Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1993, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993. Landbúnaðurinn og skólarnir Frá örófl alda vorum við bænda- samfélag sem nú hefur breyst á skömmum tíma. Ný og breytt landsbyggð er að taka á sig mynd sem okkur hefði ekki órað fyrir. Störfum fækkar jafnt og þétt í hefð- bundnum búskap samfara aukinni tækni og þeir eru færri og færri sem geta afkastað því að brauðfæða þjóðina. Þéttbýh vex og í sveitun- um býr nú mjög margt fólk sem hefur aðra aðalatvinnu en land- búnað. Breytingin hér á landi er mikil og mun meiri heldur en margir hafa gert sér grein fyrir. í skólum landsins eru kennarar famir að kenna um landbúnað sem aldrei hafa verið í sveit og eru þeir auk þess með lélegt og úrelt námsefni, en Námsgagnastofnun hefur ekki séð sér fært að endumýja það fyrir Atli Vigfússon formaður Búnaðarsambands S-Þingeyjarsýslu „I skólum landsins eru kennarar farnir aö kenna um landbúnað sem aldrei hafa verið í sveit og eru þeir auk þess með lélegt og úrelt námsefni, en Náms- gagnastofnun hefur ekki séð sér fært að endurnýja það fyrir grunnskóla.. grunnskóla og fyrir framhalds- skólastigið er ekki til neitt ítarlegt efni um þessa atvinnugrein. Hér er mikið starf að vinna og þurfa bændasamtökin að koma inn í og hefja samninga við skólayfirvöld og bæta úr námsefnisskorti á þessu sviði svo úr rætist. Skólabýli og heimabyggð Einn mikilvægasti þátturinn í að auka kennslu í landbúnaði em skólabýlin. Það em býh sem taka reglubundið á móti skólabömum í heimsóknir. Þar gegnir bændafjöl- skyldan mjög mikhvægu hlutverki við að taka á móti fólkinu og leið- beina því bæði heima fyrir svo og með því að koma í skólann og vinna verkefni með nemendum í fram- haldi af kynningunni. Þarna þarf að koma til samstarf í hveiju héraði. Gætu búnaðarsam- bönd og fræðsluskrifstofur séð um skipulagninguna, en auðvitað þurfa allir aðhar aö vera thbúnir th þess að taka þetta á sig, ekki hvað síst ábúendur sveitabýla. Að- ferðin er sú að vinna sem mest með sína heimabyggð og ná þannig at- hygh nemenda. Þá þarf námsefhið að vera mjög sveigjanlegt þannig að hægt sé að höfða th mismunandi námsgetu nemenda og auk þess hafa valmöguleika th þess að koma th móts við ólíkar óskir. Á það aðal- lega við um vinnu með ítarefni og ritgerðarefni á framhaldsskóla- „Landbúnaðurinn sem undirstöðugrein þjóðarinnar er óþrjótandi náms- efni...“ segir m.a. í grein Atla. stigi. Með víðfeðmu námsefni er hægt að koma inn á hina ýmsu þætti náms og auka þannig hæfni nem- enda á sem flestum sviöum. í yngri bekkjum þarf að höfða meira th hins verklega og á bamið að fá að mála, teikna og móta það sem það hefur heyrt og séð um efnið. Þá faha leikir og leikhst inn í landbún- aðarþemað. Þarf nýtt líf í þá fræðslu Hér má ekki túlka það svo að ekki sé um landbúnað fjallað í skól- um landsins. Hins vegar þyrfti að gera það miklu betur en nú er. Það er mjög erfltt fyrir hinn al- menna kennara að eiga að íjalla um námsefni þar sem námsbækur eru af skomum skammti og hthr möguleikar á að gera kennsluna líflega og uppbyggjandi og fá nem- endur th þess að njóta þess að vera með, taka þátt og skapa eitthvað sem skhur eftir sig. Því miður hef- ur skólakerfið okkar orðið á eför á mörgum sviðum, t.d. í kennslu um atvinnulífið, og það tekst ekki að virkja þá miklu krafta sem ungt fólk hefur th þess að hafa gaman af þvi sem um er verið að fjalla. Ein aðferðin er aö efla persónuleg tengsl milh bændafólks og þéttbýl- isbúa og opna augu þeirra fyrir mikhvægi hvors annars, þ.e. fram- leiðandans og neytandans. Landbúnaðurinn sem undir- stöðuatvinnugrein þjóðarinnar er óþijótandi námsefni og gefur þann möguleika að fræða fólk um land og þjóð á ótal vegu. Þannig væri hægt að samþætta efnið mjög mörgum öðrum námsgreinum og gera fólk meðvitað um ghdi þess að í landinu sé búið. Ath Vigfússon Feluleikur með bréf „Engum gat komið það verr en sjálf- stæðismönnum hefði bréfi þessu verið veifað í umræðum um atvinnumálahlið fj árhagsáætlunar. “ Fjórum dögum efhr afgreiðslu fjár- hagsáætlunar Reykjavíkurborgar harst bréf inn á borð borgarráðs. Voru þar komin thmæh frá at- vinnumálanefnd „Samtaka at- vinnurekenda og launþega í bygg- ingariðnaði" th allra sveitarstjóma um aðgerðir í atvinnumálum. Th- mæh þessi voru dagsett 18. desemb- er síðasthðinn og voru beint inn- legg í fjárhagsáætlanagerð sveitar- stjórna fyrir þetta ár. Tilmæli um atvinnusköpun í bréfinu er að finna bein tilmæli um aðgerðir í atvinnumálum. Er því beint th sveitarstjóma að flýta útboðum verka og hraða