Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1993, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1993, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993. 15 Alþingi á öndinni velt... “ segir greinarhöf. m.a. íslendingar hæla sér gjaman af því að eiga elsta þjóðþing veraldar þegar þeir tala við útlendinga. Hljóðið er dálítið annað í fólki þeg- ar það talar um Alþingi sín á milli. Hörðustu stjómmálamennimir em ekki almennt í miklum metum og engir tala um „hið háa Alþingi" nema þingmennimir sjálfir. Sama er að segja um ávörpin „háttvirt- ur“ og „hæstvirtur", sem tíðum heyrist í þingsölum, en verka eins og öfugmæli á landslýðinn þegar þau era sögð í bland við óbóta- skammir sem sumir þingmenn láta dynja hver á öðrum. Verst af öllu er þó að hlusta á ánægju þingmanna þegar illa geng- ur hjá andstæðingunum. Jafnvel þótt utanaðkomandi eða heimatil- búin áfoll bitni á allri þjóðinni geta stjórnarandstæðingar ekki dulið gleði sína. Sumir þeirra kætast reyndar sem aldrei fýrr þegar verst gengur. Svona ástand væri óþolandi ef það gilti almennt í mannlegum samskiptum. í viðskiptum er sam- keppni oft óvægin en aldrei heyrast kaupmenn hæla sér af því að hafa komið keppinautunum á kné. Jafn- vel hinir hörðustu þeirra bera ekki gleði sína á torg. Svipað er að segja um íþróttir. Sigurvegaramir gleðj- ast yfir árangri sínum, en leyfa Valdimar Kristinsson cand oecon., B.A. andstæðingunum yfirleitt að njóta sannmælis. Málalengingar ekki úr íslendingasögunum Fátt dregur meira úr virðingu Alþingis en hið óhóflega málæði sumra þingmanna. Sagt er að um- ræður um EES-samninginn hafi tekið lengri tíma á Alþingi heldur en í öllum þjóðþingum EFTA-land- anna samanlagt. Varla em okkar þingmenn svona miklu tregari en þingmenn annarra þjóða? Síðan ef sagt er frá þessum vinnubrögðum erlendis bregðast sumir ókvæða við. Bendir það til að einhveijir skammist sín þrátt fyrir allt. íslendingasögumar em ekki síst frægar fyrir það hve gagnoröar þær era. Útlendingar sem þekkja þessar sögur, og heyra síðan um vinnubrögðin á Alþingi, gætu spurt sig hvort þjóðinni hefði farið svona mikið aftur í aldanna rás. Hagræðing á þingi Alþingi, sem gerir kröfu til hag- ræðingar um allt þjóðfélagið, getur ekki látið nokkra þingmenn vaða elginn svo mjög að þingið og þjóðin standi á öndinni á hverjum vetri. Sagt er að takmörkun ræðutíma sé viðkvæmt mál á þingi. Kann vel að vera en er Alþingi er ekki alltaf að fjalla um viðkvæm mál sem oft koma illa við fjölda landsmanna? Málþóf og orðalengingar um auka- atriði geta ekki átt rétt á sér hjá stofnun þar sem mikið þarf að gera á stuttum tíma. Sumir vilja tefja eitthvert mál eitt árið og aðrir ann- að mál hið næsta. Þannig er öllum fyrir bestu að orðaflaumsósiðurinn verði aflagöur. Mætti reyndar telja líklegt að mörgum þingmönnum myndi létta og áreiðanlega þorra þjóðarinnar. Skrifaðar ræður? Enginn ætlast til þess að allir þingmenn séu góðir ræðumenn og þeir sem mest tala hafa ekki aUtaf mest að segja en þeir geta vel sam- ið punkta eða ágrip af ræðum sín- um og jafnvel skrifað þær að hluta ef þær era mikilvægar. Aðalatriðið er að bæta vinnubrögð Alþingis og ætti það að vera auðvelt því sagt er að störf í þingnefndum séu yfir- leitt góð og skipulega unnið þar að málum. Þingmenn hafa reyndar allt að vinna eins og dæmin sanna. Get- tysborgarávarp Abrahams Iincoln væri ekki enn í minnum haft ef hann hefði vaðið elginn í 2-3 tíma. Valdimar Kristinsson „Alþingi, sem gerir kröfu til hagræö- ingar um allt þjóðfélagið, getur ekki látið nokkra þingmenn vaða elginn svo mjög að þingið og þjóðin standi á önd- inni á hverjum vetri.