Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Síða 15
LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993. 15 Ólíklegt er, að þetta handtak verði upphaf þjóðarsáttar. DV-mynd GVA Er j ar ðvegur fyrir kröfugerðina? Samtök launþega hafa sett fram kröfur. Þær beinast einkum að rík- isstjóminni og mundu, ef að líkum lætur, þýða meiri halla á fjárlögum og meiri skuldasöfnun. Þær mundu leiða til þess, að slegin yrðu stór erlend lán til að bera uppi lífskjör okkar. Verði krafan um kaup- hækkun sett á oddinn, fellur geng- ið. Við skulum líta á, hve mikið gengi krónunnar gæti þolað og hversu mikla skuldasöfnun erlend- is við gætum borið. Tökum kröfur ASÍ sem dæmi. Þar segir, aö kaupmáttarstig kom- andi kjarasamninga skuli ekki verða lakara en kaupmáttarstig síðustu kjarasamninga í maí í fyrra. Því verði meðal annars náð með launahækkunum, svo og breytingum á skattakerfinu, svo sem lækkun á virðisaukaskatti á matvörum, hækkun persónuaf- sláttar og lækkun tekjuskatts. Efnahagslegar forsendur kjara- samnings verði stöðugt gengi, að- hald í verðlagsmálum og veruleg lækkun raunvaxta. 5-7 prósenta kjaraskerðing Hvað þýðir þetta? Benedikt Dav- íðsson, forseti ASÍ, segir, að kjör hafi nú þegar skerzt um 5 prósent vegna aðgerða ríkisstjómarinnar í haust. Menn sjá fram á tveggja pró- senta kjaraskerðingu til viðbótar á næstunni vegna þessara aðgerða. ASÍ leggm- áherzlu á kröfur á hendur ríkisstjóminni um kjara- bætur, en kauphækkunin sjálf verði „afgangsstærð", það er hún komi til, fáist kjarabætumar ekki öðmvísi. Eirþað gefur augaleið, að ólíklegt er, að ríkissljómin bakki með stefnu sína. Kannski er það „hugsanlegt", en ella mun ASÍ leggja þungann á kröfur um 5 pró- senta kauphækkun. Sú kauphækk- un leiddi til þess, að gengið félli, svo að fráleitt væri að tala um „stöðugt gengi sem forsendu kjaraasamnings". ASÍ vill, að dregið verði verulega úr þeim álögum, sem settar hafa • verið á almenning í heilbrigðismál- um, svo sem í lyfjamálum og að því er tekur til lækniskostnaðar og tannlæknakostnaðar. Húshitunar- kostnaður verði jafnaður um land- ið. Biðtími faili út úr lögum um atvinnuleysisbætur. Fallið verði frá vaxtahækkun í félagslega kerf- inu. Sfjómvöld „taki mið af þeim tillögum, sem aðilar vinnumarkað- arins hafa bent á, í fyrsta lagi með því að leggja fram fjármuni vegna bráðavanda og í öðm lagi verði unnið að gerð langtímaáætlana í atvinnuuppbyggingu í samráði við aðila vinnumarkaðarins". Hver maður sér, að ekki er lögð til ný tekjuöflun fyrir ríkið til að mæta auknum útgjöldum, sem kröfugerðin felur í sér. Með öðrum orðum: meiri halli - meiri erlend lán. Hvað þolir gengið? Hve mikið þolir gengið? Skoðum upplýsingar frá Seðlabankanum. Gengi krónunnar var fellt um 6 prósent í lok nóvember eins og menn muna. Gengisfellingin kom í kjölfar mikils óróa á gjaldeyris- mörkuðum. Hún var rökrétt. Sænska krónan hafði fallið rétt áður, svo og gjaldmiðlar Spánar og Portúgals. Aður hafði brezka pund- ið falliö, svo og finnska markið og ítalska líran. Norska krónan stóð þá daga tæpt og féll síðar um 5 pró- sent. Verðbólgan hér á landi var orðin nær engin fyrir gengisfellinguna. Hækkun framfærsluvísitölu und- angengna 12 mánuði nam þá aðeins 0,9 prósentum. Þaö er minnsta hækkun þessarar visitölu, minnsta verðbólga, yfir 12 mánaða tímabil síðan 1 nóvember áriö 1971. Gengisfellingin í nóvember kom verðlaginu af stað. Seðlabankinn reiknar nú með því, aö verðbólgu- hraðinn, miðað við 3 mánuði, kom- ist hæst nú í febrúar, nálægt 10%, en fari lækkandi eftir það. En þá kemur spumingin um kjarasamn- inga inn í dæmið. Þegar athugað er, hvort gengi krónunnar er skráð „of hátt“ eða „of lágt“, er tekið mið af svonefndu „raungengi“, „raunverulegu" gengi, sem segir til um þróun geng- is og verðlags eða launa hér á landi og í helztu viðskiptalöndum. Þetta segir okkur til um samkeppnis- stöðu íslenzkra atvinnuvega miðað við aðra eða hvort „þarf“ að fella hið skráða gengi krónunnar. Lágtraungengi Fyrir gengisfellinguna í nóvemb- er var „raungengið" miðað við verðlag nánast hið sama og það var Laugardags- Haukur Helgason aðstoðarritstjóri árið 