Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Síða 10
10
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR1993
Gylfi Kristjánssan, DV, Akvreyxi:
„Þetta er auðvitað talsverð breyt-
ing þótt að í veikindum pabba höf-
um við í hljómsveitinni tekið að
okkur ýmsa aðstoð við hann varð-
andi rekstur hljómsveitarinnar.
Þetta er því alls ekki eins mikil
breyting og ætla mætti en þó alln-
okkur. Ég tek á mig það sem pabbi
gerði áður eins og að hafa yfirum-
sjón með gangi mála. Það er margt
sem gera þarf við rekstur einnar
hljómsveitar og þetta er mikil
skipulagsvinna. Það þarf að sinna
pöntunum og gefa upplýsingar,
skipuleggja ferðalög og æfingar og
halda öllum endum saman. En ég
reyni að láta strákana vinna líka
og það hefur gengið vel.“
Þetta segir Inga Eydal, söngkona
á Akureyri. Þegar faðir hennar,
hljómhstarmaðurinn ástsæh Ingi-
mar Eydal, féU frá fyrir skömmu,
hafa eflaust margir reiknað með
því að þar með væri lokið áratuga
löngum ferU hljómsveitar Ingimars
Eydal. En þaö leið ekki langur tími
þar til hljómsveitin var komin fram
á nýjan leik, skipuð sama fólkinu
og áður, og Gunnar Gunnarsson
sestrn- í sæti Ingimars við hljóm-
borðið sem hlýtur að vera erfitt
verkefni.
I. Eydal
Hljómsveitin spilar nú undir
nafninu Hljómsveit I. Eydal. og það
fer ekki á milU mála að fólk hefur
velt því fyrir sér hvort I. standi
fyrir Ingu eða Ingimar.
„Það var ekki tekin nein stór
ákvörðun um nafnið á hljómsveit-
inni og það má eiginlega segja aö
það hafi komið af sjálfu sér eihs og
það aö við ákváðum að halda áfram
að spila saman. Það var verið að
hringja í okkur vegna dansleikja
þeim?
„Nei, aUs ekki enda á þetta allt
að heita samvinna og við ræðum
hlutina. Það tekur enginn ákvarð-
anir án þess að spyija hina. Við
erum búin að vera saman í 10 ár
og þekkjum hvert annað mjög vel
og þetta gengur árekstralaust. En
auðvitað finnst mér það dáUtið
öfugsnúið þegar ég er að „stjóm-
ast“ í þeim enda er ég yngst í hljóm-
sveitinni.“
í háskólann
Það var ekki torsótt að fá að
spjaUa við Ingu smástund þótt ætla
mætti að hennar tími væri fullnýtt-
ur og vel það. Ekki bara það að hún
haldi nú úti vinsælU hljómsveit og
sé gift kona með barn, heldur
stundar hún nám í hjúkrunarfræð-
um við Háskólann á Akureyri.
Maður hennar er Davíð Valsson,
sölufulltrúi Ölgerðar EgUs SkaUa-
grímssonar á Norðurlandi, og þau
eiga saman soninn Ingimar sem er
að yerða 7 ára.
„Ég varö stúdent frá Menntaskól-
anum á Akureyri árið 1983 og hef
síðan veriö á vinnumarkaðnum,
síðast á skrifstofu Samvinnuferða-
Landsýnar hér á Akureyri. Það
stóð alltaf til að læra meira og þetta
hlé sem ég tók mér frá náminu
varð lengra en ég hafði ætlað mér.
Mér hefur aUtaf þótt hjúkrun
áhugavert starf og ég hef mikið
gaman af þessu námi.“
Hvernig gengur þér að láta þetta
allt saman ganga upp?
„Ég viöurkenni það að álagið hef-
ur aukist talsvert. Þetta gekk vel
upp á haustömúnni í skólanum.
Ég er ekkert að skrökva því að
þetta sé auðvelt og ekkert mál en
ég ætla að láta þetta ganga upp
núna líka. Það er ákveðin ögrun í
því að láta þetta takast en einkunn-
imar í vor verða sennUega að skera
Inga Eydal ásamt syninum Ingimar.
DV-mynd gk
Þegjandi samkomu-
lag hjá okkur að
halda þessu áfram
- segir Inga Eydal sem fetar nú í fótspor föður síns og stýrir hljómsveitinni I. Eydal á Akureyri
sem þurfti að auglýsa og þetta varð
bara ofan á.
