Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1993, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993.
3
Fréttir
Prentsmiðja Guðjóns Ó
í 300 milljóna gjaldþrot
Prentsmiðjan Guðjón Ó og systur-
fyrirtæki hennar, Prentsmiðjan Við-
ey, hafa verið gerðar upp vegna
gjaldþrotaskipta. Samtals voru
skuldimar um 300 milljónir króna,
af þeim töpuðust vel yfir 200 milljón-
ir króna. Það sem fékkst greitt var
tryggt með veðum í fasteignum fyrir-
tækjanna, að Þverholti 11 til 13, Þver-
holti 15 í Reykjavík og í Auðbrekku
9 til 11 í Kópavogi. Þá voru vélar fyr-
irtækjanna einnig veðsettar. Allar
þessar eignir voru seldar á nauðung-
aruppboðum.
Fyrir utan þaö sem fékkst fyrir
fasteignir og lausafé greiddust rétt
um ein og hálf milljón króna. í Guð-
jóni Ó töpuðust kröfur upp á 195
milljónir og upp á 13 milljónir í Við-
ey. Þá vantar það sem tapaðist af
veðkröfum í nauðungarsölunum.
Þrátt fyrir þetta stóra gjaldþrot var
Guðjón Ö með óvenjugóða viðskipta-
samninga. Meðal þess sem var prent-
að þar voru ríkisskuldabréf, tékk-
heftí og fleira. Meðal stórra við-
skiptavina voru Landsvirkjun,
Seðlabankinn, Búnaðarbankinn,
Rafmagnsveita Reykjavíkur og
fleirri traustir aðilar. Aðaleigandi
fyrirtækisins var Sigurður Nordal.
Helstu starfsmenn þess hafa keypt
reksturinn og þeir halda flestum
þeim viðskiptum sem Sigurður hafði.
Stærsta fasteignin var að Þverholtí
11 til 13. Það voru um 60 milljónir
veðsettar á þeirri eign, það er fyrir
utan lögtök sem til komu vegna van-
skila. Landsbankinn átti lán á fyrsta
veðrétti, rétt um 20 milljónir, þá kom
Iðnlánasjóður með um 30 milljónir
og Iðnþróunarsjóður með mn 10
milijónir. Iðnlánasjóður keyptí húsið
á nauðungaruppboði fyrir rúmar 22
milljónir. Iðnlánasjóður eignaðist
síðan vélarnar en Iðnþróunarsjóður
eignaðist húseignina í Kópavogi, en
sá sem seldi Sigurði Nordal Prent-
smiðjuna Viðey keyptí þá eign aftur
á nauðungaruppboði.
-sme
Fannst látinn í
Vaðlaheiði
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii
Rúmlega fertugur maður fannst
látinn seint á mánudagskvöld í
Vaðlaheiði en mannsins hafði þá ver-
ið leitað um kvöldið.
Maðurinn, sem hét Stefán Páll
Steinþórsson, 41 árs gamall, frá bæn-
um Syðri-Varðgjá í Eyjafirði, haíði
farið að gera við girðingar nærri
bænum en skilaði sér ekki heim á
réttum tíma. Björgunarsveitir voru
kallaðar út til leitar en maðurinn
fannst mjög fljótlega í Vaðlaheiði,
skammt frá bænum. Dánarorsök er
ókunn.
Siglufjörður:
Pramminn braut
trilluna
Gylfi Kristjánsscoi, DV, Akuxeyri:
Prammi, sem var í eigu Dýpkunar-
félagsins á Siglufirði, lenti á trillu í
Siglufjarðarhöfn þegar verið var að
flytja hann til og brotnaði trillan illa.
Þegar verið var að færa prammann
svo hægt væri að koma skipi að
bryggju lenti pramminn á trillunni,
sem er úr plasti, og kom slæm
sprunga í hana. Eigandi trillunnar
var um borð í henni þegar óhappið
áttí sér stað en hann sakaði ekki.
Þverholt 11 til 13. Hér voru höfuðstöðvarnar.
Húsið var selt á nauðungaruppboði.
Þverholt 15. Eign Prentsmiðjunnar Viðeyjar var
seld á nauðungaruppboði.
Auðbrekka 9 til 11. Hluti Guðjóns Ó í húsinu var
seldur á nauðungaruppboði. Guðjón Ó átti neðri
hæð hússins. DV-mynd BG
alla daga vikunnar kl. 13-20
Loksins!
w
Otakmarkaðir
ferðamöguleikar
Framtíðarferðir bjóða þéraði/dað stærsta ferðafélagi í heiminum.
Ef þú gætir valið um frí hvar sem væri í heiminum hvert myndir
þú þá vilja fara?
Egyptaland? Hawaii? Karíbahaf? Disney World? Austurríki eða
leyndardómar Austurlanda?
• Þú tryggir þér fríið þitt í
eitt skipti fyrir öll.
• Félagsmenn hafa aðgang
að yfir 2.200 vinsælum
orlofsstöðum um allan
heim.
• Þetta veitir þér spennandi
orlof, meiri ánægju,
meira pláss og bestu
þægindi sem völ er á.
• Og það sem er fyrir mestu
- þú færð meira fyrir pen-
ingana.
Við veitum þér allar nánari upp-
lýsingar og á skrifstofu okkar
liggja frammi bæklingar og
kynningarmyndbönd. Að gerast
meðlimur er ódýr fjárfesting sem
veitir þér ómælda ánægju.
Allir nýir meðlimir í febrúarmánuði
fá ókeypis gistingu í Flórída, á Jamaica
eða Bahamaeyjum í sjö daga.
Faxafeni 10 - sími 684004