Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Page 29
LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993. 41 Bandaríkjamenn bíða nýrrar bókar um lesti J. Edgars Hoover, forstjóra FBI: Dansaði í blúndu- kjól fyrir mafíósa - sögurnar margar og vel sagðar en allar sannanir vantar fyrir ásökununum „Hann var í svörtum kjól, mjög þunnum, með leggingum og blúnd- um, netsokkum og háhæluðum skóm og hafði svarta, krullaða hárkollu á höfði. Þetta var augljóslega ekki kona. Þaö sást að hann hafði rakað sig. Þetta var Hoover. Ég hafði aldrei áður séð neitt þessu líkt. Ég trúði ekki að ég væri að horfa á yfirmann alríkislögreglunnar dansa í kvenmannsfötum," segir Susan Rosenstiel, ekkja eins af fremstu mafíósum Bandaríkjanna, lun leiki og lesti J. Edgars Hoover, forstjóra FBI í heilan mannsaldur. Hún er einn helsti heimildarmaður breska rithöfundarins Anthonys Summers um Hoover. Afrakstur raimsókna Summers er væntanlegur á bók þann 4. mars. Ruddinn Hoover vildi mjúka kjóla Susan var fiórða eiginkona Lewis Solon Rosenstiel, bófaforingja sem mjög lét til sín taka í New York á bannárunum í Bandaríkjunum og rak leynileg brugghús og seldi landa. Susan segir að hún hafi fyrst séð Hoover leika hstir sínar sem klæð- skiptingur á Plaza hótehnu í New York um 1930 og oftar eftir það. Hún gaf höfundi bókarinnar um Hoover nákvæmar lýsingar á Hoover og klæðnaði hans. Hvað hann hefði verið hrifinn af öhu mjúku og sjaldan látið svart sokkabelti vanta við bún- ing sixm. Susan fuhyrðir einnig að Hoover hafi haft kynmök við tvo unga drengi. Kúgaður með myndum? Kona að nafni Seymour Pollock fuhyrðir í bókinni að glæpaforinginn Meyer Lansky, samverkamaður guð- föðurins fræga, Franks Costeho, hafi komist yfir myndir af Hoover í sam- förum við karlmenn. Þessar myndir hafi verið notaöar tíl að kaupa maf- íunni frið frá laganna vörðum og Hoover hafi aUa tíð látið Lansky og menn hans í friði. Eftir því sem höfundur bókarinnar um Hoover segir þá hafi þetta verið ástæðan fyrir því að Hoover lýsti því yfir að engin skipulögð glæpastarf- semi væri í Bandaríkjunum og maf- ían átti tUtölulega náðuga dag öU þau ár sem Hoover réð fyrir FBI. Ennfremur kaUar höfundur bókar- innar tíl vitnis ekkju sálfræðings sem Hoover leitaði oft th. Húri segir að maður hennar hafi vitað að Hoo- ver væri hommi og væri haldinn ástríðu til að sýna sig í kvenmanns- fötum í hópi karlmanna. Sálfræðing- urinn brenndi því miður aUa minnis- punkta sína rnn Hoover og því er ekkjan ein tíl vitnfs um það sem sál- fræðingurinn vissi. Gagnrýnendur bókarinnar segja að aUar sannanir Anthonys Summers um lesti Hoovers byggi á vitnisburð- um fóUcs sem heyrði kjaftasögiu- um hann eða taldi sig hafa séð hann klæddan í kvenmannsföt. Hins vegar vanti allar aðrar sannanir. Enginnhefurséð myndirnar af Hoover Þannig sé útílokað að fuUyrða að mafian hafi kúgað Hoover tíl hlýðni með myndum af honum í bólinu með karlmönnum nema leggja myndim- J. Edgar Hoover þótti slóttugur maður og margir töldu að itök hans í banda- rísku samfélagi væru óeðlileg. ar fram sem sönnunargögn. Enginn kannast við að hafa séð umræddar myndir og enginn veit hvar þær eru niðurkomnar. Richard Gid Powers, sem skrifaði ævisögu Hoovers fyrir nokkurm árum, segist hafa fengið upplýsingar um að maður að nafni John Weitz, fyrrum starfsmaður leyniþjón- ustunnar CIA, hafl séð myndimar af Hoover skömmu eftir 1950. Við eftirgrennslan kom í ljós að Weitz sá myndir sem áttu að vera af Hoover en hann þekkti Hoover ekki á mynd- unum. Bjó með aðstoðarmanninum Allt frá því um 1930 var altalað meðal starfsmanna FBI að yfirmað- urinn væri hommi og sagði þetta fólk frá sögum um hann í bók eftir Curt Gentry sem kom út árið 1991. Bókin heitir J. Edgar Hoover - maðurinn og leyndarmál hans. Þar var reynt að finna sannanir fyrir sögum um kynlíf lögreglufor- ingjans en höfundurinn treysti sér ekki til að fullyrða að þær væm sannar. Þaö eina sem unnt var að byggja á reyndist vera að Hoover deildi um árabil íbúð með Clyde Tol- son, nánasta aðstoðarmanni sínum. „Þetta er mjög skemmtileg lesning. Höfundurinn flétttar saman í eina heild allar kjaftasögumar um Hoo- ver en vandamálið