Pabbi sagði aUtaf aö þetta væri
sama hljómsveitin þótt hann væri
veikur og við vUjum bara hafa það
svoleiðis. Ég held að í þessum
vangaveltum um nafnið I. Eydal
verði fóUc bara að fá aö leggja sinn
skilning í það, hvort I. stendur fyr-
ir Ingu eða Ingimar."
Engin stefnubreyting
Hljómsveit Ingimars Eydal var
ekki síst vinsæl farir það í áratugi
hversu fjölbreytta tónhst hún flutti
og Inga segir enga breytingu hafa
orðið á þeirri stefnu.
„Við reynum aUtaf aö æfa a.m.k.
tvisvar í viku og svo spUum við
nánast um hveija helgi, einu sinni
eða tvisvar. Þetta verður svona
áfram því hljómsveitin er mikið
bókuð.
Við höldum líka þeirri stéfnu
óbreyttri sem pabbi markaði að
með þessu erum við fyrst og fremst
að skemmta öðrum og reynum að
hafa eitthvaö fyrir aUa svo fólkið
fari allt ánægt af dansleikjum hjá
okkur. Við leggjum því jafna
áherslu á að vera með glænýja tónl-
ist og gömlu dansana. Og þá meina
ég ekki bara einhver gömul lög,
heldur góð gömludansalög sem eru
vel æfð.“
Byrjaði 17ára
Þótt Inga sé ekki gömul er hún
enginn nýgræðingur í tónUstinni.
„Ég var 17 ára þegar ég byrjaði að
syngja með hljómsveit og þetta eru
því orðin þrettán ár. Reyndar má
segja um mig eins og margar aðrar
söngkonur að ég hafi verið syngj-
andi síðan ég man eftir mér og ég
gerði t.d. talsvert að því aö syngja
með vinkonu minni Örnu Valsdótt-
ur.
Þaö var ekki pabbi sem fékk mig
út í þetta, heldur Ásdís Ámadóttir
sem þá vann á Hótel KEA, og þar
byijaöi ég aö syngja. Og pabbi var
ekki hrifinn af þessu í byijun, held-
ur mótfaUinn því til að byija með.“
- Hvers vegna var það?
„Ég held að það hafi fyrst og
fremst verið vegna þess aö hann
var búinn að sjá fólk fara út úr
þessu á ýmsan hátt. Og sem fjöl-
skyldumaöur vissi hann aö þetta
var ekki það aUra besta sem ég gat
vahö mér. En með áranum sætti
hann sig viö þetta enda sá hann að
mér var alvara meö þessu.“
Þegjandi
samkomulag
- Kom það aldrei tíl umræðu að
hljómsveitin hætti þegar pabbi
þinn féU frá?
„Nei, það var aldrei rætt, ein-
hvem veginn var eins og það væri
um það þegjandi samkomulag hjá
okkur aö halda áfram. Við fengum
til Uðs viö okkur Gunnar Gunnars-
son til að taka sæti pabba við
hljómborðiö og það hefur ekki ver-
ið létt fyrir hann að taka við. Fólk
fylgist vel meö honum en hann fær
sína viöurkenningu. Gunnar er
snUlingur á hijóðfærið og á þá við-
urkenningu skUda, auk þess sem
hann er afar góður félagi."
- Það eru ganúir „refir" í hljóm-
sveitinni. Er ekkert erfitt aö stjóma
úr þvi að lokum hvemig til hefur
tekist.“
Bara eitt hljóðfæri
„Ég held aö ég verði a.m.k. ekki
í hlutverki söngkonunnar fram á
sextugsaldurinn,“ sagði Inga þegar
ég spurði hana í lokin hvort hún
reiknaði með að skemmta lands-
mönnum í marga áratugi eins og
faðir hennar gerði.
„Söngvarar eru í annarri aðstöðu
heldur en hljóðfæraleUcarar. Þeir
hafa bara eitt hijóðfæri sem ekki
er hægt að endumýja. Ég held að
þaö sé náttúrulögmál að þótt fólk
geti haldið ágætri rödd þá sé þaö
ekki rödd sem endist í þessu
„harki“ þar sem verið er að syngja
frá 11 á kvöldin og langt fram eftir
nóttu.“