Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Page 20
20 LAUGARDAGUR13. FEBRÚAR1993 Kvikmyndir Baráttan um óskarinn Hlýtur einhver þessara mynda óskarsverðlaunin? Líkt og annar iönaður lítur banda- ríski kvikmyndaiðnaðurinn árlega ujn öxl og veltir fyrir sér hvemig árið 1 fyrra hafi gengið fyrir sig. Sam- keppnin er mikil, tilkostnaöur eykst og þar með áhættan. Forsvarsmenn stóru kvikmyndaveranna hafa verið að reyna að spoma við himinháum launakröfum þekktustu leikaranna sem geta numið hundmðum milljóna íslenskra króna auk hlutdeildar í hagnaði myndarinnar. Þetta gekk vel í fyrstu en svo viröist sem flestir hafi látið undan stórstjömunum þeg- ar fór að líöa á árið og undirbúningur hófst að jólamyndunum. Það er hins vegar athyglisvert að engin mynd frá 1992 komst á listann yfir tíu tekju- hæstu myndir allra tíma í Bandaríkj- unum og það þurfti að fara niður í 15. sætið á listanum til að finna tekju- hæstu myndina fyrir árið 1992. En listinn fyrir 1992 lítur svona út. Tekjuhæstu myndimar í Banda- ríkjunum 1992 1. Home alone 2:.C. Columbus 2. Batmanreturns......T.Burton 3. Lethalweapon3......R.Donner 4. Sister act...............E. Ardolino 5. Aladdin.............J. Anim 6. Wayne’s world...P. Spheeris 7. A league of their own .P. MarshaU 8. Basic Instinct..P. Verhoeven 9. The bodyguard....M. Jackson 10. Afewgoodmen........R.Reiner Það er athyglisvert við þennan Iista að flestar þessar myndir vora frum- sýndar rétt fyrir jól og sýnir vel hve jólahátíðimar og skólafríin skipta miklu máh hvað varðar kvikmynda- húsaaösókn. Framhaldsmyndir Einnig er forvitrúlegt að 3 efstu myndimar era aUar framhaldsmynd- ir sem endurspeglar vel hve kvik- myndaframleiöendur era orðnir treg- ir til að taka mikla áhættu og vUja heldur halda áfram með gamla lummu heldur en reyna eitthvað nýtt. Það má hins vegar virða þeim tU vor- kunnar að þetta er það sem fólk viU sjá, samanber aðsóknartölur, og því ekki að færa fóUdnu sem það viU? Fyrr í mánuðinum birtist í Morg- unblaðinu Usti yfir mest sóttu mynd- imar hér á íslandi. Af tíu mest sóttu myndunum á Ustanum mátti finna helming þeirra á Ustanum yfir tekju- hæstu myndimar í Bandaríkjunum. Þegar einnig er haft í huga að í öðra og þriðja sæti á íslenska Ustanum vora íslensku myndirnar Veggfóður - erótísk ástarsaga og Sódóma Reykjavík, þá sést vel að íslenskir kvikmyndahúsaeigendur era fljótir aö koma með vinsælustu myndirnar vestanhafs hingað heim. Þess má svo geta aö samkvæmt þessum Usta var Basic Instinct langmest sótta myndin af okkur íslendingum. Hún bar raun- ar höfuð og herðar yfir aðrar erlend- ar myndir því sú sem kom næst á eftir, Cape Fear, var aðeins rúmlega hálfdrættingur á viö Basic Instinct. Að lokum skulum við Uta á hvaöa erlendu myndir, þar sem ekki var töluð enska, voru vinsælastar í Bandaríkjunum þar herrans ár 1992. 1. Medierraneo.............ítalía 2. Raise the red lantem... Kína/Japan 3. Europa, Europa.Þýskal./Frakkl. Sister Act var ein vinsælasta mynd- in 1992. 4. DeUcatessen..........Frakkland 5. Lovers...................Spánn. Að venju stöndum við íslendingar okkur ekki illa því það er búið að sýna tvær þessara mynda í Regnbog- anum og von er fljótlega á frönsku myndinni LOVERS. Helstu heimildir: Variety Þá er komið að hinni árlegu útnefn- ingu til óskarsverðlaunanna 1993 sem bandaríska kvikmyndaakadem- ían veitir kvikmyndagerðarmönnum og leikurum sem þykja skara fram úr á sínu sviði. Verðlaunin eru kennd við verðlaunagripinn, 34 sm háa bronsstyttu af karlmanni. Viður- nefnið Oskar fékk styttan árið 1927, fyrsta árið sem verðlaunin vora veitt, þegar einn ritari akademíunn- ar hafði það á orði að hún minnti sig svo mikiö á Óskar frænda. Nú eru hins vegar Uðin 66 ár og á þessum tíma hefur sjálf útnefningin orðið aö viðamikilU athöfn sem hefur veriö sjónvarpað víða um heim af ABC sjónvarpsstöðinni. Mörgum finnst þó nóg um yfirborðsmennskuna og skjaUið og