er að tengja þenn- an vef við raunveruleikann," segir ævisöguhöfundurinn Powers. Hann segist enn vera í fullkomnum vafa um hvort nokkuð sé hæft í þvi sem nú er borið á Hoover. Eitt sem mæhr á móti því að Hoo- ver hafi verið á valdi mafiunnar er að hann hafði ekkert að athuga við ákafa Roberts Kennedy dómsmála- ráðherra á árunum 1960 til 1964 í að brjóta mafíuna niður. Hoover gekk vasklega fram við þetta verk og Ro- bert grunaði aldrei að hann væri ekki heill í málinu þótt þeir deildu um margt annað. Léttakabófa af lífi á staðnum Hoover náöi líka miklum árangri í að uppræta glæpastarfsemi á árun- um eftir 1930. Þá varð stórbófi eins og A1 Capone að játa sig sigraðan. Aðrir, eins og t.d. John Dillinger, vom hundeltir og drepnir af lögregl- unni af fullkomnu miskimnarleysi. Hoover hikaöi þá ekki við að skipa mönnum sínum að fara út fyrir Hoover njósnaðí skipulega um stjórnmálamenn. Hér er lögreglu- stjórinn sýndur með skýrslu um þingmann i baksýn. ramma laganna og lét þá taka glæpa- mennina af lífi án dóms og laga. Nóg var að svo liti út sem lögreglan hefði ekki átt annarra kosta völ. Hoover var á þessum ámm frægur fyrir hörku og þá komst það orð á að hann væri algerlega samvisku- laus og jafnvel hættulegur öryggi ríkisins vegna þess að hann svifist einskis til að ná fram markmiöum sínum. Síðari ár sín í embætti var Hoover undir eftirhti CIA og forstjóra henn- ar dreymdi um að koma höggi á keppinautinn hjá FBI. Hoover svar- aði þessu auðvitað með því að njósna um CIA-forstjórana og þeir vissu að ekki væri von á góðu ef hreyft væri við gamla manninum hjá FBI. Hoover var yfirmaður FBI í nær fimm áratugi eða frá 1924 til dauða- dags, 1972. Hann var þá orðinn 77 ára gamah og búinn að sitja lengur-í embætti en lög heimiluðu. Lyndon B. Johnson forseti sá hins vegar til að Hoover gæti setið áffam með und- anþágu. Hoover þurfti þannig aldrei að horfa upp á eftirmann seljast í sæti sitt. Kúgaði stjómmála- menn skipulega Því er raunar haldið fram að Hoo- ver hafi haft slík tök á öhum helstu sljómmálamönnum um sína daga að þeir hafi aldrei látið sér koma til hugar að hrófla við honum. Hoover hafi því verið „ósnertanlegur“ eins og hann vildi að undirmenn sínir væru. Þetta tókst honum með því að láta njósna um einkahagi allra sem kom- ust í æðstu stöður. Þannig hafi FBI- stjórinn vitað aht um feilspor' hvers einasta forseta í hálfa öld. Hoover á að hafa lagt sérstaka áherslu á að rannsaka kvennamál Kennedy- Richard Nixon forseti átti jafnan góð samskipti við Hoover. Öðru máli gegndi um forseta úr röðum demókrata. og mafían á að hafa notað á hann sjálfan. Hoover lét njósna um Robert Kennedy meðan hann var dóms- málaráðherra. Mjög stirt var í milli þeirra samstarfsmannanna. bræðra meðan þeir voru æðstráð- endur í Hvíta húsinu. Þetta sagðist hann gera til að vemda þá fyrir kúgunum glæpa- manna en fleiri hallast að því að Hoover hafi viljað ná taki á forsetan- um John og þó sérstaklega Robert dómsmálaráðherra. Hoover var mjög í nöp við þá bræöur og kann að hafa notað upplýsingar sínar til að hafa áhrif á þá. Sé þetta rétt beitti Hoover nákvæmlega sömu aðferðum Hataði alla og allirhötuðu hann Núna em fáir sem gráta það þótt Hoover sé afhjúpaður sem syndum spihtur maöur. Nánast öllum var iha við hann í lifanda lífi og það breytt- ist ekkert við andlátið. Hann hataði blökkumenn og gyðinga og lét beita Martin Luther King harðræði. Kommúnista sá hann í hveiju horni. Hoover var lögfræðingur að mennt en hafði sökum fátæktar orðið að stunda laganámið í kvöldskóla með vinnu. Hann var á unglingsárunum m.a. sendill í bókasafni þingsins og eftir lagapróf árið 1917, þá 22 ára, fékk hann vinnu við að flokka skýrsl- ur hjá alríkislögreglunni. Tveimur árum síðar var hann orð- inn sérlegur aðstoðarmaður for- stjóra stofnunarinnar og þá þegar valdamikih. Sjálft draumastarfið féh honum í skaut vorið 1924 og Hoover sat traustur í forstjórastóh FBI í 48 ár. -GK TCM Rafmagns- og diesel lyftarar Eigum til afgreiöslu 2,5 tonna rafmagns- og diesel lyftara meö eöa án snúningsgöfflum. Vélaverkstæði Sigurjóns Jónssonar hf SÍMI (91) 62 58 35

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.