Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1993, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993. Fréttir Norðurfang og Pierre Cardin semja um sölu sjávarfangs undir merkjum Maxim’s de Paris: Erummeðbáða fætur á jörðinni - segir Ólafur Sigurðsson, eigandi Norðurfangs, um möguleika fyrirtækisins „Við vorum að kynna íslenskan fisk á sýningu í Mílanó á Ítalíu í haust þar sem við hittum menn frá Maxim’s de Paris. Við kynntum okk- ur og fórum að spjalla saman. Þeir urðu mjög hrifnir af fiskinum okkar, fengu sýni hjá okkur og létu rann- saka þau með hhðsjón af viðskiptum. Útkoman úr rannsókninni var miög góð og eftir að hafa grennslast fyrir um okkur hér heima hringdu þeir. Við skrifuðum síðan undir samning í París 13. janúar. Við erum eini aðil- inn í heiminum sem má framleiða og markaössetja fisk undir merkjum Maxim’s de Paris," segir eigandi og framkvæmdastjóri fýrirtækisins Norðurfangs í Hafnarfirði. Norðurfang og franski tískurisinn Pierre Cardin, sem á Maxim’s de Paris, hafa skrifað undir samning sem felur í sér einkarétt Norðurfangs til framleiðslu og markaðssetningar um heim allan á alls kyns sjávar- fangi undir merkjum Maxim’s. Maxim’s de Paris rekur veitinga- hús, verslanakeðjur og hótel víðs vegar um heiminn og er í eigu Pierre Cardin sem er mjög þekktur fyrir samnefndar snyrtivörur. Um er að að ræða frystar, ferskar, saltaðar, reyktar og forsoðnar sjávarafurðir eða ávexti hafsins, „frutti di mari“, eins og þeir hjá Maxim’s kalla það. Fara hægt í sakirnar Samningurinn er sagður gefa möguleika á viðskiptiun upp á tugi eða hundruð mfiljóna en Ólafur segir fyrirtækið fara hægt í sakimar og haim forðast alveg að ræða um fjár- hæðir. „Við enun með báða fætur á jörð- inni enda höfum við stundað við- skipti með fisk í 5 ár. í fyrstu verður unnið að innri greiningu fyrirtækis- ins og þeim möguleikum sem þessi samningur hefur upp á að bjóða. Hingað til hefur ekkert sjávarfang verið selt undir merkjum Maxim’s Ólafur Sigurðsson eigandi Norður- fangs. DV-mynd GVA de Paris. Með því að markaðssetja sjávarfang undir þessu þekkta vöru- merki er greiður aðgangur að mark- aði sem er heldur 1 dýrari kantinum, fyrir betur stæða viðskiptavini. Við munum sjá um að koma vör- unni í neytendaumbúðum til um- boðsmanna Maxim’s eða beint í veit- ingahús, hótel eða verslanir. Er þá ekki eingöngu um verslanir Maxim’s de Paris að ræða heldur einnig aörar stórverslanir," segir Ólafur. Hann segir mikilvægt að ávallt séu nægar birgðir svo anna megi pöntun- um. í því sambandi segir hann að ef ekki sé nægilega mikið til af fiski hér verði fyrirtækiö að leita út fyrir land- steinana, til dæmis til Noregs. „Við vonumst þó til þess aö ekki þurfi að koma til þess. Við viljum að öflun, vinnsla og pakkning vörunnar fari alfarið fram hér á landi og vörumar verði merktar „Product of Iceland". Það merki hefur mjög mikið gildi.