gefa lítiö fyrir verðlaunin en það er þó staðreynd að aðsókn eykst aUtaf að þeim myndum sem fá óskarsverðlaun, m.a. vegna aukins umtals. Góðlátlegtgrín Johnny Carson gerði góðlátlegt grín að verðlaunaafhendingunni árið 1979 þegar hann líkti henni við tveggja tíma skemmtiþátt sem stæði yfir í fjóra tíma. Nokkuð til í því. Við íslendingar urðum líka gripnir nokkurs konar óskarsæði fyrir hönd Friðriks Þórs Friðrikssonar þegar mynd hans, Börn náttúrannar, var tilnefnd til óskarsverðlauna 1992 sem ein af bestu erlendu myndunum 1 Bandaríkjunum sama ár. Myndin þótti líkleg tíl að fá verðlaunin og fréttir þess efnis birtust í öUum íjölmiðlum og oft á áberandi stað og stundu. Það var gerð heimildarmynd Umsjón Baldur Hjaltason um reisu Friðriks til HoUywood og þar sáum við m.a. hann ásamt fylgd- arfólki veifa brosandi til íslensku kvikmyndagerðarmannanna þegar gengið var til verðlaunaveitingar- innar, líkt og aðrar stjörnur hafa tíðkað um árabU. Þetta var HoUy- wood, Hollywood eins og hún getur gerst best eða verst. Hververður fyrirvalinu? Það sem flestir eru spenntir fyrir er ekki hvaða mynd veröur vaUn sem besta erlenda myndin heldur hver verður vaUn besta bandaríska mynd- in, besti leikstjórinn og svo besti leUt- ari og leikkona í aðalhlutverkum. Að venju era margir kaUaði tU og fáir útvaldir. Þeir sem era taldir eiga bestu möguleikana að verða tilnefnd- ir í ár sem besti leikstjórinn og þá jafnvel að mynd þeirra yrði einnig tUnefnd sem besta myndin era þeir: James Ivory fyrir.Howard’s end Robert Altman fyrir.The player Rob Reiner fyrir..A few good men CUntEastwoodfyrir...Unforgiven Coppola fyrir .Bram stoker’s Dracula SpUíe Lee fyrir.....Malcolm X George MUler fyrir..Lorenzo’s oU Penny MarshaU fyrir ............A league of their own Michael Mann fyrir ..........The last of the mohicans MartinBrestfyrir ..Scentofa woman NeU Jordan fyrir The crying game Robert Redford fyrir ............A river runs through it Malcolm X var líklega umdeildasta myndin 1992. Svo er að sjá hvort þessar ágisk- anir séu réttar. Það er þó athygUs- vert að meðal þessara mynda era nokkrar eftir sjáfstæða kvikmynda- gerðarmenn, þ.e. myndir sem era ekki runnar undan rifjum stóra kvikmyndaveranna svo sem Par- amount, Disney eða Universal. Þetta era myndimar Howard’s End, Play- er og svo The Crying Game. En hvaða myndir hafa fengið undanfarin ár óskarsverðlaunin sem besta mynd- in? Óskars- verðlauna- myndir 1982-1992 1992 .The silence of the lamb 1991....Dances with wolves 1990.....DrivingmissDaisy 1989..........Rainman 1988 ..Thelastemperor 1987 .........Platoon 1986 .....OutofAfrica 1985 .........Amadeus 1984 ..Th'erms of endearment 1983.......... Ghandi ValdamikJir leikarar Eins og sjá má eru þetta aUt metsölumyndir sem flestir kann- ast við. En þessi Usti gefur einnig til kynna þær breytingar sem eru að gerast í HoUywood. Veldi og vægi leikaranna virðíst vera að aukast á kostnað leikstjóranna. Þaö eru ófáir leikarar sem hafa verið tilneíhdir tíl óskarsverð- launa sem besti leikstjórinn jafn- vel eftir framraun sína. Tökum sem dæmi Kevin Costner með Dances with Wolves. Robert Red- ford með Ordinary People og Woody Allen með Anne Hall en þess má geta að Woody Allen hefur 4 sinnum verið tilnefndur til verðlauna sem besti leikstjór- inn. Þetta var mjög fátitt áður fyrr og sýnir aukin áhrif leikara á stóru kvikmyndaverin. Það or einnig athýgUsvert að stóru nöfnin eins og Steven Spiel- berg, Martin Scorses og Robert Altman hafa Hkt og forverar þeirra, Ernst Lubitsch, Alfred Hitchcock og Cedl De Mille aldr- ei unnið sjálfir til neinna af stóru óskarsverðlaununum. Þetta sýn- ir að vinsældir eöa þekkt nöfn tryggja kvikmyndum ekki endi- lega óskarinn. En það er þó ailtaf jafn gaman að fylgjast meö hvetj- ir verða útnefndir og ekki síður hver hneppir hnossið á hverju ári. Hvað var vinsælast 1992?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.