Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Page 13
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993.
13
Reynum að opna í ágúst
- segir Kjartan Öm Kjartansson, eigandi McDonald's á íslandi
„Við erum að senda út íjóra íslend-
inga í 6 mánaða nám í sérstakan
skóla McDonaid’s fyrirtækisins. Þeir
eru verðandi stjómendur fyrirtækis-
ins og fara í þjálfun í hamborgarahá-
skólann fræga í Englandi. Norður-
Evrópu er stjómaö frá höfuðstöðvum
í Englandi," sagði Kjartan Öm Kjart-
ansson sem er með uppsetningu
McDonald’s hamborgarastaðar á
Suðurlandsbraut í undirbúningi.
„Það er mun styttra og ódýrara að
senda menn til náms þar en til
Bandaríkjanna. Þetta nám sem þeir
em að fara 1 er mjög erfitt. Þeir
munu þurfa að læra öll þau störf sem
inna þarf af hendi innan fyrirtækis-
ins.
Eftir að námi lýkur verða þeir
einnig færir um að kenna öðrum.
Námið er ipjög víðtækt. Kennsla er
bæði bókleg og verkleg. Nemendur
em látnir vinna öll störf á öllum stig-
um framleiðslu og stjómunar á ein-
hveijum McDonald’s stað.
Síðar verða 3-6 sendir til viðbótar
í nám sem er heldur viðaminna en
það tekur um 3 mánuöi. Þeir fara
sennilega út í maí á þesu ári og munu
læra að veröa það sem heitir á ensku
„floor manager" sem hugsanlega er
hægt að útselja sem liðsstjóri á ís-
lenskri tungu. Þeirra hlutverk verð-
ur að stjóma ákveðnum svæðum í
starfseminni á hveijum tíma. Sjálfur
var ég allt síðasta ár í námi hjá
McDonald’s háskólanum.
Samkvæmt þeim reglum sem gilda
hjá McDonald’s er þannig litið á að
menn hafa ekki klárað sitt nám þó
að á vinnustaðinn sé komið. Óll
vinna er í raun stöðug starfsþjálfun
og starfsmönnum er stanslaust ýtt
áfram.
70-80 manna
vinnustaður
Allt í allt verða sennilega um 70-60
manns starfandi hjá keðjunni en þó
ekki allir þeirra í fullu starfi. Þeir
sem lokið hafa námskeiðum úti í
Englandi munu þjálfa annað starfs-
fólk sem velst til starfa hér.
Fyrst um sinn verður afgreiðslu-
tími McDonald’s á íslandi frá 10-23.30
en húsið, sem byggt verður að Suður-
landsbraut 56 undir staðinn, er um
500 fermetrar að gólffleti. Undirbún-
ingur er enn það skammt á veg kom-
inn aö ekki er endanlega búiö að
ákveða hvenær McDonald’s hefur
göngu sína hér. Hönnunarvinna er í
fuilum gangi en það væri ágætt ef
okkur tækist að opna í ágústmánuði
í ár.“
- Nú er mikil samkeppni á þessum
markaði hérlendis. Ertu ekkert
hræddur um að þú sért að fara út í
vonlausa samkeppni og baráttu á al-
gjörlega mettuðum markaði?
„Ég hef aldrei kynnst neinu öðru
en samkeppni á mínum viðskipta-
ferli og hún er af hinu góða. Ég vona
Rússar fengu sinn fyrsta McDonald’s hamborgarastað i janúarbyrjun árið 1990. Nú stefnir allt í það að McDonald’s hamborgarar fáist hérlendis í ágúst-
mánuði á þessu ári.
að koma McDonald’s til landsins
muni leiöa margt gott af sér fyrir
ísland og matvælaiðnaðinn í heild.
Hráefnisframleiðendur sækjast eftir
samvinnu við okkur og með tilkomu
McDonald’s bætist við þekking sem
nýtist mörgum. Samkeppnin leiðir
oft tii meiri gæða og það er jákvætt.
Það eina sem ég get sagt er að ég ber
virðingu fyrir samkeppninni og það
er ekkert sjálfgefið að vel gangi,“
sagði Kjartan.
Reynt að halda
verði niðri
- Nú eru McDonald’s staðimir þekkt-
ir fyrir ódýran mat. Verður lögð
Kjartan öm Kjartansson verður elg-
andi McDonald's hamborgarastað-
arins sem veröur opnaður á Suður-
landsbraut 56.
áhersla á að halda verðinu sambæri-
legu á við það sem gerist erlendis?
Það veröur stefnan hér að gera allt
eins ódýrt og hægt er, án þess þó að
það komi niður á gæðunum. Gæða-
kröfur McDonald’s eru mjög háar og
það er stundum erfitt að láta það
ganga upp, lágt verð og mikil gæði.
Það er stefna okkar en því miður
eru margir þættir þannig hér á ís-
landi að erfitt er að sameina þetta
tvennt.
Matarverð er mjög hátt hér, hér er
hár virðisaukaskattur, það er ipjög
hár tollur á kartöflum og fleira mætti
nefna til.
Við erum þegar búnir að ganga frá
samningum um hráefniskaup en ég
vil ekki tilgreina þá aðila sem við
munum skipta við. Þegar þar að
kemur verður gefin yfirlýsing um
viðskiptaaðila okkar. Stefnt verður
að því að hafa til sölu hamborgara í
mörgum stærðum, franskar og hinn
fræga McDonald’s ís, en Chicken
McNuggets kjúklingabitar verða
ekki hér til að byija með né ferskt
blandaö salat í skálum eins og sumir
kannast við sem farið hafa á McDon-
ald’s staði erlendis.
Sérstök tæki, sem eru rándýr, þarf
til að búa til þessa sérstöku gerð
kjúklingabita sem notaðir eru í Chic-
ken McNuggets. Því byijum við, á
meðan við erum að þjáífa liðið og
slípa okkur til, á því að hafa
grunnréttina á boðstólum," sagði
Kjartan.
-ÍS