Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR13. FEBRÚAR1993 Forstöðumaður Verðbréfaviðskipta Samvmnubaiíkans: Vextir hærri en skynsamlegt er - á að ná þeim niður með því að auka peningamagn í umferð „Flest bendir til að vextir séu hærri um þessar mundir en skynsamlegt getur talist í ljósi ríkjandi aðstæðna í þjóðarbúskapnum og framtíðar- horfa. í því sambandi nægir í raun að nefna að háir vextir hafa einkum það hlutverk að koma í veg fyrir þenslu. Ljóst er að þensluhætta steðj- ar ekki að þjóðarbúskapnum nú. Hættumerkin eru annars staðar. Þau birtast fyrst og fremst í miklum sam- drætti og atvinnuleysi sem eru and- stæður þenslu. Við slíkar aðstæður geta háir vextir reynst skaðlegir því þeir halda aftur af nýfjárfestingu og fjölga gjaldþrotum fyrirtækja og heimila. Fleiri gjaldþrotum fylgir aukið fjárhagslegt tap lánastofnana sem leitast við að bæta sér upp tapið með meiri vaxtamun. Þetta samspil hárra vaxta, gjaldþrota og útlánstapa getur því komið af stað keðjuverkim sem smám saman magnar efnahags- erfiðleikana," segir í grein í nýjasta fréttabréfi Verðbréfaviðskipta Sam- vinnubankans sem Þorsteinn Ólafs forstöðumaður skrifar. Úttekt er gerð á raunvöxtum ríkis- skuldabréfa í fjórtán löndum og í Ijós kemur að vextir eru langhæstir á íslandi, eða 7,4%, samanborið við 4,6% að meðaltali í hinum löndun- um. Á það er bent að vextir hafa lækkað nýlega í mörgum löndum svo sem Bandaríkjunum, Þýskalandi og Bretlandi. Þær aðgerðir hafi allar verið réttlættar með því að verið væri að reyna að glæða hagvöxt. „Háir vextir hér á landi eru oft skýrðir með miklum haila á ríkisbú- skapnum. Þessi skýring á hins vegar tæpast við rök að styðjast nú því af- koma ríkissjóðs hér á landi er betri en í öllum þessum 14 löndum fyrir utan Japan,“ segir ennfremur. Þorsteinn telur lykilinn að lækkim vaxta að stjómvöld lækki vexti í við- skiptum sínum á lánamarkaði með því að auka peningamagn í umferð. Þannig sé hægt að standa að vaxta- lækkunum annars staðar og þannig megi standa að vaxtalækkun hér ef ekki er taiin hætta á þenslu. A • Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra: Var ekki að reka áróður fyrir Rannveigu Sighvatur Björgvinsson heilbrigð- isráðherra sagði á fundi í fyrrakvöld að það gæti verið styttra í það en margur hygði að kona settist í ráð- herrastól. Sighvatur var spurður hvort hann hefði þama verið að reka áróður fyr- ir eða boða komu Rannveigar Guð- mundsdóttur inn í ríkisstjómina í sambandi við mannabreytingar á henni í vor eða sumar? „Nei, ég var ekki að því. Á þessum fundi var kona, hjúkrunarfræðing- ur, sem fór að tala um karlaveldið. Konur væm aldrei hafðar með í ráð- um og að þessir karlar í ráðuneytinu hefðu ekki vit á hlutunum. Ég svar- aði henni á þá leið að heilbrigðis- ráðimeytið væri með 42 prósent af útgjöldum ríkisins. í fjármáladeild þess, sem hefur umsjón með þessu öllu, væra 3 konur. Þar að auki væri einn lögfræðingur, kona, starfandi í ráðuneytinu. Þrír skrifstofustjórar væra starfandi, þar af ein kona. Ég benti lika á að