Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Side 12
12 LAUGARDAGUR12. FEBRÚAR1993 Erlendar bókmenntir Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Joanna Trollope: The Choir. 2. Stephen Fry: The Liar. 3. Michaet Dobbs: To Play the King. 4. Danielle Steel: No Greater Love. 5. Colin Forbes: Cross of Fire. 6. Joanna Trollope: The Rector's Wife. 7. Dick Francis: Comeback. 8. Mary Jane Staples: On Mother Brown's Doorstep. 9. Catherine Cookson: The Rag Nymph. 10. John Grisham: A Time to Kill. Rít almenns eðlis: 1. Andrew Morton: Diana: Her True Story. 2. Bill Bryson: The Lost Continent. 3. Peter Mayle: Toujours Provence. 4. Peter Mayle: A Year in Provence. 5. Bill Bryson: Neither Here Nor There. 6. Michael Palin: Around the World in 80 Days. 7. Ranulph Fiennes: The Feather Men. 8. Keath Fraser: Worst Journeys: The Picador Book of Travel. 9. Nancy Friday: Women on Top. 10. Cleese & Skynner: Families & How to Survive Them. (Byggt ó The Sunday Tímes) Danmörk Skáldsögur: 1. Hans Scherfig: Det forsemte forér. 2. Herbjerg Wassmo: Vejen at gá. 3. Leif Davidsen: Den russiske sangerinde. 4. Francesco Alberoni: Venskab. 5. Betty Mahmoody: For mit barns skytd. 6. Herbjprg Wassmo: Dinas Bog. (Byggt á Politiken Sondag) Vélráð og morð Sidney Sheldon og Lawrence Sand- ers eiga þaö sammerkt aö vera með vinsælustu höfundum í Bandaríkj- unum. Nýjar spennusögur þeirra fara beint á metsölulistana og dvelja þar yfirleitt vikum eða jafnvel mán- uðum saman. En þeir eiga fátt annað sameigin- legt sem höfundar. Sidney Sheldon hóf feril sinn í heimi leikhúss og kvikmynda: sámdi leikrit sem sýnd voru á Broadway og handrit að vinsælum kvikmynd- um og sjónvarpsþáttum. Svo sneri hann sér aö spennusagnaritun og sló strax í gegn. Pólitísk vélráð Sögur hans fjalla yfirleitt um al- þjóðleg samsæri valdamikiUa manna í stjómmálum og viðskiptalííi, og söguhetjur sem brjóta samsærin á bak aftur. Nýjasta metsölusagan, The Doomsday Conspiracy, er af þessu sama tagi. Hér segir frá því að torkennilegur hlutur utan úr geimnum fellur til jarðar í fjallahéraði í Sviss. Hópur ferðamanna sem á leið þar um verð- ur vitni að atburðinum. Robert Bell- amy, sem starfar í leyniþjónustu bandaríska flotans, er fenginn til að hafa uppi á þessum sjónarvottum. Honum verður vel ágengt og finnur hvert vitnið af öðru. Hann áttar sig hins vegar ekki á því að um leiö og hann tilkynnir yíirboðurum sínum nafn nýs sjónarvottar er aftökusveit send á vettvang - ekki fyrr en hann hefur fundið og gefið upp nafn síð- asta vitnisins og verður um leið sjálf- ur að skotmarki. Bellamy snýst til vamar og tekst auðvitað að afhjúpa samsærismenn- ina í þessari einföldu en spennandi sögu og leyndardóminn aö baki sam- særinu. Morð í Palm Beach Lawrence Sanders hefur samið tugi vinsælla spennubóka um rann- sókn sakamála í Bandaríkjunum. Þessi nýjasta gerist meðal ríka fólksins í Palm Beach í Flórída. Arc- hy McNally er eins konar einkaspæj- ari í þjónustu lögfræðistofu fóður síns, einhleypur maöur sem kann að meta gott vín og fagrar konur en hefur eins konar ofnæmi gegn hjóna- bandi. McNally fær þaö verkefni að kcmna stuld á verðmætum frímerkjum frá einum viðskiptavina