Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Page 19
LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993. 19 Hefur saumað úr flskroði í nokkur ár: - Pierre Cardin fékk frá Amdísi Jóhannsdóttur tösku sem unnin var úr steinbítsroði „Ég byrjaöi árið 1986 að vinna með fiskroð en hafði haft áhuga á því efni mun lengur eða allt frá þvi ég var að vinna í fiski í gamla daga,“ segir Arndís Jóhannsdóttir söðlasmiður sem vinnur mikið með steinbítsroð og hefur m.a. húið til vinsælar tösk- ur. Fiskroð er nú aftur að komast í tísku eftir að fréttir bárust um að tískuhönnuðurinn Pierre Cardin sýndi efninu mikinn áhuga. Það var einmitt taska frá Amdísi sem Cardin fékk að gjöf er hann undirritaði samning við fyrirtækið Norðurfang um kaup á fiski. „Það var fyrir algjöra tilviljun að ég hringdi í annan eiganda Norður- fangs rétt áður en hann fór til París- ar að skrifa undir samning við Card- in. Við höfum hæði haft mikinn áhuga á fiskroði og þess vegna hringdi ég í hann. Það varð til þess að honum datt í hug að afhenda Cardin fisksamninginn í fisktösku og hana fékk hann hjá mér,“ segir Amdís. „Þaö varð síðan til þess að tískuhönnuðinum leist einstaklega vel á töskuna og fékk áhuga á að skoða þann möguleika að framleiða slíkar töskur með eigin nafni.“ Fyrsta konan í söðlasmíði Amdís var fyrsta íslenska konan sem lærði söðlasmíði en hana lærði hún í London fyrir sautján árum. Eftir að hún kom heim setti hún upp sitt eigið söðlasmíðaverkstæði. Fyrst starfaði hún úti á landi áður en hún flutti til Reykjavíkur. „Ég hafði alltaf áhuga á leðurvinnu, kannski vegna þess að ég er alin upp í sveit. Þar var alltaf nóg af hiluðum reiðtygjum.“ Fiskroðsvinnan kom óvænt hjá Amdísi þegar henni bauðst talsvert magn af sútuðu steinbítsroði í öllum regnbogans htum. „Kona nokkur, sem heitir Emilía Kvaran, kom með þetta roð til mín en eiginmaður hennar, Jakob Kvaran, hafði sútað það rétt eftir stríö. Síðan hafði það verið í geymslu en þar sem hún þurfti að losa hana kom hún til mín. Mér leist vel á roðið og keypti af henni allan lagerinn og fór síðan að vinna í þessu með öðmm störfum. Ég byijaði að vinna töskur, stórar umslagstöskur. Þær voru mjög stór- ar hjá mér í upphafi, þessar töskur," segir Amdís. Hún seldi þær síðan í verslun sem hún rak á Laugavegi 21 á sínum tíma. „Ég fann strax áhuga hjá fólki sem fannst efnið vera sér- stakt og töskumar rannu út. í fyrstu vora þetta mínir nánustu, vinir og kunningjar, sem keyptu en fljótlega fór þetta að spyijast út. Töskumar þóttu öðruvísi. Síðan þá hef ég alltaf verið að fá pantanir á einni og einni tösku. Ég seldi þær þó ekki í ööram verslunum eftir að ég hætti með mína.“ Skór úr steinbítsroði Amdís segir að Jakob Kvaran hafi ætlað á sínum tíma að setja upp skó- verksmiðju á Akureyri og hafi þess vegna sútað svo mikið af roði. Hins vegar veiktist hann um svipað leyti og ekkert varð úr framtíðardraum- um hans. Það var nokkuð algengt eftir stríð að fiskroð væri sútað. í Danmörku og víðar var hægt að fá skó úr fiskroði. Skór úr steinbítsroði voru notaðir hér fyrr á áram í stað- inn fyrir sauðskinnsskó. ísjendingar hafa htið á þá sem skó fátæka fólks- ins enda þóttu þeir ekkert sérstak- lega fínir. Þessir skór voru úr ósút- uðu roði og þess vegna var það mjög hart enda var aðeins búið að spýta það og forma. Heiöar vora oft mæld- ar í því hversu mörgum skóm var slitið yfir þær,“ segir Amdís enn- fremur. Á síðasta ári fékk hún annan lager af roði sem einnig var verkað hér á landi, líklegast í Sjóklæðagerðinni, eftir stríð. „Sennilega hefur ekki ver- ið nógu mikill markaður fyrir roðið hér á landi á þessum tírna," útskýrir Arndís. „Menn settu mikla peninga í þetta en fóru síðan iha út úr því. Mér heyrist að það hafi verið dansk- ir sútarar sem unnu roðið og íslend- ingarnir unnu hjá þeim. Það var sút- að á nokkrum stöðum á landinu. Svo virðist sem enginn markaður hafi verið fyrir þetta hér á landi því sút- unin lagðist niður,“ segir Arndís. Áhuginn hefur aukist „Það hefur verið algjör tilvhjun að ég hef fengið roðið upp í hendumar en það er allt gamalt. Nú er verið að gera tilraunir með fiskroð á Sauðár- króki. Það er verkefni sem hefur verið í gangi í nokkur ár. Á meðan ekki er hægt að fá roð hér á landi verður að kaupa það erlendis frá. Ég hef ekki gert það ennþá en hef hugs- að mér að gera það ef ég þarf að bíða lengi enn eftir íslensku roði.“ Amdís segir að áhuginn á töskum úr steinbítsroði hafi aukist til muna eftir að fréttir bámst um áhuga Pierres Cardin. Fólk hefur sýnt þessu meiri áhuga en áður. Ég hef fengið margar pantanir undanfarið,“ segir Amdís. - En er mögulegt að nota fleiri roð- tegundir? „Ég hef séð sútað laxaroð erlendis og það var mjög fallegt. Það mætti vel hugsa sér að nota lax eins og steinhít en sá síðamefndi er með mjög sterkt roð sem er heppilegt til vinnslu." Um tíma var saumaskapur úr roði orðinn að aðalatvinnu Árndísar en henni gekk verr aö koma vöranni í verslanir. Þegar hún bauð töskurnar fyrir jólin í þeim verslunum sem selja íslenskar vörur var því boði hafnað. Nú hefur verslunin Álafoss tekið töskur til sölu. Þær eru mjög dýrar enda er mikil vinna að baki hverri tösku. „Ég mun halda áfram að sauma fiskroðstöskur enda hef ég mjög gaman af þessari vinnu,“ segir Arndís Jóhannsdóttir. -ELA Arndis er hér í buxum sem unnar eru úr fiskroði. Hún hefur saumað úr fiskroði í sjö ár og ætlar að halda því áfram. Úr fiskroði má búa til hina ýmsu hluti, þó Arndis hafi aðal- lega saumað töskur, m.a. eina handa tískukónginum Pierre Cardin. DV-mynd GVA UMBUÐASAMKEPPNI FÉLAGS ÍSLENSKRA IÐNREKENDA 1993 Silfurskelin er smíðuð af Sigurði G. Steinþórssyni gullstniði i Gulli ""SHfri n[i|g«| „Fisksamningur í fisktösku"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.