fram- kvæmdum. Bent er á viðhald mannvirkja, fráveitur, gatnagerð, skóla- og dagvistamppbyggingu, íþróttamannvirki o.fl. Þá er fariö fram á að sveitarstjómir geri fram- kvæmdaáætlanir út kjörtímabihð sem taki beinlínis mið af atvinnu- ástandinu. Þessar thlögur aðila í byggingar- iðnaði em í fuhkomnum sam- hljómi við margítrekaðar thlögur borgarfuhtrúa Nýs vettvangs í at- vinnumálum síöustu mánuði og KjaUaiinn Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi Nýs vettvangs misseri. Nú síðast vegna íjárhagsá- ætlunar ársins 1993. Tijmælin fást ekki rædd Á fundi borgarráðs, þrem dögum fyrir afgreiðslu fiárhagsáætlunar, kvisaðist út af bréf þetta hefði ver- ið sent borgaryfirvöldum. Efni þess var ekki upplýst á fundinum og fjárhagsáætlun var afgreidd nokkrum dögum síðar án nokkurs tilhts th þess sem Samtök atvinnu- rekenda og launþega í byggingar- iðnaöi höfðu th málanna að leggja. Það var von því bréfið höfðu menn ekki undir höndum - hlu heilli. Borgarfuhtrúa Nýs vettvangs hefði sannarlega munað um svo ágætan hðstyrk í rökstuðningi fyrir at- vinnumálathlögum sínum í þess- um maraþonumræðum. Þegar bréfið var loks lagt fram í borgarráði þann 26. janúar sl. - fjórum dögum eftir afgreiðslu fiár- hagsáætlunar - fékkst það ekki takið á dagskrá og undirritaðri var meinað að ræða innihald þess á þeim fundi. Hvað vildu menn fela? Það er athyghsvert að erindi th borgaryfirvalda, sem dagsett er 18. desember, skuh ekki kynnt borgar- ráösmönnum fýrr en 26. janúar og þá með eftirgangsmunum án efnis- legrar umræðu. Einkum er þetta umhugsunarvert þegar innihaldið varðar beinlínis fiárhagsáæfiun borgarinnar og breytingarthlögur við hana (sem í þessu tilfelh voru atvinnumálathlögur Nýs vett- vangs). Þar hggur hundurinn þó senni- lega grafinn. Engum gat komiö það verr en sjálfstæðismönnum hefði bréfi þessu verið veifað í umræðum um atvinnumálahhð fiárhagsáætl- unar. Því fór sem fór: Aðhar bygg- ingariðnaðarins áttu erindisleysu við borgaryfirvöld að þessu sinni - þótt erindið væri brýnt. Ólína Þorvarðardóttir 15 lagi á starf- semi sem þessi best heima á yfir- borðinu og undir sterku opinberu eft- irM ta að forðast hugs- Magnús Ólafsson, anleg tengsl hagfræðingur við undir- heimana eins og slæm reynsla sumra þjóða sýnir vel. Gott dæmi um þetta eru nýju lýðveldin i gömlu Sovétríkjunum, í öðru lagi gefur vel rekin spila- stofa, það er casino, af sér góðan arð, svo framarlega sem hún er rekin fyrir opnum fiöldum ogfær góða aðsókn. Þessi arður á að renna 1 sjóði almennings eða th ótiltekinnar góðgerðarstarfsemi og ekkert annað. Hreinn hagnað- ur af stórri spilastofu á íslandi gæti orðið um 100 mhfiónir á ári. í þriðja lagi skapar reksturinn mikla atvinnu, sennhega þarf um 100 manns th aö vinna við shka stofu hér á landi. Hafa ber i huga að erlendir ferðamenn myndu standa undir meirihluta tekn- anna. í fiórða lagi er spilastofa ekki búlla heldur rekstur raeð hefð og glæsibrag sem nýtur virðingar hvarvetna i heiminum. Heim- sókn i casino er hluti af lífs- mynstri millistéttarmannsins í Evrópu í dag, hlutur sem þykir jafn sjálfsagöur og bíó eða leik- húsferð. í fimrata lagi eru Albanir ekki góöir ferðafélagar en þeir leyfa ekki rekstur sphastofa frekar en við, einir allra Evrópuþjóða." Skapa félags- leg vandamál af' fyrir sig að einstaklingar sphi upp á peninga eða séu með veð* málsmáinilh er í $jálfu sér ekki bannaö. Það er hins vegar bannað jónsson, yfirlög- að hafa fiár- regluþjónn hættuspii eöa veðmál að atvínnu og að koma öðrum th þátttöku í því. Eins er bannað að afla sér tekna með beinum eöa óbeinum hætti með því að láta fiárhættu- sph eöa veðmál fara fram i hús- næði sem viðkomandi hefur um- ráð yfir. Fjárhættuspil og veðmál hafa vfða skapað alvarleg vandamál, bæði félagsleg og eins í tengslum við afbrot. Má þar nefha ihvið- ráðanlega fikn sem heltekur suma og getur meðal annars leitt th afbrota og fiölskylduhann- leikja. Það að lögleiöa sphavíti breytir hér engu um en það getur verið th þess fallið að fleiri leiðist út í hringrás spilafíknar. Eins getur ýmis spilling þrifist í tengslum viö sphavíti þótt svo þau séu lögleg og það cr ekkcrt öruggt að ríkið nái th sín þeim tekjum og gjöldum sem því ber. Þetta byggi ég á reynslu annarra þjóða þar sera spilavíti hafá verið ^Aður en rekstur spilavíta yrði leyföur þarf að láta fara fram ít- arlega könnun, tneðal annars á reynslu annarra þjóöa varðandi þessi mál th að hægt sé að gera sér grein fýrir því hvaða félags- legu vandamál gætu skapast yröi þettalögleyft." -ból

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.