“ Vörur Maxim’s de Paris eru undir stöðugu og mjög ströngu gæðaeftir- liti og því mun eftirlitsmaður frá Norðurfangi fylgjast með vinnslu og pakkningu vönmnar. Sýnishom af ýmsu sjávarfangi hafa þegar verið send veitingastaðnum Maxim’s de Paris í París. Velta fyrirtækjanna Pierre Cardin Pierre Cardin sýnir vörum úr roði áhuga „Þegar við og Pierre Cardin skrif- uðum undir samninginn um mark- aðssetningu sjávarfangs frá okkur undir merkjum Maxim’s de Paris höfðum við með okkur gjöf. Viö vild- um gefa honum eitthvað séríslenskt og fyrir valinu varð taska úr roði. Pierre Cardin fékk strax áhuga á töskunni, fór að toga hana og teygja og spurði loks hvort við gætum búið svona til undir merkjum Pierre Cardin. Við játtum því. Við fengum eina gerð af hverri leðurvöru sem hann framleiðir með það fyrir aug- um að gera eins vörur úr roði. Það hefur ekki verið skrifað imdir neinn samning ennþá svo það er óljóst hvað úr þessu verður," sagöi Ólafur Sig- urðsson, eigandi Norðurfangs í Hafnarfirði. Möguleikar á notkun roðs af fiski hafa lengi verið þekktir en fáir sem hafa sinnt þeim. Amdís Jóhanns- dóttir gerði töskuna sem Ólafur gaf Pierre Cardin en hún hefur hannað ýmsa hluti úr roði. En þrátt fyrir að nóg sé af fiski hér við land er ekki tryggt að nóg sé til af roði. „Ef úr þessu verður þurfum við lík- lega að kaupa roð erlendis frá þar sem hér á landi kunna menn yfirleitt ekki að vinna roð,“ segir Ólafur. Hann hefur ýmis sýnishorn af roði undir höndum, af þorski, hlýra og fleiri fisktegimdum sem bæði eru í náttúrulegum lit og htuð í ýmsum litum. -hlh og Maxim’s de Paris er um 800 mfilj- arðar íslenskra króna á ári. Pierre Cardin opnaði sína fyrstu verslun í París 1956 en fljótlega varð fyrirtæki hans að stórveldi í tískuiðnaðinum. Um miðjan sjöunda áratugjnn fór Pierre Cardin að veita aðilum heim- fid til að nota nafn sitt á vörur undir eftirliti. 1981 keypti Pierre Cardin síðan hinn heimsþekkta veiúngastað Maxim’s de Paris sem verður 100 ára gamall í maí. Við rekstur Maxim’s hefur Pierre Cardin notast við sömu aðferðir, það er veitt aðfium leyfi tfi að framleiða og markaðssetja vörur imdir merkjum fyrirtækisins. Eftir kaupin á veitingastaðnum opnaði Cardin samnefnda veitinga- staði í nokkrum helstu stórborgum heims en þeir eru átta í dag, verslun- arkeðjur, hótel auk smærri veitinga- staða undir nafninu Minim’s, sem ekki leggja þó eins mikið upp úr finni umgjörð og Maxim’s. -hlh Arndis Jóhannsdóttir gerði töskuna sem Ólafur gaf Pierre Cardin en hún hefur hannað ýmsa hluti úr roði. Arndis heldur hér á steinbítsroði. Hattur- inn, töskurnar, húfurnar og buxurnar er allt úr steinbítsroði. DV-mynd GVA í dag mælir Dagfari________________ Að græða á slysum Lagt hefur verið fram frumvarp á alþingi um skaðabótaskyldu. Sagt er að lögfræðingar séu frekar á móti þessu frumvarpi að lögum og mun það stafa af því að frumvarpið gerir ráð fyrir því að lögin banni að greiða fólki bætur fyrir slys sem það verður fyrir. Frumvarpiö mun vera runnið undan rifjum trygg- ingarfélaganna sem eru orðin bæði þreytt og blönk á því að borga bæt- ur fyrir slys. Þau vfija hætta þess- ari .