fyrirtækisins, marggfflri auðugri konu. Til að byrja með verður honum lítið ágengt en þegar hann semur við frímerkjasala um að kanna hvort sams konar frí- merki og stolið var hafi verið boöin til kaups fara hlutirnir að gerast. Frímerkjasalinn er myrtur og bönd- in berast að vinum og starfsmönnum frúarinnar auðugu. í þessari ágætis spennusögu íjallar Sanders jafnt um lífsstíl og ástaræv- intýri Palm Beach-liðsins og rann- sókn sakamálsins sem McNalIy leys- ir að sjálfsögðu í lokin. THE DOOMSDAY CONSPIRACY. Höfundur: Sidney Sheldon. Warner Books. McNALLY’S SECRET. Höfundur: Lawrence Sanders. Berkley Books. Umsjón: Elías Snæland Jónsson Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1, Mary Higgins Clark: All Around the Town. 2 . Michael Crichton: Rising Sun. 3. Robert Ludlum: The Road to Omaha. 4. Robin Cook: Blindsight. 5. Michaei Crichton: Jurassic Park. 6. LaVyrie Spencer: Bygones. 7. Sara Paretsky: Guardian Angel. 8. John Grisham: The Firm. 9. John Grisham: A Time to Kill. 10. W. E. B. Griffin: Line of Fire. 11. Catherine Coulter: Beyond Eden. 12. Lawrence Sanders; McNally's Secret. 13. Jane Smiley: A Thousand Acres. 14. Norman Maclean: A River Runs Through It. 15. Anne McCaffrey: Damia. 16. Joseph Wambaugh: Fugitive Nights. Rit aimenns eðlis: 1. Gloria Steinem: Revolution From Withín. 2. Malcolm X & Alex Haley: The Autoblography of Malcolm X. 3 Al Gore: Earth in the Balance. 4. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 5. Susan Faludi: Backlash. 6. Deborah Tannen; You just Don't Understand. 7. Piers Paul Read: Alive. 8. Nancy Friday; Women on Top. 9. Peter Mayle: A Year in Provence. 10. Molly Ivins: Molly Ivins Can't Say That, Can She? (Byggt á New York Tíitibs Book Review) Vísindi Farsími, far- tölva og bréfa- simi í emu fjol- skiptatæki Sex af stærstu rafeindafyrirtækj- um heims hafa sameinast um fram- leiðslu á nýju þarfaþingi fyrir at- hafnamenn. Um er að ræða fjöl- skiptatæki samansett úr farsíma, fartölvu og bréfasíma. Gripurinn á aö vera svo lítill aö hann rúmist vel í vasa og um leið nógu öflugur til að leysa alla þrjá forvera sína af hólmi. Hægt verður að skrifa með penna á skjá á tæk- inu. Fjölskiptatækið á að kosta um eða yfir hundrað þúsund íslenskar krónur. Að þessu verkefni standa risar á borð við bandaríska símafélagið AT&T, Sony, Matushita, Philips, Apple og Motorola. Áður hafa minni fyrirtæki sagt frá hönnun á svipuð- um tækjum en ekki hefur verið ráð- ist í framleiðslu enn. Von er á fyrstu fjölskiptatækjunum á markað í sumar. Vísitölubam íTokyoá 411 leikföng Börn í Tokyo, höfúðborg Japans, eiga að meðEdtali 411 leikfong. Verð- mæti safnsins hjá hverju bami er um hundrað þúsund íslenskar krón- ur. Rannsóknarstofnum heimilis- halds í Japan stóð fyrir könnun- Böm frá kvef 5 sinnum á ári Bandarískar heilbrigðisskýrsl- ur sýna að böm undir fl ögurra ára aldri fá að jafnaði kvef fimm sinnumáári. Næsti aldurshópur, frá fimm ára tíl tvítugs, stendur sýnu betur að vígipg kvefast aöeins þrisvar aðjafhaði á ári, Fólk eldra en tvítugt fær k vef tvisvar á ári. inni. Talin vom leikföng hjá böm- um yngri en níu ára á tuttugu heim- ilum. Hver hlutur var talinn sem eitt leikfang nema um