Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR1993 11 »v________________________________________Vísnaþáttur En hvað tíðin er nú hörð „Hægan, hægan upplýkur vetrar- dagurinn sínu norræna auga. Frá því hann kiprar hvarmana í fyrsta sinn, uns hann hefur lyft þúngum augnalokunum til fulls, líður ekki aðeins stimd eftir stund, - nei, tímabil hður eftir tímahti um hinar órannsakanlegu fjarvíddir morgunsins, heimur eftir heim, einsog sýnir blinds manns, veru- leikur eftir veruleik, og eru ekki leingur til, - það birtir. Svo fjarri er vetrardagurinn á sjálfs sín morgni. Jafnvel morgunn hans er fjarlægur sjáifum sér. Hið fyrsta tór við sjónhring og dagmálaskí- man á glugganum eru sem tvö ólík upphöf, tvö úthöf. Og úrþví jafnvel morgunn hans er fjarri eftirað tek- ið er að morgna, hvað mundi þá kvöld hans? Eyktir hans, - dagmál, hádegi og nón eru eins og löndin þángaðsem við ætlum þegar við erum orðin stór, kvöld hans eins fjarlægt og sá dauði sem ýngsta syni hjónanna var trúað fyrir í gær, dauðinn sem tekur lítil börn frá mæörum þeirra og lætur prest- inn sýngja þau niðrí garð hrepp- stjórans, sá dauði þaðansem eng- inn gengur aftur eins og í sögunum hennar ömmu, sá dauði sem vitjar þín þegar þú ert orðinn svo gamall að þú ert aftur orðinn barn.“ Það er snillingurinn Halldór Lax- ness sem lýsir vetrarkomunni á þennan hátt í ritverki sínu „Sjálf- stætt fólk“ Er hægt að gera það betur? En veturinn hefur orðið mörgum að yrkisefni og hér á eftir má sjá örlítið brot af þeirri fram- leiðslu. Guðmundur Einarsson í Hergils- ey: Það er margt sem þyngir geð þegar lengjast nætur, þá er eins og myrkrið með manni festi rætur. Séra Sigurður Norland í Hindis- vík: Það eru sjálfsagt átján ár eða lengra síðan vetrargaddur svo var sár þeir sátu við að þíð’ann. María Rögnvaldsdóttir frá Rétt- arholti í Blönduhlíð í Skagaflrði, húsfreyja á Sauðárkróki: Undan þykkjuþungri brún þorri sjónum renndi. Sá hefur marga ramma rún rist með kaldri hendi. Jón Benediktsson, Höfnum í Vindhælishreppi í A-Hún„ odd- viti á Skagaströnd: Enga bliðu úti eg finn, enn er hríðarkliður. Ætlar tíðarandskotinn allt að ríða niður? Þórarinn Bjamason, jámsmiður í Reykjavík: Hranna skvaldur heyrist þrátt, hrímið faldar serki, vetur baldinn hreykir hátt húmsins skjaldarmerki. Rósberg G. Snædal: Blakta á hæðum héluð strá hemar flæði og tjamir. Vilja mæða veikum á vetrarnæðingamir. Guðrún Benediktsdóttir Heiðars- eli: En hvað tíðin er nú hörð, ekki er þetta gaman. Mér finnst helzt sem himinn og jörð hangi á snjónum saman. Endurski í skam Vísnaþáttur Torfi Jónsson En þótt móti blási um sinn er þó gott að lifa í voninni um „betri tíð með blóm í haga“. Guðjón Krist- mannsson í Reykjavík lýsir því þannig: Fönnin hvíta fyllir mó, færð er þung í spori. í brekkunni munu brosa þó blóm á næsta vori. Hér áður fyrr á ámnum var lífið enginn dans á rósum, aö minnsta kosti ekki hjá þeim sem áttu ekki í neitt hús að venda, samanber eft- irfarandi húsgang: Harðnar vetur, herðir frost, heyri ég vindinn gnauða. Nú er fátt um feitan kost hjá fórumanninum snauða. Og vetrarlangt þráir Friðrik Hansen sumarið: Sendið hingað sólskin inn sumardagar Ijósir, vetur gróf á gluggann minn gráar hélurósir. Sölvi Sigurðsson frá Undhóli í Hofshreppi í Skagafirði lítur björt- um augum til komandi daga: Uggs er gengin sveitin svarta, svalra strengja ómur þver. Það er engin þörf að kvarta þegar lengja daginn fer. Ekki veit ég hver höfundur næstu vísu er: Ei er fölnuð frostsins rún, fönn er enn í spori, en yfir vetrar ygglibrún er þó bjarmi af vori. Jón S. Bergmann: Aftangliti geislar ský glöggur viti nætur, jörðin situr sorgum í sólarhitann grætur. Ólafur Sigfússon, bóndi í For- sæludal í Áshreppi í A-Hún.: Þrautaleiðum þokai' fjær, þíða greið í spori. Mundi seiða svona hlær sól tti heiða á vori. Mín er bænin mikið heit: Mokaöu snjó úr hlíðarkinn, svo aö hjörð mín hafi beit. Og hamastu nú drottinn minn! Torfi Jónsson FLUGLEIÐIR Aðalfundur Flugleiða hf. Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 18. mars 1993 í Höfða, Hótel Loftleiðum, og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsiris, munu liggja frammi á skrif- stofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félags- ins, Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfadeild á 2. hæð, frá og með 11. mars kl. 14.00. Dagana 12. til 17. mars verða gögn afgreidd frá kl. 9.00 til 17.00 og á fundardag til kl. 12.00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12.00 á fundar- degi. Stjórn Flugleiða hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.