Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR13. FEBRÚAR1993 17 Akureyringar gera það gott í knattspyrnugetraununum: PÖNTUNARSÍMI91-674590 Smári við tölvuna i golfskálanum þar sem hann situr oft og „spáir í málin". í baksýn sjást tvær veglegar vinningsávísanir frá íslenskum getraunum, önnur upp á tæpar 11 milljónir króna. DV-mynd gk Golfklúbbs- menn irnnu yfir 30 milljónir á / tilefni flutninganna veröur boöiö upp á kaffi og meölœti alla nœstu viku. Veriö öll velkomin í Kringluna 7. DSBANK! tíma! síðasta ári Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii „Þaö fylgja þessu miklar vanga- veltur því það er jú vitað mál að sum kerfi, sem tippað er eftir, eru betri en önnur. En samt sem áður er það sem gildir mest í þessu að missa ekki móðinn, það er úthaldið sem að lokum færir mönnum það sem þeir eru að sækjast eftir, stóra vinninginn,“ segir Smári Garðars- son, starfsmaður hjá Golfklúbbi Akureyrar. Smári er fyrst og fremst starfs- maður á golívellinum sjálfum en sífellt meira af tíma hans í starfi fyrir golfklúbbinn fer í að sjá um getraunimar og segja má að á ve- tuma geri hann ekkert annað. Og afraksturinn? Golfklúbburinn er söluhæsti aðili getraunaseðla hér á landi, beinn hagnaður golfklúbbs- ins af getraunaseðlasölunni er geysiiegur og vinningsupphæðim- ar, sem skiluðu sér á síðasta ári, eru háar. Golfklúbburinn fékk 8 milljónir „Á síðasta ári var tippað fyrir um 32,3 milljónir í nafni kiúbbsins," segir Smári. „Við vorum réttum megin við strikið hvað snertir vinninga því greiddir vinningar til okkar vora einhveijum hundruð- um þúsunda hærri. Fyrir þetta fékk klúbburinn um 8 milljónir í áheit og sölulaun. Þetta hefur ekki alltaf verið svona, ég get nefnt sem dæmi að árið 1991 fékk klúbburinn um 6 þúsund krónur í sinn hlut þannig að þetta hefur breyst mikið. Við fengum í febrúar á síðasta ári 10,7 milljóna króna vinning. Þá var þetta reyndar komið vel á skrið en stóri vinningurinn var ekki til að draga úr mönnum. í maí vora sölu- laun klúbbsins t.d. 1280 þúsund krónur en það met slógum við í síðasta mánuði. Það er því ekkert lát á þessu hjá okkur.“ Sjómenn fá þjónustu Smári segir það vera ótal atriði sem hann þurfi að huga að og segja megi að alla vikuna snúist lífið um næsta getraunaseðil. Það eru ekki bara einstaklingar sem taka þátt í hópleiknum hjá klúbbnum, Smári er einnig í sambandi við fyrirtæki í bænum og togarasjómennirnir fá hjá honum góða þjónustu. „Við sendum þeim alltaf allar upplýsingar sem við höfum yfir að ráða t.d. um frestun á leikjum, um alls kyns kerfi og þess háttar, og við tökum einnig upp fyrir þá leiki úr sjónvarpinu sem þeir taka þegar þeir koma í land og hafa með sér í næsta túr. Og við höfum jafnvel sent þeim nýjar myndbandsspólur með leikjum með öðrum skipum út á miðin. Sólarhringsvakt við sjónvarpið Það má eiginlega segja að við sé- um með sólarhringsvakt á sjón- varpstækjunum í golfskálanum. Við keyptum okkur 46 tomma sjón- varpstæki af fullkomnustu gerð og horfum m.a. á ensku stöðina SKY. Við fylgjumst með öllu sem við- kemur knattspymunni, t.d. líkum á að leikjum verði frestað, meiðsl- um leikmanna og öllu sem nöfnum tjáir að nefna. Alla vikuna er spennan að magn- ast, menn eru að hringja og fá alls kyns upplýsingar, og á fóstudögum eykst svo spennan enn. Þá hópast menn í golfskálann og við leggjum grunnlínur varðandi það hvernig við ætlum að tippa. Svo koma menn á laugardagsmorgnum og þá göng- um við frá þessu í gegnum tölvuna. Spennan oft óbærileg Þegar leikimir heíjast erum við með tvö sjónvarpstæki í gangi, annað stillt á Ríkissjónvarpið og menn horfa á leik þar en hitt tækið er stillt á SKY og þar fáum við all- ar upplýsingar jafnóðum og hlut- imir gerast, t.d. fáum við mörkin um leið og þau eru skoruð. Spenn- an er þá oft óbærileg því eitt mark í einum leik getur gjörbreytt stöð- unni. Þegar þetta stendur yfir þá tek ég ekki síma, þá er ég límdur við sjónvarpstækin að fylgjast með, það er minn bónus í þessu öllu sam- an að njóta spennunnar sem þá er.“ Smári segir að hátt í 400 einstakl- ingar tengist getraunastarfseminni hjá Golfklúbbi Akureyrar á einn eða annan hátt og þeir eru ekki nema að hluta til golfleikarar og félagar í klúbbnum. Þetta eru ein- stakhngar úti um allt land, starfs- hópar, skipsáhafnir og fleiri og fleiri. Milli leikja þarf að þjónusta alla þessa aðila pg þeir hringja jafn- vel í okkur frá íslenskum getraun- um til að fá upplýsingar um frest- anir á leikjum." LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! TILBOÐ Gildir út febrúar bls. 59 mynd 3 peysubolir £ 16,99 um 2311 isl. kr. PANTIÐ: BI0829-GULUR BI0830-FERSKJU BI0831-LJÓSBLÁR BI0832-LILLA BI0833-SVARTUR BI0834-HVÍTUR Sumarlistinn er yfir 1000 siður, verð kr. 400 án bgj. B. MAGNÚSSON HF. Pöntunar- Starfsemi útibús íslandsbanka flyst frá Grensásvegi 13 í Kringluna 7 Frá og meö mánudeginum 75. febrúar, flyst öll starfsemi útibús íslandsbanka viö Grensásveg 13 yfir í Kringluna 7. í Kringlunni 7 er öll aöstaöa til fyrirmyndar til aö veita góöa þjónustu og nœg bíla- stœöi eru viö húsiö aö vestanveröu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.