Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1993, Side 5
MIÐVIKUDÁGUR 17. FEBRÚAR 1993.
5
Fréttir
Ríkisendurskoðun um Borgarspítalann:
Stimpilklukku á sérfræðingana
Veruleg þörf er á því aö komiö sé
upp stimpilklukkukerfi á Borgar-
spítalanum, segir í athugasemdum
Ríksendurskoðunar við ríkisreikn-
ing 1991. Samkvæmt kjarasamning-
- leggur til aukið eftirlit með einkastarfsemi læknanna
um hafa sérfræðingar spítalans
heimild til takmarkaðrar vinnu á
eigin stofnunum. Könnun á vegum
Ríkisendurskoðunar leiddi hins veg-
ar í ljós að margir sérfræðinganna
vinni það mikla vinnu utan spítalans
að þörf sé á auknu eftirhti.
Ríkisendurskoðun gerir einnig at-
hugasemd við einkastarfsemi lækna
á Borgarspítalanum. Um 30 læknar
hafa samið við spítalann um móttöku
einkasjúklinga í húsnæði spítalans
gegn greiðslu aðstöðugjalds. Að-
stöðugjaldið hefur hins vegar skilað
sér Ula og kennir Ríkisendurskoðun
óvirku eftirhti um. Leggur hún til
að eftirhtið verði eflt og samningum
verði sagt upp við þá lækna sem ekki
hafa staðið í skhum.
-kaa
Ársreikningur SÁÁ:
Leiðrétting opinberaði
44 milljóna króna skuld
Verulegir gallar á ársreikningi
SÁÁ komu fram við endurskoðun
ríkisreiknings 1991. Keypt var innbú
í nýtt meðferðarheimih að Vík á Kjal-
amesi og ráðist var í gerð bílastæðis
við Vog án þess að fyrir því væru
fjárlagaheimildir. Engu að síður
voru þessi útgjöld bókfærð til gjalda.
Þá voru á árunum 1990 og 1991
færðar til gjalda afskriftir af fasteign-
um sem námu 1 prósenti af fasteigna-
mati þeirra húseigna sem eru í eigu
SÁÁ. Að mati Ríkisendurskoðunar
er þetta ekki í samræmi við uppgjörs-
aðferðir stofnananna sem fá framlag
úr ríkissjóði.
í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðun-
ar kemur fram að við leiðréttingu á
ársreikningnum hafi komið í ljos að
SÁÁ skuldaði sjúkrastofnunum rík-
isins um 44 milljónir. Á síðasta ári
var gert samkomulag milli hehbrigð-
isráðherra og SÁÁ um uppgjör á
þessari skuld. í því felst að samtök-
unum er einungis gert að greiða rík-
issjóði helming skuldarinnar. Á móti
ætlar ráöuneytið að leita heimildar
til viðbótarfj árveitingar.
Þrátt fyrir skuld SÁÁ við ríkið var
verulegur rekstrarafgangur á
sjúkrastofnunum SÁÁ á árinu 1991.
Framlög og tekjur umfram gjöld
námu 25,3 mihjónum króna. Legu-
dögum fjölgaði um 3,2 prósent miöað
við árið á undan og sjúklingum fjölg-
aðium2prósent. -kaa
Líf og fjör í frímínútunum
Þó að fullorðna fólkið reyni að halda sig að mestu innandyra í allri þeirri
ófærð og snjóþyngslum sem verið hafa siðustu vikurnar kann unga kynslóð-
in betur að meta útiveruna. Á leiksvæði ísaksskóla í Bólstaðarhlíðinni er
jafnan líf og fjör í frímínútunum og ekki spillir ef nóg er af snjónum.
DV-mynd GVA
Yfirskoöimarmenn:
Sértekjur ríkisstof nana
hærri en fjárlög ráðgera
Sértekjur ríkisstofnana hafa
reynst mun meiri en fjárlög gera ráð
fyrir. Ástæðan er yfirleitt vanáætlun
en einnig kemur fyrir að stofnanir
komi sér upp sértekjum án þess að
fyrir því sé gert ráð við fjárlagagerð.
Vegna þessa leggja yfirskoðunar-
menn rötisreiknings til að sértekjur
ríkisins verði samræmdar. Þá komi
th áhta að skhgreina sértekjur sem
tekjur ríkissjóðs og auka framlög th
viðkomandi stofnana að sama skapi.
í nýrri skýrslu yfirskoðunarmanna
vegna ríkisreiknings 1991 eru sér-
tekjur heilsugæslustofnana teknar
sem dæmi um óreiðuna. Sértekjur
þessara stofnana reyndust 127 mhlj-
ónir í stað 93 mihjóna eins og áætlað
var í fjárlögum. Þennan mun telja
yfirskoðunarmenn óeðhlegan. Telja
þeir það þarfnast skýringar við hvers
vegna sértekjur á einstökum stofn-
unum hehsugæslunnar eru aðeins
fáein þúsund króna þegar þær skipta
milljónum annars staðar.
í þessu sambandi má geta að á ár-
inu 1991 reyndust sértekjur hehsu-
gæslunnar í Hveragerði um 4 þúsund
og á Akranesi um 8 þúsund. A Eghs-
stöðum námu sértekjurnar hins veg-
ar 9,4 milljónum og í Borgamesi um
6,2milljónum.
-kaa
RENAULT 19
Frískur og fallegur
fólksbíl á fínu verði
Hinn nýi Renault 19 endurspeglar þá fersku vinda sem hafa blásið hjá
Renault síðustu árin. Áhersla er lögð á gæði, langan endingartíma og
fallegt útlit. Renault 19 er frískur, fallegur og vel búinn fólksbíl í
millistærðarflokki. Hann er fáanlegur með fimm gíra beinskiptingu eða
fjögurra þrepa sjálfskiptingu og búinn lúxus innréttingu, rafdrifnum rúðum,
fjarstýrðum samlæsingum og mörgu fleiru. Renault 19 er á fínu verði eða
frá kr. 1.119.000,- og í boði eru greiðslukjör til allt að 36 mánaða.
Formula I
WILLIAMS -RENAULT
HEIMSMEISTARI 1992
RENAULT
..fer á kostum
RENAULT
Bflaumboðið hf.
Krókhálsi 1-110 Reykjavík - Sími 686633