“ Eyðing byggðarlaga er ekki landbætur Það kvað við einkennilegan tón í fréttum nú nýverið þar sem lagt er til með nýrri byggðastefnu að borga fólki fyrir að flyfja frá af- skekktari byggðum. Þar með er gengið í berhögg við landgræðsluá- form framtíðarinnar því án bænda verður lítið að gert. Á næstu árum áttu þeir að geta orðið sterkasta aflið í stöðvun gróð- ur- og jarðvegseyðingar, fengju þeir til þess skilyrði og því má halda að þeir sem móti þessa nýju stefnu séu í engum tengslum við landið sjálft og hafi á engan hátt skilning á því hversu mikilvægt það er að byggð- imar lifi. Menning þjóða og framfarir verða engar þar sem enginn býr og ekkert land verður bætt þar sem engir era til þess að leggja hönd á plóginn. Bændur ala önn fyrir jarðvegi og gróðri Með „eyðibýlastefnu" vanrækj- um við bæði landið og þjóðina. Víða um lönd er fólk að átta sig á því að lykfllinn að bættu landi er að viðhalda byggð. Bændafólk á hverri jörð er það fólk sem elur önn fyrir dýralífi, jarðvegi og gróðri í sinni sveit og beitir áhrifum sínum til þess að efla og bæta jarðir sínar á sem flestum sviðum. Þekking bænda á ræktunarstörfum svo og vélaeign þeirra era afkastamestu þættimir í landgræðslunni sem nú era notaðir í síauknum mæli hér á landi og ber mjög að fagna þeim afrekum sem þegar hafa verið unn- Kjallarinn Atli Vigfússon formaður Búnaðarsambands S-Þing. in með ræktun heimalanda í sveit- imum. Landið er eins og stór líkami en án byggðar er það sálarlaust með öllu og vanrækt. Einhver verður aö hirða um allt þetta svæði sem landið er og verkefni era óþijót- andi og einmitt þess vegna er spennandi að fást við þau. Við verö- um að standa vörð um kjör bænda til þess aö þeir verði þess megnugir að bæta gróðurfar á jörðum sínum. Forfeður okkar, sem við öll rekjum ættir okkar til, gátu ekki í allri sinni örbirgð unnið að landbótum og því verðum við að sameinast um það í framtíðinni að færa komandi kynslóðum betra land sem munu síðan skila enn betra landi til sinna afkomenda. Það er ljóst að nú er búið að rýra kjör bænda þannig að erfitt verður að vinna upp það tjón sem þegar er orðið og erfitt getur reynst fyrir gjaldþrota bændur að vinna að landbótum. Fyrir utan almennar launalækkanir hefur farið fram flatur niðurskurður á búfé, sem hefur þýtt minnkandi veltufé og verðfall á fjárfestingum í landbún- aði og á jörðunum sjálfum. Á sama tíma hefur milliliða- kostnaður ekki minnkað og í sum- um tilfellum aukist samfara mikilli skattlagningu á matvörur. Það vek- ur furðu hvað fáir hafa barist gegn matarskattinum svonefnda sem er alltof hár en besta kjarabót bama- fólks og láglaunafólks væri auðvit- að láekkun hans. Það er verðugt verkefni fyrir samtök bænda og neytenda að vinna