kona hefði verið ráð- herra og svo gæti það vel verið að kona yrði ráðherra innan skamms. Þetta var nú allt og sumt sem ég sagði,“ sagði Sighvatur. - Þegar þú segir að kona geti orðið ráðherra innan skamms mætti halda að þú ættir við Rannveigu í sam- bandi við hugsanlegar breytingar á ríkisstjóminni á þessu ári? „Ég veit það ósköp vel að ýmsir taka það þannig. Og fréttamenn gera nú shmdum fimm hænur úr einni fjöður." - Hvað áttu þás við þegar þú segir að kona geti orðið ráðherra innan skamms? „Tíminn er afstætt hugtak," svar- aði Sighvatur. -S.dór Bridge Bridgehátíð í Borgarnesi Bridgesamband Vesturlands hélt sína fyrstu bridge- hátíð í Hótel Borgamesi helgina 16.-17. janúar. Þátt- taka í keppninni var mjög góð og tóku á annað hundr- að spilara víða af landinu þátt í henni. Meðal þeirra vora sex af sjö fúlltrúum okkar úr heimsmeistaralið- inu frá Yokohama og einnig nokkrir spilarar úr sveit íslands sem varð Norðurlandameistari í vor. Að loknu setningarávarpi Guðjóns Ingva Stefánsson- ar, formanns sambandsins, hófst hraðsveitakeppni á laugardagsmorgni með þátttöku 21 sveitar. Meðal þeirra vora fjórar sveitir þeirra fyrirtækja sem sér- staklega styrktu mótið og vora þær skipaðar bestu spilurum landsins ásamt með fufitrúum bridgefélag- anna á Akranesi og í Borgamesi. Efstu sveitir urðu þessar: 1. Sparisjóður Mýrasýslu 139 2. Karl Einarsson, Sandgerði, 126 3. Búnaðarbankinn, Borgamesi, 123 4. Hreinn Bjömsson, Akranesi, 119 5. Hótel Borgames 116 í sveit Sparisjóðs Mýrasýslu spiluðu heimsmeistarinn Jón Baldursson, Norðurlandameistarinn Sævar Þor- bjömsson og Borgnesingamir Rúnar Ragnarsson og Unnsteinn Arason. Á sunnudaginn spiluðu síðan 52 pör Mitchell-tvímenning. Þar uröu úrsht þessi: 1. Guðmundur Ólafsson-Jón Þorsteinsson 755 2. Guðlaugur R. Jóhannsson - Öm Amþórson 744 3. Erlendur Jónsson - Bemódus Kristinsson 738 4. Hreinn Bjömsson-Valdimar Bjömsson 718 5. Unnsteinn Arason-Rúnar Ragnarsson 714 6. Aðalsteinn Jörgensen - Bjöm Eysteinsson 710 7. Jón Þ. Bjömsson - Magnús Ásgrímsson 704 8. Jón Baldursson - Sævar Þorbjömsson 703 Þeim mörgu einstaklingum og styrktaraðilum sem gerðu mótshaldið mögulegt era hér með færðar þakk- ir fyrir þeirra ffamlag. Umsjón með undirbúningi þess hafði Þorvaldur Pálmason, varaformaður Bridgesam- bands Vesturlands, með góðri aðstoð sfjómar Bridge- félags Borgamess. Keppnisstjóri var Jakob Kristins- son. Bridgefélag Barðstrendinga Þegar 12 umferðum af 13 er lokið í aðalsveitakeppni Bridgefélags Barðstrendinga hefur sveit Þórarins Ámasonar þegar tryggt sér sigurinn. Sveit Þórarins á yfirsetu í síðustu umferð (18 stig) og engin sveit getur náð henni að stigum. Næsta mánudagskvöld, 15. febrú- ar, fellur spilakvöld hjá félaginu niður vegna bridgehá- tíðar á Hótel Loftleiðum. Síöasta umferðin í sveita- keppninni verður spiluð 22. febrúar. Staða efstu sveita er nú þannig: 1. Þórarinn Ámason 240 2. Kristján Jóhannsson 217 3. Ámi Magnússon 216 4. Hannes Guönason 212 5. Vilhelm H. Lúðvíksson 202 6. Ragnar Bjömsson 178 -ÍS 55 Fréttir