kubba væri aðræða. Aldrei bein leiðhjágang- andi manni Maður sem villist í snjó og myrkri gengur í hringi. Þetta em gömul sannindi sem margir vísindamenn hafa staðfest. En nú hefur japansk- ur vísindamaður komist að því að mönnum er með öllu fyrirmunað að ganga beint, jafnvel í björtu á beinum og breiðum vegi. Rannsókn á göngulagi tuttugu manna leiddi í ljós að allir gengu þeir í hlykkjum. Alltaf hallaði ofur- lítið á annan fótinn og göngumaður- inn sveigði ýmist til hægri eða vinstri. Með reglulegu millibUi leið- réttist stefnan sjái menn til vegar. Hlykkimir em hins vegar mjög mismunandi eftir mönnum. Sumir verða að leiðréta sig á átta skrefa bili en aðrir eftir 50 eða 100 skref. Sjái menn hvorki daginn né veginn geta þeir ekki lagað stefnuna. Við flugtak er svifflugan með venjuiega skrúfu. Á svifi er skrúfan brotin saman. Sviffluga hefur sig sjálf á loft Við háskólann í Zurich í Sviss er verið að hanna svifflugu sem hefur þann eiginleika að geta hafiö sig sjálf á loft. Fmmgerð flugunnar er þegar farin í loftið og lofar góðu. Svifflugan er meö skrúfu sem hægt er að brjóta saman þegar flug- hæð er náð. Þá þarf ekki það draga fluguna á loft og spaðamir em ekki tiltrafalaásvifinu. Hönnuðimir segjast ekki einungis hafa búið tfl leikfang heldur geti þessi hugmynd notast til að smíða umhverfisvænar farþegavélar. Tal- ið er að hreyflar flugvéla eyði miklu af ósoni í háloftunum. Með nýju samabrotnu skrúfunni er hægt að drepa á hreyflunum þegar fullri flughæðernáð. Mammútsunginn Dimma var drep- inn af rándýrum fyrir 40 þúsund árum. Vísindamenn telja mögulegt að velja erfðaefni úr Dimmu til lífs- ins. Mammútur vakinn til lífs- inseftir40 þús- und ár í ís Fomleifafræöingar fundu fyrir skömmu vel varðveittan mammúts- unga í austanverðri Síberíu. Líklegt er að rándýr hafi drepið ungann en hann frosið áður en búið var að éta meira en ranann af honum. Skrokk- urinn er því eins og hann hafi verið djúpfrystur ferskur. Vísindamenn- imir kalla ungann Dimmu. Frystingin gerir það að verkum að vísindamenn geta náð erfðaefni óskemmdu úr frumum Dimmu, komið þeim fyrir í kynfrumum fíla og vakið þannig til lífsins dýrateg- und sem dó endanlega út fyrir um 10 þúsund ámm. Dimma lét sjálf líf- ið fyrir fyrir um 40 þúsund ámm. Á jörðinni voru til fimm afbrigði mammúta allt til loka ísaldar. Stærri spendýr hafa ekki lifað á landi og voru þeir hæstu nær flmm metrar á herðakamb og nokkur tonnaðþyngd. Kýr eru nánustu ættingjar hvala. Kýr eru nán- ustu ættingjar hvala á landi Fomleifafræðingar hafa fundið steingerðar leifar af landdýri sem er forfaðir bæði hvala og margra klaufdýra eins og kúa. Dýr þetta hafðist við í Pakistan fyrir um 50 milljón árum. Það var á stærð við sauðkind. Meö þessu þykir sannað að forfeð- ur hvala lifðu á landi og gengu á flómm fótum. Fyrir einhveija duttl- unga náttúrunnar greindust afkom- endur þessa dýrs í tvær tegundir; önnur kaus að vera á þurru landi enhingekkísjóinn. Ofháttuppi til að sjóða Engin leiö er aö sjóða egg á tindi Everest, hæsta fjalls í heimi. Svo hátt yflr sjávarmáli sýður vatn viö 71 gráðuogþað dugar ekki tilaðhvítanhlaupi. Umsjón: Gísli Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.