saman að því mikilvæga máli en enginn pólitísk- ur flokkur á Alþingi virðist hafa það á stefnuskrá sinni. Landgræðsla er menning Það er mikill misskilningur að búfé og landbótastarfsemi geti ekki farið saman. Með búfénaði verður til húsdýraáburður og heyleifar sem í auknum mæli era nýtt til uppgræðslu í byggðum landsins. Engum er betur ljóst en bóndanum hversu áhrif skóga, skjólbelta og annars gróðurs era mikilvæg fyrir landið og loftslagið. Búfjárhald með sjálfbærri beit er að sönnu markmið hvers bónda því hann veit mætavel aö með rým- andi gróðurfari rýma möguleikar jarðar hans til komandi kýnslóða. Nýrri kynslóð í landbúnaði þarf að skapa vaxtarskilyrði og þá má trúa því að unnið verði hörðum höndum að eflingu gróðurs og jarð- vegs. Undirstaða sjálfstæðis og menningar hverrar þjóðar byggist á því að í landinu sé búið og þar sé fólk sem á þá hugsjón að færa komandi kynslóðum betra land. Því skulum við hafa byggðastefnu en ekki „eyðibýlastefnu". Atli Vigfússon „Undirstaöa sjálfstæðis og menningar hverrar þjóðar bygpist á því að í land- inu sé búið og þar se fólk sem á þá hugsjón að færa komandi kynslóðum betra land.“ það eiga sér stað hreins- anirí Alþýðu- flokknum. Ég tcl þær hafa byijað með brottrekstri SlnTamálæ ^nheiður Daviðs- ráöi i fyrra. dóttir Það er sýnt aö tolk í Alþýðu- flokknum má ekki hafa sjálfstæð- ar skoðanir. Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður flokksins, hef- ur ítrekaö sagt Alþýðuflokkinn innihalda breiöan hóp fólks með ólikar skoðanir. Þetta er bara kjaftæði. Fólk í Alþýðuflokknura fær ekkiað hafa sjálfstæðar skoð- anir. Það þarf að lúta vflja flokks- forystunnar í einu og öllu. Þaö versta við þetta er aö hið besta fólk í flokknum hefur látið beija sig til hlýöni. Það hefur látiö kaupa sig imi í alls konar emb- ætti meö þvi að vera hlýðið, gott og prútt í samviimu við lúnn ílialdssama arm flokksins. Með þessu er flokkurinn að hrekja félagshyggjuarminn í flokknum. Margt af þessu fólki kom inn í flokkinn í kjölfar Nýs vettvangs. Margir stóöu líka á þröskuldin- um og voru á leið inn í flokkinn en hörfuðu til baka þegar flokk- urinn fór í samstarf við Sjálfstæö- isflokkinn. Nú er þetta fólk end- anlega hrokkið til baka og á ekk- ert fast Iand í pólitík. Það ætti því enginn að velkjast í vaiá um þaö að hreinsanir eiga sér stað í Al- þýðuflokknum. Það fólk og marg- ir fleiri, sem orðið hafa fyrir þeim, líía því vonaraugum til Nýs vettvangs." Afogfrá „Nci. ég tel HgpPfPI þaö af og frá R að einhveijar fögi Iireinsanir ggf, “ uigi sér stað í ■ \ j flokknum. H Hitt er annað að í Alþýðu- H flokknum er ^----------------* fólk sem er ^lakur Helgason ósátt vlð Nýj- an vettvang og það fylkir sér eitt- ómögulega kallað það hreinsanir þótt uppi séu átök innan stjóm- málaflokka. Ég þekki ekki þann stjómmálaflokk þar sem ekki eru einhver átök um menn í stjómir og ráð án þess að menn kalli það hreinsanir. Varöandi þá ftdlyrð- Nýjum vettvangi í Alþýðuflokk- sá hópur sem oft er kallaður meira áberandi síðustu misserin þess að flokksforingjarnir hafa einangrast og þetta fólk ris upp til stuðnings þeim. SHkt gerist -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.