1980, sem einnig var nálægt meðaltali áranna 1980-91. Raun- gengiö hafði í haust lækkað um 1,5 prósent frá því það náði hámarki í árslok 1991. Gengisfellingin var til komin vegna óróans á erlendum gjaldeyr- ismörkuðum. Raungengið hafði hins vegar verið okkur hagstætt. Gengisfellingin flýtti þeirri þróun, að raungengið lækkaði. Gert er ráð fyrir, að raungengið lækki áfram um 4,5 prósent frá þriðja ársfjórð- ungi í fyrra fram á fyrsta fjórðung þessa árs. Þetta hefur komið fram. Gangi spá Seðlabankans eftir, verður raungengi krónunnar mið- að við launaþróun orðið 7 prósent- um lægra en meðaltal áranna 1980-1991. Raungengið verður þá orðið 4 prósentum lægra en það var þessi ár, ef miðað er við þróun verðlags í þessum ríkjum. Þetta er kannski flókið mál, en nægir að segja, að gengi krónunnar stendur tiltölulega sterkt um þessar mund- ir eftir gengisfellinguna. Samkepppnisstaða íslenzkra at- vinnuvega gagnvart umheiminum er því tiltölulega traust. Seðlabank- inn reiknar svonefnda „vísitölu samkeppnisstöðu" til að meta þetta. Hann segir, að sjávarútveg- urinn búi nú nánast við meðalskil- yrði að þessu leyti, eða 3 prósentum betri skilyrði en var að meðaltali árabilið 1979-1991. Erfið rekstrar- staða sjávarútvegsins skrifast því algerlega á reikning kvótaskerð- ingar og aölögunarvanda útvegs- ins, og róðurinn verður þungur hjá mörgum fyrirtækjum í sjávarút- vegi. Samkeppnisiðnaðurinn styrkti stöðu sína gagnvart útlöndum árin 1989 og 1990, miðað við áðumefnda vísitölu. Staðan versnaði nokkuð árið 1991, en breyttist lítið í fyrra. Þótt gengi krónunnar standi til- tölulega sterkt og samkeppnisstað- an sé þannig þolanleg, eru menn á því, að gengið þoh ekki teljandi kauphækkanir. 7-8 prósenta verðbólga Líklegt væri til dæmis, að 5 pró- senta almenn kauphækkun mundi leiða til svo sem tveggja prósenta gengisfellingar. Tímaritiö Vísbending nefnir í dæmi, að verði kauphækkun 3,5 prósent 1. maí, 2 prósent 1. ágúst og 1 prósent 1. nóvember, gæti gengisfelling orðið 3 prósent 1. nóv- ember. Þetta tekur nokkurt mið af kröfum Kennarasambandsins, sem hefur eins og BSRB meiri kaup- hækkun en ASÍ á kröfulista sínum. Fimm prósenta kauphækkun mundi líklega leiða til þess, að verðbólgan yrði 7-8 prósent í ár. Þetta yrði útkoman, ef ASÍ fengi ekki framgengt kröfum sínum gagnvart ríkisstjóminni, svo að áherzlan yrði lögð á hækkun kaupsins og kauphækkunin næði fram að ganga Ríkisstjómin gæti orðið við mörgum kröfum launþegasamtak- anna - ef hún vildi. Fyrst og fremst mætti skera niður ríkisútgjöld með því að leggja af hinar fjölmörgu sporslur til gæðinga flokkanna, sem ríkisvaldið greiðir. Mikið mætti skera niður framlög til land- búnaðarmála, svo að dæmi sé nefnt. Hugsanlegt væri að taka upp skatt á íjármagnstekjur, og leggja mætti á frekari hátekjuskatt. En jafnllklegt er, að ekki verði sam- staða í ríkisstjóm um mikið af þessu. Vissulega er fjárhagsstaða ríkis- ins slæm. Halli hefur látlaust verið ■ á fjárlögum síöan 1985. Hallinn hef- ur numið 1,3-3,3 prósentum af framleiðslu í landinu, sem er geysi- mikið. Hallinn hefur yfirleitt farið jafnt og þétt vaxandi en var þó mestur árið 1991. Nú í ár er gert ráð fyrir 10 milljarða halla á ríkis- sjóði og ekki á það bætandi. Enn nýtt skuldamet Hallareksturinn er hættuleg stefna, og skuldir hlaðast upp. Landsmenn verða stöðugt skidd- ugri gagnvart útlöndum. Erlendar skuldir era komnar í 900 þúsund krónur á hvert mannsbam. Skuldahlutfallið hefur stöðugt farið vaxandi frá árinu 1987, enda hefur verið stöðugur halli á við- skiptum við útlönd allt þetta tíma- bil, sem hefur verið fjármagnaöur með erlendum lánum. Skuldahlutfalliö nálgaðist 50 pró- sent af landsframleiðslunni í fýrra og verður í ár líklega 52 prósent hið minnsta. Jafnframt hefur „greiðslubyrðin" farið vaxandi, af- borganir og vextir af lánum sem hlutfall af tekjum okkar af útflutn- ingi. Greiðslubyrðin varð 25 prósent af útflutningstekjum í fyrra og verður 30 prósent í ár. Allt þetta er eitthvað skárra en er hjá Færeyingum, en svona var staðan hjá þeim frændum okkar fyrir nokkrum árum. Haukur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.