá því að skila skýrslunum en nú
verður tekið fyrir það. Hins vegar
era dagbækumar gagnslausar ef þær
era ekki rétt út fylltar og menn era
að skálda þær upp eftir á. Menn
verða að fyha bækumar út daglega
ef þær eiga að koma að gagni fyrir
Hafrannsóknastofnun," sagði Sigfus
Jóhannesson. -S.dór
fengið viötal viö ráöherrana eins og
hann vonaði.
„Ef íslensk stjómvöld vhja ekki sjá
mig er ég hræddur um að þau vhji
ekki taka á þessu máh. Þetta hefur
verið mín tilfinning fram th þessa.
Ég er ekki að þessum málarekstri
bara vegna eigin áhuga. En ég er
vongóður. Þegar þeir lesa skjölin
munu þeir skipta um skoðun. Ég
mun sjálfur afhenda ríkissaksókn-
ara útdrátt úr eistnesku vitnaleiðsl-
unum á morgun (í dag) og fleiri skjöl.
Mikson á „topp 5“ lista
„Ég vissi ekki að Mikson væri á
lífi fyrr en á síðasta ári þegar gyðing-
ur frá Eistlandi, búsettur í ísrael,
sagði mér frá því að hann byggi á
íslandi. Þá byijaði ég að rannsaka
þetta alvarlega mál,“ sagði hann að-
spurður hvers vegna rannsókn Wies-
enthalstofnunarinnar vegna Mik-
sons hefði ekki hafist fýrr en á síð-
asta ári.
Zuroff segir. Mikson vera á hsta
yfir þá 5 stríðsglæpamenn sem stofn-
un hans leitast helst við að fá sak-
fehda í dag. „Hann er ekki á þessum
lista vegna þess að hann sé einn af
stærstu glæpamönnunum heldur
vegna þess að við eigum besta mögu-
leika og sönnunargögnin gegn hon-
um,“ sagði Zuroff.
-ÓTT
Kúplingsdiskar
Pressur
Legur
Bjóöum einnig flest
annaö sem viökemur
rekstri bílsins.
SKEIFUNNI 5A. SIMI 91-81 47 88
iSÆNSKíj
I Þak- |
| og veggstál |
lallir fylgihlutirl
I
I
I
I
I
| milliliðalaust þú sparar 30% |
| Upplýsingar og tilboð |
| MARKADSÞJÓNUSTAN |
I Skipholli 19 3.hæðl
” Sími:91-26911 Fax:91-26904”
(a
S)