óráðsíu og segja reyndar að þetta hafi í sumum tilfellum verið eins og happdrættisvinningar fyrir fólk að lenda í slysum. Bætumar hafi verið svo ríflegar. í DV um daginn kom það fram að tryggingarfélögin greiða lög- mönnum allt upp í 120 mflljónir króna á ári fyrir þá þjónustu sem þeir veita slösuðu fólki og þegar bætt er við læknum og tryggingars- érfræðingum eru tryggingarfélög- in að greiöa himinháar fúlgur tfi aðila sem afis ekki eru slasaöir. Fyrir nú utan þau ósköp sem þau borga til hinna slösuðu, án þess að fólkið sé það mikið slasað að það taki því að borga því bætur. Þetta vflja tryggingarfélögin trimma niður og ráðherra hefur orðið við þeirri beiðni með því að leggja fram frumvarp sem er þókn- anlegt fátækum tryggingarfélögum sem eru ofsótt af slösuðu fólki sem hefur verið svo heppið að slasast og eiga rétt á bótum. Segja má að lögfræðingar detti í lukkupottinn í hvert skipti sem ein- hver slasast. Eins læknar og trygg- ingarsérfræöingar. AUir þessir að- fiar fylgjast spenntir með fréttum og frásögnum af slysum í landinu og meðan allur almenningur er harmi sleginn eru þessar stéttir himinlifandi yfir hverju nýju slysi sem drýgir tekjur þeirra á kostnað tryggingarfélaganna. Svo að ekki sé talað um þá sem eru svo heppn- ir aö lenda í slysunum sjálfir og fá happdrættisvinninga. Fólk hlýtur að hoppa hæð sína af gleði í hvert skipti sem það lendir í bflslysi eða vinnuslysi, því þá er á vísan að róa. Slysin hafa sem sagt verið hin mesta gróðalind og gæfuríkir happ- drættisvinningar og raunar miklu öruggari leið heldur en hitt að kaupa sér miða í veujulegu happ- drætti og bíða svo í spenningi eftir drætti. Slysin hafa verið óbrigðul og bætumar vísar og þannig má segja að frumvarp, sem felur í sér bann við bótum, sé aðför að hags- munum og lífskjörum stórra hópa þjóðfélagsþegna. Það er því ekki óeðlflegt að lögfræðingar hafi ýms- ar athugasemdir fram að færa, enda eru það fullkomlega fullgfid rök aö halda því fram að lítil sann- gimi sé í því að útiloka fólk frá þvi að fá bætur fyrir slys sem hefur reitt sig á bætumar. Hvers á það fólk að gjalda? Ekki er það sök hins slasaða þótt lög- fræðingar fái þóknanir fyrir að hjálpa þeim slösuðu. Ekki er það sök hinna slösuðu þótt læknar kunni ekki að reikna út örorku- matið og þótt tryggingarsérfræð- ingar kunni ekki að reikna út ör- orkuna og tryggingarfélögin hafi tekið að sér tryggingar sem eiga að dekka slysin sem þau ætla nú að undanþiggja bótum. Ekki er það tryggingarfélaganna að ákveða hverjir lendi í slysum og það er ekki þeirra að refsa fólki fyrir að lenda í slysum, með því að neita því um bætur, bara af því að það hefur ekki slasast nóg. Verður fólk virkfiega að leggja það á sig að slasast meira og slasast alvar- lega tfi að fá bætur sem þaö á rétt á? Ef frumvarpið verður að lögum blasir það við að slasaðir fá ekki bætur þótt þeir séu slasaðir. Trygg- ingarfélög þurfa ekki að borga bætur þótt þau séu tryggingarfélög og lögfræðingar missa vinnu við lögfræðiaðstoð, sem fólk þarf ekki lengur á að halda, af því að það fær ekki bætur tfi að borga þóknunina. Dagfari er engu að síður þeirrar skoðunar að þetta sé 'hið besta frumvarp. Tryggingarfélögin mega alls ekki við því að borga þeim bætur sem eiga rétt á þeim. Og þar að auki kemur ekki til greina að fólk komist upp með það tfi lengdar að græða á slysum sínum. Nóg er nú samt svínaríið í þjóðfélaginu þótt almenningur fari ekki lika að gera út á slysin. Slys eru bara slys sem enginn getur gert neitt í og þaö á ekki að bitna á tryggingarfélög- um þótt einhver sé svo vitlaus að slasa sig ekki nógu mikið þegar hann slasast á annað borð. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.