Atvinnuleysið íjanúar 1993 — eftir kjördæmum og kynjum — Hlutfallslegt atvinnuleysi á öllu landinu '92 og ‘93 a Janúar, 1992 □ Janúar, 1993 ■ Karlar □ Konur Aldrei mælst meira atvinnuleysi en í janúar: Sjöunda hver kona án atvinnu á Suðurnesjum í lok janúar vora 7000 manns á atvinnuleysisskrá á landinu öllu en það er eilítið minna en í desember- lok. Atvinnuleysi hefur hins vegar aldrei mælst meira í einum mánuði hér á landi þar sem skráðir atvinnu- leysisdagar vora 136 þúsund en það er fjölgun um 4500 atvinnuleysisdaga frá mánuðinum á undan en um 49000 daga frá janúar 1992. Þetta jafngildir því að 6300 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í janúar. Heildarvinnuafl í janúar var áætlað 124.704 manns. Er heildaratvinnu- leysið því 5 prósent, 4,7 hjá körlum en 5,6 hjá konum. Atvinnuleysi er enn langmest á Suðumesjum, 9,3 prósent, þar sem sjöunda hver kona, 14,4 prósent, og tíundi hver karlmaður, 6,2 prósent, gengur atvinnulaus. Fjölgunin ffá mánuðinum á undan nemur 3 pró- sentum en 33 prósentum miðað við janúar í fyrra. Atvinnuleysi er næstmest á Norð- urlandi vestra, 7,3 prósent. Mesta atvinnuleysi meðal karla er á Norð- urlandi eystra, 7,5 prósent. Suðurland er eina svæðið þar sem atvinnulausum hefur fækkað miðað við janúar í fyrra, um 0,6 prósent. Atvinnuástandið er langbest á Vestfjörðum þar sem atvinnuleysið er 1,9 prósent. Það minnkaði um 15 prósent fr á síðasta mánuði en hefur aukist um 198 prósent frá janúar í fyrra enda var atvinnuleysi sáralítið þá. -hlh Vogahverfi: Fálki réðst á hettumáv „Ég var að koma heim úr vinnunni og var að stíga inn í húsið þegar ég sá fálka vera að beijast við hettu- máv. Fálkinn stakk sér á eftir mávin- um, læsti klónum í hann og flaug með hann í burtu. Fálkinn var svo stór að hettumávurinn hafði ekkert í hann,“ sagði Jónas Halldórsson sem horfði á þessa veiðimennsku í miðju Vogahverfi í Reykjavík í gær. Að sögn Amþórs Garðarssonar, prófessors við Háskóla íslands, halda alltaf nokkrir fálkar sig í Reykjavík yfir vetrartímann og veiða þá margs konar dýr sér til viðurværis. „Þetta era aðaUega ungfuglar sem leita hingað yfir vetrartímann og halda sig þá yfirleitt við sjóinn. Þeir éta sitt af hveiju svo sem hettumáva, fjalda, endur og dúfur og meira segja rottur og mýs,“ sagði Amþór. -ból Dreginníland: Vænar loðnulóðningar fyrir Austurlandi Emil Thorarensen, DV, Eakifiröi: Grænlénski loðnuháturinn Amm- asat GR-18-82, sem stundað hefur loðnuveiðar út af Austfjöröum, fékk nótina í skrúfuna á fimmtudagskvöld á miðunum út af Hvalbak. Jón Finns- son RE-506 kom með skipið í togi til Eskifjarðar um miöjan dag í gær. Annasat, sem talsvert hefur verið í fréttum að undanfomu og tíu ís- lendingar era í 13 manna áhöfn, var með 300 tonn af loðnu þegar óhappið varð og hafði fúndið vænar lóðningar út af Hvalbak. Guðlaugur Jónsson, skipsljóri á Jóni Finnssyni, sagðist hafa orðið var við góðar lóðningar á svæðinu. Menn binda vonir við að ný loðnu- ganga sé að koma að landinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.